Morgunblaðið - 16.02.2011, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 16.02.2011, Qupperneq 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞETTA ER VISSULEGA ÁNÆGJULEGUR... ...DAGUR! LÍKAM- LEG VINNA ER GÓÐ HÚN HJÁLPAR TIL VIÐ AÐ HVÍLA HUGANN ÞEGAR MÉR LÍÐUR ILLA ÞÁ BYGGI ÉG KASTALA ÉG ER BÚINN AÐ VERA FREKAR ÞUNGLYNDUR ÉG ER BÚIN AÐ FÁ NÓG AF ÞVÍ AÐ HREINSA UPP EFTIR ÞIG! HELGA, ÞÚ ERT YNDISLEG OG DUGLEG KONA... ...OG ÉG VIL AÐ ÞÚ VITIR AÐ ÉG KANN AÐ META ÞAÐ! ÉG ÆTLA AÐ SÝNA ÞÉR ÞAÐ MEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA NÝJAN PLÓG HANDA ÞÉR! ÉG FÓR AFTUR Í RÆKTINA Í DAG, Í FJÓRÐA SKIPTIÐ Í ÞESSARI VIKU VEL GERT HJÁ ÞÉR! ÉG ER LÍKA HÆTTUR AÐ BORÐA DJÚPSTEIKTAN MAT OG BORÐA HELMINGI MINNA EN ÉG GERÐI ÁÐUR FRÁBÆRT! ÉG ER SVO STOLT AF ÞÉR ELSKAN! *ANDVARP!* ÞETTA ER PATT- STAÐA ÉG GET EKKI LOSAÐ MIG ÚR ÞESSARI VÉL... OG ÞÚ GETUR EKKI SAGAÐ Í SUNDUR KLÆRNAR EF TIL VILL VÆRI BEST AÐ VIÐ KÆMUMST AÐ EINHVERS KONAR SAMKOMULAGI HVAÐ HEFURÐU Í HUGA? Vestfirsku alparnir Skaginn milli Arn- arfjarðar og Dýra- fjarðar er stundum nefndur vestfirsku alparnir. En hvernig skal það nafn vera til komið? Maður var nefndur Einar Þ. Guðjohnsen, ferða- málafrömuður og fararstjóri til margra ára, og kom oft með ferðahópa til Vestfjarða á sinni tíð. Eftir því sem næst verður komist mun hann fyrstur manna hafa byrjað að kalla skagann vestfirsku alpana, þar sem hvassbrýnd fjöll- in, hornin og tind- arnir á utanverðum skaganum minntu hann mjög á hin þekktu Alpafjöll suð- ur í Evrópu. Það er vert að rifja þetta upp núna, þegar í fjölmiðlum dynja aug- lýsingar þar sem koma fyrir nöfnin norðlensku alparnir, siglfirsku alparnir og austfirsku alparnir, svo dæmi séu nefnd. Hallgrímur Sveinsson, Brekku, Dýrafirði. Ást er… … að fara vel með það sem á að endast lengi. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa, postulín kl. 9, útskurður/postulín/Grandabíó kl. 13. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Heilsugæsla kl. 10. Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist og handavinna allan daginn. Bústaðakirkja | Handavinna, spilað og föndrað sem fyrr kl. 13. Börn úr Foss- vogsskóla mæta og spila félagsvist. Hjúkrunarfræðinemar koma og kynna sér félagsstarfið. Ritningarlestur og bæn. Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, leik- fimi kl. 10, verslunarferð í Bónus kl. 14.40. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, vefnaður kl. 9, leikfimi kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-hrólfar fara í létta göngu kl. 10. Söngvaka kl. 14, umsjón Helgi Seljan og Sigurður Jónsson. Söngfélag FEB kóræf- ing kl. 17. Aðalfundur félagsins föstudag 18. febrúar kl. 13. í Stangarhyl 4. Félagsheimilið Boðinn | Stólaleikfimi kl. 10.30, hádegismatur kl. 12. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30/10.30, leiðbeinandi í handavinnu kl. 9, glerlist kl. 9.30/13, félagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15, bobb kl. 16.30. Á morgun, 17. feb., kl. 14 verður Góugleði með góðri dagskrá og vöfflukaffi. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- list kl. 9.05, ganga kl. 10, postulíns- málun, kvennabrids, málm- og silf- ursmíði kl. 13. Íslendingasögur kl. 16. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8.15/12.10, kvenna- leikfimi kl. 9.15, 10, 11, bútasaumur/ brids kl. 13. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9. Vatnsleikfimi kl. 9.50. Leikfimi kl. 10.30, sungið og dansað. Frá hádegi er spilasalur opinn. Grensáskirkja | Samverustund eldri borgara í safnaðarheimilinu kl. 14. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Setrið opnar kl. 10, kaffispjall. Helgi- stund kl. 11, brids kl. 13 veitingar. Hraunsel | Pútt kl. 10, næsti bók- menntakl. 23. febr. kl. 10.30, línudans kl. 11, boltaleikfimi kl. 12, glerbræðsla/ handavinna og tréskurður kl. 13, bingó kl. 13.30, vatnsleikfimi kl. 14.40, kór kl. 16. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30. Vinnustofa kl. 9 hjá Sigrúnu. Sam- verustund kl. 10.30, lestur og spjall. Hæðargarður 31 | Fastir liðir. Ný dag- skrá liggur frammi. Tölvuleiðbeiningar alla mánudaga kl. 13.15. Leiðbeinandi Sigríður Kristjánsdóttir. Áttu útsaumað- an öskupoka frá því í den? Öskupoka- sýning í undirbúningi í tilefni af öskudeg- inum. Spænskan er byrjuð. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Kópavogs- skóla kl. 14.40. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun keila í Öskjuhlíð kl. 10. Bókmenntaklúbbur hefst í Eirborgum kl. 13.30, sjúkra- leikfimi kl. 14.30 og listasmiðja er opin e.h. fimmtudaga. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur kl. 10.30, iðjustofa – gler- málun kl. 13. Neskirkja | Opið hús kl. 15. Þorvaldur Víðisson er á leið til Noregs til að vera prestur í nágrenni Þrándheims. Hann var áður miðbæjarprestur. Hann segir okkur frá því sem skiptir hann mestu máli í líf- inu. Kaffiveitingar á Torginu. Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9, hjúkr- unarfræðingur kl. 10, félagsvist kl. 14. Kvöldskemmtun – Bandalag kvenna skemmtir kl. 20. Vesturgata 7 | Sund kl. 10, spænska kl. 13, myndmennt kl. 11.30, verslunarferð í Bónus kl. 13, tréskurður kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Tréskurður og smiðjan, bókband kl. 9, handa- vinnustofa kl. 9, morgunstund kl. 10, verslunarferð kl. 12.20, upplestur kl. 12.30, Dans fyrir alla kl. 14. Atli Harðarson sendi Vísna-horninu kveðju í tilefni af vísum í slitruhætti í gær um þjóð- arleiðtogann Mubarak: „Jósefína Meulengracht Diet- rich er gul læða, hagmælt og fjölvís, sem býr á Akranesi. Hún er ættuð frá Egyptalandi og fylg- ist vel með smáfuglum og frétt- um sem þaðan berast. Síðast þeg- ar hún lagðist yfir Moggann á eldhúsborðinu heima hjá sér mjálmaði hún milli þess sem hún las: -barak heitir maður Mú- (mörg er bagan út úr kú) á hann lýður -aði pú- -inn úr landi því er flú-. Margt fleira hefur Jósefína kveðið sem í minnum er haft. Eitt sinn þegar hún þurfti að reka ill- an hund af landareign sinni heyrðist hún hvæsa: Heyra mátti að hundur gó hoppaði og næstum fló út um gluggann gullinló glottandi með brýnda kló.“ Davíð Hjálmar Haraldsson sá myndir af glæsilegum bændum Hörgárdals, sem fara með hlut- verk í sýningu leikfélagsins á staðnum eftir myndinni Full Monty. Hann hreifst með þjóðinni og varð að orði: Flekkóttir af fjósakúk flíka vænum sinum, vöðvafjöld og bleikum búk. Ber þó Doddi af hinum. Þorleifur Konráðsson varð að játa það á sig að hafa klikkað á fjölmörgum atriðum í heim- ilisverkum um helgina, en þegar frúin á heimilinu tók því með jafnaðargeði orti hann: Hlýtt og stillt er hennar geð, hugsun öll í lagi þótt hún burðast megi með mig í eftirdragi. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af slitrum og hagmæltri læðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.