Morgunblaðið - 27.01.2011, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
Segja boltann hjá stjórnvöldum
Þeir stjórnlagaþingsfulltrúar sem Morgunblaðið náði tali af í gær eru flestir sammála um að boltinn sé hjá stjórnvöldum um næstu skref í
kjölfar ógildingar kosninganna. Þeir sem taka afstöðu segja þó að réttast væri að kjósa aftur. Fæstir fulltrúanna hafa í hyggju að höfða
skaðabótamál gegn ríkinu vegna kostnaðar við kosningarnar og undirbúnings fyrir þingsetuna að svo komnu máli. kjartan@mbl.is
Hæstiréttur ógildir kosningu til stjórnlagaþings
Andrés Magnússon segir
stjórnalagþingmennina
hafa hist á fundi í fyrra-
kvöld og hafi eiginlega
verið samstaða um að bolt-
inn væri hjá stjórnvöldum
og þingmennirnir væru
ekki réttir aðilar til að tjá
sig um framhaldið.
Varðandi hugsanlega
skaðabótakröfu þá snerist málið ekki um per-
sónulegan fjárhag þeirra tuttugu og fimm.
Andrés Magnússon
Ekki í aðstöðu til þess
að ræða framhaldið
„Ég er þeirrar skoðunar að
það sé ekki nema eitt að
gera og það er að kjósa aft-
ur,“ segir Guðmundur
Gunnarsson sem hyggst
ekki fara fram með neinar
skaðabótakröfur enda hafi
hann ekki lagt út eina ein-
ustu krónu við kosning-
arnar. Hann hafi svo sem
eytt töluverðum tíma í undirbúning en
hyggst ekki rukka fyrir það.
Guðmundur Gunnarsson
Ætlar sér ekki að rukka
fyrir undirbúning
Erlingur Sigurðarson seg-
ir að það sé einboðið að
kosningarnar til stjórn-
lagaþings verði end-
urteknar. Ekki þurfi ný
framboð eða kynningar.
Frambjóðendur standi á
sama stað og kvöldið fyrir
kjördag í nóvember. Hann
hafi ekki íhugað skaða-
bótakröfu enda snúist málið ekki um slíkt.
Erlingur Sigurðarson
Frambjóðendur á sama
stað og fyrir kjördag
Ari Teitsson segir mjög
brýnt að halda stjórnlaga-
þingið hvort sem er með
núverandi fulltrúum eða
öðrum og sem fyrst.
Þá segir hann dapurlegt
ef þessi tilraun renni út í
sandinn vegna smávægi-
legra hnökra sem séu að
mörgu leyti tilkomnir
vegna þeirrar nýjungar sem kosningarnar
voru. Segir hann umburðarlyndi dómstóla
ekki vera mikið gagnvart því.
Ari Teitsson
Lítið umburðarlyndi
dómstóla vegna hnökra
Katrín Fjeldsted telur bolt-
ann vera hjá ríkisstjórn og
þingi og að nauðsynlegt sé
að endurskoða stjórn-
arskrána með þeim hætti
sem ákveðið hafi verið með
stjórnlagaþingi.
„Ég vil ekki hugsa þá
hugsun á enda ef það verð-
ur fallið frá stjórnlaga-
þingi. Ég held það hefði ekki góð áhrif á
stemminguna í þjóðfélaginu.“ Segist hún alls
ekki hafa í hyggju að fara fram á skaðabætur
þrátt fyrir að hafa gert ráðstafanir vegna
vinnu eins og ýmsir aðrir.
Katrín Fjeldsted
Að hætta við hefði
slæm áhrif á þjóðfélagið
„Ég er óskaplega fegin að
vera ekki hluti af stjórn-
völdum sem þurfa að
ákveða framhaldið. Þau
eru í miklum vanda. Að
hætta við væri mikil upp-
gjöf og ótrúlega mikill
peningur væri þá farinn í
súginn,“ segir Inga Lind.
Hún segir líklegast eðli-
legast í stöðunni að kjósa aftur en það út-
heimti ævintýraleg fjárútlát til viðbótar.
Þetta sé eitt af stóru málum ríkisstjórn-
arinnar og því sé ekki ólíklegt að sá kostur
verði ofan á í framhaldinu.
Inga Lind Karlsdóttir
Er fegin að vera ekki
í sporum stjórnvalda
„Það verður að halda
stjórnlagaþing og gera það
á faglegan og löglegan
hátt,“ segir Örn Bárður
Jónsson. Hann segir tvær
leiðir koma til greina, til að
þingið verði að veruleika.
Annars vegar að Alþingi
skipi þingmennina sem
kjörnir voru í nóvember og
hins vegar að efna til nýrra kosninga. „Það
eru annmarkar á báðum leiðum, finnst mér.
Það eru annmarkar á því að skipa, en það er
kannski einfaldasta leiðin. Það er svolítið
flókið að kjósa upp á nýtt. Það er alltaf spurn-
ing hvort það sé vit í því að endurtaka kosn-
ingar sem gáfu ákveðna niðurstöðu. Vegna
þess að það hefur áhrif á kjósendur í næstu
umferð. Það er ekki sjálfgefið að það sé hin
rétta leið. Ég dreg það í efa.“
Örn Bárður segist ekki hafa íhugað hvort
hann muni krefjast skaðabóta. „Ég þarf að
bíða átekta og sjá hvað gerist.“
Örn Bárður Jónsson
Efast um að rétt leið sé
að endurtaka kosninguna
„Við viljum að þetta stjórn-
lagaþing verði haldið, það
er ekki okkar að ákveða
hvort það verði kosið aft-
ur,“ segir Ómar. Það sé
fyrir hvern og einn að
ákveða með hugsanlegt
skaðabótamál, hann hafi
sjálfur ekki íhugað það.
Hann bendir þeim sem
hafa gert lítið úr nauðsyn þess að hafa góða
stjórnskipun á fordæmi þjóðfundarins árið
1851 sem hafi í raun verið stjórnlagaþing. Í
það hafi verið eytt fé þó að þjóðin hafi búið í
torfkofum. „Þinginu var slitið. Árangurinn á
pappírunum var enginn. Er nokkur sem held-
ur því fram að þjóðfundurinn hafi verið
óþarfur og ekki gert neitt gagn?“
Ómar Ragnarsson
Ekki stjórnlagaþingmanna
að ákveða framhaldið
„Ég held að eini kosturinn
sé bara að kjósa aftur. Það
er það eina sem hægt er að
gera,“ segir Lýður sem
segist myndu bjóða sig
fram aftur ef aðstæður
standi til þá.
Hann segist ekki hyggja
á skaðabótamál. Kostn-
aðurinn við kosningarnar
hafi þegar verið nógu mikill svo það bætist
ekki ofan á þjóðina. „Ég var ekki í þessu út af
peningum,“ segir Lýður.
Lýður Árnason
Eini kosturinn að end-
urtaka kosningarnar
„Mér myndi ekki einu sinni
detta það í hug,“ segir
Katrín Oddsdóttir spurð að
því hvort hún íhugi skaða-
bótamál í kjölfar ógildingar
kosninganna. „Það er ekki
neinn skaði í mínu tilfelli.
Mér finnst það bara sorg-
legt fyrir Ísland. Það er síst
í mínum huga að sækjast
eftir peningum úr ríkissjóði þegar það ríkir
n.k. lýðræðisleg þjóðarsorg í landinu.“
Katrín Oddsdóttir
Dettur ekki í hug að
fara fram á skaðabætur
„Fyrsta tilfinning mín er
sú að það sé réttast að
kjósa aftur. Mér finnst
nauðsynlegt að það sé lýð-
ræðislegt umboð á bak við
þetta batterí,“ segir Silja
Bára sem gerir ráð fyrir að
hún myndi bjóða sig aftur
fram ef til þess kæmi. Sjálf
segist hún ekki hafa orðið
fyrir skaða vegna ógildingarinnar og hafi
ekki skoðað hugsanlegt skaðabótamál.
Silja Bára Ómarsdóttir
Lýðræðislegt umboð er
þinginu nauðsynlegt
„Við sem höfum „hags-
muna“ að gæta eigum eig-
inlega ekki að tjá okkur
um þetta. Ég er eindreginn
stuðningsmaður þess að
það verði haldið stjórn-
lagaþing en ég held að
stjórnvöld og Alþingi verði
að fá frið til að finna
lausn,“ segir Þorkell
Helgason. Hann segist hafa haft beinan og
óbeinan kostnað af kosningunum en hann
hafi samt ekki íhugað bótakröfu.
Þorkell Helgason
Stjórnvöld og Alþingi fái
frið til að finna lausn
Ástrós Gunnlaugsdóttir,
nemi, segir að best sé að
bíða og sjá og vonast til að
stjórnlagaþing verði haldið
hvort sem það verði nú eða
síðar. „Þetta er vissulega
mikið svekkelsi,“ segir
hún.
Hún sé búin að eyða nán-
ast öllu sínu sparifé í kosn-
ingabaráttu og hafi tekið sér frí frá námi
þessa önnina úr skóla auk þess að setja vinnu
til hliðar. Hún eigi von á barni í vor og því
ráði hana enginn í aðra vinnu nú. Þá eigi hún
ekki rétt á atvinnuleysisbótum þar sem hún
sé námsmaður. „Þau mega eiga von á skaða-
bótakröfu frá mér,“ segir Ástrós.
Ástrós Gunnlaugsdóttir
„Mega eiga von á
skaðabótamáli frá mér“
„Mér finnst það eigi að
gera allt til að tryggja að
stjórnlagaþing verði hald-
ið, hvort sem það verður
haldið núna eða síðar,“
segir Arnfríður Guð-
mundsdóttir.
„Það þarf að tryggja það
að þetta verði að mögu-
leika. Mér finnst það mik-
ilvægast.“
Arnfríður kveðst ekki hafa hugleitt að
krefjast skaðabóta í kjölfar ógildingar kosn-
inganna. „Ég sé ekki neina forsendu fyrir
mig að gera það. Ég er að sjálfsögðu ríkis-
starfsmaður,“ segir Arnfríður að lokum.
Arnfríður Guðmundsdóttir
Allt gert til að tryggja
að þingið verði haldið
„Eini kosturinn sem kemur
ekki til greina er að hætta
við stjórnlagaþingið og
hverfa aftur í hin drunga-
legu, reykfylltu bakher-
bergi fjórflokksins til þess
að véla um grundvallarlög
íslenska lýðveldisins. Það
stendur hins vegar upp á
stjórnvöld að finna leiðir,“
segir Eiríkur Bergmann Einarsson.
Hann segir aðalmálið að þingið fari fram
en atvinnustjórnmálamönnum hafi ekki verið
treyst fyrir stjórnarskrárbreytingum þar
sem þeir hafi skilað auðu í þeim málum í um
sjötíu ár. Ekki gangi að hverfa aftur til
hrossakaupa fjórflokksins.
Hann segist ekki hafa velt skaðabótakröfu
fyrir sér. Þetta sé svo nýskeð að hann hafi
ekki velt því fyrir sér ennþá.
Eiríkur Bergmann Einarsson
Hverfum ekki aftur til
hrossakaupa fjórflokksins
„Íslands óhamingju verður
allt að vopni. Það sem
skiptir fyrst og fremst máli
er að stjórnlagaþing verði
haldið. Einn kosturinn
væri að kjósa aftur. Það er
bæði dýrt og sérkennilegt,
mér finnst það smánar-
blettur á okkur að þurfa að
fara svona með þessa gjörð
eins og gert er með þessum dómi. Mér finnst
að það eigi að leita allra leiða til að þessi
kosning standi með einhverjum hætti,“ segir
Þórhildur Þorleifsdóttir, sem telur ákvörðun
Hæstaréttar engan áfellisdóm yfir frambjóð-
endum eða kjósendum. Aðeins sé um tækni-
leg atriði að ræða sem ekki höfðu áhrif á nið-
urstöðu kosninganna sjálfra.
Þórhildur Þorleifsdóttir
Niðurstöðurnar standi
með einhverjum hætti
„Ég tel mikilvægt að
stjórnlagaþing verði haldið
og endurskoðun stjórn-
arskrárinnar sé skyn-
samlegt að fara í,“ segir
Dögg Harðardóttir. Menn
hljóti að virða niðurstöðu
Hæstaréttar en athyglivert
sé að kosningarnar hefðu
talist gildar í löndunum í
kringum okkur eins og Bretlandi.
Enginn hafi efast um að þessir 25 ein-
staklingar séu þeir sem þjóðin kaus. Ef ríkið
verði skaðabótaskylt sé skynsamlegt að
reyna að nota starfskrafta þessa fólks í stað
þess að borga því laun fyrir ekki neitt.
Dögg Harðardóttir
Kosningarnar hefðu stað-
ið í nágrannalöndunum
„Ef við værum að heyra
frá kosningum í öðru
landi, dómstóll hefði
dæmt þær ógildar, þá
held ég að utan frá hefði
okkur þótt óeðlilegt ef
menn hefðu ákveðið að
sniðganga þann úrskurð
eða ákveðið að blása þær
af. Eins freistandi og það
væri fyrir okkur í þessari stöðu að vilja láta
eins og ekkert hefði gerst held ég að eðli-
legast út frá lýðræðissjónarmiðum sé að
boða til annarra kosninga.“
Pawel Bartoszek
Verði kosið á ný út frá
lýðræðissjónarmiðum