Morgunblaðið - 14.02.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.2011, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 4. F E B R Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  37. tölublað  99. árgangur  FAGURHYRND, SKEMMTILEG OG SPÖK SKEPNA JARÐLESTIR GÆTU SPARAÐ TUGI MILLJARÐA KRÓNA HERSKARI LYMSKUFULLRA ÍMYNDARSMIÐA HAGKVÆMNI KÖNNUÐ 7 STJÖRNUÍMYNDIR 28ÍSLENSKA GEITIN 10  Líf er að fær- ast í bílamark- aðinn hér á landi eftir mikinn sölu- samdrátt á síð- ustu þremur ár- um, að sögn Sverris Viðars Haukssonar, framkvæmda- stjóra Heklu. Þá hefur bíla- leigan ALP samið við B&L og Ingv- ar Helgason um kaup á 215 bílum. B&L og Ingvar Helgason hafa nú gert samninga um sölu á um 400 bílaleigubílum. Gert er ráð fyrir að leigurnar kaupi alls um 2.000 bíla á árinu. »12 Líf að færast í bílamarkaðinn að nýju eftir hrunið Batamerki Bílasal- an að glæðast. Skuldabréf NBI » Tvær nefndir Alþingis munu í dag ræða hugsanlegt gjald- eyrismisvægi NBI á næstu ár- um. Skilanefndin hefur lýst yfir áhyggjum af væntu gjaldeyris- flæði bankans. » Formaður fjárlaganefndar segir vandamálið tengjast gjaldeyrisflæði þjóðarbúsins. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Fjárlaganefnd mun í dag taka til um- fjöllunar álitaefni er tengjast skulda- bréfi sem NBI gaf út til skilanefndar Landsbankans. Fram kom í Morgun- blaðinu á laugardag að skilanefndin hefði sent NBI og Bankasýslu ríkis- ins bréf, þar sem lýst er yfir áhyggj- um af misræmi í gjaldeyrisflæði NBI. Hefur skilanefndin af því áhyggjur að NBI geti aðeins greitt um 229 millj- arða af 282 í erlendum gjaldeyri af þeim sökum, verði ekki gripið til ann- arra ráðstafana. Oddný Harðardótt- ir, formaður fjárlaganefndar, segir að stjórnarformaður Bankasýslunnar muni koma á fund nefndarinnar í dag, auk fulltrúa fjármálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands. Viðskiptanefnd Alþings mun einnig taka sömu mál til umræðu í dag. „Við ætlum að fara yfir þau mál sem hafa verið til umfjöll- unar í fjölmiðlum að undanförnu. Það er að segja skuldabréf sem NBI gaf út til skilanefndar Landsbankans og varðar skiptingu eigna milli gamla og nýja bankans, sem og gjaldeyrisflæði til og frá landinu á næstu árum. Þessi álitaefni eru auðvitað ekkert sem kemur á óvart, en það er rétt að taka þetta til sérstakrar skoðunar. Þetta mál tengist náttúrlega ríkisábyrgð á Icesave, þó það hafi ekkert með samningana við Breta og Hollend- inga að gera. Í rauninni er engin óvissa um þessa ákveðnu eign. Vandamálið tengist gjaldeyrisflæð- inu,“ segir Oddný. MSegir málum haldið frá »6 Rætt í nefndum Alþingis  Fjárlaganefnd og viðskiptanefnd Alþingis taka hugsanlegt gjaldeyrismisræmi NBI til umfjöllunar í dag  Erlent skuldabréf NBI á að ganga upp í Icesave Umsóknir um úttekt á séreignarsparnaði eftir aldri 18-30 ára 31-40 ára 41-50 ára 51-60 ára 61 árs og eldri 9. 83 6 1 5. 85 3 14 .8 79 10 .7 39 1. 0 94 Frá því í mars árið 2009 hafa ríf- lega 52 þúsund manns nýtt sér heimild til að taka út séreignar- sparnað, eða viðbótarlífeyrissparn- að, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra. Sótt hefur verið um að taka út sparnað upp á rúma 49 milljarða króna, brúttó. Nú þegar er búið að greiða um 39 milljarða króna og afgangurinn verður að mestu greiddur út á þessu ári. Um tímabundna heimild er að ræða, fyrir þá sem eru yngri en 60 ára, en frestur til að sækja um úttektirnar rennur út 1. apríl nk. Hámarksúttekt er 5 milljónir króna en fjármálastofnanir greiða sparnaðinn út með jöfnum mán- aðarlegum greiðslum, að frádregn- um tekjuskatti og útsvari. Hægt er að nýta persónuafsláttinn á móti en nettógreiðslur liggja ekki fyrir hjá ríkisskattstjóra. Ljóst má vera að skatttekjur ríkissjóðs vegna þessa nema á annan tug milljarða króna. Miðað við sama tíma í fyrra hefur umsækjendum meðal yngra fólks fjölgað. Þannig hafa um 10 þúsund manns á aldrinum 18-20 ára tekið sparnaðinn út. bjb@mbl.is »14 52 þúsund hafa tekið út  Séreignarsparnaður upp á 49 milljarða króna tekinn út Danshljómsveit Vilhjálms Guðjónssonar lék fyrir dansi í gyllta salnum á Hótel Borg í gærkvöldi, á gamaldags dansiballi. Það var danskennarinn Heiðar Ástvaldsson sem veitti dönsurum aðstoð, ef hennar reyndist þörf. Hljómsveitin lék undir samkvæmisdönsum, gömlu dönsunum og rokki og róli og hyggst endurvekja gömlu stemn- inguna á Borginni. Ekki verður annað séð en að það hafi tekist með ágætum og sveiflan góð. Dansiball á Borginni að gömlum sið Morgunblaðið/Árni Sæberg  Ofbeldi er að aukast á Íslandi að sögn Þóris Steingrímssonar, for- manns Félags íslenskra rannsókn- arlögreglumanna, og þá sér- staklega kynferðisafbrot. „Eftir að þessi sérstaka kynferðisafbrota- deild var stofnuð opnuðust ýmsar gáttir, það er eins og fólk leiti þá frekar til lögreglu en til annarra stjórnvalda,“ segir Þórir en FÍR hélt námstefnu um helgina þar sem fjallað var um ofbeldi á Íslandi. »9 Kynferðisafbrot að aukast hér á landi „Við erum sammála um að mark- mið með hernaðarlegri nærveru okkar á Íslandi eru að nýta sem best þau áhrif sem vera herliðs okk- ar á Íslandi þýða, um leið og við leitum leiða til að minnka viðveru okkar þar“. Þetta kemur fram í bréfi sem Colin Powell, fv. utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, í júlí 2001 og birt er á vef Rumsfelds. Bandarísk yfirvöld tilkynntu lok- un herstöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli í mars 2003, að áeggjan Rums- felds, að því er talið er. Varnar- liðið fór alfarið í lok september árið 2006. Bréfin á vef- síðu Donalds Rumsfelds verða að teljast áhuga- verð í ljósi þess að hann neitaði því í samtali við Morgunblaðið í október 2006 að hann hefði í mörg ár viljað flytja varnarliðið frá Ís- landi. »13 Þegar gert ráð fyrir lokun herstöðvarinnar árið 2001 Donald Rumsfeld  Skólastjórnendur í Reykjavík eru uggandi um störf sín og áhyggju- fullir, að sögn Ingibjargar Jósefs- dóttur, formanns Félags skóla- stjórnenda í Reykjavík. Hætta er á uppsögnum skólastjórnenda verði af áformum borgaryfirvalda um sameiningu og samrekstur grunn- og leikskóla. Ingibjörg segir mögu- legar uppsagnir fyrst og fremst snerta stjórnendur, ekki kennara. Hún segir skólastjóra vilja taka þátt í umræðunni um sparnað en þeim þyki ekki tímabært að ráðast í sameiningu og samrekstur að svo stöddu. Lítill ávinningur sé af upp- sögnum á þessu ári vegna biðlauna stjórnenda. »4 Skólastjórnendur áhyggjufullir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.