Morgunblaðið - 27.01.2011, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011
Það er þyngra en
tárum taki að 101-
klíkan hefur sölsað
undir sig öll völd í
landinu. Við höfum
flotið sofandi að feigð-
arósi, og látið þetta
gerast. Nú stjórnar
101-klíkan Alþingi,
Reykjavíkurborg, og
95% af stjórnlaga-
þingsmönnum eru úr
þessari klíku, sem eru fastagestir í
Silfri Egils, og sjónvarpið hampar
þessu liði, af minnsta tilefni. Skoðum
söguna, hvar er að finna einhverja
jákvæða uppbyggingu frá 101-liðinu
og fræðasamfélaginu?
Um aldamótin 1900 voru Íslend-
ingar fátækasta þjóð Evrópu. Þá í
öllum vesaldómnum risu upp at-
hafnamenn eins og Einar Benedikts-
son, sem blés lífi í glæðurnar, með
bjartsýni og djörfung orti hann t.d.
Íslandsljóð.
Þú fólk með eymd í arf!
Snautt og þyrst við gnóttir lífsins
linda,
litla þjóð sem geldur stórra synda,
reistu í verki viljans merki,
vilji er allt sem þarf.
Síðan komu fram athafnamenn
eins og Thorsararnir, og fleiri öflugir
einstaklingar „sem trúðu á sjálfs sín
hönd en undur eigi“. (E.B.) Þessir
menn héldu uppi atvinnu og færðu
þjóðinni trú á framtíðina. Millistríðs-
árin voru þessari öreigaþjóð erfið
eins og flestum öðrum þjóðum Evr-
ópu, en svo kom blessað stríðið. Þá
voru komnir fram stjórnmálamenn
sem höfðu dug og þor, og við tók ný-
sköpunartímabilið, sem er eitt af
blómaskeiðum íslenskrar þjóðar,
með menn í fylkingarbrjósti á borð
við Ólaf Thors, Bjarna Benediktsson
og Gunnar Thoroddsen. Þessir menn
börðust fyrir því að floti landsmanna
var endurnýjaður með byggingu Sví-
þjóðarbátana og síðar nýsköp-
unartogaranna.
Það var stór dagur í lífi þjóð-
arinnar þegar nýsköpunartog-
aranum Ingólfi Arnarsyni var siglt
inn í Reykjavíkurhöfn 17. febrúar
1947. Við það tækifæri orti Kristján
frá Djúpalæk.
Þú tengdur ert vorhugans vonum,
þú vængjaðir draumsýnir hans.
Það er byggt á þér lýðfrelsi landsins,
og lífsvon hins fátæka manns.
Við tók tímabil í sögunni þar sem
afburðamenn í athafnalífinu tóku
uppbygginguna í sínar hendur,
menn eins og Tryggvi Ófeigsson,
Einar Guðfinnsson, Einar (Ríki) Sig-
urðsson, og seinna Einar Oddur, Óli
Óskars og menn af
þeirra atgervi tóku við af
aldamótakynslóðinni,
sem máttu muna tímana
tvenna. Stjórn-
málamenn þeirra tíma
voru heldur engir 101-
menn, það voru al-
vörumenn sem sátu á Al-
þingi í þá tíð, þeir komu
ekki úr ofdekruðu
fræðasamfélagi eins og
101-alþingismenn nú-
tímans, heldur úr at-
hafnalífinu. Þeir tóku til óspilltra
málana, að breyta fallvötnum lands-
ins í vinnu og velsæld þjóðarinnar,
og unnu sér ekki hvíldar við að rífa
þjóðina úr fátækt til allsnægta.
Seinna kom tímabil sem kallað var
skuttogaraöldin. Í þá tíð upp úr 1970
voru áberandi í þjóðlífinu tvær gerð-
ir af kommum. Það voru bókstafs-
trúarkommarnir a la Einar Olgeirs-
son, Svavar Gestsson, Steingrímur
Joð Sigfússon og Árni Bergmann.
Þetta voru kommar fræðasamfélags-
ins, sem þurftu á endanum að horf-
ast í augu við að lífssýn þeirra,
heimskommúnisminn, byggðist á
mannfyrirlitningu. Svo voru það
Norðfjarðar-kommarnir sem voru
reyndar víðar en á Norðfirði. Þetta
voru athafnamenn sem börðust fyrir
velferð fólksins í landinu með at-
vinnusköpun, og þeirra lífssýn var að
það væru sjálfsögð mannréttindi að
allir, sem vettlingi geta valdið hafi
vinnu. Þetta voru menn eins og Lúð-
vík Jósefsson, Bjarni Þórðar, Jó-
hannes Stefánsson, Lilli Matt, og
Gísli Konráðsson. Þessir menn höfðu
það allir sameiginlegt að hafa engan
áhuga á heimskommúnimtanum og
áttu ekkert sameiginlegt með
kommum fræðasamfélagsins, 101-
kommum nútímans. Þessir kommar
eru því miður útdauðir. Þessum
mönnum eigum við það að þakka, að
skuttogaraöldin varð að veruleika,
og síðar umbylting nótaveiðiflotans.
Þessir dugnaðarmenn sköpuðu
þann þjóðarauð sem útrásarvíking-
arnir hafa sólundað, og eru enn að
sólunda að því manni sýnist. Þetta
eru líka mennirnir sem lögðu grunn-
inn að kvótakerfinu sem hefur
reynst svo vel að alls staðar í heim-
inum er litið til okkar fyrir að vera
með fyrirmyndar-fiskveiðistjórn-
unarkerfi. Kommarnir í 101 reyna
nú að brjóta þetta kerfi niður í
óprúttnum atkvæðaveiðum og Sam-
spillingin vill færa ESB þetta fjör-
egg okkar. 101-klíkan er því miður
að taka völdin af þessari þjóð, það
nýjasta er barátta Bjarkar og vina
hennar í 101 gegn Magma, álverinu á
Bakka og í Helguvík. Hvernig væri
nú fyrir Björk að upplýsa okkur um
hvar hún og hennar fyrirtæki borga
skatta? Er það á Íslandi? Ef ekki,
væri ekki þjóðráð fyrir hana að gera
það? en ekki reyna að drepa í okkur
endanlega.
Við verðum að nýta gufu-aflið og
fallvötnin okkur til framfærslu. 101
klíkan með Gnarr og Dag B., Svan-
dísi Svavars, Álfheiði, og Björk, er
ekki líkleg til að leiða þessa þjóð út
úr þeim vandræðum sem hún er í.
Við þurfum athafnafólk, sem vant er
að taka til hendinni, og hefur gert
eitthvað annað en að naga blýanta og
færa pappíra á milli borða, til að taka
völdin. Við verðum að spyrna við fót-
um og fá alvörufólk til verka.
Eftir Ómar
Sigurðsson
»Nú stjórnar 101-
klíkan Alþingi,
Reykjavíkurborg, og
95% af stjórnlagaþings-
mönnum eru úr þessari
klíku, sem eru fastagest-
ir í Silfri Egils, og sjón-
varpið hampar þessu liði,
af minnsta tilefni.
Ómar Sigurðsson
Höfundur er skipstjóri.
101 Klíkan
í Reykjavík
Meðfylgjandi súlurit sýnir aug-
ljóslega hve reynslan hefur verið
hræðileg af stjórn fiskveiða síðustu
tveggja áratuga á sjö helstu botn-
fisktegundum á Íslandsmiðum.
Leyfilegar veiðar á yfirstandandi
fiskveiðiári eru rétt um helmingur
af því sem veiddist fyrir tveimur
áratugum og er það án undantekn-
inga að útgefinn kvóti í öllum teg-
undum sé minni nú en það sem
veiddist fyrir tveimur áratugum.
Samanburðurinn væri enn verri ef
farið væri lengra aftur í tímann, og
hvað þá ef útgefinn kvóti yfirstand-
andi fiskveiðiárs væri
borinn saman við
upphaflegar vænt-
ingar.
Reynslan af efna-
hagslegum ávinningi
af stjórn veiðanna og
framseljanlegum
veiðiheimildum er
heldur ekki glæsileg.
Mikil fólksfækkun
hefur orðið í sjáv-
arbyggðunum, á
sama tíma og sam-
göngur hafa stór-
batnað og ferðaþjón-
usta vaxið í
dreifbýlinu. Fyrirtækin sjálf eru
skuldum vafin og skipakostur orð-
inn gamall. Helsta hagnaðinn af
kvótakerfinu er að finna hjá þeim
sem hafa selt eða leigja réttinn til
að nýta sameiginlegar auðlindir
landsmanna. Bitur reynslan er ekki
í nokkru samræmi við væntingar
reiknisfiski- og hagfræðikenning-
anna sem hafa markað sjáv-
arútvegsstefnuna á síðustu tveimur
áratugum. Í fyrsta lagi hafa reiknis-
fiskifræðilegar kenningar gengið út
á að fá sem mesta uppskeru/fiskafla
á hvern nýliða. Stjórnunin hefur
síðan miðast að því að „byggja upp“
hrygningarstofn til þess að fá fleiri
nýliða og í framhaldinu vernda ung-
viðið sérstaklega, þar til það er
komið í heppilega sláturstærð.
Þessar tilraunir hafa aldrei geng-
ið upp í náttúrunni, enda hefur
aldrei tekist að sýna fram á jákvætt
samband á milli stórs
hrygningarstofns og ný-
liðunar, þar sem það
stangast einfaldlega á
við viðtekna líffræði. Þá
hafa reiknisfiskifræði-
kenningarnar um gildi
þess að vernda smáfisk
hvergi skilað árangri og
er það staðfest í skýrslu
frá árinu 2009 að það sé
mat
Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins að smáfisk-
afriðun, sem stunduð
hefur verið hér á Ís-
landsmiðum frá árinu 1976, hafi
engu skilað. Hagfræðingar, með
Ragnar Árnason í fararbroddi, hafa
gripið reiknisfiskifræðina á lofti og
blandað inn í hana kenningum um
nauðsyn og hagkvæmni þess að
skilgreina almenning landhelginnar
sem séreign (Common property
theory) og um sé að ræða takmark-
aða auðlind. Gallinn á þessum
reikningum er fyrst og fremst sá að
fiskveiðiauðlindin er ekki takmörk-
uð heldur endurnýjanleg og stjórn-
ast af öðrum lögmálum en reikn-
isfiskifræðin gengur út frá.
Meðfylgjandi súlurit segir meira
en mörg orð um, að það sé eitthvað
meira en lítið bogið við stjórn fisk-
veiða og það sé orðið tímabært að
leggja við hlustir á þá sem hafa ver-
ið óþreytandi við að benda á að lík-
ön reiknisfiskifræðinganna gangi
ekki upp, s.s. Jón Kristjánsson
fiskifræðing og Kristin Pétursson.
Frjálslynda flokknum hefur um
áratugaskeið þótt nóg um þessa
langdregnu og vitavonlausu tilraun
stjórnvalda. Hvers vegna er ekki
horft á fyrirliggjandi staðreyndir og
að nú þegar verði sjávarbyggðirnar
s.s. Flateyri látnar njóta reynsl-
unnar og staðreyndanna? Skyn-
samlegt er út frá þjóðarhag að leyfa
strax frjálsar handfæraveiðar og
sömuleiðis að sjómönnum verði leyft
að róa með línustubb, s.s. eins og
átta bala á mann, án þess að þurfa
að greiða stórfé fyrir.
Nýjar fiskifræðilegar rannsóknir
Jeppe Kolding og Paul van Zwieten
afsanna hræðsluáróðurinn um að
illa fari fyrir fiskstofnum ef algert
frelsi ríkir hjá minni bátum til
veiða. Sömuleiðis sýna vísindamenn-
irnir fram á að það sé beinlínis
slæmt fyrir afrakstur fiskstofna að
standa í umfangsmikilli smáfisk-
afriðun. Málið er einfalt; það þarf
ekki að bjarga Flateyri heldur leyfa
Flateyringum að bjarga sér og
draga í leiðinni björg í þjóðarbúið.
Reynslan og kenningarnar
Eftir Sigurjón
Þórðarson
Sigurjón
Þórðarson
»Nýjar rannsóknir
gefa til kynna að at-
vinnufrelsi auki afrakst-
ur greinarinnar.
Höfundur er formaður Frjálslynda
flokksins.
Afli frá árinu 1990 (í tonnum)
700.000
600.000
500.000
400.000
300.000
200.000
100.000
0
Þorskur Gullkarfi Djúpkarfi Ýsa Ufsi Grálúða Steinbítur Samtals
Afli á árinu 1990
Afli árinu 2000
Leyfil. afli á árinu 2010
Nýlega lágu fyrir niðurstöður sam-
keppnisprófa við námsbraut í hjúkr-
unarfræðum við Háskóla Íslands.
Þetta voru niðurstöður desem-
berprófa í lok haustannar. Fjöldi
nema sem hófu nám við námsbraut-
ina í haust voru um það bil 260 ein-
staklingar, flestir nýnemar. Tak-
mörkunum var beitt og 100
einstaklingar áttu möguleika á að
halda áfram námi. Niðurstöður próf-
anna réðu hvort nemandinn mætti
halda áfram námi.
Nú var úr vöndu að ráða. Átti að
taka mið af meðaltalseinkunn 5
prófa eða áttu nemendur að ná lág-
markseinkunn í hverju prófi fyrir
sig? Tökum dæmi: Nemandi náði
góðri einkunn í flestum fögunum en
fékk 4,5 í einu fagi. Þannig var eink-
unn í líffærafræði og lífefnafræði
góðar og heildareinkunn var því vel
yfir lágmarki þrátt fyrir fall í fé-
lagsfræði að þessu sinni. Nemand-
inn tók fyrstu annar próf í fyrra og
fékk þá góða einkunn í félagsfræð-
inni, en komst þá ekki upp á aðra
önn v. falls í mun mikilvægara fagi,
sem honum gekk vel í að þessu
sinni.
Auk þess hafði félagsfræðiprófið
breyst síðan í fyrra og eingöngu not-
aðar krossaspurningar og færri en í
fyrra. Slík breyting á prófi er kenn-
aranum í hag þar sem mun fljót-
legra er að fara yfir prófin, í stað
þess að hafa spurningar eða smærri
ritgerðir úr faginu. Gefur þessi
breyting nemandanum eins góða
möguleika á að sanna þekkingu
sína? Alla vega hef ég ekki séð betur
skrifaðar og nákvæmari glósur frá
fyrrgreindum nemanda. Eiga próf
að vera Í þágu nemenda eða kenn-
ara? Veljast hæfust einstaklingarnir
inn í deildina með þessum hætti? Er
þetta besti mælikvarðinn á það
hvort viðkomandi er hæfur til þess
að verða hjúkrunarfræðingur?
Er ekki kominn tími til að endur-
skoða reglur varðandi ofangreinda
takmörkun hjá námsbraut í hjúkr-
unarfræðum við HÍ og e.t.v. læra af
„kláusus“ aðferðum læknadeildar
með inntökuprófum að sumri fyrir
fyrstu haustönn? Að minnsta kosti
væri eðlilegt að samræma inntöku-
skilyrði milli hjúkrunarfræðideildar
Háskóla Íslands og hjúkrunar-
fræðideildar við Háskólann á Ak-
ureyri.
ÓSK AXELSDÓTTIR
sjúkraþjálfari.
Er ekki allt í lagi?
Frá Ósk Axelsdóttur
Bréf til blaðsins
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Vöggusæng
ur
Vöggusett
Póstsendum
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500
www.flis.is • netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
Sagan segir okkur að oft fer illa
fyrir þjóðum sem ekki hlusta á spá-
menn sína. Í sunnudagsþættinum
Landið sem rís, Samræður um
framtíðina 16. janúar sl. var vest-
firski spámaðurinn Njörður P.
Njarðvík viðmælandi þeirra Ævars
Kjartanssonar og Jóns Orms Hall-
dórssonar. Raunar geta þeir allir
þrír talist nokkurs konar spámenn í
líkingu við þá sem fram komu fyrir
botni Miðjarð-
arhafs fyrir
margt löngu. Svo
merkilegur er
þeirra málflutn-
ingur, að ekki sé
talað um Pál
Skúlason á þeim
vettvangi. En
hvort þjóðin
hlustar á þessa
vitru spekinga sína er svo annað
mál. Enginn er spámaður í sínu
föðurlandi stendur þar.
Spámaðurinn Njörður sagði með-
al annars í áðurnefndum útvarps-
þætti: „Hin endalausa ásókn okkar
í hluti og lúxus sem við höfum ekk-
ert með að gera hlýtur að leiða
okkur út í ógöngur. Hvenær erum
við búin að fá nóg?“
Er það ekki spurning dagsins:
Hvenær erum við búin að fá nóg?
HALLGRÍMUR SVEINSSON,
Þingeyri.
Hvenær erum við búin að fá nóg?
Frá Hallgrími Sveinssyni
Hallgrímur
Sveinsson