Póstmannablaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 3
Ný viðhorf hafa skapast
Ávarp Halldórs Blöndal, samgönguráðherra
Nú eru ríflega tvær aldir síðan festa
komst á póstflutninga hér á landi
með því að reglulegar póstferðir
hófust milli Eyjatjarðar og Bessa-
staða í október 1783. Það var eyfirski
landpósturinn Gunnar Rafnsson, sem
þá lagði upp í sína fyrstu för frá
Espihóli og síðan um sýslumanns-
setrin á Víðivöllum og Víðidalstungu
yfir Holtavörðuheiði til Bessastaða.
Hann átti eftir að gegna þessu starfi
um tveggja áratuga skeið. Störf land-
póstanna voru erfið og háskaleg og
má segja að gangi kraftaverki næst
hversu sjaldan þeir urðu fyrir slysi
eða fórust í póstferðum.
Eftir því sem tímar liðu efldist póst-
þjónustan og komst í fastar skorður.
Tilgangurinn er vitaskuld sá að
tryggja með öruggum hætti að bréf
geti borist frá einum stað til annars
hér á landi eða erlendis með svo
ódýrum hætti sem verða má og skuli
allir sitja við sama borð, hvort sem
viðskiptin eru mikil eða lítil eða
jafnvel hverfandi. Þetta er sú gamla
hugsun. Nú eru tímarnir að breytast.
Ekki er lengur nauðsynlegt að glögg
skilaboð berist bréflega heldur er
auðvelt að senda þau milli fjarlæg-
ustu staða loftleiðis enda samkeppni
á þessu sviði sem öðrum harðnandi.
Þessi nýju viðhort' hljóta að hafa
áhrif á eðli póstþjónustunnar þótt
mikilvægi hennar sé ekki minna en
áður og raunar vaxandi.
Eg hef verið þeirrar skoðunar að
bæði vegna viðskiptavina póstþjón-
ustunnar og starfsmanna sé nauðsyn-
legt að íhuga það fordómalaust
hvernig hinum nýju og ströngu kröf-
um nútíma þjóðfélags verður best
svarað. Það er vexti og viðgangi
póstþjónustunnar fjötur um fót að
marka henni til frambúðar bás sem
opinberri stofnun. Starfsmennirnir,
ekki síður en viðskiptavinirnir, hljóta
að ætlast lil þess að póstþjónustunni
séu gefnar frjálsar hendur til að halda
velli í samkeppninni og sækja inn á
markaðinn með þeim fjölbreytilega
hælti sem nútíma atvinnurekstur
kret'st. Við megum ekki gleyma því
að póstþjónustan starfar í alþjóðlegu
umhverfi sem auðvitað setur henni
skorður, en gefur henni líka tækifæri
Halldór Blöndal, samgönguráðhen a
til þess að færa út starfsemi sína ef
rétt er að staðið.
Nú, þegar Póstmannafélag Islands er
75 ára árna ég póstmönnum heilla og
færi þeim þakkir fyrir mikilvæg störf.
Félagið hefur á liðnum áratugum
ekki aðeins staðið vörð um hagsmuni
stéttarinnar í þröngum skilningi
þeirra orða heldur líka, og það er
mikilvægt, lagt áherslu á menntun
hennar og starfshæfni. Þess vegna er
hún vel undir það búin að mæta þeim
miklu kröfum sem lil hennar eru
gerðar í hinu flókna viðskiptaum-
hverfi nútíma þjóðfélags.
Þakkir til póstmanna
Ávarp póst- og símamálastjóra
Miklar breytingar hafa orðið í
meðferð og tlutningi pósts á
þeim 75 árum sem liðin eru frá því
Póst-mannafélagið var stofnað. Þá
fluttu landpóstarnir póstinn lil við-
takenda að jafnaði tvisvar í mánuði
og til útlanda fór allur póstur með
skipum. Stórbættar samgöngur inn-
anlands og daglegt tlug til annarra
landa eiga sinn þátt í þeim stór-
kostlegu breytingum sem hafa orðið
á póstþjón-ustunni síðan þá.
Hinu má hins vegar ekki gleyma að
mikið starl'og góð skipulagning ligg-
ur að baki þeirrar góðu póst-þjónustu
sem við búum við í dag.
Nú er svo komið að yfir 80% lands-
manna fá póstinn sinn daginn eftir að
hann er póstlagður innanlands. Mark-
viss og vönduð vinnubrögð við
afgreiðslu pósts, flokkun og undir-
búning flutnings, hafa skilað sér í því
að fyrirtækið hefur getað sett sér
gæðastaðla og staðið við þá. Póst-
menn sjálfir hafa tekið virkan þátt í
því að móta framtíðarstefnu fyrir
póstinn og skilgreina hlutverk hans
og markmið. Stjórn PFI og félags-
menn allir eiga þakkir skildar fyrir
þetta starf en það ber vott um
skilning póstmanna á síbreytilegu
viðskiptaumhverfi okkar.
Póstmannastéttin er enn eldri en
Póstmannafélag íslands og er nú
unnið að því að rita sögu hennar. Það
er mikilvægt að gleyma ekki að færa
klukkuna sína fram til þess tíma sem
maður lifir á og það er póstmönnum
löngu Ijóst. Þeir vita að störf þeirra
eru til vegna viðskiptavinanna og því
Ólafur Tómasson, póst- og síma-
málastjóri
hafa þeir í stefnuskrá póstsins sett sér
það markmið að þróa framsækið
fyrirtæki sem eflist á forsendum
viðskiptavinanna.
A 75 ára afmæli Póstmannafélags
Islands færi ég póstmönnum inni-
legar hamingjuóskir og þakka þeim
trúmennsku og vel unnin störf á liðn-
um árum.