Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 10
atvinna Ég var fréttamaður á eins manns fréttastofu Aðalstöðvar-innar, útvarpsstöðvar sem nú heyrir sögunni til. Var þáfimmtán ára, heillaðist af fjölmiðlum og starfaði við þámeð námi næstu sjö ár þar á eftir. Ragnar Jónasson, rithöfundur Fyrsta starfið Eins manns fréttastofa Axel Jónsson, veitingamaður og eigandi Skólamatar ehf., er maður ársins á Suð- urnesjum 2010 að mati Víkurfrétta. Axel Jónsson er eigandi eins mest vaxandi fyr- irtækis á Suðurnesjum í dag, Skólamatar ehf. sem hefur vaxið og dafnað og veltir nú um hálfum milljarði króna á ári. Tæplega 60 manns starfa hjá fyrirtækinu sem framleiðir um 6.000 skólamáltíðir á hverjum degi fyrir meira en tuttugu skóla á Suðurnesjum, í Hafnarfirði og í Kópavogi. Skólamatur er elsta fyrirtæki á landinu sem sérhæfir sig í framleiðslu máltíða fyrir skóla. sbs@mbl.is Kokkur Suðurnesjamaður ársins Framleiðir 6.000 skólamáltíðir á dag „Straumur fólk sem ætlar sér að flytja út til Norður- landanna er stöðugur. Margir koma hingað til að leita upplýsinga og tungu- málanámskeið okkar eru fjölsótt,“ segir Alma Sig- urjónsdóttir sem stýrir verkefninu Halló Norð- urlönd sem Norræna félagið sér um. Alls 750 íslenskir ríkisborgarar fluttu til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar á síðasta fjórðungi sl. árs, skv. tölum Hagstofunnar. Noregur var helsti áfangastaður utanfara. Þangað fluttu 250 manns á tímabilinu. Niðurstöður í tölum Hagstofunnar jafngilda því að sex manns hafi flust utan á hverjum degi þessa síðustu mán- uði ársins. Brottfluttir með íslenskt ríkisfang voru 140 umfram aðflutta. sbs@mbl.is Stöðugir flutningar til Norðurlanda Horft til Noregs og margir á námskeið Ísamtölum finnum við að félagsmönnumþykir mikilvægt að komandi kjara-samningar skili auknum kaupmætti.Þetta er ríkjandi viðhorf meðal þeirra sem eru á lægstu laununum og í milli- tekjuhópum. En svo tryggja megi aukinn kaupmátt þarf samvinnu. Ríki og sveitarfélög eru þar ekki undanskilin enda hafa gjald- skrárhækkanir sveitarfélaga undanfarið ekki hjálpað til,“ segir Harpa Ólafsdóttir hagfræð- ingur, forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar – stéttarfélags. Eins og oft í byrjun árs eru fulltrúar at- vinnurekenda og stéttarfélaga komnir saman til funda þar sem þjarkað er um gerð nýrra kjarasamninga. Staðan er þó kunnugleg og þjarkað á báða bóga, enda margir án vinnu og svigrúm til launahækkana ekki mikið að sögn. „Kjarasamningar allra okkar viðsemjenda eru lausir. Hækkun lægstu launa er forgangsmál en einnig uppbygging atvinnulífsins og fjölgun starfa,“ segir Harpa. Réttur ekki virtur Félagsmenn í Eflingu eru um 19 þúsund og vinna við fjölbreytt og ólík störf. Um 80% félagsmanna eru á almenna markaðnum svo sem í iðnaði, á veitingahúsum, í byggingariðn- aði, við ræstingar, í mötuneytum og á bens- ínstöðvum svo eitthvað sé nefnt. Um 2.500 manns úr röðum Eflingar starfa hjá Reykja- víkurborg og fleiri sveitarfélögum og ámóta margir hjá ríki, hjúkrunarheimilum og ýms- um sjálfseignarstofnunum. Hlutfall milli kynja í hópi félagsmanna er nokkuð jafnt og eru fé- lagsmenn af erlendum uppruna um 35%. Atvinnuleysishlutfall meðal félagsmanna hjá Eflingu er um 12,7% og koma langflestir úr byggingargeiranum eða um 22% af þeim sem eru án atvinnu. „Allt frá haustinu 2008 hafa margir þurft að leita til félagsins þar sem fyrirtæki hafa farið í gjaldþrot. Hefur fólk meðal annars fengið að- stoð hjá félaginu til þess að sækja laun í Ábyrgðarsjóð launa. Einnig hafa kjör hjá stórum hópi félagsmanna verið skert með ýmsu móti og oft er misbrestur á hvort réttur fólks sé virtur,“ segir Harpa. Sérstök ástæða er til þess, að mati Hörpu, að vera á varðbergi gagnvart því að réttur fé- lagsmanna af erlendum uppruna sé virtur – en þeir eru um 35% Eflingarfólks. Hún segir einnig áhyggjuefni að sá hópur sem fái aðeins lágmarkslaun hafi stækkað. Niðurstöður í nýjustu könnun Capacent Gallup sýna að um 9% félagsmanna séu með dagvinnulaun sem samsvara lágmarkslaunum, eða 165 þús. kr. á mánuði. „Þeir sem skera sig sérstaklega úr hér eru starfsmenn sem sinna ræstingum og þjón- ustustörfum. Því miður leita alltof fáir sem eru í þessum hópi til félagsins. Margt af þessu fólki er af erlendum uppruna og það þekkir síður rétt sinn en þeir félagsmenn sem eru fæddir á Íslandi. Þá fer þeim einnig fjölgandi sem þora hreinlega ekki að leita til félagsins af ótta við að vera sagt upp í kjölfarið,“ segir Harpa. Umsóknum í sjúkrasjóð Eflingar hefur, að sögn Hörpu, fjölgað mikið frá haustinu 2008. Vinnubrögðum við úthlutun hefur verið breytt frá því starfsendurhæfingarsjóður var settur á laggirnar. Í stað þess að afhenda umsóknir um dagpeninga fara starfsmenn Eflingar yfir málin með umsækjendum. Endurhæfing fyrir flesta „Markmiðið er að gefa sem flestum kost á starfsendurhæfingu. Fækka þeim sem enda í fátæktargildru örorku. Við leggjum okkur einnig fram að kynna möguleika í fræðslu- málum. Um helmingur þeirra félaga okkar sem eru án atvinnu er fólk af erlendum upp- runa. Við viljum koma til móts við þetta fólk og á sl. ári var sérstakt námstilboð fyrir þenn- an hóp sem kallast Yrkja – 200 stunda nám í íslensku og þáttum sem miða að aukinni sam- félagsþátttöku þess.“ sbs@mbl.is Hækkun læstu launa í forgang, segir Harpa Ólafsdóttir forstöðumaður kjaramálasviðs Eflingar Fækka í fátæktargildru Morgunblaðið/Ómar Þeim einnig fjölgandi sem þora hreinlega ekki að leita til réttar síns hjá félaginu af ótta við að vera sagt upp í kjölfarið,“ segir Harpa Ólafsdóttir hagfræðingur Eflingar-stéttarfélags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.