Eyjablaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 13

Eyjablaðið - 23.12.1984, Blaðsíða 13
EYJABLAÐIÐ 13 I BJARMA- PAKKHÚSINU Framhald ,,Einn er hér með auma sjón, œttaður frá Tegi, Högnason og heitir Jón, hann á slæmum vegi”. Væri hann beðinn um að fara með vísuna fyrir aðra var hann vanur að bæta við: „Ja, ætli hann sé á slæmum vegi þó”. Hérna á götunni var það að einn úr strákahópnum vatt sér allt í einu að Jóni og segir með uppgerðar myndugleik: „Hvað segir þú Jón Hrognason?”. Lengi stóð Jón og horfði með undrunarsvip á spyrjandann en svaraði loks og velti vöngum: „Ja, mikið getur annars heimskan stigið hátt!”. Allir hinir strákarnir veltust um af hlátri en sá sem ætlaði að her.da gaman að Jóni varð eins og halaklipptur hundur. Gamla samstarfsfólkið úr Bjarma-pakkhúsinu er, að ég best veit, allt horfið til feðra sinna nema Jóhann Pálmason frá Stíghúsi, sem nú dvelur á elliheimili bæjarins. Sigurður Guttormsson. F R I Ð U R Pessa dagana heyrist æ oftar í útvarpinu lag þar sem borin er fram sú spurning, „Hafa þeir nokkra hugmynd um að jólin nálgast?”. Þetta lag er tileinkað þeim milljónum Afríkubúa sem svelta. Okkur er sagt að u.þ.b. sex milljón Afríkubúa svelti á sama tíma og kristnir menn búa sig undir mestu hátíð sína, jólin, friðarhátíðina niiklu. Þá verður væntanlega hvorki sparað við sig í mat né drykk. Hér heima höfum við fengið í vegarnestið fyrir jólaundir- búninginn tvær fréttir. Sú fyrri tjallar um stóraukin umsvif Nató og Bandaríkjahers hér á landi með uppsetningu tveggja ratsjárstöðva. Sú síðari um að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi ákveðið að hafa hér kjarnorku- vopn á ófriðartímum. Ratsjárstöðvar Reynt er að telja okkur trú um að ratsjárstöðvarnar séu reistar í friðsamlegum tilgangi, því þær nýtist flugmálastjórn til að stjórna flugumferð í kring- unt landið. Er líklegt að Nató reisi radarstöðvar fyrir alþjóð- legt tlug? Auðvitað ekki. Nató er að styrkja stöðu sína vegna vaxandi umsvifa Sovétríkjanna í hafinu kringum ísland. Þessi vaxandi umsvif þurfa ekki að koma á óvart. Þau staðfesta aðeins hernaðarlega mikilvæga legu landsins í augum Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Deilur þeirra varðandi upp- setningu Pershing II eldtlaug- anna í Vestur-Evrópu sýnir svo ekki verður um villst að þessi tvö stórveldi eru í innbyrðis samkeppni varðandi hervæð- ingu. Það er því Ijóst að þessar ratsjárstöðvar sem stendur til að byggja hér á landi verða ekki til að auka friðarlíkurnar. Þvert á móti, þær verða til að auka enn frekar vígbúnaðarkapp- hlaupið milli þessara stórvelda. Reyndar hefur núverandi utanríkisráðherra Geir Hall- grímsson sagt að Nató sé öflug- asta friðarhreyfingin því varan- legur friður hafi verið tryggður í Evrópu frá stríðslokum. En hvað hefur gerst síðan þá? Talið er að um 50 milljónir manna hafi látið lífið í 150 vopnuðum átökum í heiminum frá 1945 til ársins í ár. í dag eru vopnuð átök talin á a.m.k. 30 stöðum. Svo þessi stórveldi hafa haft nóg að gera í vopna- skakinu þótt þau hafi ekki blásið til orrustu í Evrópu á þessu tímabili. Kjarnorkuvopn á fslandi í hvorugri heimsstyrjöldinni kom til vopnaðra átaka á Is- Iandi. Talið er að um 5% þeirra er létu lífið í fyrri heims- styrjöldinni hafi verið óbreyttir borgarar. I síðari heimsstyrj- öldinni voru um 48% þeirra er þá létu lífið óbreyttir borgarar. í Vietnam styrjöldinni voru um 80% þeirra er létu lífið ó- breyttir borgarar. Það eru því vax^ndi líkur á því að óbreyttir borgarar láti Iífið í vopnuðum átökum, þótt barist verði með hefðbundnum vopnum. En það sem gerir óhjákvæmilegt að ís- lendingar lendi í næstu styrjöld sem háð verður í Evrópu er sú staðreynd að hér á að geyma kjarnorkuvopn á ófriðartjm- um. Nú hafa helstu talsmenn kjarnorkuvopnavígbúnaðar lýst þ\'í yfir að tilgangurinn með framleiðslu þeirra sé ekki að nota þau. Heldur að fæla and- stæðinginn frá Jjví að nota kjarnorkuvopn. A sama tíma er verið að tala um möguleikann á því að heyja „takmarkað kjarnorkustríð”. En hver ætlar að setja mörkin í þessu stríði þegar spurningin um sigur er spurningin um það hver veröur fyrr til að útrýma andstæðingi sínum, Bandaríkin eða Sovét- ríkin ef sú spá reynist rétt að þessir tveir risar hetji þriðju heimsstyrjöldina? Nei, með tilkomu kjarnorku- vopna er Iífið sjálft og varð- veisla þess hér á jörðinni orðið sameiginlegt baráttumál allra íbúa jarðarinnar. Það skiptir ekki máli hver byrjar kjarn- orkustríð. Ef það byrjar á annað borð verður ekki búandi hér á jörðinni að því loknu, hvorki fyrir sovéskan hers- höfðingja eða bandarískan. Hvorki fyrir íslenskan sjálf- stæðismann eða íslenskan komma. Priðji heimurinn Á friðarþingi Rauðakross- félaga sem haldið var á Álands- eyjum nú í haust kom m.a. fram að friðarhugtakið hefur breytt um merkingu á undanförnum árum. Friður verður ekki tryggður hér á jörðinni fyrr en allar þjóðir samþykkja að leysa deilumál sín á friðsaman hátt, virða grundvallar mannréttindi s.s. skoðana- og tjáningarfrelsi og lífsgæðunum verður skipt réttlátar milli íbúa jarðarinnat en nú er gert. Það er ekki nóg að hjálpa fólki þegar það líður hungur. Það verður að útrýma hungri úr heiminum. Það verður að hjálpa þeim þjóðum sem ekki geta brauðfætt þegna sína til þess að standa á eigin fótum án tillits til þess stjórnarfyrir- komulags sem þær kjósa sér. Vonandi verður væntanleg friðarhátíð til þess að æ fleiri íbúar jarðarinnar taki virkan þátt í að koma á varanlegum friði í heiminum, svo aldrei aftur endurtaki sig atburðurinn í Hiroshima 1945. Þá verða þetta vissulega gleðileg jól, líka fyrir þá sem nú líða nauð í heiminum, vegna þess að mannréttindi eru fótum troðin, lífsgæðunum misskipt eða vegna þess að enn er því trúað að friður sé best tryggður með vopnavaldi. Björn Bergsson. Glefsur úr gömlum blöðum Eyjablaðið, 1. tbl. 1. árg. 26. sept. 1926. Blaðið var málgagn alþýðu í Vest- mannaeyjum. EJtgefandi var Verkamannafélagið Dríf- andi. í þessu blaði sagði m.a.: Þær hafa í seinni tíð gerst æ háværari raddirnar sem borið hafa fram óskir um nýtt blað hér í Eyjum, blað sem bæri fram kröfur al- þýðunnar, blað sem héldi uppi vörnum fyrir áhuga- málum hennar og réttind- um. blað sem ekki væri þrungið hinu rotna og þunga andrúmslofti íhalds, þjóðrembings og hleypi- dóms. Hvort það blað sem kemur hér í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir verður hæft til þess að uppfylla þessa köllun sína verður tíminn að leiða í ljós, en það eitt má fullyrða að menn þeir sem að blaðinu standa eru ekki íhaldssamir. Verkamaðurinn nú á tímum. hvort sem hann nefnist daglaunamaður eða bóndi sem á lítinn hlut í mótorbát er ekki íhalds- samur. Kjör þessara manna á krepputímum eru allt annað en glæsileg. Krepputímarnir eru að verða æ tíðari. Eins og stjórnarfari auðvaldsins er háttað nú á tímum ráða þessar stéttir ekkert við kreppurnar og það má telja fullvíst að auðmennirnir og þjónar þeirra sem með völd- in fara kysu að ástandið væri öðruvísi en það er. Að vísu eru þeir ráðamennirnir ekki á flæðiskeri staddir hvað klæði og vistir snertir eins og verkamaðurinn, en vegna þeirra sífellda kapphlaups innbyrðis um auð og völd fer stjórn þeirra í handa- skolum og hvarvetna sem auðvaldsskipulagið ríkir í heiminum, með auðsöfnun og yfirdrottnun á aðra hönd en hyldýpi örbirgðar og ófrelsis á hina er byltingin yfirvofandi. Hin þýðingarmesta krafa verkalýðsins, hver einasti sannur, þroskaður verkamaður fylgir, sem kominn er til vits og ára og kennt hefur á kúgun auð- mannanna, er krafan um sameign verkamannanna á framleiðslutækjum og að framleiðsla og verslun sé einungis rekin með hags- munum heildarinnar en ekki einstaklingsins fyrir augum.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.