Morgunblaðið - 27.01.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
✝ Gyða Jónsdóttirfæddist á Sauð-
árkróki 4. ágúst árið
1924. Hún lést á líkn-
ardeild Landakots-
spítala 17. janúar
2011. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Geir-
laug Jóhannesdóttir, f.
28. júlí 1892, d. 6. apríl
1932, og Jón Þ.
Björnsson, skólastjóri
á Sauðárkróki, f. 15.
ágúst 1882, d. 21.
ágúst 1964. Seinni
kona Jóns var Rósa
Stefánsdóttir, f. 10. október 1895, d.
14. júlí 1993. Fósturbarn þeirra er
Geirlaug Björnsdóttir, f. 1939. Gyða
var sjötta í röð tíu systkina. Þau eru;
Stefán, f. 1913, Jóhanna Margrét, f.
1915, Þorbjörg, f. 1917, Sigurgeir, f.
1918, Björn, f. 1920, Ragnheiður
Lilja, f. 1923, Jóhannes Geir, f. 1927,
Ragnheiður, f. 1929, og Geirlaugur,
f. 1932.
Gyða giftist Ottó A. Michelsen for-
stjóra, f. 10. júní 1920 á Sauð-
árkróki, d. 11. júní 2000. Hann er
sonur hjónanna Guðrúnar Páls-
dóttur, f. 9. ágúst 1886, og Jörgens
Franks Michelsen úrsmíðameistara,
fríður, f. 13. apríl 1993, c) Guð-
mundur Ottó, f. 28. september 2000,
d) Grímur Dagur, f. 2. október 2002.
Önnur börn Ottós eru, 1) Helga
Ehlers Wolf, f. 5. janúar 1945. Maki
Reinhard Wolf. 2) Theodór Kristinn,
f. 25. júlí 1951. Maki Árný Elíasdótt-
ir.
Gyða lauk námi við Héraðskólann
á Laugarvatni árið 1943. Síðar fór
hún utan til náms. Dvaldi hún nokk-
ur ár í Noregi og Finnlandi og lagði
þar stund á nám í ýmsum list-
greinum með aðaláherslu á listvefn-
að. Lauk hún prófi sem heimilisiðn-
aðarkennari árið 1953. Gyða kenndi
vefnað við Húsmæðraskólann á
Blönduósi og starfaði á tímabili við
listvefnað hjá Stefáni bróður sínum
og konu hans Ernu Ryel. Gyða var
mjög listræn og liggja eftir hana
fjölmörg ofin listaverk, m.a. verk
sem hún vann eftir íslenskum fyr-
irmyndum á Þjóðminjasafni Íslands.
Gyða hafði mikinn áhuga á tónlist og
söng og starfaði m.a. með kór Slysa-
varnafélags Íslands. Lengst af söng
hún með Kirkjukór Bústaðasóknar,
en Gyða og Ottó voru mjög virk í
starfi sóknarinnar alla tíð. Síðustu
árin átti Gyða góðan vin í Böðvari
Jónssyni frá Gautlöndum í Mývatns-
sveit en hann lést í nóvember 2009.
Útför Gyðu Jónsdóttur fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, 27. janúar
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
f. 25. janúar 1882.
Ottó og Gyða gengu í
hjónaband 6. ágúst
1955. Börn þeirra eru,
1) Óttar, f. 14. jan.
1956. Óttar kvæntist
Sigþrúði Alberts-
dóttur. Þau skildu.
Þeirra sonur er a)
Kjartan Þór, f. 13. júní
1988. Önnur börn Ótt-
ars eru, b) Kaare, f.
18. maí 1986, og c)
Samuel Hjalti, f. 18.
júlí 1996. 2) Kjartan, f.
14. jan. 1956, d. 28.
júní 2010. Kjartan var barnlaus. 3)
Helga Ragnheiður, f. 14. mars 1957.
Eiginmaður hennar er Stefán S.
Guðjónsson. Börn þeirra eru a)
Snorri, f. 7. desember 1981, maki Líf
Magneudóttir, börn þeirra eru
Styrkár Flóki og Bríet Magnea. Son-
ur Lífar er Dagur Ari Kristjánsson,
b) Guðrún, f. 20. janúar 1983, c) Ottó
Stefán, f. 29. apríl 1986, maki Anna
Lilja Gísladóttir, d) Ragnheiður
Gyða, f. 20. nóvember 1990. 4) Geir-
laug, f. 16. september 1964. Eig-
inmaður hennar er Grímur Guð-
mundsson. Börn þeirra eru a)
Bryndís Gyða, f. 5. júní 1991, b) Snæ-
Þegar fyrsti snjór vetrarins féll í
síðustu viku lést tengdamóðir mín,
Gyða Jónsdóttir, á líknardeild
Landakotsspítala. Það var friðsælt
þennan morgun, 17. janúar.
Gyða var búin að glíma við erf-
iðan sjúkdóm sem tók smám saman
frá henni allt þrek. Stutt er síðan
við kvöddum Kjartan. Hann hafði
átt í sínum veikindum í þrjú ár. Sú
glíma var oft erfið og reyndi mikið á
tengdamömmu og okkur öll. Nú eru
þau bæði laus úr þessum viðjum og
sameinuð á ný með fólkinu sínu en
því trúum við og það gerðu þau líka.
Nú þrjátíu árum eftir að kynni
okkar Gyðu hófust, fjórum barna-
börnum og tveimur barnabarna-
börnum síðar, er margs að minnast
og margt sem ber að þakka. Gyða
var glæsileg kona, tíguleg í fasi en
þó umfram allt velviljuð, kærleiks-
rík og umhugað um samferðafólk
sitt. Hún missti ung móður sína, að-
eins sjö ára gömul, og þurfti
snemma að standa á eigin fótum.
Gyða fór að heiman sextán ára göm-
ul og hóf að vinna fyrir sér. Hugur
hennar stóð þó til frekara náms
enda góðum gáfum gædd. Lauk hún
prófi frá Héraðsskólanum á Laug-
arvatni og síðan Húsmæðraskólan-
um á Laugalandi. Síðar bætti hún
við sig námi í listum í Noregi og
Finnlandi og útskrifaðist sem heim-
ilisiðnaðarkennari. Gyða tengda-
móðir mín var ákaflega listræn en
það átti hún ekki langt að sækja.
Eftir hana eru til teikningar og list-
vefnaður sem bera fögru hand-
bragði fagurt vitni. Það á m.a. við
um vefnað sem hún vann upp úr
fyrirmyndum á Þjóðminjasafni Ís-
lands.
Gyða var þannig gerð að hún tal-
aði aldrei illa um nokkurn mann.
Alls staðar heillaði hún þá sem hún
hitti með sinni góðu nærveru, hóg-
værð og hlýju.
„Notalegt af þér að hringja
svona, Stefán minn,“ sagði tengda-
mamma iðulega þegar ég hringdi.
Það gerði ég oft, einkum eftir að
hún var orðin lasburða. Þá var
spjallað um allt milli himins og jarð-
ar, oft um Krókinn og Skagafjörð,
m.a. skógræktina, en Gyða hafði frá
mörgu að segja af viðburðaríkri ævi.
Svo vildi hún fá að heyra fréttir, að-
allega af börnunum og fjölskyld-
unni. Hún fylgdist vel með öllu.
Gyða hafði yndi af tónlist og söng.
Hún tók þátt í kórastarfi, lengst af
með Bústaðakirkjukór en Bústaða-
kirkja skipaði stóran sess í lífi henn-
ar og Ottós þau ár sem þau bjuggu í
Litlagerðinu. Þau tóku þátt í bygg-
ingu kirkjunnar, hún skóf timbur og
bakaði pönnukökur og hann var
„sóknarnefndarformaðurinn með
hamarinn“ eins og sagði í fyrirsögn
dagblaðs frá þeim tíma.
Ottó, eiginmaður Gyðu, var um-
svifamikill athafnamaður með mörg
járn í eldinum. Störf Ottós settu,
eðli máls samkvæmt, svip sinn á líf
þeirra beggja. Þó að þau væru ólík
um margt voru þau samrýnd hjón
sem deildu sömu lífsgildum. Þau
voru samtaka þegar kom að Sauð-
árkróki og sælureitnum þar, kristi-
legum gildum, reglusemi, væntum-
þykju til annarra og starfinu í
Bústaðasókn. Umfram allt var þeim
þó umhugað um velferð barna sinna
og barnabarna.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
Gyðu, tengdamóður minni, allar
góðu stundirnar og allt það sem hún
hefur kennt mér.
Stefán S. Guðjónsson.
Amma Gyða var alltaf einn af
föstu punktunum í tilverunni. Hún
lét sig uppvöxt okkar og uppeldi
varða frá fyrsta degi enda nutum
við oft samvista við hana fyrstu ævi-
ár okkar. Eftir að við urðum fulltíða
rifjaði hún það gjarnan upp. Ekki
hvað síst þegar hún og Snorri voru
„inni í lugga“ að fylgjast með fram-
kvæmdum við Keilugrandann.
Þegar móðir okkar varð amma
minntist amma þess með einstakri
hlýju þegar hún varð amma sjálf.
Sagði hún að það að verða amma
væri það besta í heiminum. Líklega
hefur sú einkunn ekkert með okkur
systkinin að gera enda minnumst
við þess ekki að hafa verið úr hófi
fram góð barnabörn. Amma var
hins vegar alltaf alveg einstaklega
góð amma.
Í æsku fórum við oft með ömmu
og afa norður í Skagafjörð. Þá var
gist á Skógargötunni og við börnin
send á reiðnámskeið. Ömmu fannst
mjög gaman að gefa fólki að borða
og á hverjum degi voru í boði kræs-
ingar. Minnisstæðust er okkur
leikni hennar í að baka pönnukökur
og líklega höfum við sporðrennt
þúsundum pönnukaka.
Amma Gyða kenndi okkur tvennt
mikilvægt um matseld. Það fyrra er
að allt má krydda með salti, pipar
og smánegul. Hið síðara er hin svo-
nefnda frjálsa aðferð. Áratuga-
reynsla og mennt í hússtjórnarskól-
um hafði auðvitað gefið ömmu gott
auga fyrir magni. Allsendis ófeimin
höfum við svo apað upp eftir henni
Gyða Jónsdóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓNAS HELGASON,
Æðey,
sem lést fimmtudaginn 20. janúar, verður jarð-
sunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn
28. janúar kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjarta-
heill.
Katrín S. Alexíusdóttir,
Alexíus Jónasson, Edda María Hagalín,
Magnús Helgi Jónasson, Sigrún Helgadóttir,
Jónas Kristján Jónasson
og barnabörn.
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
VAGN KRISTJÁNSSON,
Boðaþingi 7,
Kópavogi,
áður Fellsmúla 14,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn
20. janúar.
Útför hans fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 28. janúar kl. 11.00.
Svana H. Björnsdóttir,
Kristján Vagnsson, Hólmfríður Ingvarsdóttir,
Björn Vagnsson,
Stefán Vagnsson, Guðveig S. Búadóttir,
Hreinn Vagnsson, Guðrún Sverrisdóttir,
Birgir Vagnsson, Kristín Kristinsdóttir,
Gunnar Vagnsson, Elísabet H. Sigurbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓSEP HJÁLMAR ÞORGEIRSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði
sunnudaginn 23. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju
mánudaginn 31. janúar kl. 13.00.
Jóna, Þorgerður, Gyða, Jósep
og fjölskyldur.
✝
SMÁRI FANNDAL EINARSSON,
Skriðu,
Hörgárdal,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 21. janúar.
Útförin fer fram frá Möðruvallakirkju í Hörgársveit mánudaginn 31. janúar
kl. 14.00.
Sigurbjörg H. Sæmundsdóttir, Sverrir Haraldsson
og fjölskylda.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur,
GÍSLI ÓLAFUR ÓLAFSSON,
Vættagili 21,
Akureyri,
sem lést af slysförum fimmtudaginn 20. janúar,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn
28. janúar kl. 10.30.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent
á reikning nr. 0162-26-6800, kt. 060668-5319.
Halla Jensdóttir,
Ingvar Örn Gíslason, Ellen Heiður Hreinsdóttir,
Ólafur Sveinn Gíslason,
Auður Björk Gísladóttir,
Eva Hrund Gísladóttir,
Embla Sól Ingvarsdóttir,
foreldrar, tengdaforeldrar og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
JÓN SVEINBJÖRN ARNÞÓRSSON
stofnandi Iðnaðarsafnsins á Akureyri,
Kambagerði 7,
Akureyri,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
sunnudaginn 23. janúar.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Gisela Rabe-Stephan,
Guðbjörg Jónsdóttir,
Elna Katrín Jónsdóttir, Jón Hannesson,
Arnþór Jónsson, Nanna Baldursdóttir,
Jónas Jónsson, Bryndís Lárusdóttir,
Helga Elísabet Jónsdóttir, Vilhjálmur H. Waltersson,
Friðrik Weisshappel Jónsson, Tine Weisshappel Holmboe,
Jón Stefán Pétursson, Anna Margrét Hauksdóttir,
Markús Hermann Pétursson, Berglind Rós Guðmundsdóttir,
Anna-Lind Pétursdóttir, Skúli Helgason,
Sigríður Arnþórsdóttir og fjölskylda,
Kristinn Arnþórsson og fjölskylda,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
ÁRMANN KRISTJÁNSSON,
síðast til heimilis að Víðimel 74,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk mánudaginn
24. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Rögnvaldur Rúnar Ármannsson,
Kristín Inga Ármannsdóttir,
Ingólfur Ómar Ármannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.