Morgunblaðið - 27.01.2011, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.01.2011, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 ✝ Sigurjón Brinkfæddist í Reykja- vík 29. ágúst 1974. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Garðabæ 17. janúar 2011. For- eldrar hans eru Bjarney Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 17.10. 1955, og Ró- bert Magnús Brink, f. 27.11. 1955. Þau slitu samvistum. Bjarney giftist Fil- ippusi Gunnari Árnasyni, f. 28.7. 1956. Róbert kvæntist Þórönnu Bjarnadóttur, f. 15.9. 1955. Systkini Sigurjóns sammæðra: Árni Filippusson, f. 1982, kona hans er Helena Jóns- dóttir, f. 1983, dóttir þeirra er Hrafntinna, f. 2008. Stjúpsystir Sigurjóns er Nína Dögg Filipp- usdóttir, f. 1974, maður hennar er Gísli Örn Garðarsson, f. 1973, dóttir þeirra er Rakel María, f. 2006. Systkini Sigurjóns sam- feðra: Róbert Aron Róbertsson, f. 1978, kona hans er Elín Guðlaug Stefánsdóttir, f. 1975. Rannveig Hrönn Brink, f. 1979, maður hennar er Gunnar Örn Helgason, f. 1979, börn þeirra eru Embla, f. 2003, Rúrik, f. 2009. Magnús Þór Brink, f. 1987. Unnusta hans er Ragnhildur Edda Tryggvadóttir, f. 27.6. 1987. Foreldrar Bjarn- eyjar voru Aðalheiður Kristín Óskardóttir, f. 1931, d. 2007, og Sigurjón Sigurðsson, f. 1929, d. 1965. Foreldrar Róberts voru gamla Hljóðritanum og var einn af stofnendum Vesturports. Eig- inkonu sinni Þórunni Ernu kynnt- ist hann árið 2002 þegar þau unnu saman í söngsýningunni Le Sing Á Broadway og í kjölfarið sneri hann sér alfarið að tónlist- inni. Árið 2004 gaf hann út plöt- una Go your own way með sínum eigin lögum með hljómsveit sinni The Flavors. Hann starfaði lengi sem trúbador og söng víða með vinum sínum í tónlistinni. Hann samdi lög fyrir aðra tónlist- armenn og kom að tónsmíðum leiksýningarinnar Brims fyrir Vesturport. Hann setti upp og lék í Tónleiknum Bítl og tók þátt í leiksýningum, m.a. Footloose, leikferðum með Woycheck Vest- urports, Le Sing á Broadway og nú síðast Buddy Holly í Aust- urbæ. Hann tók þátt í fjölmörgum stórtónleikum, m.a. John Lennon tribute og Sgt. Peppers tribute, minningartónleikum Vilhjálms Vilhjálmssonar og Eagles Tri- bute. Hann tók þátt í lokakeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2005 með lagið Hjartaþrá, árið 2006 með lagið Áfram sem hann samdi ásamt öðrum og árið 2010 með sitt eigið lag og texta, Wa- terslide. Hann á einnig lag í keppninni í ár, lagið Aftur heim. Hann gaf út sólóplötuna Sjonni Brink árið 2009 með lögum sínum og Guðmundar Jónssonar úr Sál- inni. Sigurjón starfaði einnig sem dagskrárgerðarmaður á Bylgj- unni. Sigurjón var mikill hesta- maður og golfari, og félagi í Hestamannafélaginu Gusti. Útför Sigurjóns fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 27. jan- úar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Rannveig Magn- úsdóttir Brink, f. 1933, d. 1991, og John Marshall Brink, f. 1926, d. 1965. Foreldrar Þór- önnu voru Anna Sig- urðardóttir, f. 1920, d. 1980, og Bjarni Markússon, f. 1919, d. 1988. Foreldrar Filippusar Gunnars eru Sólveig Guð- laugsdóttir, f. 1936, og Árni Filippusson, f. 1932. Eftirlifandi eiginkona Sigurjóns er Þórunn Erna Clausen leik- kona, f. 12.9. 1975. Þau hófu sam- búð árið 2002 og gengu í hjóna- band hinn 15.11. 2008. Synir þeirra eru Haukur Örn Brink, f. 3.5. 2005, og Róbert Hrafn Brink, f. 20.4. 2008. Fyrir átti Sigurjón tvö börn, Aron Brink, f. 15.2. 1995, og Kristínu Maríu Brink, f. 6.7. 2000. Foreldrar Þórunnar eru Elín Hrefna Thorarensen, f. 17.2. 1944, og Haukur Clausen, f. 8.11. 1928,d. 1.5. 2003. Alsystir Þórunnar er Ragnheiður Elín Clausen, f. 1968. Sigurjón ólst upp í Breiðholti og stundaði nám á listabraut í FB og í Margmiðlunarskólanum. Hann byrjaði ungur að semja og flytja tónlist og í Seljaskóla varð til hljómsveitin In Bloom. Hann starfaði með föður sínum í Stúd- íóbrauð og með stjúpföður sínum í Verkver. Hann stofnaði hljóð- verið Iceland Music Productions í Elsku hjartans ástin mín. Ég get ekkert sagt. Þú varst mér allt. Minn ástarengill, megi Guð nú taka á móti þér. Minn ástarengill, þegar lífi mínu lýkur mun ég hitta þig minn ástarengill er hér, og vakir yfir mér. Ég þakka fyrir að hafa þig átt, þú varst stjarna sem stefndir svo hátt. Bestur varstu samt í því að fá mig til að hlæja dátt. Skrítið hvernig lífið er, enginn veit hvernig allt þetta fer. Þegar myrkrið svarta mætir mér, mun ég finna styrk í þér. Minn ástarengill, megi Guð nú taka á móti þér. Minn ástarengill, þegar lífi mínu lýkur mun ég hitta þig minn ástarengill er hér, og vakir yfir mér. Lítil hjörtu fylla sorgartár, þín munu sakna um ókomin ár. En þá segi ég: „ó hversu falleg sál, hann var hann pabbi þinn“. Ég skal syngja með þeim lögin þín og minn’á ljósið sem úr augum þér skín. Ég kveð þig hjartagullið mitt, Guð blessi manninn minn. Minn ástarengill, megi Guð nú taka á móti þér. Minn ástarengill, þegar lífi mínu lýkur mun ég hitta þig minn ástarengill er hér, og vakir yfir mér. Takk fyrir að gefa mér elsku gull- molana okkar. Ég mun nota allan minn mátt í að vernda þau. Þín alltaf, Þórunn. Elsku pabbi minn. Það er svo óréttlátt að þú sért far- inn frá mér og okkur öllum. Þú varst svo skemmtilegur, kátur, góður, fallegur og hjálpsamur. Ég man þegar við fórum til Te- nerife síðasta sumar, það var mjög gaman að vera með þér og við höfð- um það svo gaman saman. Það var gaman að taka upp disk- inn fyrir jólin þar sem ég söng og þú spilaðir á gítarinn. Við ætluðum að syngja fullt saman, pabbi minn. Þetta er svo skrýtin tilfinning að þú sért dáinn en ég veit að þú ert alltaf hjá mér og ég er hjá þér. Þú varst al- veg frábær persóna og með mikinn húmor. Þú varst æðislegur söngvari, ég var svo montin af þér, pabbi minn. Ég ætla að gera þig mjög stoltan af mér og ég veit að þú fylgir mér alltaf. En nú er þessi stund komin sem átti ekki að vera strax. Ég á svo margar góðar minningar um þig, elsku pabbi, í hjartanu. Ég var gullmolinn þinn og engill- inn þinn eins og þú sagðir svo oft. Ég sakna þín mjög mikið, elsku besti pabbi minn, og ég mun aldrei gleyma þér. Þín dóttir, Kristín María. Kæri sonur og bróðir. Það er sárt að þurfa að sjá á eftir þér úr tilvist okkar. Þú kenndir þér einskis meins og varst eins heill og góður og hægt er að vera. Fyrirvara- laust ertu horfinn. Heilindi þín, góðmennska, ástríki og takmarkalaus dugnaður skilaði þér ótrúlegum árangri í leik og starfi. Sorgin er þungbær en minn- ing um ástríkan fyrirmyndardreng er og verður ljósið í lífi okkar um ókomna tíð. Við vitum að það verður gaman, mikil ást og mikið sungið þegar að endurfundum kemur. Þú sýndir okkur að ást og friður er allt sem þarf. Algóður Guð, viltu vísa Sigurjóni veginn til þín, geyma hann í faðmi þínum og blessa Þórunni eiginkonu hans og börnin Aron, Kristínu Mar- íu, Hauk Örn og Róbert Hrafn. Guð geymi þig, elsku Sigurjón. Pabbi, mamma Þóranna (Tóta) og Magnús bróðir. Fyrir tæpum þrjátíu og fjórum ár- um kynntist ég litlum björtum dreng sem tók á móti mér inn á heimili sitt brosandi, þegar við Eyja mamma hans fórum að vera saman. Strax þá kom fram þessi eiginleiki að gefa öllum tækifæri og gera það besta úr öllu sem upp kom. Ég held að það hafi ekki skemmt neitt að Nína Dögg, dóttir mín, var með mér og með þeim tókst mikil vinátta og systkinaást frá fyrsta degi. Seinna þegar Árni fæddist passaði hann upp á litla bróður sinn, stoltur. Þegar manni er hent út í svona hyldýpi eins og nú hefur verið gert koma upp milljón atvik og atburðir sem rifjast upp. Við öll sem umgengumst Sjonna eigum stríðni- og prakkara- sögur, sem við getum rifjað upp og gerum það um ókomna framtíð. Strax kom í ljós að allt sem hann tók sér fyrir hendur var gert alla leið, í íþróttum, fimleikum, fótbolta, snó- ker, skíðum og golfi. Hestamennska og keppni var áhugamál sem kom núna á seinni árum og þar eins og alltaf varð að vinna. Tónlistin var samt það sem átti hug hans allan og það voru forrétt- indi að fá að fylgjast með vexti hans og þroska og átti hann mikið eftir ógert þar. Föðurhlutverkið var hon- um sérstaklega kært og var yndis- legt að sjá hvernig hann sinnti börn- unum, þeirra missir er mestur. Systkinum sínum fimm var hann ein- staklega mikilvægur félagi og vinur, þó að hann gæti strítt þeim á sinn glettna hátt var það alltaf fyrirgefið, þegar hann setti upp brosið. Þegar Sjonni hitti Þórunni fyrir níu árum byrjaði nýr kafli í lífi hans, tónlistin fékk forgang og hann blómstraði, þeirra fallega heimili var okkur öllum opið og þegar fjölskyld- an hittist vildi hann að það væri hjá þeim af því að það passaði best. Núna síðast annan í jólum var stór- fjölskyldan, móðurmegin, þar með yndislega stund. Sjonni spilaði á gít- arinn og krakkarnir gengu í kring- um. Við ákváðum saman að þetta skyldum við gera á hverjum jólum í framtíðinni. En lífið tekur okkur á staði sem við viljum ekki vera á og núna hugsum við ekki lengra en næsta dag, ekki næstu jól. Síðasta laugardag kom hann við hjá okkur mömmu og leyfði okkur að hlusta á endanlega útgáfu af laginu sínu í söngvakeppninni, svo stoltur. Stoltið er okkar. Takk, litli drengur, fyrir samveruna. Kveðja. Þinn pabbi, Gunnar. Elsku, elsku, elsku besti bróðir minn. Síðustu dagar hafa verið erf- iðir, hræðilegir, tómlegir, sorglegir og hreint út sagt ömurlegir. Eftir sitjum við öll með sömu spurn- inguna, „af hverju?“ Hvernig má það vera að svona yndislegur bróðir, son- ur, eiginmaður, pabbi og frændi þurfi að kveðja svona snemma, ég get ekki séð neitt annað en ósann- girni í því. Allar minningar sem ég á um þig eru góðar enda varstu aldrei neitt annað en góður og vildir öllum alltaf vel. Við systkinin litum alla tíð upp til þín og vorum mjög stolt af því að eiga þig sem bróður. Ég man svo vel þegar ég var lítil stelpa og við Ró- bert biðum alltaf svo spennt eftir að þú kæmir til að vera hjá okkur í Sandgerði. Þú kenndir okkur alla nýju töff og kúl frasana úr höfuð- borginni … þú varst okkar idol. Ég naut þess að stjana í kringum þig og „gilla“ þér á bakinu, þú varst nautna- seggur. Þú varst alltaf til staðar og tilbú- inn að hjálpa þegar á þurfti að halda. Þú varst hægri hönd okkar Gunna þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð og það var mikið öryggi og ánægja að hafa þig með í þessu ferli. Svo komstu daglega til að hjálpa okkur að gera íbúðina fína og hugmyndir þínar fengu að njóta sín, þú varst smekkmaður. Þú varst góður frændi og áttir stolta frænku sem var alltaf svo glöð að sjá þig í sjónvarpinu eða heyra í þér í útvarpinu. Embla steig sitt fyrsta skref á sviði með þér fyrir rúmum 2 vikum og fannst það al- gjört æði. Þú skynjaðir áhugann hjá henni og bauðst mér að koma með hana í bílskúrinn til að taka sönginn upp. Þannig varst þú, góðhjartaður. Rúrik fer á mis við mikið að fá ekki að kynnast þér. Við fjölskyldan mun- um sjá til þess að hann fái að vita hvernig maður þú varst og taki þig til fyrirmyndar. Þú eltir drauminn þinn og hann rættist. Þú varst að gera frábæra hluti í tónlistinni, á leiksviðinu, í út- varpinu og síðast en ekki síst áttirðu yndislega fjölskyldu sem þú sinntir vel, fjölskyldu sem upplifir mikla sorg og söknuð núna. Þú varst mikill fjölskyldumaður. Við munum öll hlúa að fjölskyldu þinni og saman hjálpumst við að í þessari miklu sorg. „All those pictures of you in my head“, eru yndislegar, fallegar, verð- mætar, ógleymanlegar, ljúfar, hlýj- ar, og ég mun varðveita þær að eilífu. Hvíl þú í friði, elsku fallegi bróðir minn, Rannveig. Elsku bróðir besti. Í dag kveð ég þig, bróður minn og vin minn, allt of fljótt. Harmur minn er mikill. Þetta er svo óraunverulegt og ég á afar erfitt með að skilja hvers vegna þú ert farinn. Hvernig má það vera? Ég minnist margs í okkar samlífi; tilhlökkunarinnar að fá þig í heim- sókn til Sandgerðis, hvatningar og umhyggju þegar ég flutti óharðnað- ur til Reykjavíkur, samveru þinnar með vinum mínum, spilirís á Hverf- isbarnum, fæðingar barna þinna, stolts míns yfir nöfnum mínum tveim, textagerðar í bíl fyrir utan stúdíóið í Hafnarfirði, Bítlsins, New York-ferðar okkar og pabba, brúð- kaups ykkar Þórunnar og skíðaferð- ar okkar bræðra í Frakklandi. Allar mínar minningar um þig eru fullar af ást og gleði. Við vorum einu sinni ósáttir. Þá var ég 11 ára og þú 15 ára og ég neitaði að gilla á þér bakið. Ég var með móral lengi á eft- ir. Ég hef oft haft það á orði og sótt í það styrk hversu léttlyndur þú alltaf varst; yndislegur hæfileiki sem minnir mig á það hversu miklu máli skiptir að líta á það jákvæða í lífinu. Það gerðir þú á einstakan hátt og smitaðir alla í kringum þig enda hafðir þú alla tíð mikið að gefa. Þrátt fyrir að þú sért farinn allt of snemma hefurðu áorkað miklu. Börnin þín, konan þín og lögin þín eru mér afar kær og ég vona það, bróðir minn, að ég geti hlúð að konu þinni og börnum eins og mér er frek- ast unnt. Það er líka mín einlæga von að samverustundum með Nínu og Árna muni fjölga til muna. Við töluðum saman um daginn og þú varst á leiðinni að heimsækja mig til Sviss til að skíða með mér í nokkra daga. Þetta voru okkar síð- ustu samskipti og þau voru full af til- hlökkun, spennu og hlátri. Vinskap- ur okkar og bræðrakærleikur var sannur. Fyrir það er ég afar þakk- látur. Ég mun eftir fremsta megni styðja við Rannveigu, Magnús og mömmu og pabba á þessum erfiðu tímum. Því geturðu treyst. Megi minning þín lifa um ókomna tíð elsku bróðir, Róbert Aron. Elsku hjartans Sjonni minn. Þú söngst þig inn í hjarta fjölskyldunn- ar árið 2002 og umvafðir okkur allar með ást og hlýju frá fyrsta degi. Glaðværðin og léttleiki þinn gerði heiminn fallegri og gaf okkur von um bjarta framtíð. Þið Þórunn gáfuð okkur mömmu stærstu gjafir lífsins, augasteinana okkar og hjartagullin Hauk Örn og Róbert Hrafn. Aron og Kristín María eru gullmolarnir sem fylgdu með. Þið voruð meira en hjón. Þið unnuð saman og voruð sálufélag- ar. Það geislaði af ykkur hamingjan og ástin og þið voruð líka svo falleg saman. Engin orð geta lýst þér né tilfinningum okkar til þín nógu sterkt eða vel. Þú varst einfaldlega falleg sál og fallegur ungur maður. Þú varst líka svo einlægur og mikill friðarins maður og fólki leið vel í ná- vist þinni. Þú varst einstakur pabbi. Við kveðjum báðar besta vin okkar, yndislegan tengdason og mág. Hug- ur okkar og hjarta eru full af minn- ingum sem tala ljúft til okkar. Þetta skarð verður aldrei fyllt. Guð blessi þig og minningu þína, elsku hjartans Sjonni okkar. Elín og Ragnheiður. Elsku Sjonni. Hvernig er hægt að segja í örfáum orðum allt það sem mann langar að segja til þín? Þú sem alltaf varst hrókur alls fagnaðar í okkar fjöl- skyldu og reyndar hvar sem þú fórst. Þessar minningar með þér eru svo margar og góðar og allar eru þær augnablik í lífi okkar og minna okkur á hversu stutt þetta líf er. Annar í jólum var einn af þeim dögum sem við hlökkuðum svo til. Þá voruð þið Þórunn með jólaboð fyrir alla í fjöl- skyldunni. Börnin okkar munu aldr- ei gleyma þér og Þórunni spila „Göngum við í kringum“. Þá varst þú á gítarnum og Þórunn jólatréð og allir krakkarnir dönsuðu í kringum ykkur full aðdáunar á ykkur báðum hvað þið voruð rosalega flott og frá- bær. Svona var þetta. Þessum degi verður við haldið og ávallt dagurinn okkar fyrir minningu þína. Það er ekki hægt að sætta sig við að þú sért farinn, en við munum læra að lifa með því og halda í allar þær minn- ingar sem þú hefur gefið okkur. Ég trúi því að þú sért kominn til ömmu og afa nafna þíns, þar sem þið spilið saman, hann á nikkuna og þú á gítarinn. Þar mun sko engum leiðast. Elsku Sjonni minn. Þú ert eins og karakterinn sem þú lékst í Buddy Holly-söngleiknum. Tekinn frá okk- ur í blóma lífs þíns, allt of ungur og allt of fljótt. Hvert sem þú ferð og hvar sem þú lendir. Þá í dag við þig syrgjum og fellum tár. Við vitum öll að allt hefur sinn endi en alltaf er skilnaðurinn mjög sár. Elsku Eyja, Gunni, Árni, Nína, Þórunn og börn og aðrir aðstand- endur. Missir ykkar er mikill. Guð veri með ykkur og styrki í þessari sorg. Hvíldu í friði, Sjonni minn. Sigurður Hjaltested. Það er gnístandi sársauki sem fylgir því að þurfa að setjast niður og skrifa minningarorð um Sjonna. Hann var einu ári yngri en ég. Þegar ég hitti hann fyrst vorum við tvítug- ir. Hann með sítt hár og tattú. Rokk- ari. Ég hugsaði „þetta er ekki að fara Sigurjón Brink HINSTA KVEÐJA Elsku sonur minn með fal- lega brosið og hlýja hjartað. Horfinn nú er sonurinn ungi, í huga mínum harmurinn gnístir, Ó, þessi mikli þungi. Við í daufu ljósi veginn göngum, allt í lausu lofti svífur. Í þráðum örlaganna höngum Minningin um brosið hans bjarta, og glaðlega lundin. Eftir situr í mínu hjarta. Sofðu vært sonur minn. Kveðja mamma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.