Morgunblaðið - 16.02.2011, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2011
✝ Guðlaug Ólafs-dóttir fæddist
9. febrúar 1928 í
Dalbæ í Gaulverja-
bæjarhreppi. Hún
lést á hjúkr-
unarheimili Hrafn-
istu í Kópavogi. 8.
febrúar 2011.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sig-
ríður Jónsdóttir, f.
12. janúar 1893 í
Eystra-Geldingaholti í Gnúp-
verjahreppi, d. 19. febrúar
1969, og Ólafur Gestsson, f. 20.
september 1888 á Húsatóftum
á Skeiðum, d. 21. ágúst 1968.
Systkini Guðlaugar voru Jón, f.
1920, d. 1982, Guðný Gróa, f.
1921, 2009, Gestur, f. 1922, d.
1988, Eggert, f. 1923, d. 1978,
Hjörtur, f. 1926, d. 2004, og
Ingunn, sem lést þriggja vikna
gömul árið 1930.
Hinn 17. mars 1951 giftist
Guðlaug eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Jóni Arnfinni
Þórarinssyni, f. 28. desember
1926. Foreldrar hans voru
hjónin Guðný Jónsdóttir, f. 4.
apríl 1896, d. 12. september
1986, og Þórarinn J. Ein-
arsson, f. 3. september 1897, d.
23. maí 1989. Börn Guðlaugar
og Jóns eru Guðný Rut, leik-
son. Dóttir: Erla Marey, f.
2010. Eiginkona Arnfinns
Sævars er Helga Daníels-
dóttir, f. 10. apríl 1966. Börn:
1) Andri Pétur, f. 1983. Son-
ur: Markús Blær f. 2007. 2)
Ísabella Erna, f. 1994. 3)
Gabríela Rut, f. 1996. 4) Daní-
ela Sara, f. 1997.
Á uppvaxtarárunum var
heimili Guðlaugar á Efri-
Brúnavöllum á Skeiðum, en
ábúð hófu foreldrar hennar
þar á jörð sinni árið 1931 sem
stóð samfellt til árins 1962.
Hún fór til náms við Hús-
mæðraskóla Suðurlands á
Laugarvatni 1947. Að námi
loknu flutti hún til höf-
uðborgarinnar með manns-
efni sínu, Jóni A. Þórarins-
syni, sem hún kynntist á
Laugarvatni. Samhent ráku
þau matvöruverslunina
Vörðufell mestan hluta
starfsævinnar, en að því
loknu starfaði Guðlaug um
tíma í mötuneyti Ora og síðar
mötuneyti kennara í Kópa-
vogsskóla. En uppvaxtartíma
barnanna helgaði hún uppeld-
is- og heimilisstörfum. Guð-
laug var mikil hannyrðakona
og listhneigð, eins og heimili
þeirra hjóna og afkomenda
hennar bera vitni um í ótal
fallega máluðum postulíns-
munum og málverkum.
Útför Guðlaugar verður
gerð frá Digraneskirkju í
dag, 16. febrúar 2011, kl. 13.
Jarðsett verður í Kópavogs-
kirkjugarði.
skólakennari, f.
15. desember 1950,
Ólafur Haukur,
landfræðingur, f.
20. apríl 1953, og
Arnfinnur Sævar,
framkvæmdastjóri,
f. 22. júlí 1958.
Eiginmaður Guð-
nýjar Rutar er
Lárus Valberg. f.
26. desember 1951.
Börn: 1) Aldís, f.
1968, sambýlismaður Ívar
Bragason. Börn: Ástrós Rut, f.
1988, Garibaldi, f. 1998, og Rú-
rik Lárus, f. 2003. 2) Guðjón, f.
1974, eiginkona Valgerður Ósk
Ómarsdóttir. Börn: Róbert
Ómar, f. 2004, Kristófer Jón, f.
2007, og Helena Rut, f. 2010. 3)
Snorri, f. 1978. Sonur: Egill
Orri, f. 2001. 4) Eiríkur, f.
1981, eiginkona Elín Njáls-
dóttir. Sonur: Lárus, f. 2006.
Eiginkona Ólafs Hauks er Inga
Lára Helgadóttir, f. 1. júlí
1954. Börn: 1) Helgi Már f.
1977, sambýliskona Árný Ösp
Sigurðardóttir. Synir: Sesar
Máni, f. 2004, og Ólafur Valur,
f. 2008. 2) Jón Örn, f. 1981,
sambýliskona Edda Guðríður
Ævarsdóttir. 3) Hrafnhildur
Ólafsdóttir, f. 1983, sambýlis-
maður Kristinn Már Ingimars-
Minningar um yndislega og
hjartahlýja konu leita nú í hug-
ann við andlát elskulegrar
tengdamóður minnar. Guðlaug
ræktaði garðinn sinn á allan hátt
af kærleika og alltaf var hún
tilbúin að rétta öðrum hjálpar-
hönd. Hún var mikil húsmóðir og
ávallt mjög vinnusöm, og lék allt
í höndum hennar. Guðlaug var
mikil listakona og nutu margir
góðs af, þar á meðal dætur mín-
ar, sem allar eiga handprjónaðar
peysur eftir ömmu sína og hand-
málaða bolla og diska sem hún
málaði handa allri fjölskyldunni.
Þegar jólin nálguðust stóð hún
fyrir laufabrauðs- og flatköku-
bakstri og kom þá fjölskyldan
saman og lærði handtökin hjá
henni. Samverustundir með fjöl-
skyldunni voru henni dýrmætar.
Minningar um yndislega tengda-
móður mun ég varðveita um
ókomna tíð. Missir Jóns tengda-
pabba er mikill, og vil ég biðja al-
góðan Guð að styrkja hann í
þessum mikla missi. Nú að leið-
arlokum þakka ég henni fyrir
allt það sem hún var mér og fjöl-
skyldu minni og bið henni Guðs
blessunar.
Helga.
Ég finn minningar um ömmu
Laugu ylja mér um hjartarætur
og áttum við margar góðar
stundir saman.
Fyrstu minningar um ömmu
eru frá Hlíðarvegi þar sem ég og
mamma komum oft við.
Ég man sérstaklega eftir jól-
um með ömmu, afa, mömmu,
pabba og Sævari frænda.
Dúkkuvagninn sem ég fékk frá
ykkur í jólagjöf er sérstaklega
ofarlega í minningunni ásamt
dúkkunni minni honum Nonna
sem fylgdi mér í mörg ár.
Oft var farið í búðina fyrir
ömmu með Sævari frænda og
var þá yfirleitt keypt Mars-
súkkulaðistykki sem við hámuð-
um í okkur áður en við komum
heim með mjólkina.
Þegar þau fluttu á Þingholts-
brautina voru margar veislur
haldnar sem eru ljóslifandi í
minningunni.
Áramótin voru alltaf tilhlökk-
unarefni en þá bauð amma öllu
sínu fólki í mat og fengum við
alltaf besta rækjukokkteil í
heimi með bleiku sósunni í for-
rétt.
Amma var dugleg að halda ut-
an um sitt fólk og alltaf gott að
vera í návist hennar.
Ég finn fyrir tómarúmi í
hjartanu eftir að amma dó en nú
verður það okkar að hugsa vel
um elsku afa sem hefur misst
mikið en þau voru mjög náin.
Ég kveð þig amma mín með
ljóði sem þú söngst alltaf fyrir
mig þegar ég var lítil stelpa að
fara að sofa:
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið,
til hjálpar hverjum hal og drós,
sem hefur villst af leið.
(Matthías Jochumsson)
Góða nótt amma mín.
Þín
Aldís.
Elsku amma, núna er kallið
komið. Mig langar að þakka þér
fyrir þann tíma sem ég fékk að
njóta með þér. Það sem situr efst
í huga mér eru heimsóknirnar í
sumarbústaðinn til ykkar afa
þegar ég var yngri. Oft fékk ég
að gista hjá ykkur í bústaðnum
og var þá mikið sport að fara í
heita pottinn eða dunda sér við
leik úti. Toppurinn var þegar þú
smurðir nesti sem borðað var í
lautinni, sem virkaði djúp í þá
daga. Það var alltaf hægt að
treysta á góðar stundir í bú-
staðnum í Grímsnesinu.
Á menntaskólaárunum vann
ég á sumrin nálægt heimili ykk-
ar afa í Lækjasmáranum og kom
því iðulega til ykkar í hádeginu.
Hvort sem þið voruð heima eða í
bústaðnum ykkar voru dyrnar
mér alltaf opnar. Alltaf fékk ég
hlýjar móttökur og stundum
biðu jafnvel gómsætar ömmu-
pönnukökur eftir mér. Þú varst
mikil listakona og eru ófá verkin
til eftir þig, hvert öðru fallegra.
Mér finnst ómetanlegt að eiga
málaða hluti eftir þig.
Elsku amma mín, blessuð sé
minning þín.
Hrafnhildur Ólafsdóttir.
Á þessari stundu leitar hug-
urinn óhjákvæmilega til minna
yngri ára og allra þeirra stunda
sem ég átti með ömmu í Kópi.
Stunda sem voru ungum dreng
ómetanlegar og stunda sem áttu
stóran þátt í að undirbúa ungan
dreng undir lífið og móta hann til
framtíðar. Eftir standa minning-
ar, sem ég mun búa að alla tíð.
Það mun seint renna mér úr
minni andrúmsloftið á Þinghóls-
brautinni. Þar var alltaf rólegt
og þar áttum við barnabörnin
sannkallað athvarf þar sem vel
var hlúð að okkur og þar gátum
við stundað okkar barnaleiki
áhyggjulaus. Þar var óútskýrð
ró og kærleikur sem umvafði
mann.
Og ferðirnar allar sem farnar
voru í Grímsnesið voru auðgandi
á svo ótalmarga vegu. Samveru-
stundir með ömmu og afa, ná-
lægðin við náttúruna, kyrrðin og
mikill ærslagangur á víxl virkaði
eins og paradís fyrir okkur
frændurna. Þar urðu til mikil
verkfræðileg undur þegar ham-
arinn var mundaður, fleyin ótal-
mörg sem fóru í sína fyrstu sigl-
ingu á Hvítánni og enduðu svo
feril sinn á botni árinnar, og það
yfirleitt í jómfrúferðinni. En þar
urðu líka til sterk bönd ungs
drengs við ömmu sína og afa og
fyrir það verð ég ævinlega þakk-
látur.
Börnum er það eðlislægt að
kanna hversu langt þau komast.
Og í það nýtti ég nokkrar af sam-
verustundum okkar ömmu. Til-
raunastarfsemi minni á því svið-
inu var þó ávallt tekið af mikilli
útsjónarsemi þar sem yfirburð-
um og reynslu var beitt á óskilj-
anlega árangursríkan hátt. Öll-
um heiðarlegum tilraunum
mínum til að fjölga gráum hárum
ömmu var þannig umsvifalaust
mætt af sanngirni og hafði ég
heilmikinn lærdóm af.
Það er því með miklu þakklæti
sem ég kveð ömmu. Áhrif henn-
ar á líf mitt voru mikil og djúp-
stæð.
Eiríkur.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
feginn hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’ og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(H. Andrésd.)
Í dag kveðjum við Guðlaugu
Ólafsdóttur. Kynni okkar af
Laugu, eins og hún var alltaf
kölluð í okkar hópi, hafa varað í
50 ár. Gleðin er okkur efst í huga
í minningunum frá þessum tíma,
þegar við vorum ung og vorum
að byggja upp framtíðina. Bund-
umst við sex hjón tryggðabönd-
um sem hafa haldist þannig alla
tíð. Var farið í útilegur á hverju
sumri með börnunum þegar þau
voru ung. Árshátíðir sem sam-
anstóðu af vinafólki voru haldnar
á hverjum vetri, allt að 90 manns
mættu. Öll skemmtiatriði voru
heimagerð af þeim hjónum sem
voru í forsvari hverju sinni. Svo
var það útrásin, nú skyldi halda
út í heim og varð Spánn fyrir val-
inu. Söfnun stóð yfir í tvö ár og
endurtekið á tveggja ára fresti.
Einnig var komið saman á
hverju sumri í sumarhúsum í
Grímsnesinu í nær þrjátíu ár.
Ríkti þar gleði og einhugur.
Elsku Lauga, með þessum
kveðjuorðum langar okkur að
þakka þennan tíma sem var
ógleymanlegur. Það var fallegt
að sjá hvað Jón stóð vel við hlið
konu sinnar í þessum erfiðu
veikindum hennar. Við sendum
Jóni og fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur. Biðjum góðan
guð að vera með ykkur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Þínir vinir,
Fanney, Erla,
Sigríður og Sverrir.
Guðlaug
Ólafsdóttir
✝ Skúli H. Norð-dahl arkitekt
fæddist í Reykjavík
29. júní 1924. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 8. janúar
2011.
Foreldrar hans
voru Haraldur
Skúlason Norðdahl
tollvörður, f. 24.9.
1897, d. 24.1. 1993
og Valgerður Jónsdóttir Norð-
dahl húsmóðir, f. 20.9. 1895, d.
30.9. 1960. Systkini Skúla eru:
Kristín Guðrún, f. 8.8. 1926,
Guðmundur, f. 29.2. 1929, Jón
Bjarni, f. 24.4. 1931 og Jóhannes
Víðir, f. 2.6. 1939.
Þann 29. mars 1947 kvæntist
Skúli Sigríði Guðrúnu Elíasdótt-
ur húsmóður, f. 22.11. 1925, d.
1.5. 1992. Kjörforeldrar hennar
voru Elías Kærnested Pálsson
og Guðrún Guðmundsdóttir.
Skúli, Sigríður Helga, Val-
gerður Kirstín og Matthildur
Þóra.
Skúli ólst upp í Reykjavík.
Hann varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1944 og
nam arkitektúr við Tæknihá-
skólann í Þrándheimi, Noregi,
1947-1951 og skipulagsfræði við
Konunglega tækniháskólann í
Stokkhólmi 1952. Skúli starfaði
hjá Borgarskipulagi Stokk-
hólms 1952-53. Hann rak eigin
teiknistofu í Reykjavík frá 1954
samhliða störfum við teiknistofu
SÍS 1954-56, Skipulagsdeild
Reykjavíkurborgar 1956-60,
Rannsóknastofnun bygging-
ariðnaðarins 1964-65, var skipu-
lagsstjóri Kópavogs 1969-1989.
Skúli skrifaði greinar um skipu-
lags- og byggingamál í fagtíma-
rit og dagblöð, hélt útvarps-
erindi um daginn og veginn
reglulega á árunum 1955-56 og
um bygginga- og skipulagsmál.
Hann gegndi ýmsum fé-
lagsstörfum.
Jarðarför Skúla fór fram í
kyrrþey.
Sambýliskona
Skúla síðustu árin
var Björg Valgeirs-
dóttir, f. 12.5. 1925.
Skúli og Sigríður
eignuðust 5 börn: 1)
Guðrún Valgerður,
f. 26.8. 1948, gift
Loga Jónssyni, f.
19.11. 1948, þau
eiga 2 dætur: Ástu
og Hrund og tvo
dóttursyni, 2) Guð-
björg Astrid, f. 8.10. 1953, eig-
inmaður hennar var Þórarinn
Kjartansson, f. 28.7. 1952, d.
17.11. 2007, synir þeirra eru
Kjartan og Skúli, 3) Ingibjörg
Lára, f. 11.9. 1959, eiginmaður
hennar er Jón Þrándur Steins-
son, f. 9.5. 1958, börn þeirra eru
Halldóra, Arnar og Haukur, 4)
Valgerður Hrund, f. 17.9. 1963,
5) Elías Skúli, f. 16.8. 1965,
kvæntur Sigrúnu Faulk, f. 1.8.
1968, börn þeirra eru Þorvaldur
Genginn er öðlingurinn Skúli
H. Norðdahl. Kynni okkar hófust
árið 1958 í sambandi við störf
okkar beggja. Hann var fagmað-
ur sem maður gat treyst til góðra
verka, átti auðvelt með að hlusta
á viðhorf og ábendingar annarra
en mín reynsla var sú að hann
hugsaði fyrst og fremst um hag
viðskiptamannsins. Það var því
auðvelt val fyrir okkur hjónin að
velja arkitekt að húsi og heimili
okkar. Við veltum fyrir okkur
hugmyndum Skúla og okkar í
næstum ár, sem hæfðu fjölskyldu
og efnahag sem byggðist á laun-
um en ekki lánum sem voru ekki
í boði. Niðurstaðan var eins og
Skúli sagði hús frá vöggu til graf-
ar sem reyndust orð að sönnu.
Í sambandi við starf mitt átt-
um við oft samskipti sem ávallt
voru hreinskiptin. Með samræð-
um náðum við ávallt farsælli nið-
urstöðu. Sóknarnefnd Garða-
sóknar valdi Skúla sem arkitekt
að safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli
og Vídalínskirkju sem var gæfu-
spor. Þar voru litlir fjármunir til
framkvæmda en framlag félaga í
Bræðrafélagi Garðakirkju og
fjölskyldna þeirra með sjálfboða-
vinnu bjargaði miklu. Erfitt var
að fá að greiða Skúla fyrir vinnu
sína og svarið var gjarnan: „Ég
hef ekki tekið það saman“ eða:
„Það liggur ekkert á því að borga
núna.“ Svona voru mín kynni af
honum.
Ég vil votta fjölskyldu Skúla
samúð og vona að minning um
góðan dreng styrki ykkur í sorg-
inni. Að lokum vil ég þakka Skúla
fyrir meira en hálfrar aldar vin-
áttu.
Far þú í friði, kæri vinur.
Jón Fr. Sigvaldason.
Fallinn er frá Skúli Haralds-
son Norðdahl arkitekt sem setti
eftirminnileg spor í félagssögu
okkar arkitekta. Eftir stúdents-
próf frá MR fór Skúli til náms í
byggingarlist í NTH í Þránd-
heimi og lauk þaðan prófi árið
1951. Skúli hélt þaðan til Stokk-
hólms og nam skipulagsfræði við
Konunglega tækniháskólann og
starfaði síðan á teiknistofu þar í
borg um skeið. Skúli hélt til Ís-
lands árið 1954 til starfa á teikni-
stofu SÍS.
Skipulagsstörf voru honum æ
huglæg og árin 1956-1960 starf-
aði hann á skipulagsdeild borg-
arinnar. Um tíma starfaði hann
hjá Rannsóknarstofnun bygging-
ariðnaðarins, en árið 1969 varð
hann skipulagsstjóri Kópavogs-
bæjar og gegndi því starfi um 20
ára skeið, eða þar til hann fór á
eftirlaun 1989.
Auk ýmissa einbýlishúsa
teiknaði Skúli m.a. Vídalíns-
kirkju ásamt safnaðarheimili í
Garðabæ og Hafralækjarskóla í
Aðaldal. Skúli gekk í Húsameist-
arafélag Íslands árið 1953 og
varð félagi nr. 27 frá stofnun
þess. Nafni félagsins var síðan
breytt í Arkitektafélag Íslands
árið 1956. Hann gerðist fljótlega
virkur í málefnum arkitekta og
lét mikið að sér kveða í fé-
lagsstörfum. Skúli var kosinn rit-
ari félagsins á aðalfundi 1954 og
jafnframt í tímaritsnefnd. Árum
saman sat hann í ýmsum nefnd-
um félagsins. Skúli var mjög ná-
kvæmur í störfum og gerðar-
bókafærslur hans eru til
eftirbreytni. Hann var á móti til-
slökun á reglum félagsins. Lög
bar að túlka bókstaflega og hnika
ekki frá t.d. gjaldskrá og sam-
keppnisreglum eða opna leiðir
fram hjá þeim. Ýmsir ungir arki-
tektar töldu eflaust Skúla standa
gegn eðlilegum framförum og
vera ekki opinn fyrir nýjum við-
skiptaháttum, en hann sat við
sinn keip og átti dygga fylgis-
menn.
Skúli var virkur í gufubaðs-
klúbbi arkitekta í Nauthólsvík,
en hann var þá líka mál-
skrafsstaður arkitekta. Þeir fé-
lagarnir Skúli og Hannes Kr.
Davíðsson fóru þar oft á kostum í
umfjöllun um arkitektúr og þjóð-
félagsmál. Skúli skrifaði fjölda
greina um fagleg mál auk stjórn-
málagreina. Hann var róttækur í
skoðunum og barðist fyrir opn-
ara samfélagi og gegn spillingu.
Á aðalfundi AÍ 1990 var Skúla
veitt viðurkenning fyrir vel unnin
störf, sem er æðsta viðurkenning
þess á eftir heiðursfélaganafn-
bót. Gamlir starfsbræður minn-
ast Skúla sem mikils málafylgju-
manns, sem barðist fyrir því sem
hann áleit að væri stéttinni fyrir
bestu.
Í haust urðum við kollegarnir
þeirrar ánægju aðnjótandi að
heimsækja Skúla á dvalarheim-
ilinu Skjóli til að fræðast af hon-
um frekar um félagið. Auk ýmiss
fróðleiks hafði hann yndi af því
að segja okkur frá sveitinni sinni
Mosfellssveit sem blasti við út
um gluggann. Síðustu heimsókn
okkar til hans og blessunarorðin
sem fylgdu okkur heim geymum
við í huga okkar og við minnumst
með hlýju góðs félaga.
Að leiðarlokum viljum við fyrir
hönd Arkitektafélags Íslands
þakka Skúla H. Norðdahl sam-
fylgdina og samstarfið um leið og
við vottum aðstandendum samúð
okkar.
Albína Thordarson,
Haraldur Helgason,
Örnólfur Hall.
Skúli H. NorðdahlMorgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á
forsíðu mbl.is og viðeigandi efn-
isliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Minningargreinar