Morgunblaðið - 14.02.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.02.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. FEBRÚAR 2011 Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Söguleg afsögn Hosni Mubaraks Egyptalandsforseta á föstudag, í kjöl- far afsagnar forseta Túnis, Zine El Abidine Ben Ali, 14. janúar sl. virðist hafa hleypt nýjum eldmóði í mótmæl- endur í löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafs sem krefjast pólitískra umbóta og betri lífsskilyrða. Boðað til mótmæla í Marokkó Í Marokkó sem liggur vestast í norðurhluta Afríku hefur verið boðað til mótmæla þann 20. febrúar í gegn- um hóp á Facebook sem berst fyrir lýðræðislegum umbótum. Þar lést einn maður í gær eftir að hafa kveikt í sér en talið er að að minnsta kosti fjórir hafi reynt að kveikja í sér síðan 21. janúar. Borist hafa fregnir af til- viljunarkenndum verkföllum og mót- mælum, sérstaklega í afskekktari og fátækari héruðum landsins. Um 400 handtekin í Alsír Yfirvöld í Alsír lokuðu í gær fyrir netið og eyddu fjölda Facebook-síðna, samkvæmt The Telegraph. Þá braut óeirðalögregla í Algeirsborg mótmæli á bak aftur með táragasi og plastkúl- um, þegar þúsundir manna virtu bann yfirvalda við mótmælum að vettugi. Að sögn mannréttindasam- taka þar voru yfir 400 handteknir. Mótmæli hófust í Alsír í janúarbyrjun til að mótmæla hækkandi matarverði, þar sem minnst fimm týndu lífi og hundruð særðust. Í byrjun febrúar setti stjórnin á neyðarlög í tilraun til að hafa hemil á mótmælendum. Vandræði vegna flóttamanna Utanríkisráðherra Túnis, Ah- med Ounaies, sagði af sér í gær eftir tveggja vikna starf. Túnismenn eru undir miklum þrýstingi frá Ítölum en flóttamenn streyma frá Túnis yf- ir til Ítalíu. Ítalir hafa hótað að senda öryggissveitir til Túnis til að stemma stigu við þessu. Þrátt fyrir afsögn Ben Ali, forseta Túnis, fyrir mánuði, leiddi áframhaldandi órói í landinu til þess að herinn kallaði út varalið sitt í byrjun síðustu viku. Forsetinn hrökklaðist frá völdum eftir mánaðar- löng ofbeldisfull mótmæli, þar sem Túnisbúar mótmæltu versnandi efna- hag og spillingu. Mótmæli hófust þeg- ar ungur ávaxtasali kveikti í sér eftir að lögreglan gerði vörur hans upp- tækar og sagði hann vanta starfsleyfi. Jemenar krefjast afsagnar Lögregla í Jemen barði á mót- mælendum í gær þar sem þeir fögn- uðu afsögn Mubaraks og kröfðust jafnframt afsagnar Ali Abdullah Sa- leh forseta. Mótmæli hófust í Jemen í lok janúar þegar yfir 16 þúsund manns í höfuðborginni Sanaa kröfð- ust afsagnar forsetans. Fréttaskýr- endur segja spillingu, valdníðslu og léleg lífskjör helstu ástæður mótmæl- anna. Í byrjun þessa mánaðar lýsti Saleh því yfir við þingið að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri heldur afsala völdunum í hendur son- ar síns. Jórdanar vilja nýja ríkisstjórn Jórdanar flykktust út á götur á laugardag til að krefjast þess að Marouf al-Bakhit yrði settur af sem forsætisráðherra um leið og þeir fögnuðu afsögn Mubaraks. Al-Bakhit var skipaður í byrjun þessa mánaðar eftir að Abdullah II. Jórdaníukonung- ur rak fyrri ríkisstjórn frá völdum í kjölfar mótmæla í janúar vegna auk- ins atvinnuleysis og hækkandi mat- væla- og eldsneytisverðs. Súnnítar mótmæltu í Líbanon Súnnítar fjölmenntu á götur Trí- pólí og Beirút í Líbanon í byrjun jan- úar í kjölfar þess að milljarðamæring- urinn Najib Mikati var sagður eiga að taka við sem forsætisráðherra. Mikati sem er tengdur við Sýrland er sagður studdur af samtökum Hizbollah. Samtökin létu af stuðningi við forvera hans Saad í janúar með þeim afleið- ingum að ríkisstjórnin féll. Lofar pólitískum umbótum Reynt var að efna til mótmæla í Damascus, höfuðborg Sýrlands, í gegnum samskiptavefina Facebook og Twitter í byrjun þessa mánaðar til að mótmæla efnahagsástandinu og krefjast pólitískra umbóta en fáir mættu. Haft var eftir Bashar al-As- sad, forseta landsins, í Wall Street Jo- urnal í lok janúar að hann myndi beita sér fyrir pólitískum umbótum. Keðjuverkun mótmæla  Afsögn Mubaraks, forseta Egyptalands, virðist hvetja mótmælendur í nærliggjandi löndum  Fjöldi manns hélt út á götur í Alsír, Jemen og Jórdaníu til að fagna afsögn Mubaraks og krefjast umbóta Reuters Mótmæli Í höfuðborg Jemens, Sanaa, laust fylkingum saman í gær þegar stuðningsmenn forsetans, Ali Abdullah Saleh, mættu stjórnarandstæðingum. Jemen Marokkó Alsír Túnis Jórdanía Líbanon Sýrland Egyptaland Herráðið í Egyptalandi, sem tók við völdum í kjölfar afsagnar Hosni Mubaraks, forseta lands- ins, sagðist í egypska ríkissjón- varpinu í gær hafa gert sex mánaða áætlun til að koma á pólitískum umbótum í landinu. Þar með talið boða til lýðræð- islegra þingkosninga en her- ráðið leysti upp þingið í gær. Skipa á nefnd til að endur- skoða stjórnarskrána sem verð- ur síðan lögð í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Í yfirlýsingu herráðsins segir að varnar- málaráðherra Egyptalands, Hussein Tantawi, verði valda- mesti maður landsins og muni koma fram fyrir hönd herráðs- ins, bæði innanlands og utan. Kjósa innan sex mánaða EGYPTALAND „Við erum sammála um að markmið með hern- aðarlegri nærveru okkar á Íslandi eru að nýta sem best þau áhrif sem vera herliðs okkar á Ís- landi þýða, um leið og við leitum leiða til að minnka viðveru okkar þar.“ Þetta kemur fram í bréfi Colins L. Powells, fv. utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Do- nalds Rumsfelds, fyrrverandi varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sem ritað var 2001 og Rumsfeld birtir á vefsíðu sinni. Þegar gert ráð fyrir lokun 2001 Í fyrrgreindu bréfi sínu til Rumsfelds legg- ur Powell áherslu á að það sé einnig sameig- inlegt markmið þeirra að minnka kostnað af herstöðinni. Sagðist Powell telja að árangurs- ríkara væri að skilja að umræður um herþotur og björgunarlið frá umræðum um varn- arsamninginn. Hann lagði síðan til umræður með haustinu þar sem farið yrði með íslensku ríkisstjórninni yfir niðurstöður könnunar um hvernig það kæmi út að loka herstöðinni (Zero-Based review). Í þeim viðræðum yrði stefnt að því að ná samkomulagi um að flytja burt herþoturnar. Síðan yrði stefnt að sparn- aði með endurskipulagningu herstöðvarinnar í sérviðræðum um varnarsamninginn. Í minnisblaði frá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi, sem er dagsett í mars 2001 og fylgir með bréfi Powells, er úttekt á því hvernig best geti verið að standa að nýju samkomulagi við ríkisstjórn Íslands. Þar er lögð áhersla á að farið sé varlega í samningaviðræðum við Ís- lendinga og að trúverðugleiki og árangur við- ræðna verði ekki eyðilagður. Ljóst er þó af bréfinu að þá þegar var búið að kanna hvernig hægt væri að loka herstöðinni í Keflavík. Hins vegar var talið að Íslendingar myndu illa sætta sig við að þær fjórar herþotur sem þá voru í landinu yrðu sendar í burtu en slíkt yrði pólitískt neikvætt. Í júní 2003 hófust formlegar viðræður um endurskoðun varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Málið dróst á langinn en á meðan fækkaði í herstöðinni í Keflavík vegna sparnaðaraðgerða Bandaríkjamanna. Banda- rísk yfirvöld gerðu svo út um málið 15. mars 2006 þegar þau tilkynntu að allar þyrlur og herþotur yrðu fluttar burt um haustið. Var ákvörðunin sögð persónuleg ákvörðun George W. Bush forseta að áeggjan Rumsfelds. Bandaríska varnarliðið fór alfarið frá Íslandi í lok september 2006. Verða bréfin á síðu Rumsfelds að teljast áhugaverð í ljósi þess að Rumsfeld neitaði því í samtali við Morgunblaðið í október 2006 að hann hefði í mörg ár viljað flytja bandaríska varnarliðið frá Íslandi. „Ég myndi ekki orða það þannig,“ sagði Rumsfeld þá. Herafli hefði verið færður til vegna breyttra áherslna í her- málum sem áttu að færa þau inn í 21. öldina að beiðni Bush forseta. Á vefsíðu Rumsfelds má einnig finna fleiri bréf sem rekja aðdragandann að brotthvarfi varnarliðsins. sigrunrosa@mbl.is Markmiðið alltaf að loka herstöðinni  Bréf um Ísland og varnarliðið birt á vef Donalds Rumsfelds Reuters Valdamiklir Colin Powell fv. utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George W. Bush fv. forseti Bandaríkjanna og Donald Rumsfeld fv. varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.