Skátablaðið - 01.04.1945, Síða 15
ÆFING
með signal-horni, flöggum eða öðru, sem
til fellur. Flokksforingjarnir koma nú hver
með sinn flokk og fylkja þeim á flötinni
fyrir framan aðalstöðvarnar. Yfirflokksfor-
inginn getur séð urn að skipa flokkunum
rétt upp og skipað fyrir um kveðjur, þegar
sveitar- og aðstoðarsveitarforinginn koma.
Síðan ávarpar sveitarforinginn skátana og
skýrir fyrir þeim æfinguna. Þá hefjast
gönguæfingar. Meðan á allri æfingunni
stendur gilda auðvitað reglur þær um hegð-
un, sem sagt er frá í Skátabókinni bls. 49.
Kl. 3.15 fær hver flokksforingi innsiglaðar
fyrirskipanir um hvað gera skuli og fara
flokkarnir þá hver til síns tjalds.
Hefjast nú æfingar flokkanna samkvæmt
því. Þegar fyrirskipanirnar eru útbúnar er
um tvennt að velja. Annað hvort að láta
alla æfinguna vera eina keppni, eða þá láta
flokkana æfa hvern sitt atriði og hafa síðan
hressandi keppni í lokin.
Hér er smásýnishorn af tilhögun.
1. flaggastafróf.
Flokkarnir fá mismunandi skilaboð til
að senda til aðalstöðvanna. Stig fyrir að ná
sem flestum skeytum réttum.
2. björgunarlinukast.
Keppni innan flokksins.
3. söfnun.
Keppni í hvaða flokkur geti safnað flest-
um blómum (með rót og öllu) á 15. mín.
4. lijálp í viðlögum.
Ganga frá beinbroti. Stöðva blóðrás.
5. leynimerki.
Leikur. Allir flokkarnir fara inn í tjöld
sin. (Rifin tjöld forboðin.) Síðan er einn
maður sendur úr hverjum flokki, þannig
að þeir mætist allir á einum stað. Sendi-
SKÁTABLAÐIÐ
mennirnir eiga að merkja slóð sína með
leynimerkjum. Þó meiga þeir ekki skrifa
bréf. Þegar merki er gefið frá aðalstöðvun-
um flýta flokkarnir sér út og rekja hver slóð
síns sendimanns. Sá flokkurinn, sem fyrstur
er, vinnur.
Ætlast er til að flokkarnir haldi sambandi
við aðalstöðvarnar með semafor-flöggum.
Er þar fengin ágæt æfing í flaggastafrófinu.
Einnig er hægt að hafa skeyti og tilkynn-
ingar, sem fara milli flokkanna og aðal-
stöðvanna á dulmáli, svo að aðrir skilji það
ekki. En þá þarf auðvitað að ákveða fyrir-
fram kóda fyrir hvern flokk.
Kl. 5.15 er drukkið. Bezt er að skipa sér-
stakan bryta fyrir æfinguna, sem sér um
allt í sambandi við eldamennskuna. En
hann þarf að fá hjálparmenn úr hverjum
flokki.
Þegar menn eru orðnir mettir, er fylkt á
nýjan leik og sveitarforinginn ávarpar skát-
ana í lokin.
Síðan eru tjöldin tekin niður og svæðið
hreinsað. Eftir það heldur hver til síns
heima.
15