Morgunblaðið - 16.02.2011, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2011
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fyrir skömmu kom út í Kanada
diskur með gítarleikaranum Birni
Thoroddsen, Rich-
ard Gillis, trompet-
leikara og stjórn-
anda, Stórsveit
Reykjavíkur og Agli
Ólafssyni söngvara
og hefur hann hlotið
mjög góða dóma vestra. Af því tilefni
bjóða Björn, Salurinn í Kópavogi og
Stórsveit Reykjavíkur upp á tón-
leika í Salnum sunnudaginn 13. mars
og er aðgangur ókeypis.
„Við viljum gera eitthvað til þess
að gleðja fólk og láta það hafa um
eitthvað annað að hugsa en kreppu,“
segir Björn og leggur áherslu á að
öll vinna verði gefin á tónleikunum
og því komi peningar hvergi við
sögu.
Vestur-Íslendingurinn dr. Rich-
ard Gillis kemur frá Kanada og
stjórnar sveitinni á tónleikunum, en
hann hefur útsett tónlist Björns
vegna tónleikanna. Gillis er frá Sas-
katchewan, starfar sem prófessor
við tónlistarskóla Manitoba-háskóla
og hefur verið stjórnandi Stórsveitar
Winnipeg-borgar frá 1991 auk þess
að vera þekktur trompetleikari
vestra.
Samvinna síðan 2000
Björn og Gillis hafa unnið saman
síðan leiðir þeirra lágu fyrst saman
snemma árs 2000. Þeir hafa gefið út
fjóra diska saman og margoft spilað
saman á tónleikum í Kanada, Banda-
ríkjunum og á Íslandi, m.a. í hljóm-
sveitunum Cold Front með Steve
Kirby og fleiri tónlistarmönnum og
Guitar Islancio þar sem Jón Rafns-
son og Gunnar Þórðarson hafa auk
þess verið í lykilhlutverkum. Auk
þess hefur Björn oft leikið sem sér-
stakur gestur með Stórsveit Winni-
peg-borgar og starfað sem gesta-
kennari hjá Gillis.
Samvinna félaganna hefur sér-
staklega verið árangursrík vestra.
Þeir hafa til dæmis komið fram við
ýmis tækifæri í Íslendingabyggðum
og reyndar má gera því skóna að
Cold Front og Guitar Islancio séu
þekktustu „íslensku“ böndin í ís-
lenska samfélaginu vestra.
Haustið 2009 stjórnaði Gillis Stór-
sveit Reykjavíkur á tónleikum í Ráð-
húsinu, þar sem flutt voru lög eftir
Björn og í kjölfarið ákvað hann að
gefa út disk með sveitinni, Birni og
Agli Ólafssyni söngvara. Diskurinn
Rhymes var tekinn upp í Stúdíói
Sýrlandi í fyrra, en fyrir skömmu
gaf Ice Music Press hann út í Kan-
ada með opinberum styrk þaðan.
Diskurinn hefur fengið mjög góða
dóma, meðal annars fjórar stjörnur
af fimm í Winnipeg Free Press, út-
breiddasta dagblaði Manitoba.
Þessi 10 laga diskur er töluvert
frábrugðinn fyrri diskum félaganna.
Til þessa hafa þeir lagt áherslu á
djassinn en núna er alþjóðlegra yf-
irbragð á lögunum.
Nýtt áhlaup í Vesturheimi
Björn og Gillis ætla að fylgja
disknum eftir í Bandaríkjunum og
Kanada í sumar og koma til með að
spila með ýmsum stórsveitum
vestra. Gillis stjórnar þá sveitunum
á hverjum stað og Björn spilar með
sem gestaleikari. „Þetta er alveg
nýtt áhlaup. Hann stjórnar hljóm-
sveitunum og ég leik sem gestaleik-
ari. Þetta er mjög spennandi, æv-
intýrið byrjaði með tónleikum og það
endar með tónleikum,“ segir Björn.
Tónleikar Björn Thoroddsen og Richard Gillis stilla saman strengi sína með Stórsveit Reykjavíkur.
Nýr diskur hjá Birni
Thoroddsen og félögum
Frítt á tónleika í Salnum og ferð um Vesturheim í sumar
Söngvarinn Geir Ólafsson snýr aftur til landsins í dag
eftir vel heppnaða heimsókn vestur um haf. Þangað var
honum boðið til að syngja með Dons Randis á skemmti-
stað Randis, The Baked Potato í Hollywood og stóð
upphaflega aðeins til að hann myndi syngja með sveit.
Þegar út var komið vildu þó fleiri fá Geir til að syngja
og þannig var honum boðið að syngja með ýmsum
hljómsveitum, þar á meðal með stórsveit Ted Hermans í
Palm Springs sem fékk hann tvívegis sem gest með
sveitinni og þá til að syngja megnið af sama prógrammi
og hann söng með Randi.
„Þetta hefur verið miklu meira en ég reiknaði með,“
segir Geir og bætir við að þetta hafi allt verið ótrúlegt
ævintýri. „Það að fá að vinna með hverjum snillingnum
af öðrum er frábært tækifæri og líka mikil lífsreynsla,“
segir hann en bætir við að hann taki þó öllu umstanginu
með ró; „maður verður að vera rólegur, jákvæður og op-
inn fyrir tækifærum, en aðalatriðið er að standa sig sem
best á sviðinu.“
Geir hefur verið boðið að koma aftur út í haust og þá
til að spila með hljómsveit Dons Randis að nýju, en
líka með stórsveit Ted Hermans og fleiri sveitum. Don
Randi er síðan væntanlegur til landsins í sumar að
hljóðrita breiðskífu með Geir sem stendur til að gefa
út á árinu.
arnim@mbl.is
Frábært tæki-
færi og mikil
lífsreynsla
Geir Ólafsson gerði víðreist
Sveifla Geir Ólafsson
með stórsveitarleiðtog-
anum Ted Herman.
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Þri 22/2 kl. 20:00 forsýn Sun 6/3 kl. 20:00 5.k Fös 25/3 kl. 22:00 aukasýn
Mið 23/2 kl. 20:00 forsýn Þri 8/3 kl. 20:00 aukasýn Lau 26/3 kl. 19:00 12.k
Fim 24/2 kl. 20:00 forsýn Mið 9/3 kl. 20:00 6.k Fös 1/4 kl. 19:00
Fös 25/2 kl. 20:00 frumsýn Fös 11/3 kl. 19:00 7.k Lau 2/4 kl. 19:00
Lau 26/2 kl. 19:00 2.k Fös 11/3 kl. 22:00 aukasýn Sun 3/4 kl. 20:00
Þri 1/3 kl. 20:00 aukasýn Mið 16/3 kl. 20:00 8.k Fim 7/4 kl. 20:00
Mið 2/3 kl. 20:00 3.k Fim 17/3 kl. 20:00 9.k Lau 9/4 kl. 19:00
Fös 4/3 kl. 19:00 4.k Fös 18/3 kl. 19:00 10.k Sun 10/4 kl. 20:00
Fös 4/3 kl. 22:00 aukasýn Fös 18/3 kl. 22:00 ný aukas Sun 17/4 kl. 20:00
Lau 5/3 kl. 19:00 aukasýn Fim 24/3 kl. 20:00 11.k
Lau 5/3 kl. 22:00 aukasýn Fös 25/3 kl. 19:00 aukasýn
Tveggja tíma hláturskast...með hléi
Ofviðrið (Stóra sviðið)
Fim 17/2 kl. 20:00 7.k Fim 3/3 kl. 20:00 Sun 13/3 kl. 20:00
Sun 20/2 kl. 20:00 Fim 10/3 kl. 20:00
Ástir, átök og leiftrandi húmor
Fjölskyldan (Stóra svið)
Lau 19/2 kl. 19:00 aukasýn Lau 12/3 kl. 19:00 aukasýn Sun 27/3 kl. 19:00 aukasýn
Sun 27/2 kl. 19:00 aukasýn Sun 20/3 kl. 19:00 aukasýn Fim 31/3 kl. 19:00 lokasýn
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar. Allra síðustu sýningar!
Faust (Stóra svið)
Fös 18/2 kl. 20:00 lokasýn
Síðasta sýning!
Elsku Barn (Nýja Sviðið)
Mið 16/2 kl. 20:00 Fim 17/2 kl. 20:00 Sun 20/2 kl. 20:00 lokasýn
Síðustu sýningar!
Afinn (Litla sviðið)
Fim 17/2 kl. 20:00 Lau 19/2 kl. 19:00 Sun 27/2 kl. 20:00
Fös 18/2 kl. 19:00 Sun 20/2 kl. 20:00 Lau 19/3 kl. 19:00
Óumflýjanlegt framhald Pabbans. Sýnt á Stóra sviðinu í mars
Nýdönsk í nánd (Litla svið)
Mið 16/2 kl. 20:00 3.k Fös 25/2 kl. 20:00 6.k Lau 26/2 kl. 22:00
Mið 23/2 kl. 20:00 4.k Fös 25/2 kl. 22:00
Fim 24/2 kl. 20:00 5.k Lau 26/2 kl. 19:30
Sáldrandi brjáli sem aldrei fyrr
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Lau 19/2 kl. 14:00 Sun 27/2 kl. 12:00
Sun 20/2 kl. 14:00 Sun 27/2 kl. 14:00
Bestu vinkonur allra barna
Nei Ráðherra – forsalan í fullum gangi!
Ath. Sýningar hefjast kl. 19:00
Nánar á leikhusid.is
Sími miðasölu 551 1200
Mbl, GSP
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Miðasala í Háskólabíói » Sími 545 2500 » www.sinfonia.is
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Rómantíska sinfónían Fim. 24.02. kl. 19:30
Hljómsveitarstjóri: Bertrand de Billy
Einleikari: Isabelle Faust
Anton Bruckner: Sinfónía nr. 4, Rómantíska sinfónían
Ludwig van Beethoven: Fiðlukonsert
Hljómsveitarstjóri: Louis Langrée
Einleikari: Kirill Gerstein
Johannes Brahms: Píanókonsert nr. 2
Robert Schumann: Sinfónía nr. 4
Gerstein spilar Brahms Fim 17.02. kl. 19.30