Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 19
20. janúar 2011 19 bílar TOYOTA YARIS 1,0 TERRA 06/2004, ek. 102 þús. 5 dyra, 5 gíra, abs, cd og fl. Verð 990 þús. Tilboð 750 þús. stgr. SUBARU LEGACY OUTBACK 01/2004, ek,174 þús. 5 dyra, ssk. álf. cd, cruise og fl. Verð 1.560 þús. Tilboð 890 þús. stgr. CHEVROLET AVEO 1,4 LS 07/2008, ek. 35 þús. 4 dyra, 5 gíra, abs, fjarstýrðar samlæsingar, cd, þjónustubók og fl. Verð 1.850 þús. Tilboð 1.490 þús. stgr. FORD FOCUS 1,6 TREND 11/2004, ek. 96 þús. 5 dyra, ssk. Abs, dráttarbeisli, fjarstýrðar samlæsingar, cd. Verð 1.330 þús. Tilboð 990 þús. stgr. PORSCHE CAYENNE 4,5 TURBO 03/2003, ek. 115 þús. 5 dyra, ssk, álf. 18” leður, topplúga, loftpúðafjöðrun, hleðslujafnari og fl. og fl. Verð 4.990 þús. Tilboð 3.890 þús. stgr. Bílabúð Benna Bíldshöfða 10, 587 1000, Bílabúð Benna Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ 420 3300. benni.is Bílabúð Benna í 35 ár!! Tökum bíla í umboðssölu Vanta bíla á skrá og á staðinn Sanngjörn söluþóknun Góð þjónusta PEUGEOT 206 1,4 S-LINE 06/2006 ek. 92 þús. 5 dyra, 5 gíra, abs, cd, fjarst. samlæsingar og fl. Nýleg tímareim. Verð 1.250 þús. Tilboð 890 þús. stgr. Lexus; Sparaðu 300 þúsund Spurt: Ég er með Lexus RX 300, árgerð 2000, sjálfskiptan og ekinn 170 þúsund km. Bíllinn hefur feng- ið reglulegt viðhaldseftirlit. Í bíln- um er einhvers konar aukahljóð (urg eða suð) sem Toyota- verkstæðið á Akureyri segir mér að komi frá sjálfskiptingunni. Nú hafa bæst við hnökrar í skipt- inguna þegar hann skiptir sér í efsta gír hvort sem yfirgírinn er virkur eða ekki. Nýlega var skipt um vökva og síu og ekki gerð nein athugasemd við ástand þeirra. Umboðið hér telur að taka þurfi skiptinguna úr og endurbyggja hana fyrir 500 til 800 þús. kr. Hef- ur þú einhverja hugmynd um hvað þetta gæti verið og er þá eina ráð- ið að fara þessa kostnaðarsömu leið? Svar: Lýsingin bendir til þess að aflskiptir (convector) sé bilaður og plánetugír slitinn. Fáðu þá hjá Bíl- virkja á Akureyri til að taka skipt- inguna úr. Sendu Jeppasmiðjunni á Ljónsstöðum við Selfoss afl- skiptinn til viðgerðar og fáðu nýj- an plánetugír hjá umboðinu, Jeppasmiðjunni eða Bifreiðastill- ingu í Kópavogi og láttu þá hjá Bílvirkja setja skiptinguna saman. Mér kæmi ekki á óvart þótt þú slyppir með 400 þús. kr. og skipt- ingin yrði sem ný. Hvar fæ ég millikassa í Starex? Spurt: Er með Hyundai Starex af árgerð 2000, sjálfskiptan. Skipt- ingin og millikassi brotnuðu og eru ónýt. Hef verið að leita að þeim hlutum en fáir kannast við þessa bíla sjálfskipta. Gætir þú gefið mér upplýsingar um hvort nota mætti þessa hluti úr ein- hverri annarri bílategund? Svar: Drifbúnaðurinn í Hyundai Starex er sá sami og í Mitsubishi L300 fram til 1995. Sjálfskiptingin er sú sama og notuð var í Mitsub- ishi fram að 2000 og gæti passað úr Pajero eða Galoper. Prófaðu að tala við þá hjá Japönskum vélum í Hafnarfirði. Hummer H1 er vondur „bisness“ Spurt: Ég er að spá í kaup á jeppa og hef verið að skoða stóra Hummer af árgerð 1998 með 6,5 lítra GM Dieselvél. Bíllinn er ek- inn innan við 50 þús. km. Og sett- ar á hann 4,5 mkr. Las á síðunni þinn eitthvað slæmt um Hummer. Mundir þú ráða mér frá því að kaupa svona jeppa? Svar: Já, það myndi ég gera. Lík- legasta ástæða þess hve lítið þessi Hummer er ekinn er að hann hafi verið ónothæfur vegna bilana stærsta hluta skráningartímans. Þrátt fyrir tröllslegt útlitið er Hummer H1, eins og þessi gerð nefnist, frægur fyrir að hafa hæstu bilanatíðni sem skráð er á listum bandarísku neytenda- samtakanna (Consumer Union). Deila má um gæði hönnunarinnar en smíði og samsetning þessa eyðsluháks er einstakt klúður. Sá brandari gekk á sínum tíma að eina ástæðan fyrir því að banda- ríski herinn gat notað þessa galla- gripi var að herinn fékk fimm bíla til að hafa einn í nothæfu standi. Sá sem kaupir svona bíl fyrir 4,5 milljónir kr. kallar yfir sig vanda- mál og botnlaus útgjöld. Leó M. Jónsson svarar spurningum um bílamál Hvaðan kemur drif- búnaðurinn í Starex? Leó M. Jónsson véltæknifræðingur leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt. Eldri spurningar og ít- arlegri svör eru birt á www.leoemm.com) Lexus RX 300. Í sjálfskiptingunni heyrist urg og surg en viðgerð er kostn- aðarsöm að mati umboðsins. Hins vegar er hægt að fara mun ódýrari leið með því að skipta við verkstæði út í bæ. Framundan er frost og um- hleypingar. Á bens- ínstöðvum fást túpur með sílikon-smurefni og áföstum svampi til að bera á þétt- ingar í körmum og á hurð- um bíla. Efnið kemur í veg fyrir að hurðir frjósi fastar í dyrum bíla. Á bens- ínstöðvum fæst einnig síli- kon á úðabrúsa til að úða í rúðuföls þannig að raf- knúnar rúður frjósi ekki fast- ar og renni auk þess léttar upp og niður. Sá sem tekur með sér tveggja lítra gos- flösku með volgu vatni (ekki heitu) og hellir á ísaða fram- rúðuna er fyrstur af stað. Ábending Sílikon og volgt vatn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.