Morgunblaðið - 16.02.2011, Page 22

Morgunblaðið - 16.02.2011, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2011 ✝ Ingveldurfæddist á bæn- um Hrauntúni í Leirársveit í Borg- arfirði 10. maí 1923. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu í Boðaþingi í Kópavogi 7. febr- úar 2011. Foreldrar henn- ar voru Petrína Jónsdóttir, f. 23. apríl 1894 í Gröf í Lund- arreykjadal, d. 29. janúar 1977, og Albert Gunnlaugsson, f. 17. júní 1894 í Arnþórsholti í Lund- arreykjadal, d. 9. apríl 1935. Ingveldur var fjórða í röð tíu barna þeirra hjóna Petrínu og Alberts. Elstir voru tvíburar, f. 1915, Sigurður Ingibergur, d. 2003, og drengur fæddur and- vana, Jón Eggertz, f. 1921, d. 1983, Gunnlaugur, f. 1924, d. 1993, Hinrik, f. 1925, d. 1995, Guðrún Karítas, f. 1927, Aldís Petra, f. 1928, Pétur Hugi, f. 1931, og Ásta f. 1934. Ingveldur giftist Skúla Bach- mann frá Borgarnesi árið 1949. Skúli fæddist í tjaldi í Borg- arfirðinum 1. ágúst 1917, hann dóttir er Katrín Elísabet, f. 15. júlí 2009. b) Daníel, f. 26. apríl 1977, járniðnaðarmaður, kvænt- ur Lovísu Hannesdóttur, f. 4. maí 1978, kennara. Þeirra börn eru Antonía Eir, f. 28. janúar 2000, og Sindri Björn, f. 26. des- ember 2006. c) Inga, f. 11. sept- ember 1980, gullsmiður og skartgripahönnuður, í sambúð með Eyþóri Inga Eyþórssyni, f. 2. ágúst 1979, viðskiptafræð- ingi. 2) Petrína, f. 5. maí 1953, sendiráðsfulltrúi í fastanefnd ís- lands hjá sameiðuðu þjóðunum. 3) Sigríður, f. 3. mars 1960, sagnfræðingur, var í sambúð með Jóni Agli Bergþórssyni og eiga þau tvo syni, þeir eru a) Skúli, f. 29. apríl 1988, kærasta Sigyn Jónsdóttir, f. 20. janúar 1989. b) Egill, f. 15. febrúar 1991. Ingveldur naut hefðbund- innar skólagöngu á Akranesi og síðar Húsmæðraskóla Reykja- víkur. Hún vann ung ýmis störf við barnapössun og fiskvinnslu. Hún starfaði í Haraldarbúð á Akranesi en fór síðan til sjós og vann sem kokkur á síldarbátum og á Laxfossi. Eftir að hún flutt- ist til Reykjavíkur annaðist hún heimilið og barnauppeldi en var svo í hlutastörfum við Þvottahús Landspítalans og í mötuneyti Hjúkrunarskólans. Útför Ingveldar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 16. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. lést í Reykjavík 28. nóvember 1996. Foreldrar hans voru Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 20. júlí 1879 á Króki í Norðurárdal, d. 10. apríl 1961, og Guð- jón Bachmann, f. 23. júní 1868 á Geldingaá í Leir- ársveit, d. 21. sept- ember 1963. Þau eignuðust tólf börn og komust tíu þeirra til fullorðinsára. Þór- hildur Kristín, f. 30. júlí 1922, er ein eftirlifandi úr systk- inahópnum. Ingveldur og Skúli hófu búskap í Reykjavík. Þau bjuggu fyrst á Hverfisgötu 35, síðan í Miðtúni 50 en frá árinu 1963 í Bólstaðarhlíð 58. Ingveldur og Skúli eignuðust þrjú börn: 1) Rúnar, f. 20. júlí 1950, rafvirki hjá Verkís, kvæntur Guðrúnu B. Hauks- dóttur, f. 10. maí 1953, hár- greiðslumeistara. Börn þeirra eru a) Þórdís, f. 15. október 1974, sálfræðingur, í sambúð með Kristni Tryggva Þorleifs- syni, f. 24. mars 1971, viðskipta- og markaðsfræðingi. Þeirra Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. (Davíð Stefánsson) Mér er bæði ljúft og skylt að minnast tengdamóður minnar Ingveldar eða Ingu eins og hún var ávallt kölluð. Það er margs að minnast eftir tæplega 40 ára kynni, frá því að ég tengdist fjöl- skyldu hennar. Inga ólst upp á Akranesi í stórum samheldnum systkina- hópi og hóf ung að vinna og leggja til heimilisins. Árið 1947 fór hún sem þerna á Laxfoss og kynntist Skúla Bachmann, verð- andi eiginmanni sínum. Þau hófu búskap í Reykjavík, fyrst á Hverfisgötu, síðan í Mið- túni. Árið 1962 fluttu þau í Ból- staðarhlíð 58, þar hélt Inga heim- ili æ síðan, þar til hún vegna veikinda fluttist á hjúkrunar- heimilið við Boðaþing síðustu þrjá mánuði lífs síns. Skúli og Inga eignuðust þrjú börn og fimm barnabörn, sem voru þeirra líf og yndi. Síðar bættust við litlu langömmubörnin þrjú, sem voru hennar stærsti fjársjóður. Það var alltaf unun að sjá hvað það gladdi hana að fá þau í heimsókn. Sem sannur Skagamaður hafði Inga mikinn áhuga á knatt- spyrnu og er það fyrsta minning margra afkomenda hennar að fara á völlinn þar sem amma hvatti ÍA af kappi. Eftir að Skúli lést og Inga bjó ein var ánægju- legt að sjá hvað knattspyrnuleik- ir í sjónvarpinu voru mikil af- þreying fyrir hana, hún hafði mikla ánægju af að fylgjast með þeim. Þegar Inga varð 80 ára fór hún með okkur til Barcelona í til- efni af afmælinu. Það sem var efst á óskalistanum hjá Ingu var að komast á Camp nou-völlinn og sjá góðan leik. Hún hafði einnig gaman af að ferðast innanlands, og fóru þau Skúli í ferðir um landið, þá gjarn- an með barnabörnin með sér. Stundum fóru þau með rútu í Þórsmörk eða Skaftafell og tjöld- uðu þar til nokkurra nátta og gengu þar um fjöll og firnindi. Ekki er hægt að minnast Ingu án þess að nefna hversu myndarleg húsmóðir hún var. Búum við öll að ýmsum uppskriftum frá henni sem ég og fleiri notum mikið og deilum áfram. Inga var mikill jafnréttissinni og var ávallt á verði um að jafnt skyldi yfir alla ganga. Hún lét sig varða ef hún varð vör við órétt- læti, studdi jafnréttisbaráttu kvenna og þoldi ekki misrétti kvenna t.d. á vinnumarkaði. Inga var dugleg að hrósa og hvetja unga fólkið í kring um sig í því sem það tók sér fyrir hendur. Þegar hún var veik og af henni dregið, þá hrósaði hún starfsfólk- inu sem annaðist hana, og talaði um við okkur hvað þau væru dugleg í oft erfiðri vinnu. En nú er Inga búin að kveðja okkur, og við sem áttum hana að höldum uppi hennar hugsjónum. Ég nota hennar orð sem hún jafnan notaði þegar við kvödd- umst: Bless elskan mín og ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Guðrún Hauksdóttir. Ég kynntist Ingu árið 1978. Inga var mamma hennar Diddu, kærustunnar minnar, og í heil 27 ár lágu leiðir okkar saman. Frá blábyrjun tók Inga mér opnum örmum. Það var ekki bara henn- ar faðmur sem tók á móti mér í Bólstaðarhlíðinni, því ekki var síðri faðmurinn hans Skúla henn- ar Ingu. Þar varð annað heimili mitt meðan við Didda fundum okkur fótfestu í lífinu. Inga ólst upp á Akranesi og aðeins 11 ára gömul missti hún föður sinn. Í kringumstæðum sem gera flesta erfiðleika í efnahagshruni nú- tímans að hégóma einum héldu hún og móðir hennar, Petrína, uppi heimili fyrir öll börnin átta, þrátt fyrir kröfur yfirvalda um að þeim yrði sundrað og þau sett „á sveitina“. Með þrotlausri vinnu, elju og útsjónarsemi héldu þau þessu föðurlausa heimili saman. Og þar tóku öll börnin þátt um leið og vettlingi varð valdið. Bólstaðarhlíð 58. Þangað lágu spor mín 18 ára gamall. Inn á yndislegasta heimili veraldar. Andrúmsloftið, kyrrðin og jafn- vægið sem einatt ríkti þar var engu líkt. Mér fannst alltaf eins og ég væri kominn í vin í eyði- mörk þegar ég steig fæti mínum inn á heimili Ingu og Skúla. Allt varð yfirstíganlegt í töfrandi þögn stofunnar með Skúla, og tímalausu spjalli við hann og Ingu. Svo hvarf Inga jafnan inn í eldhúsið. Innan stundar læddist ómótstæðilegur ilmur inn í vax- andi húm stofunnar. Og hvílíkur kokkur. Það var alveg sama hvað hún eldaði eða bakaði. Maður bara trúði ekki eigin bragðlauk- um. Aldrei aftur verða gerðar aðrar eins vöfflur með rjóma og sírópi. Allt sem hún reiddi fram dúaði á mörkum hins himneska. Rjúpur, gæs, hryggur, læri, fisk- ur, spaghetti eða framandi réttir með ilmandi grænmeti og rjúk- andi sósum. Djúpsteikti fiskur- inn, laukhringirnir og fiskiboll- urnar. Allt í undraverðri meðhöndlun hennar sem engin leið er að leika eftir. Fyrir utan að sinna allri sinni stóru fjöl- skyldu og ættingjum af alúð bjó í Ingu magnaður strengur. Strengur réttlætis og jafnaðar. Sá strengur titraði í hvert sinn sem hún skynjaði að órétti væri beitt. Jöfnuður var hennar meg- inmál; að allir fengju nóg til hnífs og skeiðar með réttlátri skipt- ingu auðsins. Að allir ættu rétt á að öðlast heilbrigt og hamingju- samt líf. Ofgnótt á hendur ein- staklingum var eitur í hennar beinum. Hún vildi deila og gefa jafnt á báðar hendur. Þar eins og í flestu öðru áttu þau Skúli sam- leið. Endalaus hjálpsemi, örlæti og kærleikur og aldrei gert upp á milli manna. Hvergi bar skugga á. Hversu eftirsóknarvert líf er það ekki sem þau lifðu, þessi ynd- islegu hjón. Inga reyndi hið harða og erf- iða líf í æsku og uppvexti. Æðru- laus gekk hún í gegn um það og með Skúla sínum inn í hamingju- ríkt og fagurt líf. Með faðminn sinn opinn og vermandi orð á vör. Ég þakka Ingu af alhug fyrir allt það ómetanlega sem hún veitti mér og drengjunum okkar Diddu. Það mun ætíð búa í mín- um innstu hjartarótum. Guð geymi þig. Jón Egill Bergþórsson. Undanfarnar vikur hef ég velt fyrir mér hlutverkum fjölskyldu- meðlima. Hvort hverju fjöl- skylduheiti fylgi ekki viss grunn- hlutverk, eða vissar fjölskyldur. Eiga foreldrar t.d. að vera góðar fyrirmyndir? Frænkur og frænd- ur að gefa hvert öðru gjafir? Systkini að vernda hvert annað í hinu daglega lífi? Afar að sitja í hægindastól og ömmur að sam- eina alla þessa fjölskyldumeðlimi með því t.d. að bjóða í matarboð, baka, elda og hjálpa þeim? Ef þessum fjölskyldum væri líkt við vinnuskyldur, þá færi ekki á milli mála að amma mín hefði unnið titilinn starfsmaður mánaðarins hvern einasta mánuð síðan ég man eftir mér. Segja má að eitt af hlutverkum ömmu hafi verið að binda saman fjölskylduna og notaði hún ekki límband til þess heldur gómsætar kökur og rétti og er óhætt að segja að það hafi virkað betur en hið sterkasta tröllatak. Ég get ekki hugsað um ein- hverja eina minningu sem skil- greinir ömmu. Það er líklega vegna þess að ég var mjög lítill þegar ég eignaðist fyrstu minn- inguna um hana og síðan þá hef ég þroskast og elst á meðan sam- bandið milli okkar þróaðist stöð- ugt. Því sýna minningarnar mér hvernig samband okkar breyttist í gegnum tíðina og hvernig ég fékk að kynnast nýjum og nýjum hliðum á ömmu. Þegar ég var lítill hugsaði ég til ömmu sem eins mikillar ömmu og hægt var að vera. Ég man eft- ir því að hafa gist hjá henni með Skúla bróður mínum. Alltaf var góður matur og síðan heimatilbú- inn ís eða kaka í eftirrétt. Síðan las hún alltaf fyrir mig sömu tvær sögurnar úr sömu bókinni fyrir svefninn að minni ósk. Þeg- ar við vöknuðum fengum við okk- ur morgunmat og ég man alltaf eftir því eitt sinn þegar það var frekar lítið seríós eftir og ég og bróðir minn rifumst um að fá síð- ustu skálina. Þá tók jafnréttis- sinninn amma málið í sínar hend- ur og ákvað að telja seríóshringina í tvær skálar handa okkur og sagði að það ætti alltaf að vera jafnt á milli okkar bræðranna. En eins og ég sagði þróaðist samband okkar mikið eftir því sem ég eltist og undanfarin ár eftir að amma veiktist kom ég oft í heimsókn til hennar. Við fórum t.d. saman út í búð og fengum okkur svo kaffi eftir að við kom- um heim, spjölluðum saman um allt og ekkert en þó sérstaklega um fótbolta. Við mamma fluttum inn til hennar í Bólstaðarhlíðina síðasta sumar og vorum með henni þar í nokkra mánuði áður en hún fór á hjúkrunarheimilið. Amma lést hinn 7. febrúar síð- astliðinn í Boðaþinginu úr ólækn- andi sjúkdómi. Ég vissi það í þó nokkurn tíma, samt kom yfir mig einhver sorg þegar hún amma lést. Sorg sem ég átti ekki von á og ég held að ég hafi áttað mig á nú um daginn af hverju hún staf- aði. Það er nú almennt mikill ald- ursmunur milli barnabarns og ömmu, en ekki það mikill aldurs- munur milli vina. Þannig að sem ömmubarn var ég ánægður fyrir hennar hönd að hún gat tekið skrefið úr veikindunum, en ætli sorgin hafi ekki stafað af því að ég var ekki bara að kveðja ömmu mína, heldur var ég einnig að kveðja vin. Egill Jónsson. Suðan komin upp. Ég set cap- puccino-kaffiduft í bolla. Helli vatni út í og hræri vel. Tek sopa og hverf í einni andrá úr miðbæ Oviedo á Spáni í hið ílanga eldhús Bólstaðarhlíðar, góðkunnugt ættingjum og vinum Ingu og Skúla. Amma stendur á sínum stað í króknum innst og bograr yfir eldavélinni. Hún kallar mig til sín, stráir sykri yfir efstu pönnu- kökuna í rjúkandi staflanum, rúllar upp og réttir prinsinum sínum. Heldur svo bókstaflega áfram með smjörið og hellir næstu pönnsu á pönnuna. Ég fylgist með göldrunum og gæði mér á forskoti sælunnar. Fæ það enn einu sinni staðfest að ömmu- pönnsur eru langbestar. Staflinn tilbúinn og við amma setjumst við eldhúsborðið, bæði með Tínó í hendi eins og hún kall- aði skyndikaffið í seinni tíð, þá farin að leyfa sér að nenna ekki að hella upp á könnuna. Við spjöllum og amma spyr mig full áhuga hvernig mér gangi í skól- anum, hvort ég sé með góða kennara og hvort skólasystkinin skrópi nokkuð mikið. Ingveldur Alberts- dóttir Bachmann ✝ Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR ÓLAFUR GÍSLASON fyrrv. flugstjóri, Giljaseli 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnu- daginn 6. febrúar. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. febrúar kl. 13.00. Friðgerður Samúelsdóttir, Kolbeinn Einarsson, Kristín Eva Þórhallsdóttir, Einar Einarsson, Djurdja Kristjana Hrkalovic, Sandra Sif Morthens, Sigurður Magnús Sigurðsson, Hugi Kolbeinsson, Kolfinna Kolbeinsdóttir, Hermann Gísli Hrkalovic Einarsson, Alexander Hrkalovic Einarsson, Kristín Sædís Sigurðardóttir, Karítas Sigurðardóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MARÍA VALSDÓTTIR, Dunhaga 21, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 29. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Karl Karlsson, Ágúst Karlsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Áslaug Þóra Karlsdóttir, Jens Ekstrand, Bjarki Ingi Karlsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginkona, systurdóttir og frænka, ERNA JÓNA STEFÁNS, lést á heimili sínu í Oklahoma sunnudaginn 6. febrúar. Útför hennar fór fram í Oklahoma þriðjudaginn 15. febrúar. Ken MacDonnell, Guðný Stefánsdóttir, Jón Eiríksson, Erla Jónsdóttir, Stefán Eiríksson, Ragnheiður Torfadóttir, Helga Eiríksdóttir, Sigurður Smári Einarsson, Vera Björk Einarsdóttir, Hjalti Kristjánsson, Íris Huld Einarsdóttir, Kári G. Schram og fjölskyldur. ✝ Okkar ástkæra GUÐRÚN SÍMONARDÓTTIR, Hagamel 25, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi laugar- daginn 12. febrúar. Útförin verður frá Neskirkju þriðjudaginn 22. febrúar kl. 13.00. Gerður Unndórsdóttir, Vilhjálmur Einarsson, Albína Unndórsdóttir, Sigurður Ágústsson, Þórdís Unndórsdóttir, Jón S. Guðnason, Jón E. Unndórsson, Elfa Sigvaldadóttir, Símon R. Unndórsson, Lára I. Hallgrímsdóttir, barna- og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÍÐUR ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Hólmagrund 24, Sauðárkróki, lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki laugar- daginn 12. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. Sveinn Geirmundsson, Anna Sigurveig Pálsdóttir, Jón Geirmundsson, Anna Björk Arnardóttir, Guðjón Ingvi Geirmundsson, Halla Kristín Tulinius, Erna Geirmundsdóttir, Vilhjálmur Geirmundsson, Freygerður S. Jónsdóttir og ömmubörnin öll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.