Morgunblaðið - 27.01.2011, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.01.2011, Qupperneq 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Myrkir músíkdagar hefjast form- lega í kvöld með tónleikum Sinfón- íuhljómveitar Íslands þar sem Daní- el Bjarnason sveiflar tónsprotanum. Á tónleikunum verða frumflutt þrjú íslensk verk, Birting, hljómsveit- arverk eftir Daníel sjálfan, Konsert fyrir bassaklarinettu eftir Steingrím Rohloff og Fiðlukonsert eftir Finn Torfa Stefánsson. Þá verður einnig flutt verk Györgys Ligetis, Atmos- phéres, en um frumflutning hér á landi er að ræða. Daníel er rísandi stjarna í tónlist- arheiminum hér á landi og hefur vakið athygli, bæði sem tónskáld og stjórnandi. Skyldi hann kjósa að stjórna verkum sínum sjálfur? „Ég er orðinn vanur að stjórna mínum eigin verkum; þar sem ég vinn líka sem hljómsveitarstjóri þá finnst mér gaman að fylgja verkinu alla leið, sérstaklega þegar um frum- flutning er að ræða,“ segir Daníel og bætir við að verkið sé eiginlega ekki fætt fyrr en það hefur verið leikið á tónleikum. „Mér finnst það eiginlega órjúf- anlegur hluti af ferlinu að stjórna frumflutningnum.“ Daníel segir að Birting sé fyrsta „hreina“ hljómsveitarverkið hans, það er, ekki samið fyrir einleikara. „Mig hefur lengi langað til að skrifa svona hljómsveitarverk. Það var kominn tími til,“ segir hann. En skyldi það hljóma eins og hann ímyndaði sér við skriftirnar? „Já, það gerir það. Þegar ég skrifa ímynda ég mér hvernig verki hljóm- ar; stundum verð ég fyrir ákveðnum vonbrigðum en sumt hljómar betur en ég þorði að vona. Maður er alltaf að prófa eitthvað aðeins nýtt og gera tilraunir, þannig að maður er aldrei alveg öruggur.“ Birting er í fjórum hlutum og Daníel segir verkið nokkuð stórt í sniðum. „Fyrir þá sem þekkja píanó- konsertinn minn, Processioins, þá fer þetta í aðeins aðra átt; þetta er hægferðugra verk og hljómurinn lík- lega þéttari. Mér finnst mikilvægt að verkin hafi sín sérkenni þótt þau beri líka höfundareinkenni. Þetta verk er í raun nokkuð frábrugðið öðru sem ég hef gert.“ Hann hugsar sig um, bæt- ir síðan við: „Samt held ég að það sé hægt að kannast við mig í því.“ Tvær plötur í vinnslu Daníel segir að síðustu misserin hafi hann fengist nokkuð jöfnum höndum við að semja og stjórna. „Nú er ég hins vegar að fara inn í tímabil þar sem ég huga meira að mínu því ég er með tvær plötur í vinnslu. Aðra geri ég með ástralska raftónlistarmann- inum Ben Frost, hitt er sóló- plata með eigin verkum. Já, mér finnst það mjög góð blanda að semja bæði og stjórna, svo fram- arlega sem ég gæti þess að annað taki ekki alveg yfir. Mér finnst mikilvægt þegar ég er að semja að vera í tengslum við lif- andi flutning, í því er viss jarðteng- ing, og það gefur mér oft hugmyndir að vinna mikið með tónlist- armönnum, og líka að þurfa að standa andspænis hljóðfæraleik- urum og áhorfendum. Ég sé mig ekki fyrir mér bara við skrifborðið,“ segir Daníel. „Órjúfanlegur hluti af ferlinu“ Morgunblaðið/Ómar Stjórnandi og tónskáld Daníel Bjarnason stýrir Sinfóníuhljómsveitinni á æfingu í gær. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þessa dagana geta áhugamenn um samtímamyndlist litið inn á stóra list- kaupstefnu, ásamt þúsundum ann- arra gesta. Nú þarf ekki að leggjast í ferðalg til Basel, Miami eða London til að sjá hvað kunnustu galleríin hafa upp á að bjóða, eða til að kaupa verk eftir misfræga myndlistarmenn. Um liðna helgi var nefnilega opnuð fyrsta alþjóðlega listkaupstefnan á netinu, VIP Art Fair, með þátttöku 139 gall- ería. Listkaupstefnan stendur út vik- una. Um helgina var opið fyrir boðs- gesti, sem voru að stórum hluta safn- arar, blaðamenn og fólk sem er í viðskiptum við galleríin, en þessa dagana geta allir farið inn og skoðað. Galleríum er skipt í flokka eftir því hversu stór eða kunn þau eru. Hvert þeirra sýnir nokkur verk og er hægt að renna yfir þau eins og í sýning- arsal á skjánum, hægt er að skoða hvert verk betur, fá verðhugmynd – og er þarna að finna verk á öllum skalanum; fyrir einhverja tugi þús- unda eftir lítt þekkta listamenn, upp í tugi milljóna króna eftir heimskunna. Þá er hægt að vera í beinu samtali við starfsfólk galleríanna og fá aðgang að enn fleiri verkum hjá því. 200.000 heimsóknir i8 galleríið í Reykjavík hefur síð- ustu árin tekið þátt í mörgum alþjóð- legum listkaupstefnum og er eitt hinna 139 frá 30 löndum sem var boð- ið að vera með á VIP Art Fair. „Þetta hefur verið mikið fjör,“ seg- ir Börkur Arnarson sem stýrir i8. „Okkur er sagt að vefurinn hafi verið heimsóttur 200.000 sinnum.“ Hann segir að bæði hafi gengið vel og illa en um helgina varð álagið svo mikið á vefinn að hann hrundi gall- erímegin þótt gestir gætu engu að síður skoðað flest svæði hans. „Áhuginn hefur verið mjög mikill, sem er ánægjulegt, þótt ekki virkaði allt. Nú er allt komið í lag og mikill fjöldi gesta. Við ætlum að breyta sýn- ingunni fyrir síðustu dagana.“ Spurningin sem blaðamenn sem fjalla um þessa vefkaupstefnu spyrja er hvernig gangi að selja dýr lista- verk á netsýningu; jafnvel þrívíða skúlptúra og innsetningar. „Ég er ekki viss um það hvort gall- eríin selja mikið,“ segir Börkur. „Mér heyrist flestir galleristar vera sam- mála um að fólk sé mest að skoða; það fer ekki miklum sögum af sölu. Þarna er hinsvegar mikið af verkum sem fólk þekkir, eða verk listamanna sem það þekkir, og þá veit kaupandinn nokkuð vel að hverju hann gengur.“ Listkaupstefna opin á netinu  „Hefur verið mik- ið fjör,“ segir Börkur Arnarson hjá i8 Á kaupstefnu Sýning i8 á vefnum. Verk eftir Ólaf Elíasson skoðað. WWW.vipartfair.com Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, sem Daníel Bjarna- son stjórnar, eru opnunartónleikar Myrkra músíkdaga í ár. Frumflutt verða þrjú íslensk tónverk, Birting, eftir Daníel sjálfan, Fiðlukonsert eftir Finn Torfa Stefánsson og Konsert fyrir bassaklarinettu eftir Steingrím Rolhoff. Einleikarar á tónleikunum eru þau Sigrún Eðvaldsdóttir og Rúnar Óskarsson. Ný íslensk tónverk frumflutt OPNUNARTÓNLEIKAR MYRKRA MÚSÍKDAGA Í KVÖLD  Daníel Bjarnason stjórnar SÍ á tón- leikum í kvöld  Frumflutt verða þrjú íslensk verk, eitt eftir hann sjálfan Finnur Torfi Stefánsson Á Myrkum músíkdögum verður fjölbreytt efnisskrá að vanda. Daníel Bjarnason stjórnar tónleikunum og semur auk þess nýtt hljómsveitarverk. Tveir nýir íslenskir konsertar hljóma og hinn heillandi hljóðmúr, Atmosphéres, eftir György Ligeti verður fluttur. Miðasala á www.sinfonia.is og 545 2500 „Mig langar sífellt að prófa nýja hluti“ György Ligeti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.