Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.01.2011, Blaðsíða 8
Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali. Stórikriki 2, Mos. - 3 og 4ra herbergja íbúðir Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ Sími 586 8080, fax 586 8081 www.fastmos.is Nýjar og glæsilegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í 3ja hæða lyftuhúsi með bílakjallara við Stórakrika 2 í Mosfellsbæ. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhend- ingar með fallegum eikarinnréttingum. Flísar og parket eru á gólfum. Verð frá 25,7 m. 4887 Kvíslartunga 39 - Parhús 250,6 m2 parhús á tveimur hæðum með bílskúr við Kvíslartungu í Mosfellsbæ. Húsið er skráð sam- kvæmt Fasteignamati ríkisins 217,7 m2 og bíl- skúrinn 32,9 m2. Húsið sem er timbureiningahús er tæplega fokhelt í dag og afhendist í núverandi ástandi. Byggingarefni og einangrun sem eru í húsinu fylgja með í kaupunum. V. 23,9 m. 5009 Laxatunga 120 og 122 Falleg rað- hús á einni hæð. Húsin skiptast samkvæmt teikningu í forstofu, 2 svefnherb., baðherb., eld- hús, þvottahús, geymslu, stofu og borðstofu. Hiti í gólfum. Falleg hús á mjög góðu verði. Áhv. eru ca 17,8 millj. kr. ÍLS lán. Húsin eru fullbúin að ut- an og einangruð. Hús tilbúið til innveggja. V. 20,6 m. Hús tæplega tilbúið til innréttinga, innveggir komnir, tilbúnir undir sandsparstl. V. 22,9 m Lækkað verð! 4696 Leirvogstunga - Einbýlishús Fallegt 199,2 m2 einbýlishús með innbyggðum bílskúr við Leirvogstungu 2 í Mosfellsbæ. Bjart og rúmgott hús með fallegum innréttingum og gólfefni. Mikil lofthæð með fallegri lýsingu er í húsinu. Eignin er laus til afhendingar strax. V. Skeljatangi 32 - 270 Mosfellsbær Falleg 94,2 m2 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi við Skeljatanga í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í forstofu, 3 svefnherbergi, baðherbergi, geymslu, stofu og eldhús. Við hlið inngangs er köld útigeymsla. V. 22,9 m. 5099 Opið hús í dag fimmtudag frá kl. 17:00 til 18:00 Smábýli - 5,8 Hektarar Um er að ræða ca 5,8 hekt- ara landspildu við Smábýli 5 úr landi Skrauthóla á Kjala- nesi, undir einbýlishús og t.d. hesthús á fallegum stað und- ir hlíðum Esjunnar. Landið hallar lítið eitt til vesturs og er mikið og fallegt útsýni frá landinu út á sundin og að- Reykjavík. V. 10,0 m. 5091 Rúgakur 3 - 210 Garðabær Rúmgóð og glæsileg 115,7 m2, 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í 2ja hæða lyftuhúsi ásamt stæði í bíl- akjallara við Rúgakur 3 í Garðabæ. Íbúðin skiptist í forstofu, rúmgott svefnherbergi með fataher- bergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús, stofu og borðstofu. Íbúðinni fylgir bílastæði og sérgeymsla í bílakjallara. Rúmgóð og glæsileg íbúð með fal- legum innréttingar. Íbúðin er nýmáluð og tilbúin til afhendingar strax. Áhvílandi er ca 22,3 millj- ón kr. lán frá Íbúðalánasjóði. Verð 25,7 millj. Völuteigur – Atvinnuhúsnæði Gott iðnaðarhúsnæði við Völuteig 1 í Mosfellsbæ sem er búið að skipta í tvær ein- ingar og eru inngangar í það vestan og austan megin hússins. Samtals er húsnæð- ið skráð samkvæmt Fast- eignaskrá Íslands 160,8 m2. Stórar innkeyrsludyr og góð birta. Samkvæmt mælingu eiganda þá skiptist húsnæðið vestan megin í ca 65 fm vinnslusal og ca 18 fm milli- loft. En austan megin í 45 fm vinnslusal og 36 fm milliloft. Ath. að þessar stærðir eru gólfflatarmál að innan, en ekki birt flatarmál. V. 19,9 m. OP IÐ HÚ S kaupi bara iPhone þegar ég finn fjársjóðinn minn.“ Hvað er best heima? „Uppáhalds- staðirnir mínir í íbúðinni eru eldhús og stofugluggarnir þar sem er mjög huggulegt að sitja með tebolla og fylgjast með mannlífinu. Stofu- gluggann er hægt að opna alveg upp á gátt og á sumrin er yndi að sitja þar í sólinni að lesa eða hlusta á tón- list og fylgjast með fólki við og við.“ ai@mbl.is Þessa dagana eyðir ÍsgerðurElfa Gunnarsdóttir öllumstundum í leikhúsinuNorðurpólnum á Seltjarnarnesi. Þar er undirbún- ingur fyrir barnaleikritið Fjársjóðs- leit með Ísgerði í fullum gangi en frumsýning verður 29. janúar. Blaðamaður náði í Ís- gerði og fékk að heyra að hana langar í iPhone og fjölhæf- an Batman-bíl. Draumastarfið? „Ég er í draumastarfinu mínu. Að starfa sem listamaður felur í sér mikla fjölbreytni og breytilegan vinnu- tíma sem hentar mér mjög vel.“ Versta vinnan? „Af þeim fjölmörgu störf- um sem ég hef unnið myndi ég segja að versta væri þegar ég bjó úti í London og var að kynna ilmvötn í Harrods. Að klæðast dragt og vera stífmáluð alla daga er ekki fyrir mig. Auk þess angaði ég af tíu mismunandi ilmvatnstegundum á leiðinni heim í lestinni og dauðlang- aði að afsaka fnykinn fyrir öllum sem komu nálægt mér. Ég var líka skítblönk og fannst blóðugt að horfa upp á fólk eyða andvirði tveggja mánaða leigu (fyrir mér) í snyrtivör- ur eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þetta var líka ekki mjög vinalegt umhverfi, enda skipti ég fljótlega og fór að vinna á bar í hverfinu mínu.“ Draumabíllinn? „Ég var voðalega snobbuð fyrir jeppum þegar ég var lítil en í dag er mér nokk sama svo lengi sem ég kemst á milli staða. En það er frekar óspennandi svar þannig að ég segi bara að draumabíllinn væri Batmobile sem getur flogið og gert alls konar kúnstir. Má það ekki? Eða kannski bara ókeypis strætó í frá- bæru leiðarkerfi.“ Hvað vantar á heimilið? „Vantar og vantar ekki. Ég á ekki sjónvarp, sem mörgum finnst nánast dauðasynd. Svo væri fínt að fá stærra rúm við tækifæri. Í augna- blikinu vantar ljósaperu í stofuna (vonandi verð ég búin að bæta úr því þegar þetta birtist!) Annars vantar mig ekkert þannig séð … hef held ég nokkurn veginn allt sem ég þarf.“ Hvað langar þig í? „Mig dauðlangar í iPhone! Mig langar líka í nýja tölvu þar sem mín er komin til ára sinna. Svo vantar mig fjársjóð í leitina mína góðu – þannig að ég kannski Óskalistinn Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir Seljandi ilmvötn í Harrods stíf- máluð og í dragt Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.