Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 15
bílar Bílablaðamenn velja bíla ársins 2010 Sjö sæta jeppi og rafknúinn fólksbíll Nýr Chervolet Volt og endurhannaður Ford Explorer urðu fyrir valinu þegar 49 bíla- blaðamenn í Bandaríkjunum völdu bíla árs- ins 2010. Valið fer fram ár hvert og eru valdir bílar ársins í tveimur flokkum; fólks- bíll ársins og jeppi/pallbíll ársins. Hinn nýi Chervolet Volt var fyrst kynntur til sögunnar á bílasýningu fyrir þremur ár- um en var fyrst fáanlegur á almennum markaði í desember síðastliðnum. Bílinn er rafknúinn að hluta og getur ekið í allt að 80 kílómetra á raforkunni einni saman áð- ur en vélin fer að nota bensín sem orku- gjafa. Sérfróðir segja að þessi bíll ársins eigi eftir að auka hróður rafknúinna bíla svo um munar. Ford Explorer-jeppinn hefur pláss fyrir sjö farþega og er búinn 290 hestafla vél. Hann er ýmsum tækjum búinn, meðal annars nýrri tækni sem gerir ökumann- inum kleift að stilla inn hvers kyns jarðvegi verið er að keyra á svo vélin geti aðlagað sig öllum aðstæðum sem best. birta@mbl.is Hagur Skoda vænkaðist á sl. ári, en alls voru 11,5% fleiri Skoda-bifreiðar seldar árið 2010 en árið áður. Skv. samantekt frá fyrirtækinu voru nær 762 þúsund Skoda-bifreiðar seldar á árinu, en rúmlega 680 þús- und bílar árið 2009. Skoda Octavia var bæði árin langmest seldi bíll- inn í Skoda-fjölskyldunni, en á hæla hans komu Yeti og Superb Combi. Mest hefur salan aukist í Kína, Rússlandi og á Indlandi. Salan eykst hjá Skoda Octavia er enn vinsælastur „Við væntum að með nákvæmari kortlagningu sprungusvæða megi auka öryggi þeirra sem ferðast um jökla landsins. Á næstu vikum verða þessar upplýsingar gerðar aðgengilegar eða í þann mund sem jeppaferðir vetrarins um hálendið fara af stað,“ segir Jónas Guð- mundsson hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg. Að frumkvæði manna sem eru vanir jöklaferðum hefur verið hrundið af stað verk- efni þar sem sprungusvæði á jöklum landsins eru kort- lögð með það að markmið að auka öryggi. Snævarr Guðmundsson, fjallaleiðsögumaður og nemi í landfræði í Háskóla Íslands, hefur kortlagt sprungusvæði á jöklum. Kortlagningin er unnin eftir nýlegum loft- og gervitungla- myndum af jöklunum auk nákvæms hæðarlínu- grunns og ljósmynda af jöklum sem teknar voru úr flugvél síðsumars í fyrra. Einnig var leitað til reyndra jöklamanna úr hópum vél- sleða-, jeppa- og göngugarpa. Rautt er lífshættulegt Skv. kortunum eru á bláum svæðum sprungulaus svæði. Á grænum svæðum eru mjóar sprungur, ýmist lokaðar eða yfir þær er fært allan ársins hring. Gul svæði eru með við- sjárverðum sprungum en fær árstíðabundið. Rauð svæði eru með jökulföllum, skriðjökuls- fossum, sprunguhæðum og íshömrum. Eru með öðrum orðum sagt lífshættuleg. Kortin sem nú eru í vinnslu eru af Snæfells- jökli, Langjökli og Vatnajökli. Þau verður hægt að prenta út af vefsetrinu www.savetravel.is. Þekktir framhlaupsjöklar verða einnig auð- kenndir og ferðalangar minntir á í texta að grennslast fyrir um ástand þeirra áður en hald- ið er á jökul. Auk korta til útprentunar verða fáanlegar sprungusvæðaþekjur sem leggjast yfir kort í GPS-tækjum. Ekki falskt öryggi Samhliða gerð sprungukorta verða lagðir út GPS-leiðarferlar sem ætlað er að sýna örugg- ustu leið hverju sinni. „Þekking, reynsla og góð ferðahegðan ráða öllu um hve áhættusamar ferðir á jöklum eru. Tilgangurinn með kort- lagningu sprungusvæða og útgáfu leiðaferla er ekki að skilgreina hvar ferðast megi á jöklum né banna fólki að fara inn á sprungusvæði. Ekki heldur að vekja falskt öryggi. En þekking er alltaf til bóta,“ segir Jónas Guðmundsson sem bætir við að næsta sumar verði kort uppfærð enda séu jöklar landsins á stöðugri hreyfingu; skríði fram og springi og séu viðsjárverðir. sbs@mbl.is Slysavarnafélagið Landsbjörg með forvarnir fyrir jeppaferðir vetrarins Ferðir upp á úthallandi vetri eru ævintýri. Mikilvægt er samt að hafa öll öryggisatriði í lagi og þekkja til dæm- is sprungur á jöklum enda getur illa farið þekki fólk ekki til þeirra, eins og dæmi um hörmuleg slys sanna. Sprungur jökla kortlagðar Jónas Guðmundsson Ferðir um hálendið og jökla lands hafa aukist mikið síðustu ár enda eru bílar og vélsleðar orðnir betri. Á sama tíma hafa jöklar breyst mikið, ekki síst í grennd við jafnvægislínur. Safnsvæði jöklanna hefur minnkað að flatarmáli eftir því sem jafnvægislína hefur hækkað og hjarnbrýr sem áður brúuðu gamlar sprungur hafa horfið. Afleiðingin er sú að æ víðfeðmari svæði á jöklum eru sprungin, segir Snævar Guð- mundsson í nýjasta tölublaði Björgunar. Eftir hörmulegt slys á Langjökli hinn 30. janúar 2010, þegar kona beið bana eftir að hún og ungur sonur hennar féllu í sprungu, var settur saman vinnuhópur til þess að kanna hvernig kortleggja mætti sprungusvæðin og forðast slys. Á sl. síðustu tíu árum hafa orðið sex banaslys á jöklum. Í fjórum tilfellum hefur fólk fallið í sprungur eða svelg. Um afdrif tveggja Þjóðverja sem gengu á Öræfajökul er ekki vitað. sbs@mbl.is Mörg slys hafa orðið á jöklum landsins síðustu ár Víðfeðm svæði eru sprungin Björgunarsveitarjeppi á ferð. Stefan Jacoby, forstjóri Volvo, sagði í viðtali við austurrískt dagblað að ekkert væri hæft í þeim sögusögnum að fyrirtækið hygðist leggjast í framleiðslu á ódýrari útgáfum á Volvo-bifreiðum fyrir kínverskan markað. Sem kunnugt er er Volvo nú í eigu hins kín- verska Geely Automobile. „Við höldum áfram að framleiða sömu vör- urnar fyrir alþjóðamarkaðinn,“ sagði Jacoby. Kunnugir spá því að sala á Volvo-bílum komi til með að aukast á árinu. Forstjóri Volvo í viðtali Engar ódýrari út- gáfur af Volvo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.