Morgunblaðið - 27.01.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
uppskriftar- og mælingaleysið með
góðum árangri, þá einna helst við
pönnukökubakstur þar sem við
segjumst baka eftir leyniuppskrift
ömmu. Í seinni tíð urðu svo ákveðin
hlutverkaskipti þar sem það varð
fastur liður að fara með box af smá-
kökum til ömmu í Miðleitið á að-
ventunni.
Það einkenndi ömmu Gyðu að
hún bara gerði hlutina. Til dæmis
fannst henni ekkert tiltökumál að
kenna Guðrúnu að prjóna aðeins
fjögurra ára gamalli svo hún gæti
fengið að vera með í saumaklúbbi.
Amma Gyða var alltaf svo góð við
alla og lét aldrei ljót orð falla um
nokkurn mann. Hún sagði að ef
maður gæti ekki talað fallega um
fólk ætti maður ekki að tala um það.
Amma þreyttist aldrei á að segja
okkur sögur frá uppvaxtarárum sín-
um á Sauðárkróki. Hún gat talað
endalaust um lífið á Króknum,
gælunöfn fólks og uppnefni, at-
vinnuuppbyggingu og þróun skóla-
starfs þegar hún var að alast upp.
Okkur fannst gaman að heyra hvað
amma hafði upplifað mörg ævintýri
á ævi sinni. Hún talaði t.d. oft um
hernámið á Króknum. Amma vor-
kenndi svo bresku hermönnunum
enda voru þeir bara strákar sem
söknuðu mömmu sinnar.
Amma var alltaf hjá okkur á
stórhátíðum. Þó að hún hafi aldrei
verið hrifin af rjúpum, því henni
fannst synd að borða svona fallega
fugla, voru samverustundirnar með
fjölskyldunni henni dýrmætastar.
Það var ómetanlegt að fá að njóta
félagsskapar hennar nú um jólin.
Þær góðu minningar, eins og aðrar,
munu lifa með okkur lengi og eru
okkur huggun við fráfall ömmu
Gyðu.
Snorri, Guðrún, Ottó og Gyða.
Hún Gyða, góða og fallega
frænka mín hefur kvatt okkur. Hún
barðist við sjúkdóm sinn af mikilli
reisn og kvaddi með þeirri tign sem
einkenndi hana alla tíð.
Hún var frænka sem ég elskaði
og virti. Vel gefin, vel lesin og alltaf
gaman að spjalla við hana því hún
hafði alltaf frá einhverju skemmti-
legu að segja. Oft á tíðum sagði hún
mér sögur af Króknum, af afa Jóni,
henni, pabba og hinum yngri systk-
inunum. Það leyndust margar
skondnar minningar í þeim sjóði.
Gyða átti gott líf. Góðan mann,
fjögur góð börn, fallegt heimili og
sinn auð sem var alúð, reisn og
æðruleysi.
Ég vil þakka henni fyrir margar
yndislegar samverustundir, í Litla-
gerðinu, Miðleitinu og á heimili for-
eldra minna. Þær minningar eru
ljúfar.
Guð blessi þig, elsku frænka.
Hrönn Geirlaugsdóttir.
Væna konu, hver hlýtur hana?
Hún er miklu meira virði en perl-
ur. Svo kvað Salómon konungur.
(Orðskv. 31.10.)
Mér koma þessi orð í hug þegar
ég minnist Gyðu, tengdamóður son-
ar míns. Mér virtust samskipti
hennar við menn og málleysingja
einkennast af yfirvegaðri rósemd og
kærleika. Ekki heyrði ég hana fella
dóma um nokkurn mann, sagði í
mesta lagi þegar hún var spurð um
álit sitt á mönnum, sem voru eða
eru mjög í umræðunni: „Æ, ég
þekki ekki blessaðan manninn.“ Í
þessum anda var einnig heilræði
sem hún deildi með barnabörnum
sínum: Ef þú getur ekki sagt eitt-
hvað gott um manninn eða málið er
bara best að segja ekki neitt.
Gyða talaði oft um æskuheimili
sitt á Sauðár
króki og bar mikla elsku til for-
eldra sinna og systkina. Eru bjartar
bernskuminningar ekki hið besta
veganesti hverri manneskju, styrk-
ur og vörn?
Góðar og kærleiksríkar minning-
ar átti Gyða að heiman, minningar
sem voru henni styrkur, fagrar
minningar sem hún skilaði börnum
sínum og barnabörnum.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst Gyðu Jónsdóttur og er ríkari
fyrir.
Bryndís Víglundsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR SIGURJÓNSSON,
Glósölum 7,
Kópavogi,
sem lést þriðjudaginn 18. janúar, verður jarð-
sunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. janúar
kl. 15.00.
Eygló Olsen,
Valgerður Anna Guðmundsdóttir, Steinþór Óskarsson,
Marta Elísabet Guðmundsdóttir, Þórður Vilberg Oddsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓHANN STEINMANN SIGURÐSSON,
Stóru-Tjörnum,
Þingeyjarsveit,
áður til heimilis að Ránargötu 29,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn
28. janúar kl. 13.30.
Guðríður Sigurgeirsdóttir,
Erna Jóhannsdóttir, Egill Bjarnason,
Jónína Ingibjörg Jóhannsdóttir, Jón Símon Karlsson,
Hólmfríður Jóhannsdóttir, Lars Inge Karlson,
Elínrós Þóreyjardóttir,
Sigurður Helgi Jóhannsson, Eygló Inga Bergsdóttir,
Aðalsteinn Jóhannsson, Linda Ívarsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
BRYNDÍSAR TÓMASDÓTTUR,
Jökulgrunni 7,
Reykjavík,
sem lést laugardaginn 15. janúar, fer fram frá
Áskirkju föstudaginn 28. janúar kl. 15.00.
Eiríkur Eiríksson, Marie M. Eiríksson,
Auðunn Eiríksson, María Sighvatsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
SÓLVEIG KARVELSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn
28. janúar kl. 13.00.
Sigurður Pálsson,
Páll Daníel Sigurðsson, Linda Sjöfn Þórisdóttir,
Edda Huld Sigurðardóttir, Þorlákur Már Árnason,
Eggert Sigurðsson, Ásta Björk Lundbergsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HRAFNHILDUR ÞÓRÐARDÓTTIR,
sem lést miðvikudaginn 19. janúar, verður jarð-
sungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. janúar
kl. 13.00.
Þeir sem vilja minnast hennar, vinsamlegast láti
líknarfélög njóta þess.
Þórður G. Lárusson, Unnur K. Sigurðardóttir,
Halldór R. Lárusson, Guðlaug Jónasdóttir,
Lárus H. Lárusson, Rósa Hallgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
STELLA JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,
er látin.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey þriðjudaginn
25. janúar að ósk hinnar látnu.
Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð og umhyggju
sendum við ættingjum, vinum og heilbrigðis-
starfsfólki.
Nikulás Sveinsson,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
FRÍMANN JÓNSSON
fyrrv. forstjóri,
áður Álfheimum 40,
lést á Sóltúni í Reykjavík miðvikudaginn 19. janúar.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
María Frímannsdóttir, Baldur Ólafsson,
Frímann Frímannsson, Hildur Gísladóttir,
Rósa Kristín Baldursdóttir,
Ólafur Björn Baldursson,
Anna Rún Frímannsdóttir,
Frímann Örn Frímannsson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
ÓLI G. JÓHANNSSON
listmálari,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 20. janúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
31. janúar kl. 13.30.
Lilja Sigurðardóttir,
Örn Ólason, Christina Nielsen,
Sigurður Ólason, Áshildur Hlín Valtýsdóttir,
Hjördís Óladóttir, Björn L. Þórisson,
Hrefna Óladóttir, Sverrir Gestsson
og barnabörn.
Elsku afi minn. Það
er með söknuð í hjarta,
en ekki sorg, að ég
kveð þig með þessum
orðum. Í mínum huga
er það söknuður sem ræður ríkjum
þegar ástvinir eru kvaddir sem eiga
að baki langa ævi. Og þú, afi minn,
áttir langa og góða ævi. Þú eignaðist
átta börn með Dúnu þinni. Dúnu þinni
sem þú varst alltaf svo skotinn í og
saknaðir svo mikið eftir andlát henn-
ar. Og ég er sannfærð um, að þið eruð
núna sameinuð og hafið um svo ótal-
margt að tala.
Sorgin fyllir ekki hjarta mitt þegar
ég hugsa til baka og rifja upp svo ótal-
margar stundir sem ég átti með þér
og Dúnu ömmu. Það er söknuður sem
ég finn því ekki mun ég kíkja aftur í
kaffi í Árskógana. – Krakkarnir mínir
eiga margar og góðar minningar um
Pétur Jónsson
✝ Pétur Jónssonfæddist í Reykja-
vík 9. júní 1921. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 6. janúar 2011.
Útför Péturs fór
fram frá Fossvogs-
kirkju 19. janúar
2011.
ykkur tvö sem eru rifj-
aðar upp þegar við ým-
ist sitjum saman og
spjöllum eða flettum í
gegnum myndaalbúm.
Þær minningar eru ei-
lífar.
Sérstaklega yljar
það yngri stelpunum
mínum hvernig langafi
heilsaði þeim þegar við
kíktum í heimsókn. Þá
tókstu í höndina á þeim
og smelltir kossi á
handarbakið. Þeim
fannst það svo
skemmtilegt og vildu meina að þær
einar fengju þannig móttökur.
Þú varst flottur og skemmtilegur
afi sem sárt verður saknað. Þú varst
afi sem hafðir skemmtilegan húmor.
Þú varst afi sem ég fékk oft að sitja í
fanginu á, þegar ég var lítil. Þú varst
afi sem bjóst til góðan mat og bakaðir
frábærar jólakökur. En af hverju, afi,
vildir þú ekki segja mér leyndarmálið
að baki bestu brúnu sósu í heimi, sem
borin var fram með steikta lambalær-
inu?
Elsku afi minn. Guð og góðar vætt-
ir geymi þig og Dúnu ömmu. Blessuð
sé minning ykkar.
Elín.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reit-
inn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa
borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en
3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar