Morgunblaðið - 27.01.2011, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.01.2011, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 ✝ Guðmunda Þur-íður Guðmunds- dóttir fæddist á Núpi í Fljótshlíð 29. apríl 1923. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 17. janúar 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Guðmunds- son bóndi á Núpi, f. 5. október 1883, d. 11. apríl 1970, og Katrín Jónasdóttir húsfreyja á Núpi, f. 1. febrúar 1896, d. 6. október 1983. Guðmunda var elst í röðinni af tíu börnum þeirra hjóna. Þau eru: 1) Guðmunda, 2) Ragnheiður, f. 15.6. 1924, maki Magnús Einarsson, f. 13.5. 1919, d. 4.6. 1992, þau eiga fjögur börn, 3) Matthildur, f. 1.11. 1925, d. 12.8. 2002, maki Þórarinn A. Magnússon, f. 20.1. 1934, 4) Krist- ín, f. 18.2. 1927, maki Ólafur Sig- urjónsson, f. 27.2. 1924, d. 26.3. 1999, þau eiga sjö börn, 4) Jónas, f. 4.6. 1928, d. 9.8. 2004, maki Vilborg Á. Björgvinsdóttir, f. 11.1. 1929, d. 25.3. 1984, þau eiga tvö börn, 5) Sig- fulltrúi Veðurstofu Íslands, maki Steingrímur Guðjónsson, f. 2.4. 1948, forstöðumaður tölvusviðs Fiskistofu. Dóttir þeirra Olga f. 30.6. 1974, hársnyrtir og hennar dóttir Katrín Steina, f. 16.2. 2008. 2) Matthildur, f. 21.2. 1958, skurð- hjúkrunarfræðingur Lsp., maki Þórir S. Magnússon, f. 13.2. 1948, yf- irtollvörður, Tollstjóranum í Reykjavík. Synir þeirra Birgir, f. 19.9. 1985, starfsmaður í Örva og Guðmann, f. 30.1. 1987, atvinnu- knattspyrnumaður í Noregi og nemi. Fyrir átti Þórir soninn Svav- ar, f. 1969, og dótturina Þórdísi Rut, f. 1979. Seinni maður Guðmundu var Guðjón Guðmundsson frá Eyr- arbakka, f. 5.8. 1926, d. 23.3. 2002. Guðmunda ólst upp hjá foreldrum sínum að Núpi í Fljótshlíð. Ung að árum flutti Guðmunda til Reykja- víkur og fór að vinna fyrir sér við saumaskap hjá klæðskerum í borg- inni. Fyrst við kápusaum og síðar nam hún klæðskeraiðn og öðlaðist meistaragráðu sem dömuklæðskeri. Guðmunda vann lengst af sinni starfsævi við saumaskap og þótti mjög flink í sínu fagi. Guðmunda bjó alla tíð í Reykjavík og síðustu árin á Kleppsveginum. Síðustu mánuðina dvaldi Guðmunda á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli. Útför Guðmundu fer fram frá Ás- kirkju í dag, 27. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. urður Guðmundsson, f. 26.5. 1930, maki Ágústa Þórhildur Sig- urðardóttir, f. 8.8. 1930, þau eiga fimm börn, 6) Sigursteinn, f. 30.6. 1931, d. 2.8. 2004, maki Oddný Þorkelsdóttir, f. 30.1. 1935, þau eiga tvær dætur, 7) Sigríður, f. 14.6. 1935, maki Guð- jón Emilsson, f. 14.6. 1932, þau eiga fjögur börn, 8) Auður, f. 25.7. 1936, maki Jóhannes Jóhannesson, f. 28.7. 1933, þau eiga tvær dætur og 9) Högni, f. 30.6. 1938, maki G. Ingunn Óskarsdóttir, f. 28.5. 1937, þau eiga þrjú börn. Uppeldissystir þeirra er Unnur, f. 10.7. 1935, maki Hrafnkell Sig- urjónsson, f. 5.12. 1939, þau eiga fimm börn. Guðmunda giftist 1950 Guðmanni Sigurjóa Sigfússyni bifreiðastjóra, f. 27.3. 1914, d. 17.2. 1982, frá Æg- issíðu, Vatnsnesi, V-Hún. Þau slitu samvistum 1969. Þau eignuðust tvær dætur: 1) Katrín, f. 23.8. 1950, Nú hefur Guðmunda fengið lang- þráða hvíld frá þessu jarðlífi sem var henni erfitt síðustu misserin. Hún mun hljóta góðan sess hjá himnaföð- urnum og fá þakkir fyrir sitt góða hjartalag í lifanda lífi. Síðustu jól voru að venju hátíðlega haldin hjá okkur heima í Birki- hvamminum. Þó var eitt sem skyggði mjög á, það vantaði Guðmundu sem í fjölda ára hafði deilt jólagleðinni með okkur. Við söknuðum mikið nærveru Guðmundu, sagnanna sem hún sagði okkur úr Fljótshlíðinni og víðar. Frá- sagnarstíll hennar var sérstakur, svo ég tali nú ekki um þegar sá gállinn var á henni að hún þuldi upp heilu kvæða- bálkana fyrir okkur. Guðmunda var ætíð vel að sér í öllu, fylgdist vel með öllum fréttum og öðru markverðu sem í gangi var. Guðmunda gat verið mjög orð- heppin og eru margar fleygar setn- ingar og tilsvör sem geymast í minn- ingunni. Nálgun Guðmundu við fjölskylduna var einstök. Góð- mennska, einlægni og heiðarleiki ein- kenndi framkomu hennar alla. Ekki er hægt að sleppa því að minnast góðs sambands á milli Guð- mundu og barnabarnanna sem eiga mjög góðar minningar frá heimsókn- um til Guðmundu ömmu og Guðjóns afa. Frá fyrsta degi tók Guðmunda mér tengdasyninum afar vel og var fjölskyldunni ætíð stoð og stytta. Aldrei bar skugga á okkar samskipti, og er minningin afar sterk um hina fullkomnu tengdamóður. Ég vil að lokum þakka Guðmundu fyrir góðu straumana sem frá henni komu og allt það góða sem fær mann til að muna. Minningin um yndislega tengdamóður mun ætíð lifa með mér. Þinn tengdasonur, Þórir. Mig langar að minnast systur minnar, Guðmundu, sem lést 17. þessa mánaðar. Guðmunda var elst okkar tíu systkina frá Núpi í Fljóts- hlíð. Þegar ég kom til Reykjavíkur ung stúlka og stofnaði heimili var ég fákunnandi á ýmsa lund, þá var gott að leita til hennar og þáverandi manns hennar. Eftir fæðingu dætra minna var ósjaldan leitað til hennar með pössun á þeim. Oft tóku þau Sig- urjói maður hennar okkur fjölskyldu mína í bíltúr um helgar áður en við eignuðumst bifreið. Á þessum árum var stutt á milli okkar á meðan báðar bjuggu á Hofteignum. Síðan fluttum við báðar, samt var alltaf mikil og góð vinátta á milli okkar. Ófáar flíkurnar saumaði hún á mig og dætur mínar, ekki var til að tala um að greitt væri fyrir þá vinnu. Svo liðu árin og hún varð ekkja og ein í íbúð. Reyndi ég að koma við hjá henni reglulega. Áttum við oft góðar stundir saman, bæði á meðan hún var heima á Kleppsveginum og eins eftir að hún fór til dvalar á Landakoti og síðan Skjóli. Ég held að báðar okkar hafi haft mikla ánægu af þessum stund- um. Hún fræddi mig um gamla tíma, gengna forfeður okkar og gamla Fljótshlíðinga, sem ég vissi lítið um. Alltaf kom ég ríkari frá henni en þeg- ar ég kom til hennar. Alltaf hélt hún sinni skörpu hugsun og ákveðni, þrátt fyrir veikindi sín. Nú er hún búin að fá hvíldina sem hún þráði svo mjög síð- ustu árin. Nú verða mánudagarnir lengri hjá mér, þar sem ég missi nú góðu stund- irnar okkar, sem voru mér svo mik- ilvægar, við áttum svo margt sameig- inlegt þrátt fyrir að þrettán ár væru á milli okkar og við værum ólíkar. Aldr- ei komu neinir hnökrar upp á sam- verustundir okkar, öll þessi ár. Ég kveð þig nú, Guðmunda mín, með söknuði og trega og bið góðan guð að venda þig og blessa. Auður systir. Það er alltaf jafn sárt þegar kallið kemur jafnvel þó að það hafi verið ljóst að ævidagarnir yrðu ekki öllu fleiri. Það finnum við svo vel núna þegar elskuleg systir okkar Guð- munda eða Munda eins og hún var ávallt kölluð, kveður þennan heim. Minningarnar streyma fram, minn- ingar frá uppvaxtarárum okkar á Núpi þar sem við ólumst upp í stórum systkinahópi undir handleiðslu ást- ríkra foreldra. Þar stóðu allir saman eins og einn maður og báru umhyggju hver fyrir öðrum. Það er veganesti, sem aldrei verður fullþakkað og er eitthvert mesta ríkidæmi sem nokkur maður getur eignast. Það fækkar í systkinahópnum en við sem eftir erum stöndum þétt sam- an. Tíminn líður og þetta er gangur lífsins. Munda var elst af okkur systk- inunum og hafði því ákveðna virðing- arstöðu meðal okkar. Ung fór hún að hjálpa til við búskapinn og líta til með yngri systkinunum. Í vöggugjöf fékk Munda glæsilegt útlit. Hún var kát og skemmtileg og hafði sterkan persónuleika og sagði sína skoðun ef svo bar undir en kunni að velja réttu orðin sem áttu við hverju sinni. Hún var sannkölluð stóra systir sem við hin litum upp til. Þegar Munda flutti að heiman fór hún að vinna á saumastofu í Reykja- vík þar sem hún fann svo sannarlega sitt lífsstarf. Hún nam klæðskeraiðn og fékk réttindi sem dömuklæðskeri. Við yngri systur hennar nutum góðs af kunnáttu hennar við saumaskap og oft sat hún tímunum saman við að uppfylla óskir okkar um nýjar flíkur. Það átti nú við okkur unglingsstelp- urnar að svífa um í hverri tískuflíkinni af annarri. Bræður okkar nutu líka góðs af saumaskapnum því allt lék í höndum hennar. Í fyllingu tímans stofnaði Munda sitt eigið heimili með manni sínum Sigurjóa Sigfússyni. Þau eignuðust tvær dætur Katrínu og Matthildi sem urðu sannkallaðir sólargeislar í lífi þeirra. Síðan komu barnabörnin sem Munda fylgdist með af mikilli um- hyggju og lét sig varða framtíð þeirra. Eitt langömmubarn var hún búin að eignast og var litla Katrín Steina í miklu uppáhaldi. Munda fékk sinn skerf af erfiðleik- um á sinni lífsgöngu eins og flestir aðrir. Hún var tvígift og var búin að missa báða eiginmenn sína. Seinni maður hennar var Guðjón Guð- mundsson frá Eyrarbakka og áttu þau góð ár saman. Nú er komið að leiðarlokum. Við systkinin þökkum elskulegri systur fyrir allt það sem hún var okkur og biðjum henni Guðs blessunar. Elsku Katrín, Matthildur og fjöl- skyldur. Við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Góður Guð styðji ykkur og styrki. Sigríður Guðmundsdóttir. Munda frænka ákvað að kveðja hið jarðneska líf þegar birtan mjakast í líf okkar með hækkandi sól. Munda frænka var kvenskörungur – elst af stórum hópi systkinanna frá Núpi – foringinn í hópnum, sem hafði sterkar skoðanir og stórt hjarta. Mamma var litla systirin í hópnum og Mattý og Munda voru hennar stuðningur í gegnum lífið – já það er varla hægt að tala um Mundu án þess að nefna Mattý í leiðinni – núna hafa þær hist aftur. Munda lærði til klæðskera og var mjög góð sem slíkur, við munum ófá- ar stundirnar þar sem við systur komum í mátun til Mundu, mátun í hverri listaflíkinni af annarri. Stund- um vorum við nú ekki sammála um stærðina og þá hvein í Mundu – hvað væri nú eiginlega að þessu. Það var því engin spurning að Munda skyldi sauma giftingarkjól þegar sú stund rann upp og stoltið var stórt að vera í kjól sem Munda frænka saumaði – saumaður með ást og umhyggju. Munda var alltaf til staðar fyrir okkur systur – tók á móti okkur í pössun þegar við vorum litlar trítlur, saumaði þegar þess var þörf, skamm- aði þegar það var nauðsynlegt og sýndi stórt hjarta þegar við þurftum. Já skapstór var hún, hún frænka mín, með sterkar skoðanir og var ekkert að leyna þeim – hrein og bein. Enda oft rifjuð upp atvik og skoðanir Mundu frænku í frænkuboðum og mikið helgið þegar vitnað er í Guð- mundu Þuríði. Auðlegð Mundu fólst í Kötu frænku og Möttu frænku – þær bera hennar kosti inn í framtíðina. Elsku systkini frá Núpi, Kata, Steini, Matta, Þórir, Olga, Guðmann, Birkir og litla Katrín Steina – við yljum okkur við góðar minningar og söknum. Helga og Katrín Olga. Guðmunda Þ. Guðmundsdóttir Ég tel ekki að rétt að skilgreina inn- lendar plöntur með því að miða við ákveðið ártal í útgef- inni Flóru eins og gert er í frumvarpi um náttúruvernd sem lagt verður fyrir al- þingi. Eru þar taldar til allar tegundir sem uxu hér á landi á þeim tíma? Hví skyldu aðrar teljast til framandi tegunda? Gróðurfar er hvorki fastmótað né stöðugt heldur síbreytilegt vegna utanaðkomandi áhrifa. Hnattstaða, veðurfar og jarð- myndanir hafa þar áhrif og á síð- ustu árþúsundum hafa áhrif mannsins aukist til muna. Landfræðilega tilheyrir Ísland barrskógarbeltinu. Möguleiki plantna til þess að berast til landsins eru hér takmarkandi þáttur og sennilega var tilvilj- anakennt hvaða plöntur bárust hingað eða náðu hér fótfestu. Blágrýtismyndun Íslands varð til á síðtertier, hún er sýnileg á Austur- og Vesturlandi, en einnig á Tjörnesi og í Hreppum. Elsta berg á Íslandi sem hefur verið aldursgreint með Kalíum-Argon aðferð er 14 milljón ára. Steingerðar leifar allt að 50 trjátegunda finnast í jarðlögum og hafa verið aldursgreindar og tald- ar vera frá því fyrir 10 millj. ára. Fundist hafa þar leifar fjölda teg- unda lauftrjáa svo sem elris, birk- is og víðis, en einnig leifar af ösp, hesli, beyki, hlyn, eik, álmi, plat- antré, hickory, kastaníu, krist- þyrni, valhnot, túlípanatré, magn- olíu og lárviðartrjám. Barrtré sem uxu hér á sama tíma voru fura, greni, þinur, lerki, fenjatré, kín- arauðviður (Metasequoia) og risa- fura (Sequoia). Flóran var skyld núverandi flóru austurstrandar Bandaríkjanna. Einnig Mið-og S- Evrópu og SA-Asíu. Mun hlýrra var á þessum tíma en er á Íslandi í dag. Með hlýn- andi loftslagi geta margar þessara tegunda náð hér útbreiðslu á ný. Því skyldu þessar tegundir teljast framandi þó að jökull ísaldar hafi náð að útrýma þeim um tíma? Ísöld hófst fyrir 3 millj. ára og lauk fyrir 10 þús. árum. Grágrýtismyndun varð til á tímabilinu fyrir 3 millj. til 0,7 millj. ára, í upphafi ísaldar. Stein- gervingar í grágrýtismynduninni eru af valhnotu og kristþyrni og gefa til kynna að hiti hélst yfir frostmarki í kaldasta mánuði á hlýskeiðum og að meðalhiti hlýj- asta mánaðar hafi verið 15-20°C. Loftslag fór kólnandi á síðari hluta tertíer og jöklar myndast á háfjöllum. Kulvísu trjátegundirnar hverfa og barrskógur verður ríkjandi, skv. plöntusteingerv- ingum í neðri hluta Tjörneslaga. Móbergsmyndun varð til fyrir 0,7 millj. ára til loka ísaldar. Hvorki lauf- né barrskógurinn þoldi kólnunina til lengdar. Elri deyr út á þriðja síðasta jök- ulskeiði og átti ekki afturkvæmt. Birki var eina skógartréð ásamt víði, reyni og blæösp eftir að ísöld lauk. Á síðasta jökulskeiði ísaldar var nær allt ef ekki alveg allt landið hulið jökli. Það hófst fyrir 70-120 þús. árum og lauk fyrir 10 þús. árum með lokum ísaldar, það er ef við lifum bara ekki á einum af hlýskeiðum hennar? Nútímaflóran er u.þ.b. 450 tegundir. Um 90 þeirra bárust sennilega með mönn- um. Plöntur námu hér land er jöklar hopuðu. Einhverjar þeirra lifðu hugsanlega af við jaðra jökulsins. Annars bárust fræ yf- ir hafið með vindi, fuglum, hafstraumum, fljótandi plöntuleifum og jafnvel rekís og náðu þau að spíra og skjóta rótum. Til sam- anburðar má geta að fylgst hefur verið náið með því hvernig plöntur hafa numið land í Surtsey sem reis úr hafi við eldgos og hafa yfir 60 tegundir háplantna borist þangað á náttúrlegan hátt á undanförnum 48 árum. Í lok ísaldar vex hér á landi dverg-runnaheiði og eini- og fjall- drapabreiður, sem fylgja hopandi jöklum. Tilvist skógar eða kjarrs á láglendi við landnám hefur verið staðfest með frjókornarann- sóknum. Birkiskógar ná yfirhöndinni þar sem skilyrði eru hagstæð. Þessi þróun stöðvast þegar norrænir menn setjast hér að og ruddu skóginn, þeir nýttu timbur og eldivið. Beit opnaði hann enn frekar svo að endurnýjun var hamlað. Áhrifa þessara gætir á innan við öld eftir að fyrstu land- námsmenn setjast hér að. Heiðar, mýrar, móar og engi sem ein- kenna landslag á Íslandi í dag eru nýleg gróðurhverfi. Viðurkennt er að gróður og jarðvegseyðing sé alvarlegasti umhverfisvandi Íslendinga. Nær allur skógur og helmingur gróðurþekju landsins hefur tapast á 1100 árum. Aðeins 11% landsins eru talin lítið sem ekkert rofin. Frá því snemma á 20. öld hefur skógrækt verið stunduð hér á landi. Nokkuð af því skóglendi sem eyðst hefur frá landnámi hef- ur verið endurheimt. Þetta starf hefur verið unnið af áhugafólki og skógur einkum verið ræktaður til skjóls, útivistar og yndisauka. Nú er horft er til nytja- skógræktar. Skógartré eru mik- ilvæg auðlind. Smíðaviður, eldivið- ur, viður til pappírsgerðar, jólatré o.s.frv. Viður sem framleiddur er innanlands sparar gjaldeyri og gerir landið sjálfbært. Skógur sem nytja má á norðurslóð minnk- ar ágang á regnskóga jarðar. Skógur bindur jarðveg og hindrar uppblástur, hann bindur koltvísýr- ing og gefur frá sér súrefni og bætir því kolefnisbúskap. Undirrituð hvetur umhverf- isráðherra til að leggja til hliðar og gleyma varanlega fyrirliggj- andi drögum að frumvarpi til breytinga á lögum um nátt- úruvernd. Athugasemd við frumvarp um breytingu á lögum um náttúruvernd Eftir Sigrúnu Ásu Sturludóttur Sigrún Ása Sturludóttir » Gróður og jarðvegs- eyðing er alvarleg- asti umhverfisvandi Ís- lendinga. Nær allur skógur og helmingur gróðurþekju tapaðist á 1100 árum. Heftum ekki skógrækt. Höfundur er líffræðingur með sérnám í gróðurfarssögu og skógarbóndi á Vesturlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.