Póstmannablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 22

Póstmannablaðið - 01.12.1941, Blaðsíða 22
víkur apótek var áður og einhvern hluta gamla kirkjugarðsins meðfram Kirkju- stræti. En útlit er nú fyrir, að þessi fyrirhugaða lóð, ef hún þá fæst, vegna þess að Reykjavíkurbær telur sig eiga forkaupsrétt á henni, verði svo lítil, að ógerlegt sé að reisa á henni nokkura framtíðarbyggingu fyrir póst. Er m. a. gert ráð fyrir að Kirkjustræti verði breikkað inn á umrædda lóð, en hversu mikið er ekki fyllilega upplýst. Það má því gera ráð fyrir því, að lóð- in verði skert að einhverju leyti. Þykir því ekki ósennilegt að nokkur bið kunni að verða á því að hið fyrirhugaða póst- hús verði reist, þrátt fyrir mikla nauð- syn á bættum húsakynnum fyrir póst- inn. Væri það og til mikils hagræðis fyrir póstmálastjóra að hafa póst og síma undir sama þaki, fyrst starfsgrein- arnar hafa verið sameinaðar á annað borð. Hins vegar þarf að gæta þess mjög vandlega að festa ekki kaup á lóð fyrir bygginguna, sem er á einhvern hátt óhentug eða ef til vill ófullnægjandi. Aðalpósthús verða helzt að standa þannig við götu, að póstbílar hafi svig- rúm til þess að keyra inn í þau. Væri því æskilegt að slíkar byggingar stæðu við torg. Það mun vera skoðun flestra póst- manna, að hentugasti staðurinn fyrir nýtt pósthús sé neðst í Arnarhólstúni, þar sem nú er bifreiðastöðin „Geysir“. Hygg ég það einnig tilvalinn stað fyrir slíka byggingu og mundi þá ríkið spara sér lóðarkaupin, en þau eru, eink- um í miðhluta bæjarins, stórkostlegur liður í byggingarkostnaðinum. Fyrir verðmæti þeirra frímerkja, sem póststjórnin gaf út fyrir nokkrum ár- um, og ganga átti. að verulegu leyti til hinnar fyrirhuguðu byggingar, mun nú vera fengið nálægt 300 þús. kr. Þetta er ekki mikið fé til slíkrar byggingar, enda mun það ekki vaka fyrir yfirstjórn póstmálanna að reisa hana á yfirstand- andi tímum. Þar sem nú er ekki útlit fyrir, að um- rædd bygging verði reist í náinni fram- tíð, þrátt fyrir alla nauðsyn, og pósthús- ið í Reykjavík verður, þrátt fyrir skort á góðu húsrúmi, að reyna að mæta vax- andi viðskiptalífi höfuðstaðarins, þá getur ekki hjá því farið, er samgöngur komast aftur í sitt fyrra og eðlilega horf, að einhverjar ráðstafanir verði að gera, og þá sem allra fyrst, til þess að greiða fyrir þessum málum. Það er vitað, að aukning póstmagnsins er mjög mikil árlega. í heildaryfirliti, sem ný- lega var gert um aukningu þess, kom í ljós, að það hafði vaxið um 73% á nokkrum árum. Það eru því ekki ástæð- ur til að ætla, að póstsendingaf jöldinn fari minkandi í framtíðinni. Til þess að mæta þessum öra vexti þarf að dreifa póstafgreiðslunni á fleiri staði í bænum. Það þurfa að koma fleiri pósthús og af- greiðslutíminn verður eitthvað að breyt- ast. Ef komið væri á stofn fullkominni póstafgreiðslu á tveim stöðum í bænum auk aðalpósthússins, t. d. við Laugaveg og einnig við Vesturgötu, þá mundi það verða til stórra þæginda fyrir almenn- ing og eins létta mikið undir með allri afgreiðslu í aðalpósthúsinu. f þessu sambandi virðist það einnig sjálfsagt, að sala frímerkja fari fram á fleiri en einum stað í bænum. Það hefir verið þannig í f jöldamörg ár, að ómögu- legt hefir verið fyrir almenning að fá keypt frímerki á bréf sín, nema á einum stað í bænum, þ. e. í pósthúsinu. Mætti þó sennilega, að kostnaðarlitlu fyrir pósthúsið, fá bókaverzlanir, símastöðina og marga fleiri, til þess að selja frímerki og spara þannig mörgum viðskipta- 12 PÓSTMANNABLAÐIÐ

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.