Morgunblaðið - 14.02.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.02.2011, Blaðsíða 11
Kiðagil eru dæmi þar um. Þær eru léttar á fóðrum og því kostar minna að nota þær til mjólkurframleiðslu en kýrnar. Upp úr aldamótum voru geitur haldnar víða í sjávarþorpum upp á mjólkina að gera, því efna- minna fólk hafði frekar geit en kú. Á árunum í kringum 1930 þegar kreppan var, þá voru um 3000 geitur hér á landi og þær hafa aldrei verið fleiri. Fátæktin hefur eflaust átt þátt í þessari fjölgun þeirra. Þegar fer að líða á síðustu öld, kemur vélvæð- ingin til sögunnar og breyttir bú- skaparhættir, sem urðu til þess að geitum fækkaði. Einnig komu upp smitsjúkdómar og voru fjárskipti þess vegna, og geitunum var þá slátrað líka á þeim svæðum sem veikin kom upp. Ef skera hefur þurft niður fé vegna riðu þá hafa geit- urnar verið látnar fara líka, þó aldrei hafi fundist riða í geit á Íslandi.“ Sæði tekið úr höfrunum Birna segir að geitur hafi verið haldnar sem gæludýr á Íslandi meira og minna síðan um miðja síð- ustu öld. „En um 1960 voru geit- urnar ekki nema um 100 og þá höfðu menn verulegar áhyggjur af því að þær gætu dáið út. Þá var farið að veita stofnverndarstyrk og geit- unum hefur fjölgað síðan, núna eru um 650 geitur á landinu. Þær eru nokkuð dreifðar um landið og ég er alltaf að heyra af nýjum geitfjáreig- endum, sem er mjög ánægjulegt. Það væri gaman ef þær kæmust yfir þúsund.“ Vegna sjúkdómsvarna hefur ekki mátt flytja geitur á milli svæða og Birna segir það hafa hamlað geitaræktun. „Ég tók sem meistara- verkefni við landbúnaðarháskólann að skoða erfðabreytileika íslensku geitanna og þá kom í ljós að stofninn er mjög mikið skyldleikaræktaður. Það er áhyggjuefni og ein leið til að bæta úr því og opna á milli, er að taka sæði úr höfrunum. Við Jón Hallsteinn Hallsson lektor í erfða- fræði við LbhÍ og Þorsteinn Ólafs- son dýralæknir hjá MAST fórum af stað með söfnun hafrasæðis og var það fryst og er það í fyrsta sinn sem það er gert. Markmiðið er að blanda stofninn og reyna að sporna við aukningu í skyldleikarækt. Nýting á sæðinu er þegar hafin á nokkrum bæjum. Von okkar sem að þessu stóðum er að áframhald verði á því. Draumurinn er að sjá nokkur stór geitabúa hér á landi með mjólkur- framleiðslu, en það hefur sýnt sig að ef það á að vernda einhvern stofn þá er það ekkert gert í einhverjum dýragarði. Ef stofn er ekki nýttur að einhverju leyti þá vill hann verða út- undan. Hann þarf að vera einhvers virði. Því fylgir áhugi á ræktun, fóðr- un og aðbúnaði og öðru þegar það er einhver nýting. Hugmyndin með námskeiðinu um íslensku landnáms- geitina núna í mars er að reyna að koma þessu eitthvað af stað, skapa umræðugrundvöll.“ Indælis gæludýr Geitur eru fagurhyrndar, skemmtilegar og spakar skepnur. „Þær eru mjög indælar og það er ábyggilega ástæðan fyrir því að þær hafa verið haldnar sem gæludýr í gegnum tíðina. Þær eru vissulega öðruvísi en sauðféð, þetta er sín dýrategundin hvor og það er ekki sanngjarnt að vera alltaf að bera þær saman. Geitur hafa verið á hlið- arlínunni og bændur hafa ekkert verið hrifnir af því að smala geitum á haustin því þær fara sínar leiðir, en það er ekkert mál að bæta úr því. Það er ekkert mál að halda þeim inn- an girðingar, ef fólk ætlar sér það. Þær virða rafmagnsgirðingar en príla vissulega yfir netgirðingar,“ segir Birna sem sjálf á eina geit og tvo kiðlinga. „Ég fékk þær í afmæl- isgjöf, þær búa í Kjósinni og ég má ekki flytja þær hingað í Borgarfjörð- inn,“ segir Birna sem býr í Eskiholti og er aðallega með hross en líka fimm kindur til gamans og matar. Morgunblaðið/Ómar Yndi Börn hafa gott og gaman af samskiptum við dýr. Kiðlingar eru góðir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Flott Geitin Nína er virðuleg. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011 Ef þú ætlar að elda rómantískan kvöld- verð handa elskunni þinni í kvöld gæti verið vert að velja hráefni sem þekkt er fyrir að vera kynörvandi. Löngum hefur verið talað um að ostrur, hunang og fíkjur hafi slík áhrif svo það getur t.d. verið góð hugmynd að gera salat í forrétt með fíkjum, góðu salati og hunangsdress- ingu. Hunangið er sykursætt og tengist framgangi náttúr- unnar. Enska orðið honeymoon er einnig dregið af hunangsmið- inum sem hinum nýgiftu hjónum var skenkt af til forna. Svo getur ver- ið ágætt að gera einhvern sterkan og góðan kjötrétt með chili út í. Það kemur víst endorfíni líkamans á fullt og er líka svo eldrautt og æsandi á litinn! Rómantískur kvöldverður Hunang, fíkjur og chili í matinn til að kveikja ástareld Dramatískt Einn 18. aldar koss á leiðinni hér í Pride and Prejudice. Alveg að bresta í koss Humphrey Bogart og Ingrid Bergman. Ný bresk könnun gefur til kynna að lélegt mataræði í barnæsku kunni að hafa áhrif á greindarvísitölu fólks. Þá er helst átt við mataræði sem inni- heldur mikla fitu og sykur sem og unnar matvörur. Könunin var birt í breska lækna- blaðinu en þar segir að ekki sé algild tenging á milli þessara þátta. Ákveð- inn vísir sé þó að því að mataræðið hafi áhrif. Er í þessu tilviki miðað við almenna greind barna í kringum átta ára en könnunin sýnir að mataræðið upp að þriggja ára aldri skipti einna mestu máli. Forsvarsmenn breska matvælaeftirlitsins segja að slíkar niðurstöður komi ekki á óvart. Rétt eins og hollt mataræði hafi áhrif á heilsu barna hljóti það líka að geta haft áhrif á gáfnafar. Ný bresk könnun á mataræði barna Litlir snillingar Hollt mataræði hefur almennt góð áhrif á börnin okkar. Getur haft áhrif á gáfnafar Í mars mun Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við Geitfjárræktar- félag Íslands halda námskeið sem er ætlað geitfjáreigendum og öllu áhugafólki um geit- fjárrækt. Námskeiðið fer fram 4. mars n.k á Hvanneyri í Borgarfirði frá kl. 13.-17. Nánari upplýsingar má finna á heima- síðunni www.lbhi.is/namskeid. Skráningar fara fram um net- fangið endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000. Um geitina NÁMSKEIÐ Í MARS Chili Eldheitt og fallegt í mat. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s Pantaðu tíma í heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Acto Það er ástæðulaust að láta heyrnarskerðingu koma í veg fyrir að þú getir notið þess besta í lífinu - að eiga samskipti við ættingja, vini og samstarfsfólk í hvaða aðstæðum sem er. Acto frá Oticon eru nýjustu heyrnartækin í milliverðflokki. Acto heyrnartækin búa yfir þráðlausri tækni og endurbættri örtölvutækni sem gerir þér kleift að heyra skýrar í öllum aðstæðum. Acto eru falleg, nett og nærri ósýnileg á bak við eyra. Ómótstæðileg heyrnartæki!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.