Morgunblaðið - 14.02.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011 Öflugir TUDOR High Tech rafgeymar fyrir jeppa. „Það er mjög brýnt að þessi geiri sé skilgreindur með lagalegum hætti í samfélaginu. Það gæti um leið hvatt stjórnvöld til þess að létta á skatta- legri meðferð samtaka innan geir- ans, þannig að þau verði sterkari bandamenn í að byggja upp velferð- arkerfið,“ segir Guðrún Agnarsdótt- ir, formaður Almannaheilla. Málþing fer fram í Háskóla Ís- lands í hádeginu í dag þar sem rætt verður um mikilvægi heildarlöggjaf- ar um starfsemi frjálsra félagasam- taka og sjálfseignarstofnana, oft kallað þriðji geirinn. „Eitt af þremur baráttumálum Almannaheilla er að fá stjórnvöld til að skilgreina þennan vettvang, þriðja geirann. Þetta er fjölbreyttur vettvangur og innan hans eru mörg almannaheillasamtök þar sem sjálfboðaliðastarf er mjög algengt. Það þarf að skilgreina þenn- an starfsvettvang og þá um leið að taka tillit til skattalegrar meðferðar. Í nágrannalöndum okkar er allt öðruvísi staðið að skattalegri með- ferð á þessum vettvangi, ef til vill vegna þess að menn gera sér grein fyrir því að þarna eru mjög mikil- vægir liðsmenn í velferðarsamfélag- inu. Það er ekki síst þessi skattalega meðferð sem við höfum í huga þegar við erum að hugsa um heildarlög- gjöf. Betri skattaleg meðferð myndi auðvelda samtökum að verða virkari og það er það sem við erum fyrst og fremst að hugsa um,“ segir Guðrún. Innan Almannaheilla eru 19 samtök og segir Guðrún þau sammála um mikilvægi þess að fá heildarlöggjöf. „Þá er- um við ekki að tala um íþyngjandi löggjöf eða tak- markandi skilgreiningar gagnvart félagafrelsi heldur erum við fyrst og fremst að tala um víðan ramma og skilgrein- ingar sem eru viðurkenndar af stjórnvöldum.“ ingveldur@mbl.is Sterkari bandamenn í að byggja upp velferðarkerfið  Samtök telja brýnt að þriðji geirinn sé skilgreindur með lagalegum hætti „Stappar í okkur stálinu“ Sumartónleikar í Skálholti hlutu Eyrarrósina í ár sem var afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöð- um í gær. „Þetta er viðurkenning á því að við séum að gera góða hluti og á eflaust eftir að hjálpa okkur við alla vinnu í kringum há- tíðina,“ segir Sigurður Hall- dórsson, listrænn stjórnandi tón- leikanna. „Að fá þessa viðurkenningu gefur okkur sem höldum utan um hátíðina mikið pepp til þess að halda áfram. Það er frekar mikið af áföllum í gangi núna í sambandi við fjáröflun svo þetta stappar í okkur stálinu. Það er mikill stuðningur að hafa þessi verðlaun á bak við sig og staðfest- ing á því gildi sem þessi starfsemi hefur á allan hátt,“ segir Sigurður jafnframt. Eyrarrósin er viðurkenning fyr- ir framúrskarandi menningarverk- efni á landsbyggðinni. Verndari hennar er Dorrit Moussaieff for- setafrú og afhenti hún viðurkenn- inguna, verðlaunagrip og verð- launafé upp á 1,5 milljónir króna. Sumartónleikar í Skálholts- kirkju hafa verið starfandi síðan 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtsdómkirkju í 5-6 vikur á hverju sumri síðan. Hátíðin er sú elsta og jafnframt stærsta sinnar tegundar á landinu. Eitt helsta markmið hennar er að stuðla að nýsköpun íslenskrar kirkju- tónlistar. Auk Sumartónleika í Skálholti voru tilnefnd til Eyr- arrósarinnar; Hreindýraland, Eg- ilsstöðum og Þórbergssetur, Hala í Suðursveit. ingveldur@mbl.is  Sumartónleikar í Skáholti fengu Eyrarrósina Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyrarrósin Sigurður Halldórsson, listrænn stjórnandi Sumarhátíðar í Skálholti, Pamela De Sensi, framkvæmda- stjóri hátíðarinnar, og Dorrit Moussaieff, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar, á Bessastöðum í gærdag. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Álitaefni tengd skuldabréfi sem NBI gaf út til skilanefndar gamla bankans verða rædd í við- skiptanefnd Alþingis í dag, samhliða því að fjár- laganefnd þingsins hefur sama mál til umfjöllunar. Inntur eftir því hverju það sæti að tvær nefndir þingsins hafi sama mál til umfjöllunar segir Guð- laugur Þór Þórðarson nefndarmaður að ríkis- stjórnin hafi haft tilhneigingu til að halda málum frá viðskiptanefnd: „Þetta er mál viðskiptanefnd- ar. Lítill vilji hefur verið því hjá stjórnarmeirihlut- anum að senda mál til þeirrar nefndar. Menn þekkja náttúrlega hvernig hefur verið komið fram við Lilju Mósesdóttur, þetta er birtingarmynd þess. Eflaust þykir mönnum þægilegra að vísa svona málum í fjárlaganefndina, þar sem pólitísku varðhundarnir eru,“ segir Guðlaugur Þór. Lilja Mósesdóttir er varaformaður nefndarinnar. Ekki náðist í Lilju í gær, eða Magnús Schram, formann viðskiptanefndar. Samþykki beggja þarf fyrir breytingum Sigurgeir Jónsson hagfræðingur starfaði til langs tíma hjá Bank of America, meðal annars á því sviði bankans er höndlaði með skuldatrygg- ingar. Að sögn Sigurgeirs myndu skilmálabreyt- ingar á greiðslum af skuldabréfi NBI til gamla bankans, í þá veru að greiddar yrðu krónur að hluta í stað erlends gjaldeyris, ekki endilega fela í sér greiðslufall NBI í skilningi lögmála skulda- tryggingamarkaðarins. „Ef bæði NBI og gamli bankinn yrðu sammála um slíkar skilmálabreyt- ingar, og þær hefðu ekki áhrif til hins verra á aðra kröfuhafa NBI, jafngildir slíkt ekki greiðslufalli. Að sama skapi myndi slík breyting ekki hafa bein áhrif á skuldatryggingar íslenska ríkisins, þó svo að bankinn sé í ríkiseigu að mestu. Óbein áhrif gætu hins vegar komið fram í gegnum breytt mat á raunverulegum gjaldeyrisforða. Allt endar þetta á sama staðnum, í Seðlabanka Íslands, sem þarf að sjá ríkinu og opinberum fyrirtækjum fyrir gjald- eyri til að greiða af erlendum lánum. Ef NBI þarf að leita þangað líka vandast málið. Þetta undir- strikar að krónan má alls ekki veikjast á þeim tíma sem mögulegar Icesave-kröfur eiga að greiðast upp,“ segir Sigurgeir. Hann bendir á að ef krónan væri á floti eða NBI þyrfti að kaupa sér gjaldeyri á aflandsmarkaði, þyrfti mögulega að velta fyrir sér hversu langt eigið fé bankans dygði gegn mögulegri veikingu krónunnar. „Mér sýnist líka því miður að stjórn- völd ætli sér að eyða sama gjaldeyrinum nokkuð oft til að standa skil á erlendum skuldbindingum stjórnvalda og ríkistryggðra fyrirtækja. Þegar á hólminn er komið mun eitthvað gefa sig.“ Segir málum haldið frá nefndinni  Hagfræðingur telur að stjórnvöld ætli sér að eyða sama gjaldeyrinum of oft Morgunblaðið/Ómar Nefndasvið Fjárlaganefnd og við- skiptanefnd ræða sömu mál í dag. Rúmlega fjórðungur svarenda í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup vill helst að hætt verði við stjórnlagaþingið. Flestir, eða 41%, vilja að full- trúarnir 25 sem kosnir voru verði valdir í stjórnlaganefnd. Fimmt- ungur vill að boðað verði til nýrra kosninga meðal almennings um fulltrúa á stjórnlagaþing. Tæplega 12% vilja að stjórnlagaþingi verði frestað og einungis 2% að stjórn- völdum verði gert kleift að kjósa fulltrúa á stjórnlagaþing óháð fyrri kosningu. Meirihluti fólks, eða nær 56%, er óánægður með úrskurð Hæstaréttar um að kosning til stjórnlagaþings væri ógild. Tæp- lega 27% svarenda eru ánægð. Fjórðungur vill helst hætta við stjórnlagaþingið Hrina jarðskjálfta varð um helgina með upptök milli Langjökuls og Þórisjökuls. Hófst hrinan að morgni laugardags en var að mestu lokið í fyrrinótt. Nokkrir tugir skjálfta komu fram á mælum en sá stærsti mældist 3,7 stig. Fannst sá skjálfti í Húsafelli, 16 km suðaustur af upptökusvæðinu. Jarðskjálfti af svipaðri stærð varð þarna 21. jan- úar sl. en Veðurstofan segir skjálfta algenga á þessum slóðum. Enginn gosórói mældist. Skjálfti upp á 3,7 fannst í Húsafelli Það eru Almannaheill og Fræðasetur þriðja geirans í samvinnu við velferðarráðu- neytið sem efna til hádeg- ismálstofu í dag undir yf- irskriftinni Mikilvægi heildarlöggjafar um starf- semi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofn- ana. Hún fer fram í Háskóla Íslands, Lög- bergi, stofu 101, frá kl. 12 til 13.15. Á dagskrá er m.a. ávarp Guðbjarts Hann- essonar velferð- arráðherra og umfjöllun dr. Ómars H. Kristmunds- sonar um Fræðasetur þriðja geirans. Rætt um heildarlöggjöf MÁLÞING Í DAG Guðrún Agnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.