Eyjablaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 8

Eyjablaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 8
8 EYJABLAÐIÐ Pallakrærnar farnar að láta á sjá inn á heimilin, margir urðu ár- vissir t'arfuglar. Ég kom vitanlega fúll og fé- laus, þurfti hlífðarföt og fleira áður en ballið byrjaði. Ég bað Sigurð aldrei um peninga á vertíð, „sló” heldur smálán hjá Pétri og Páli. Veit þó að þessa hefði ekki verið synjað ef eftir hefði verið leitað, en ég vissi að peningar lágu ekki á lausu. Vertíðina áður hafði Ámi Jónsson verslunarstjóri á Tanganum (G. Ólafsson og Co) heimilað mér úttekt, en hann var kunningi pabba. Ég fór inn á Tanga, heilsa Árna vel, og bið hann ásjár. — Nú verður þú víst að tala við hann Gunnar sjálfan. Pað er nú svo að nú ræður hann öllu um reikningslán. — Það hafði harnað á kreppudalnum. Mér varð um og ó, ólíklegt að hann vildi lán svona strákbjána. En ég varð einhvernveginn að fá gúmstígvél, svuntu, vettlinga og svo framvegis. Opið inn í kontórinn, ég býð Gunnari konsúl góðan dag. Gunnar sat við stórt borð og mér fannst hann ábúðarmikill; tók lítt undir. — Hm, hm, hvað vilt þú? — Ég ætlaði að spurja þig hvort ég gæti fengið að taka út í reikning á Tanganum til loka. — Hm, hm, reikning, reikn- ing .. . Ég bætti þá við, ef það mætti verða lítið lóð á vogarskál mér til inntektar í huga Itins volduga Tangajarls: — Ég var í reikningi hérna í fyrravetur. — Nú fyrst sýndist mér hann líta upp frá stóra skrifborðinu. — í fyrra, í fyrra. Borgað- irðu, borgaðirðu? — Já, ég borgaði um lokin. — Nú jæja, vertu þá áfram, vertu bara áfram. Gunnar spuröi mig ekki að nafni né hvar ég ynni. En liann tók mig trúanlegan; aldamóta- maður. Ekki varð ég málkunnugur Gunnari fyrr en mörgum árum síðar. Hann bjó þá einn í Vík, gamall maður og einmana. Hitti hann þá stundum á Bjössabar þegar hann var að sækja Moggann sinn. Pá kom fyrir að hann sagði: Komdu inn og kjaftaðu við mig, herra bókavörður, ef þú ert ekki vant við látinn. Hann hafði hlerað að ég væri einn hinna mörgu afkomenda Bjarna hreppstjóra á Víkingslæk. Ég kom þá stöku sinnum inn til Guiinars. Hann hafði frá mörgu að segja og margt rætt. dægurmál og fleira. Ekki meira um það. — Pá er hér var komið var Sig- urður í Skuld orðinn útgerðar- maður á nýjan leik, keypti ‘A í m/b Maggý VE 111, áður Garðar III. Formaður og einn eigenda var Guðni Grímsson, tengdasonur Sigurðar. Hann var ættaður frá Stokkseyri, mikill sómamaður. Hann var með bátinn 22 vertíðir, mikill aflamaður ojg fór vel með veiðarfæri. Arsæll Grímsson, bróðir Guðna, átti bátinn hálfan. Sigurður og Guðni tóku nú á leigu Kötukró, fá skref frá kró Sigurðar. Þar skyldi vera sam- eiginleg aðgerð og annexía til söltunar í kró Sigurðar. Fljótt kom í Ijós, að þetta var alltof lítið pláss fyrir afla af hálfum bát, sem var um 17 lestir. 2 Pá er ég mætti ti! leiks var tilvonandi vinnufélagi minn, á útvegi Guðna, ekki kominn. Petta var Helgi nokkur, ein- hvers staðar úr Rangárvalla- sýslu, sagður mikill dugnaðar- forkur að sögn. Þótti mér nú vel hafa skipast að fá slíkan víking mér við hlið. Liðu nú tímar fram eins og segir í fornum sögum. Nú fór að fiskast allhressi- lega. Fljótt fylltist Kötukró. Eftir 2-3 væna róðra var sölt- unarplássið þrotið og of fljótt að rífa upp (umsalta). Það kom fyrir að ég fékk menn í tíma- vinnu, en það vildi ég forðast í lengstu lög. Tímavinna þótti dýr, dagvinna kr. 1,20 og næturvinna 1,80-2,00 kr. — Loks kom Helgi, aðgerðar- maður formannsins, vörpu- Iegur maður og sýnilega laus við minnimáttarkennd. Hugði ég gott til að nú mundi hækka hagur Strympu. Lokið mundi baráttu minni við ofurefli þess gula. Kom sér vel því nú var aflahrota og full kró af fiski. Helgi hóf þegar starfið, af- hausaði af miklum móð og ég reif úr innvolsið, lifur, hrogn og slóg. Það hét að slíta. Þá kaus Helgi að fletja, kvaðst vanur því verki á trollara. Þótti mér við hæfi að fallast á óskir félaga míns. Sá guli liafði ekki langa dvöl á flatningsborðinu hjá Helga. En ekki hafði ég lengi saltað er mér hætti að lítast á blikuna. Vinurinn risti svo djúpt niður með hryggnum, en mér hafði verið tekinn vari fyrir því. Djúpflattur fiskur yrði þunnur og léttist því um of. Ég hafði lært að fylgja mænunni. Ég sagði við Helga svo diplómatískt sem ég kunni, að þó svona flatning væri góð og gild á togara, þá væri hún litin óhýru auga hér í Eyjum. Höfðum við nú verkaskipti, Helgi saltaði og gekk vel undan. Þá tók lítið betra við. Maður- inn var hroðvirkur, saltaði ójafnt, en þá liggur fiskurinn saman saltlaus á köflum og fellur í mati. Bað ég víking þennan að vanda betur söltun- ina. Hét hann góðu um það en fljótt sótti í sama horfið. Við félagar risum snemma úr rekkju, ekki veitti af. Helgi hafði herbergi í kjallaranum á Lundi. Ég gekk við hjá honum og urðum við svo samferða niður á Palla. Svo er það 3-4 dögum eftir hingaðkomu Helga, að ég geng í Lundinn um sexleytið að morgni. Helgi lá þá enn í hvílu sinni, kvaðst veikur og barst lítt af. Fór ég því einn í króna þar sem kösin beið. Næsta morgun geng ég við í Lundi. Þá er fuglinn floginn og fréttist brátt að hann væri farinn úr bænum. Var ég nú aftur orðinn einn á kaldri braut. En skjótt réð Guðni annan aðgerðarmann, sem var væntanlegur eftir fáa daga. Sá var úr Árnessýslu, Eiríkur Guðleifsson frá Lang- stöðum í Flóa. Þekkti ég bræður hans tvo, Kristófer og Guðmund, afbragðs verk- menn. Eiríkur var ágætur vinnu- félagi, hress og skemmtilegur á hverju sem gekk. Og það gekk á ýmsu. Margar nætur var lítið sofið, en það var ekki það versta. Verst var að vita ekki hvar skyldi koma aflanum fyrir frá degi til dags. En ég held að skaplyndi Eiríks og óvílsemi hafi ráðið mestu um að við unnum varnarsigur á þeim gula vertíðina þá arna. Eiríkur var nokkru betur en þrítugur þegar leiðir okkar lágu saman í Éyjum. Hann andaðist sumarið 1977. Mokafli 1932 Vertíðina 1932 kom ég til Eyja um miðjan febrúar. Seinnipart ntánaðarins var rótarafli. Um það bil viku af mars gerði eindæma aflahrotu, en stóð stutt. Nokkrir bátar lögðu net 18. mars, misjafn afli, sumir töpuðu veiðarfærum. Norðangarður og skælingur. Hinn 11. aprílmánaðar hef ég skrifað í minnisbók: „Hefur ekki fiskast annað eins í mannaminnum í Eyjum. Bátar fá um 200 í net”. Hér er nú kannski fullyrt um of, en þetta var landburður. Þetta voru að sjálfsögðu hampnet, sem nú er gagnslaust að leggja í sjó. — Þá er hér var komið var félagsaðgerð formanns og Sig- urðar í Skuld hætt. Ég tók þá einn fjórða af bátnum. Það kynni að hafa verið þá sem mér var fengin ein heima- sætan í aðgerðina og hressti það sál mína. Átti að „ræsa” hana er mér þætti henta. Vakti ég hana af værum svefni klukkan 5 árdegis. En svo var ég doðru- legur eftir króarstöðurnar, að ég hafði ekki rænu á að vekja dömuna með kossi, enda vafa- samt hversu svo mjúklátri að- ferð hefði verið tekið. í Kötu- kró beið okkar um 700 þorskar óaðgerðir, því ekki var upp- keyrslu lokið fyrr en um mið- nætti. Það munaði vel um þá stuttu þó ung væri. Ég hausaði, hún sleit, ég flatti, hún saltaði. — Of sjaldan naut ég þó verka svo dugandi liðsmanns. — Sjóveitan kemur til sögunnar Árið 1933 kom til sögu einn stærsti áfanginn í fiskverkunar- sögu Vestmannaeyja: Sjóveit- an. Mikið átak á kreppuárun- um, með Básaskersbryggju og dýpkunarskipinu Vestmanna- ey sem kom í maí 1935. Baráttan fyrir sjóveitunni var orðin löng og ströng. Framfara- menn í útgerð unnu þar þarft verk. Og þvílíkur munur að þurfa ekki lengur að sæta sjávarföllum til þess að draga óhreinan sjó undan Pöllum upp um króagólfin, fá nógan tæran sjó úr krana. — Árið 1934 var aflaár, en fisk- verð lágt. Vöruverð samt hækkandi. Sem fyrr þraut söltunarplássskjótt. Reglan var sú, að best væri að láta fiskinn „taka salti” 7-10 daga það skemmsta. í landburði af fiski varð að rífa upp of fljótt. Og líka þurfti pláss fyrir umsaltaða fiskinn. Þá var það helst til ráða að setja í stafla úti á bersvæði og breiða yfir segldúk. Var flutt úr Kötukró á autt svæði sunnan Strandvegar skammt frá Sölu- turni Þorláks og á steypt plan norðan íshússins. Nú þarf ég að minnast vina minna Þorláks í Turninum og Ólafs á Sólheimum, sem á þessum árum verslaði í Reynis- kjallara. Án þeirra hefði líf okkar landkrabba og sjóara orðið stórum tómlegra. Leið okkar dráttarkarla lá framhjá Turninum. Við gerðumst þorstlátir við að streða þeim gula upp í krærnar. Og ölið hans Þorláks Sverrissonar, heimabruggað (óáfengt) var mjög gott. Við gátum sagt eins og Skugga-Sveinn: „Gott áttu ölið Lalli”. Glasið kostaði 20 aura. Mjólkurglas kom sér líka vel, 10 aura glasið og krem- kexkakan, 5 aura. Stundum var ekkert í buddunni, en samt var rennt í glas upp á borgun seinna. Og síst hefði ég viljað svíkja þann mann sem veitti mér þyrstum svaladrykk. Á góðri stund frá dagsins önn var komið við í Turninum eða Reyni og spjall tekið við þessa gömlu sveitabændur og öðl- inga. Það var oft gestkvæmt hjá þeim ölbændum. Eitt sinn sem oftar var mér vant skotsilfurs. Fór með 3-4 pör af sjóvettlingum til Þorláks, ef hann kynni að fást til að kaupa. Hann mun hafa farið nær um að piltur var blankur og kvað sjálfsagt að kaupa vettl- ingana. Aflahrotur og saltleysi Vertíðina 1935 verður sú breyting, að auk hlutar Sigurð- ar í Skuld í m/b Maggý, tók Þessi mynd er tekin yfir höfnina og sjást vel Pallakrærnar og gamla fshúsið

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.