Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1945, Page 17

Skátablaðið - 01.04.1945, Page 17
ungaráðsmaður“, og nafnið „deildarráðsfor- ingi“ finnst mér ekki gott, enda er víst ekki nema eitt félag hér á landi, sem starfar í mörgum deildum. — Ég tel rétt að geta þess hér, að hvert einasta skátafélag innan Skátasambands Bandaríkja N.-Ameríku er undir eftirliti gæzlumanna, — „Troop Committee" eins og það heitir á ensku, — og má sjá nánar um þetta í bókinni: Handbook for Scout- masters, útg. af B.S.A., en þá bók hef ég verið að lesa í sumar og lært margt af. Á aðalfundi félagsins, annað hvert ár, skulu þeir, er kosningarrétt hafa, kjósa skrif- lega fimm menn sem gæzlumenn félagsins. Skal svo tilkynna stjórn B.Í.S. kjörið, og velur hún þrjá af þessum mönnum sem gæzlumenn, en hinir tveir verða varamenn. — Kjörtímabil þeirra er tvö ár. Starfssvið: í. Gæzlumenn eru málsvari félagsins út á við. 2. Gæzlumenn stuðla að réttum skilningi kennara, skólastjóra, presta og annarra á skátamálefnum með einkasamtölum, fyrirlestrum í félögum og á annan hátt. 3. Gæzlumenn ábyrgjast, að félagið starfi í anda skátalaganna og skátaheitsins. 4. Gæzlumenn kjósa einn úr sínum hópi til þess að sitja í dómstól félagsins. Aðal- fundur félagsins kýs aftur á móti tvo skáta í dómstólinn. 5. Gæzlumenn stuðla að útvegun á hent- ugu húsnæði fyrir félagsstarfsemina. 6. Gæzlumenn fylgjast með starfsemi fé- lagsins. Hafa þeir því frjálsan aðgang að öllum fundum í félaginu, mega yfirfara allar fundargerðabækur o. sl. — Undan- tekið: fundir og bækur dómstóls. 7. Gæzlumenn fylgjast með eignum, fjár- hag og bókhaldi félagsins, m. a. með því að þeir kjósa einn úr sínum hóp SKÁTABLAÐIÐ sem annan endurskoðanda félagsreikn- inganna. 8. Gæzlumenn skulu sérstaklega stuðla að því að æðstu foringjar félagsins mennti sig vel í skátafræðum, — og aðstoðar- foringjar taki það virkan þátt í stjórn félagsins, að þeir séu vel undir það búnir að taka við stjórn, ef aðalforingj- ar láta af störfum. a) Félag skal ekki hakla skemmtun, hluta- veltu eða annað slíkt til fjáröflunar, nema með samþykki gæzlumanna. b) Félag skal ekki leggja í húsakaup eða önnur fjárfrek fyrirtæki, nema með sam- þykki gæzlumanna. Með skátakveðju. Hafsteinn O. Hannesson. Ævintýralegur næturleikur. Frh■ af bls-12 víst högg í höfuðið um leið og hann datt,“ sagði sveitarforinginn. „En hvernig gaztu fundið okkur?“ spurði Pétur sveitarforingj- ann. „Otrarnir hans Vilfreðs komu og sögðu okkur einhverja tröllasögu um læknisbif- reið, póstvagn, dauða menn og þjófa. Við lögðum því strax af stað að leita að ykkur. En því miður höfðum við ekki hugmynd um, hvert þið höfðuð þotið, en allt í einu rak Jón í úlfaflokknum upp óp rnikið. Hann hafði þá fundið merkið, sem þið gerðuð á veginn hjá gatnamótunum. Við skildum strax, hvert þið höfðuð farið, og rétt í því kom lögregluvagninn. Ég sagði þeim, hvernig í öllu lá, og svo ókum við af stað. Hitt vitið þið eins vel og ég. En það veitir líklega ekki af að fara að koma ykkur heim.“ „Já, ég gæti nú þegið að fá eitthvað í gogginn," sagði Tom. „Og ég fataskipti," sagði Monk. „Ja, þetta var nú meiri næturleikurinn,“ geispaði Pétur. „Ja- há, þetta er næturleikur, sem segir sex,“ sagði Jack, um leið og hann spýtti rauðu. *7

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.