Morgunblaðið - 14.02.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.02.2011, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARTA SVEINSDÓTTIR, áður Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Sólvangi miðvikudaginn 9. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Gísli Wíum, Kolbrún Aradóttir, Hildur Wíum, Sævar B. Sigfússon, Þór Wíum, Hjördís Hermannsdóttir, Sveinn Wíum, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SÓLBORG KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Furugerði 1, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 16. febrúar kl. 13.00. Jónína Margrét Guðmundsdóttir, Björgvin H. Kristinsson, Valgeir Ó. Guðmundsson, Jóhanna L. Gísladóttir, María Guðmundsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT KOLBRÚN FRIÐFINNSDÓTTIR, Hlíðarbyggð 5, Garðabæ, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 15. febrúar kl. 11.00. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast láti líknarfélög njóta þess. Sigurður Ingibergsson, Ingibergur Sigurðsson, Marcela Munoz, Friðfinnur Ragnar Sigurðsson, Margrét Guðvarðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, vinur og félagi, ELSA ÁSBERGSDÓTTIR frá Ísafirði, Strikinu 4, Garðabæ, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 10. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Elísabet Kristín Einarsdóttir, Margrét Þóra Amin Einarsdóttir, Örn Árnason Amin, Ásberg M. Einarsson, Steinunn Ásg. Frímannsdóttir. ✝ Elskuleg móðir og stjúpmóðir okkar, tengda- móðir og amma, KRISTJANA S. KRISTJÁNSDÓTTIR, áður til heimilis að Furugerði 17, lést á dvalarheimilinu Litlu Grund fimmtu- daginn 10. febrúar. Einar Kristján Þorleifsson, Liu Bao Mei, María Þorleifsdóttir, Hafsteinn Másson, Björg Þorleifsdóttir, Ólafur Karl Nielsen, Olga Bergljót Þorleifsdóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, Örn Þorleifsson, Laufey Ólafsdóttir, Rosemarie Þorleifsdóttir, Sigfús Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Andrea Mar-grét Þorvalds- dóttir fæddist á Akureyri 15. jan- úar 1930. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 4. febr- úar 2011. Hún var dóttir hjónanna Signýjar Þórarins- dóttur og Þorvald- ar Guðjónssonar. Systkini hennar eru Þórarinn Heiðar, f. 11. febrúar 1928, d. 2001, og Hrafnhildur, f. 31. júlí 1932. Margrét giftist 18. sept- ember 1948 Aðalsteini Þórólfs- syni, f. 17. október 1925, d. 25. september 2007, börn þeirra eru Þorvaldur Signar, f. 18. nóvember 1948, kvæntur Að- alheiði K. Ingólfsdóttur, Auð- ur, f. 26. nóvember 1949, gift Þráni Pálssyni, d. 10. júlí 2008, Þór- ey, f. 11. júlí 1952, gift Stefáni Jó- hannssyni, Þór- ólfur, f. 16. nóv- ember 1954, í sambúð með Árna Júlíussyni, Signý, f. 30. maí 1958, í sam- búð með Jóhanni Austfjörð. Ömmu- börnin eru 18, langömmubörnin 34 og langa- langömmubörnin eru 4. Margrét vann ýmis störf en meiri hluta starfsævinnar á Verksmiðjunum við sauma. Síð- ustu 10 ár starfsævinnar var hún matráðskona við Síðuskóla. Útför Margrétar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 14. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku yndislega amma mín. Ég kveð þig með miklum sökn- uði. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að hitta þig aftur. Það var alltaf svo gott að koma til þín, við gátum spjallað saman um allt og sátum saman við plokkun, litun og naglasnyrtingar. Þú varst alltaf svo sæt og fín. Þú varst líka sterkasta og duglegasta kona sem ég hef þekkt. Ég man þegar ég sagði þér að ég væri að fara að flytja til Reykjavíkur. Ég gleymi aldrei svipnum á þér. Hann var þannig að þetta var það heimskulegasta sem mér gat dottið í hug og þú sagðir: „Þú verður ekki lengi þar,“ og var það ekki rætt meira. Ég brosi þegar ég hugsa um svip- inn sem kom. Allar yndislegu minningarnar, þær eru svo margar. Öll ferðalög- in þegar ég var yngri. Þið afi vor- uð alltaf með í öllu, alltaf saman. Þið ferðuðust mikið bæði hér inn- anlands og erlendis. Þið áttuð svo yndislega ævi saman og hittist á ný núna og örugglega á leið til Kanaríeyja. Ykkur fannst svo gott að vera þar. Ég er svo heppin að hafa feng- ið að njóta nærveru þinnar svona lengi. Þú varst amma og vinkona, ég á eftir að sakna þín rosalega mikið. Þú hvattir mig alltaf áfram og þegar ég sagði: „Ég held ég geti það ekki,“ þá sagðir þú: „Víst getur þú það.“ Það sem ein- kenndi þig var það hvað þú varst sterk, ákveðin og að mínu mati hörkukona en jafnframt yndisleg og góð. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Mig langar að senda þér lag sem við hlustuðum oft á saman og var eitt af uppáhaldslögunum þínum. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Þín Freyja Hólm. Elsku amma, það er með trega sem ég kveð þig en ég veit að þú ert að fara á góðan stað og harðri baráttu er nú lokið. Margar fal- legar og góðar minningar koma upp í hugann og eru flestar þeirra tengdar sveitinni. Það var oft með blendnum tilfinningum sem við fögnuðum komu þinni í sveitina, gleði yfir því að þú og afi væruð að koma en einnig með leti í huga því við vissum að þegar þú kæmir þyrftum við að raka meira en vanalega því ekki mátti heyið fara til spillis og ekki datt okkur í hug að óhlýðnast þér. Þér var mjög umhugað um að við barna- börnin þín værum hrein og fín, við vorum ekki alltaf glöð þegar þú mættir með „ömmuskrúbb- inn“ og skrúbbaðir ýmist á okkur hendurnar eða hálsinn. Ein jólin borðaði ég aðeins of mikið af mandarínum og fékk of- næmiskast, eftir það skammtaðir þú mandarínurnar í jólaboðunum og ef ég bað um mandarínu sagð- ir þú: „Hvað ertu búin að fá margar?“ og síðast svaraði ég: „Amma, ég er orðin þrítug,“ en það breytti því ekki að ég fékk bara 3. Það lá alltaf vel á þér og þú sást alltaf ljósu punktana og björtu hliðarnar á öllu. Ég ætla að reyna að tileinka mér lífsspeki þína. Ég veit að afi og Biggi verða glaðir að fá þig í hópinn og þið eigið eftir að hlæja og hafa það gott. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Ég kveð þig, elsku amma. Andrea Margrét Þorvaldsdóttir. Í dag kveð ég á Akureyri frænku mína Andreu Margréti Þorvaldsdóttur. Kynni okkar Margrétar voru reyndar ekki löng, þó við vissum hvort af öðru um langa tíð. Ástæður þess að leiðir okkar lágu ekki saman fyrr, eiga sér skýringar sem ekki verða raktar hér. Eitt er víst að með okkur Margréti tókust hin bestu kynni eftir því sem við varð komið og tími gafst til. Kynnin gátu af sér ættarmót í Skagafirði síðastliðið sumar, þar sem ætt- meiðir okkar og einstaklingar innan þeirra hittust, margir hverjir í fyrsta sinn. Það var gleðistund og ekki síst vegna þess að þar mætti Mar- grét sjálf meðal sinna fjölmörgu afkomenda, þrátt fyrir að kraftar hennar færu dvínandi. Þar dreif ósérhlífnin og eldmóðurinn Mar- gréti áfram sem endranær. Á kveðjustundu koma upp í hugann óskir um möguleika á lengri kynnum og nánari vitneskju um fyrri tíð. Æskuvinskapur Margrétar við móður mína og frásagnir þar frá hefðu fært mér fróðleik. Til þess voru kynnin of stutt, ekki gafst nægur tími. Við leiðarlok eru mér mest um verð kynnin við afkom- endur og aðstandendur Mar- grétar, sem hér er vottuð samúð á kveðjustundu. Þorberg Ólafsson. Andrea Margrét Þorvaldsdóttir Andlát pabba bar nokkuð brátt að en hann lést 79 ára að aldri eftir alvarleg veikindi. Líf og starf pabba var viðburðaríkt og margbrotið og hann skilur eftir sig stóran hóp afkomenda. Hann var þrígiftur, kvæntist Gi- selu eftirlifandi konu sinni fyrir um aldarfjórðungi og áttu þau langa og farsæla sambúð. Pabbi var bara rúmlega tvítugur þegar hann hleypti heimdraganum og hélt til náms og starfa í útlönd- um og það er í mínum huga allt- af einhver ævintýraljómi yfir því að hafa búið og starfað í New York fyrir meira en hálfri öld. Jón S. Arnþórsson ✝ Jón SveinbjörnArnþórsson fæddist í Reykjavík 3. nóvember 1931. Hann andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 23. janúar 2011. Útför Jóns var gerð frá Akureyr- arkirkju 4. febrúar 2011. En pabbi lét ekki þar við sitja og hélt rúmum áratug síðar aftur tímabundið til starfa í Finnlandi og Svíþjóð. Annars vann hann mestan hluta starfsævinnar fyrir SÍS bæði í Reykjavík og á Ak- ureyri en ferðaðist einnig mikið bæði innanlands og utan á vegum samvinnuhreyfingar- innar bæði í tengslum við iðn- sýningar, vörusýningar erlendis og fræðslu. Í persónu pabba tvinnaðist saman á sérstakan hátt einlægur og lifandi áhugi á mönnum og málefnum sem margvísleg þátt- taka hans í félagsmálum vitnar um og svo á hinn bóginn hlé- drægni og þörf fyrir einveru sem kom í ljós í ást hans á bók- lestri, söfnun og grúski margs- konar. Pabbi var listrænn og smekkvís og hafði meðal annars vakandi áhuga á myndlist, bygg- ingarlist og hönnun. Hann hrærðist líka töluvert í sögunni og liðinni tíð og varð með tím- anum æ annara um að halda til haga og varðveita vitnisburð og minjar um liðna tíð. Iðnaðar- safnið á Akureyri ber þessum áhuga hans og hæfileikum fag- urt vitni. Pabbi og Gisela eiga til sam- ans níu börn sem með börnum sínum og mökum mynda ansi stóra og margbrotna fjölskyldu. Þau hafa í sameiningu lagt sig mikið eftir því að sinna barna- börnum og barnabarnabörnum sem sjá nú á bak afa og langafa. Pabbi hafði gott lag á að spjalla við börn eins og fullorðið fólk um heima og geima, naut sín þá vel áskapaður hæfileiki hans til að segja sögur á skemmtilegan hátt og beittur húmor. Eftirtektarvert þótti mér að pabbi talaði alltaf vel um fyrri eiginkonur og mæður barna sinna og virti þær sem einstak- linga sem hann hafði gengið hluta lífsleiðar sinnar með. Þetta skipti jafnvel enn meira máli eft- ir því sem leið á ævina og við pabbi fórum að umgangast hvort annað eins og tvær fullorðnar manneskjur. Pabbi var íþróttamaður og lét ekki sinn hlut fyrr en í fulla hnefana – heldur ekki í erfiðum veikindum síðastliðin ár. Hann tók örlögum sínum af æðruleysi og hafði gamanmál á vörum nær því til hinstu stundar. Við sem eftir lifum megum taka okkur hann til fyrirmyndar í þeim efn- um. Farðu í friði, pabbi minn. Elna. Pabbi var Framsóknarmaður, það var hans eini galli og í mörg ár reyndi ég að fá hann til að hætta í flokknum. Hans viðbrögð voru alltaf að hann bara gæti ekki gert hinum meðlimnum það. Pabbi var mikill sögumaður og ef hann var vændur um að ýkja, en það gerði hann oft, sagði hann „Sagan er miklu betri svoleiðis,“ það var líka al- veg rétt hjá honum. Ef ég svo stóð hann að því að skálda upp sögu þá sagði hann „ok, en, þetta hefði getað gerst.“ Sagan um konuna sem var svo þjófótt að maður taldi fingurna eftir að hafa heilsað henni og um prest- inn og lögreglustjórann. Þeir voru pólitískir andstæðingar í litlu bæjarfélagi og hrelldu hvor annan við hvert tækifæri, prest- urinn hringir og tilkynnir um dauðan hund í heimreiðinni og lögreglustjórinn fussar og spyr hvort þetta sé ekki prestsverk? „Jú,“ segir presturinn, „ég vildi bara láta nánasta ættingjann vita.“ Ég segi þessar sögur oft og alltaf er hlegið og brosað. Pabbi var alltaf mjög smart og montaði sig gjarnan af ein- hverju sem hann hafði fengið saumað á sig eða hafði látið breyta, setja leðurbætur þar og hér eða síkka, stytta, lita eða annað. Hann var líka óþreytandi að rekja hvernig hann hafði fengið skinnið í bæturnar frá þessum og svo beðið þessa um að sauma það en hún skuldaði honum greiða frá því í den þegar hann sem ungur maður hafði o.s.frv., maður hlustaði af athygli og áhuga því frásagnargleðin var svo mikil og kallinn var geysi- lega sjarmerandi. Ég vann í sjónvarpi vikulega í 3 ár og það brást ekki að eftir hvern þátt hringdi pabbi í mig til að hrósa mér fyrir málfarið eða gagnrýna og leiðrétta. Þetta var svo mikið sport að ég fór og keypti nýjustu orðabókina til að varast að endurtaka mig og reyna að reka pabba á gat. Ég kvaddi pabba 4. janúar, hann var degi lengur í Reykjavík því mig langaði að sýna honum nýja Laundromat-kaffihúsið mitt í Austurstræti 9. Hér hefði pabbi sagt „minn maður „att a boy“, að koma smá markaðssetningu að í minningargrein er alveg „Elef- ant“, en það orð var fyrir pabba „Extra Large“ útgáfan af „Eleg- ant“. Hann var nefnilega mikill markaðsmaður og kenndi mér margt í þeim efnum. Ein hug- mynda hans var að byggja „Litla Ísland“ semsagt að byggja eft- irlíkingu af Íslandi á fótboltavell- inum gamla, með Geysum, eld- fjöllum, ám og stöðuvötnum sem fólk gæti svo gengið yfir og í kringum. Algjörlega frábær hugmynd sem mundi verða vin- sæll viðkomustaður hjá ferða- mönnum sem og innfæddum gestum bæjarins. Þetta er nú „vitleysingur í sérflokki“ sagði hann oft ef honum mislíkaði eitt- hvað en hallaði annars ekki illu orði að nokkrum manni, yfirleitt skapgóður mjög en stundum pirraður í sirka 15 sekúndur og svo kom brosið aftur, endalaust forvitinn um alla skapaða hluti og alveg „Elefant“ pabbi og afi í mínum augum. Ef eitthvert er himnaríkið þá verður Lykla Pét- ur kominn í jakkapeysu með leð- urlíningum, flauelsslaufu og six- pensara í vikulok, svo verður Roger Whittaker skellt á fóninn og korkurinn tekinn úr einni góðri rauðvínsflösku. Bless, pabbi minn og ást til þín, Gisela. Þinn Friðrik Weisshappel Jónsson (Bússi).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.