Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 16
bílar16 20. janúar 2011 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is A udi A1 er minnsti bíllinn í Audi-fjölskyldunni, svo lítill að hans helsti keppi- nautur er Mini Cooper. Þeir eiga það reyndar einnig sameig- inlegt að vera litlir lúxusbílar og eru nánast einu bílarnir í þeim flokki. Þó má segja að Citroën DS3 eigi þar heima líka. Audi A1 er sannarlega lúxusbíll því hann fær ansi margt lánað frá stærri bræðrum sínum, t.d. talsvert af innréttingunni úr flagg- skipinu Audi A8 og er þar ekki leið- um að líkjast. A1 er líka sportbíll og stíf fjöðrun hans sæmir bara hörð- ustu sportbílum og hentar þess vegna kannski ekki best hús- mæðrum sem mjólkurbúðarbíll. Bíllinn er eins og reyndar allir bílar Audi gullfallegur og kippir í kynið. Hann er stuttur og snagg- aralegur með mjög sportlegar línur og eiginlega sama framenda og stærri bræður hans. Að innan er hann hrein listasmíð með mjög ríku- lega innréttingu og fer þar langt fram úr keppinautunum og setur ný viðmið í flokki lítilla bíla. Audi A1 fæst eingöngu þriggja dyra, en þó stendur til eftir ár eða Reynsluakstur Audi A1 Eyðslugrannur en fágaður sportbíll Morgunblaðið/Árni Sæberg Audi A1 er gullfallegur og kippir kynið. Snaggaralegur með sportlegar línur og sama framenda og stærri bræður hans. Audi A1 er gullfallegur og kippir í kynið. Stuttur og snaggaralegur með mjög sportlegar línur. Vel fer um farþegajafnt sem ökumann í þessum fjörlega en þó eyðslugranna bíl. Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430 - is-band@isband.is - www.isband.is Nýr Dodge Ram 1500 Sport Hemi Eigum nokkra bíla sem eru tollafgreiddir fyrir hækkun vörugjalda. Nýtt útlit - meira rými afturí - leður - lúga - hiti í stýri og sætum - kæling í sætum - bakkmyndavél - fjarstart - Alpine hljómkerfi með útvarp með snertiskjá og hörðum disk til að vista tónlist og myndir - gormafjörðun að aftan - 390 hestöfl - skriðvörn - spólvörn - dráttarbeisli – eigum fullt af aukahlutum til á þessa bíla Verð aðeins 7.490 þús. kr. stgr. Metan - Nú geturu fengið þennan lúxusjeppa í metan útfærslu, metan/bensín. - Rekstrarkostnaður samsvarar eyðslu uppá 9-9 lítra innanbæjar - Við bjóðum metan bílinn á sama frábæra verði og án Metans þannig að Metan búnaðurinn og ísetningin er þér að kostnaðarlausu. - Ef þú hefur ekki aðgang að metani eða metanið tæmist þá skipti bíllinn sjálfkrafa yfir á bensín - Á metan bílnum geturu lagt frítt í stæði í miðborginni og bifreiðagjöldin eru aðeins 5.000 krónur á ári. Sérpöntum alla varahluti frá USA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.