Póstmannablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 16

Póstmannablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 16
Kirkjuhæjarklaustur ir. — En svo var áfangastaðnum — Kirkjubæjarklaustri — náð, að ekki hafði þokunni létt né súldinni linnt. Á leiðinni hafði hópurinn verið fremur þögull, eins og náttúran í meinleysis- veðri á Mýrdalssandi. Ýmsum þótti illa horfa. Ekki úti verandi, náttúrufegurð- in hulin þoku, hæpið um húsaskjól fyrir svo margt fólk, þar sem allt virtist full- setið fyrir af ferðamönnum, dvalargest- um og fósturþörnum Klausturmanna, — en þeir höfðu 12 eða 14 börn á ýms- um aldri til sumarfósturs fyrir höfuð- staðarbúa. — Líklega bezt að snúa aft- ur sem fyrst. Veðrið og vegirnir gátu versnað og því betra að komast heim á leið fyrr en seinna. — En ekki hafði lengi verið dvalið á Klaustri, er þeim tók að fækka, sem kviðu vistinni þar. Ágætis máltíð var framreidd, útilátin með slíkri alúð og kurteisi, að slíkt mundi ófáanlegt á gildaskálum höfuð- staðarins, þó offjár væri offrað. — Goð- inn sjálfur, Lárus Helgason, var alls staðar nálægur til þess að kynna sér líðan og þarfir gestanna og ekki unni hann sér neinnar hvíldar, fyr en hann hafði séð svo, að allir nytu yls og hafði séð svo um, að allir nytu yls og ur mannfjöldinn gat rúmast vandræða- laust undir þökum Klaustursbúa. Enga trú hafði Lárus á því, að hópur okkar þráði svo mjög til lengdar að snúa aft- ur við svo búið. Hitt þætti sér meira að líkum, að síðdegiskaffi yrði vel þegið og til góðra vara mundi hann búast við, að kvöldverður yrði snæddur, og svo mætti ræða um hversu af reiddi um nóttina. Allt reyndist svo, sem Lárus grunaði. Flestum hvarf fljótt ferðahug- urinn. Nokkrir — karlar og konur — girntust þó að koma á bak gæðingum Lárusar, og hélt nokkur hópur austur á bóginn yfir Geirlandsá, til þess að sjá einkennilegt og fagurt landslag á þeim slóðum (Dverghamra o. f 1.). Nokkrir létu ekki súldina aftra sér og gengu til fjalls og víðar um nágrenni höfuðbóls- ins. Um kvöldið var neytt máltíðar, sem ekki er hversdagsleg í Reykjavík, þar sem örsjaldan fæst raunverulegt nýmeti úr sjó eða vötnum — nýveiddur sjóbirt- ingur! Hvílíkt hnossgæti. Svo stórvax- inn að mikill vafi þótti á, hvort silung- ur væri eða lax. Urðu menn ekki á eitt sáttir, og varð Lárus bóndi að fella sinn dóm. Sjóbirtingur var það, — 4 punda bröndur úr ánni við túnið. — Þær eru ekki í öllu svo bölvaðar sumar árnar í Skaftafellssýslum! — Nú skeði tvennt í senn, sem jók ekki neitt smáræði á líðan fólksins: Ilmandi súpa og ágætur silungur „innbyrt“ — og þokan horfin, — hætt að rigna, — komið glaða-sól- skin! Dásamlegt veður og útsýni. Him- inn, láð og lögur blasti við í þeim töfra- blæ, sem einungis hlotnast að loknu vot- viðri og með tilkomu sólar. Allir þustu út. Stærsti bíllinn „settur í gang“, — sjálfsagt að freista að komast á honum yfir Geirlandsá til Dverghamra. Aðrir grípa til sinna tveggja jafnfljótu. Og nú var lagt af stað — út í gullregn kvöldsólarinnar. 6 POSTMANNABLAÐIÐ

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.