Póstmannablaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 4

Póstmannablaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 4
Árnaðaróskir til póstmanna Ávarp Leu Þórarinsdóttur, fyrrum formanns PFÍ Við póstmenn höfum nýlega haldið 75 ára afmæli félags okkar. Á þeim þrem aldarfjórðungum sem liðnir eru síðan PFI var stofnað hafa átt sér stað miklar breytingar á ís- lensku samfélagi og margt af því sem átti við um daginn í gær á ekki leng- ur við í dag. En þótt margt hafi breyst þá er annað sem ekki hefur tekið breytingum. Og það á vissulega við um þann grund- völl sem þetta félag okkar, Póst- mannafélag Islands var reist á fyrir 75 árum. Þau meginmarkmið sem frumkvöðlarnir höfðu að lciðarljósi eru hin sömu nú og þau voru árið 1919: Að beita sér fyrir bættum kjörum, traustari réttindum og öryggi starfsfólkinu til handa. Ofar öllu öðru var sú hugsun að taka félagslega á málum. Menn fundu að með því að efla með sér samvinnu - bindast samtökum - fengu þeir meira áorkað fyrir bættum kjörum en þegar þeir voru einir á báti. Að þannig ntynduðu þeir afl sem var margfalt sterkara en einstak- lingarnir bjuggu yfir hver um sig. Þótt meginmarkmið Póstmannafé- lagsins séu fyrst og fremst þau að bæta kjörin og standa um þau vörð, þá ber að hafa í huga að kjör eru ekki Lea Þórarinsdóttir einvörðungu krónur og aurar. Þess vegna hafa markmið Póstmannafé- lagsins jafnan verið þau - og eigum við það sammerkt með bestu hug- sjónum verkalýðshreyfingarinnar - að stuðla að félagslegu réltlæti og hlúa að mannlegum verðmætum. Með nokkrum sanni má segja að þessir þættir tengist þeim vettvangi sem við störfum á. Því þegar allt kemur til alls er það meginhlutverk og tilgangur Pósts og síma að koma á sambandi milli fólks. Til að ná þessu markmiði tökum við sífellt meiri tækni í okkar þjónustu. Gætum að því að tæknin verði okkur aldrei yfir- sterkari, svo allsráðandi að mannleg samskipti víki fyrir tæknivæðingu. Minnumst þess að hversu stórfengleg sem tæknin kann að verða þá eru hin mannlegu verðmæti mikilvægari. I Póstmannafélaginu er nýlokið kjöri til nýrrar stjórnar félagsins. Sjálf hætti ég nú að gegna formennsku í félaginu og vil ég á þessum tímamót- um færa póstmönnum þakkir fyrir gott samstarf og margar ánægju- stundir á liðnum árum. Ég óska ný- kjörinni forystu PFI alls góðs og að við póstmenn berum gæfu lil að standa sameinuð til góðra verka. Póstmannafélagi Islands óska ég bjartrar framtíðar. Póstmanna- félag íslands 75 ára Sjötíu og fimm ára félag er framsækið enn í dag, það hefur verið skjöldur og skjól og skapað þegnunum hag. Þeim sem að stofnun þess stóðu sendum við þakklætis brag. Félagar frjálsir og hraustir fagna sigrum í dag, því margt hefur unnist á langri leið, sem laðar að bættum hag, þótt gatan væri oft grýtt og breið var hún gengin og fundið lag. Þótt tölvum og tækjum Ijölgi sem tryggja og létta störf, þá telja margir að hugur og hönd sé í höfuðatriðum þörf, því vélmenni vilja bila er vandfyllt í þeirra skörð. Baráttumenn og baráttukonur, sem berjast við sterkan hramm, þið megið engu tapa en alltaf sækja fram, því lífið er enginn leikur fyrir láglauna félagsmenn. Við óskum félaginu alls hins besta að auðna því gangi í hag, á minningarspjöldin megi festa manndóm opg bræðralag. Áfram til starfa engu má fresta það er óvíst um næsta dag. Dýrmundur Olafsson 4

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.