Póstmannablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 15

Póstmannablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 15
aði. — Enn leitað til ungu mannanna úti á götunni. — Hvar eru hlöðurnar. Skammt frá ein vel hálf. Tilvalið gisti- hús. Leyfi til afnota fengið „í hvelli“. Yfir 20 gengu til hallarinnar fylktu liði. Sumsstaðar nýtt hey og þurt á yfirborð- inu, sumsstaðar rakt og fúlt. En „allt í lagi“ — enn. Teppi og skinn breidd á heyið, og lagst til hvílu kl. rúml. 1. Hrotur bannaðar og varað við svefn- göngum, — nokkrir „brandarar“. — Góða nótt! — „Hvað er klukkan, er ekki kominn morgunn?“ „Hana vantar 5 mínútur í sjö, var svarað í hlöðudyrunum. Sá, sem svaraði var Guðjón Eiríksson, hinn árvakri húsvörður pósthússins. „Ég vaknaði kl. 5. Laxfoss átti að fara kl. hálf sex, ég vaknaði á mínum vanalega tíma til að tæma póstkassana, —- en þá fann ég mig hér liggjandi á kafi í heyi, — og fyrst ég var vaknaður, hvort sem var, fannst mér ekki taka því að sofna aft- Guðjón PÓSTMANNABLAÐIÐ ur, svo ég fékk mér morgungöngu. Ég er búinn að skoða allt þorpið. Það er að byrja að rjúka úr einstaka húsi“, — sagði Guðjón. Rétt eins og við lifðum enn á þeim tíma, er mark var á takandi, er „lagði reyki — beint upp — bæja“. „Skítt með allan reyk, við fáum hvort sem er ekki kaffi hér“, svaraði einhver í algengu morgunskapi. Það er fljótlegt að komast á kreik eftir hlöðugistingu. Brátt voru allir á fótum. Víkurþorp stendur austan undir all- háu fjalli, snarbröttu að þorpinu og þverhníptu við sjó fram. Úti í sjónum standa alleinkennilegir klettadrangar. Hafa þeir reynzt furðu þéttir fyrir, því þungan löðrungar Ægir þá jafnan. Sjó- garpar Víkurþorps hafa þar fyrirmynd- ina. Alkunnugt að þeir þreyta ótrauðir fang við Ægi, þó stundum hafi hann tryllzt að þeim, svo að ekki hefir mátt rönd við reisa. Eftir athugun þorpsins og snæðing úr malpokum var lagt á Mýrdalssand, — þessa gróðursnauðu fermílna eyði- mörk, — ömurlegt handaverk eldsum- brota og brimróts, fallvatna og storms. Hér hefir hvert reginaflið af öðru jafn- að um verk hins, svo að ekki stendur steinn yfir steini — allt malað og kurl- að mélinu smærra — og flatt út í eyði- leggingu. En er þessu sleppir og austar dregur, víkur öðru við. Allt ber að vísu vitni ægilegum hamförum náttúrunn- ar, — en hún á líka sitt móðurþel, — undarlegan mátt til að líkna og græða, bæta og klæða. Skaftártungur og Síða bera þessu fagurt vitni. Hraun, sandar, urðir, móar er íklætt svo einkennilega fagurlitum grænum skrúða, að naumast á sinn líka á landi hér. Þó skammt sjái vegna þokusúldar, sést þó þetta — og skilst. En „margt býr í þokunni“, og meira og fegra mun sjást, er henni létt- 5

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.