Morgunblaðið - 27.01.2011, Síða 35

Morgunblaðið - 27.01.2011, Síða 35
send á ákveðnar fjölskyldur til að tryggja að þær bóki sig ekki í eitt- hvað annað þennan dag en að fara í brúðkaup aldarinnar.    Önnur frétt birtist líka nýlegaum að hin væntanlega brúður væri hætt að vinna til að geta ein- beitt sér að skipulagningu brúð- kaupsins, enda telst það full vinna að undirbúa sig í að verða prinsessa. Kate vann í fyrirtæki foreldra sinna en þau eru með veislu- og við- burðaþjónustu og ætti Kate því ekki að vera óvön brúðkaupsundirbún- ingi. Það er óljóst hvort prinsessan snýr aftur til vinnu eftir brúð- kaupið, búist er við að hún feti í kon- ungleg fótspor og snúi sér að góð- gerðarstarfi. Ekkert nema gott um það að segja, líklega áhugaverðara að nota stöðu sína í að reyna að gera eitthvað gott fyrir heimsbyggðina frekar en að skipuleggja misgáfuleg partí fyrir landa sína.    Því miður, en ekki óvænt, erKate mikið borin saman við móður Vilhjálms, Díönu prinsessu heitna. Oft er sá samanburður ósanngjarn enda ekki um sömu manneskju á sama tíma að ræða. Einnig er einstaklega ósmekklegt af gulu pressunni að velta fyrir sér hvort Kate hefði fallið í kramið sem tengdadóttir hjá Díönu eða ekki, að því verður því miður aldrei komist. Hin tengda- móðirin, móðir Kate, hefur verið dregin fram í sviðsljósið og þá helst vegna megrunar sem hún ákvað að fara í fyrir brúðkaup dótturinnar. Allt um hvernig henni gengur að missa kílóin AF BRÚÐKAUPI Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Í dag eru aðeins um níutíudagar í stórviðburð sem Evr-ópa bíður eftir með öndina í hálsinum, það eru nefnilega aðeins um níutíu dagar þangað til Vil- hjálmur prins í Bretlandi verður giftur maður. Brúðkaupið fer fram 29. apríl og síðan Vilhjálmur og Catherine Middleton, oftast kölluð Kate, op- inberuðu trúlofun sína í nóvember hafa bresku blöðin logað af vanga- veltum um væntanlegt brúðkaup. Fyrst var það trúlofunarhringurinn sem Kate ber og hvernig hann fór við bláa kjólinn sem hún klæddist þegar þau tilkynntu trúlofunina. Þá fóru að birtast fréttir af matar- og kaffistellum í framleiðslu með myndum af turtildúfunum og síðan hafa getgátur og fréttir um brúð- kaupið verið áberandi: Hverju munu þau klæðast, hverjum verður boðið, hvernig eru boðskortin, hvernig kaka verður í veislunni, mun Vil- hjálmur fella tár í athöfninni? Allt eru þetta spurningar sem brenna á hinum almenna Breta og pressan þar í landi reynir að svara eftir bestu getu og getur í eyðurnar ef svar finnst ekki.    Mörgum brá í brún í vikunniþegar þær fréttir bárust að nokkrum háttsettum einstaklingum hefði borist með faxtæki blað frá Buckingham-höll um að þeim væri boðið í brúðkaupið og ættu að taka 29. apríl frá. Þessi frétt hef- ur hneykslað marga, af hverju ekki bara að drífa í því að senda út formleg boðskort í staðinn fyrir að gefa fólki „viðvörun“ fyrst í gegnum faxtæki? Svona hegðun þyk- ir mjög ó-konungleg, alþýð- an er meira að segja hætt að nota faxtæki. Talsmaður konungs- fjölskyldunnar hefur staðfest að smáboðs- tilkynning hafi verið Vangaveltur um væntanlegt brúðkaup Reuters Turtildúfur Vilhjálmur og Kate eru myndarlegt par. » Svona hegðun þykir mjög ókonungleg, alþýðan er meira að segja hætt að nota faxtæki. Eftirherma Kate Bevan hefur atvinnu af því að líta út eins og Kate Middleton. Fallegt Hver vill ekki svona krús? má lesa á breskum slúðursíðum. Byrjað er að skrifa bók um brúðhjónin sem á að koma út fljót- lega eftir athöfnina og aumingja al- nafna Kate fékk ekki að vera lengur á Facebook þó að hún kæmi hvergi nálægt konungshöllinni, bara óheppin að fá sama nafn í æsku og væntanleg prinsessa.    Það er ýmislegt sem gengur áfyrir eitt konunglegt brúðkaup. Stundum virðist þó gleymast að um venjulegt fólk að ræða, með rautt blóð í æðum, tilfinningar, galla og kosti. Það var bara svo óheppið/ heppið að fæðast í stöðu sem gefur okkur hinum tækifæri til að velta okkur upp úr lífi þess, hverju það klæðist og hvernig það giftir sig. MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2011 Leikarinn Robert Pattinson, þekkt- astur af túlkun sinni á vampíru í Twi- light-kvikmyndunum, hefur áhuga á því að leika söngvarann og gítarleik- arann Jeff Buckley heitinn. Til stend- ur að gera kvikmynd um Buckley en hann drukknaði þrítugur að aldri árið 1997. Mary Guibert, móðir Buckley, hef- ur lagt blessun sína yfir að Pattinson fari með hlutverk sonar hennar og telur hann ágætan leikara. Pattinson hefur daðrað nokkuð við tónlist- argyðjuna, samið lög sem flutt hafa verið í Twilight-myndunum. Fram- leiðandi myndarinnar um Buckley, Michelle Sy, segir þó ómögulegt að vita hver fari með hlutverkið fyrr en að prufum komi. Guibert hefur áður greint frá því í viðtali við ástralska dagblaðið Courier Mail að leikararnir Jared Leto, James Franco og James Marsden hafi einnig áhuga á því að leika Buckley. Æsandi Robert Pattinson. Pattinson spenntur fyrir Buckley Bandaríska spjallþáttadrottn- ingin Oprah Win- frey kom áhorf- endum á óvart í vikunni með því að fá í þáttinn hálfsystur sína sem hún vissi ekki að hún ætti fyrr en fyrir skömmu. Sú heitir Pat- ricia og heldur breska götublaðið Daily Mail því fram að faðir Opruh og Patriciu, Vernon Winfrey, hafi ekki vitað af tilvist hennar áður en hún birtist í þætti Opruh. Patricia fæddist árið 1963 en móðir hennar og fyrrum unnusta Vernons, Vernita Lee, gaf hana til ættleiðingar. Oprah var átta ára þegar Patricia var ætt- leidd. Faðir þeirra segist ánægður með að þær hafi fundið hvor aðra og segist gjarnan vilja hitta Patriciu. Oprah á engin önnur systkini. Oprah kynnir hálfsystur sína Systir Oprah fann hálfsystur. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE GREEN HORNET 3D Sýnd kl. 8 og 10:20 ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D Sýnd kl. 6 ísl. tal SAW 3D Sýnd kl. 8 og 10 ótextuð ALFA OG ÓMEGA Í 3D Sýnd kl. 6 ísl. tal LITTLE FOCKERS Sýnd kl. 6, 8 og 10 HROTTALEG SPENNA Í ÞVÍVÍDD HHHHH „SKEMMTILEG, FYNDINN OG SPENNANDI” - S.V BOXOFFICE MAGAZINE SPENNANDI ÆVINTÝRI SEM FÆR ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI. FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA. SÝND Í 3D LÖGIN ERU BROTIN ÞEIM TIL BJARGAR í3D Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is VINSÆLA STA MYND V ERALDAR TVÆR VI KUR Í RÖ Ð! NÁNARI UPPL. Á AF.IS OG MIDI.IS -H.S, MBL-K.G, FBL SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ THE GREEN HORNET 3D kl. 8 - 10.10 BURLESQUE kl. 8 Síðasta sýning ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 6 THE TOURIST kl. 10.10 Síðasta sýning GAURAGANGUR KL. 6 Síðasta sýning 12 L L 12 7 Nánar á Miði.is THE GREEN HORNET 3D kl. 5.25 - 8 - 10.35 THE GREEN HORNET 3D LÚXUS kl. 5.20 - 8 - 10.35 BURLESQUE kl. 8 - 10.35 ALFA OG ÓMEGA 3D kl. 3.30 THE TOURIST kl. 5.40 - 8 - 10.20 GULLIVER´S TRAVELS 3D kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 GAURAGANGUR KL. 5.50 MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.40 NARNIA 3 3D KL. 3.30 12 12 L L 12 L 7 L 7 BURLESQUE KL. 10.30 GAURAGANGUR KL. 5.50 - 8 LÍFSLÖNGUN kl. 6 Enskur texti BARA HÚSMÓÐIR kl. 10.35 Enskur texti HVÍTAR LYGAR kl. 8 Íslenskur texti ÆVINTÝRI ADÉLE BLANC-SEC kl. 8 Íslenskur texti VELKOMIN KL. 5.50 Enskur texti LEYNDARMÁL KL. 6 Enskur texti EINS OG HINIR KL. 10 Enskur texti SKRIFSTOFUR GUÐS KL. 10.10 Enskur texti L 7 L L L L L L L L HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR 5% 5% /haskolabio/smarabio

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.