Póstmannablaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 20

Póstmannablaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 20
Björn Björnssim: „Pá vöknuðum við upp við þann vunda draum að samtökin og félögin áttu sér engan samastað. Verðum ávallt að vinna að bættri póstþjónustu Rætt við Björn Björnsson, formann PFÍ1967-1968 og 1976-1984 að má segja með fullum sanni, að Pósturinn hafi sleppt ritvélaöld- inni í tækniþróuninni , segir Björn Björnsson umdæmisstjóri í Umdæmi I en við erum komnir til hans á skrif- stofuna við Armúlann í Reykjavík. „Við slepptum ritvélinni nær alveg og pósturinn fór nánast beint frá handskrifuðum skjölum og gögnum og inn í tölvuheiminn.“ Ætlunin er að ræða stuttlega um for- mannstíð Björns í Póstmannafélagi íslands. Eftir að hafa orðið sammála um að ólíkt hafi gamla embættisheit- ið Póstmeistarinn í Reykjavík verið hljómmeira og fallegra en umdæmis- stjóri þá snúum við okkur félagsmál- unum. „Ég byrjaði að starfa hjá póstinum árið 1946 og þá fyrir hreina tilvilj- un, segir Björn. „Eftir gangfræða- próf hafði ég lokið utanskólaprófi upp í þriðja bekk Verslunarskóla ís- lands og ætlaði að Ijúka þar námi. Vegna breyttra persónulegra að- stæðna gat ekki orðið af því. Snéri ég mér síðan að því að leita mér að vinnu. Þá stóð fyrir dyrum töluverð fjölgun starfsmanna hjá Póststofunni í Reykjavík. Teknar voru vaktir og vinnutími auk þess lengdur og varð 37 klukkustundir á viku. Árið 1946 voru þeir tímar, að launakjör hjá póstinum voru góð. Við höfðum sömu laun og kennarar. Ég minnist þess einnig, að á þessu ári hófu nokkrir lögreglumenn störf hjá Póst- stofunni. Þeint buðust þar betri kjör en í fyrra starfi, segir Björn enn- fremur. Björn Björnsson varð tljótlega áhugasamur unt ntálefni Póstmanna- félagsins og varð þar m.a. varafor- maður 1965 - 1967 í formannstíð Tryggva Haraldssonar. „Þá stóðu harðar deildur við ríkis- valdið vegna þess að kjör póstmanna höfðu ekki fylgt kjörum annarra starfsstétta. Við gripunt þá til þess ráðs í desember árið 1966 að setja á yfirvinnubann að lokinni yfirvinnu- skildu í miðjum jólaönnum. Upp úr því varð samkomulag að Póst- og símaskólinn skyldi settur á fót. Samið var um að nám þaðan gæfi okkur tveggja launaflokka hækkun. Björn setlist síðan í formannssætið 1967 - 1978. „Við fylgdum þessum fyrri árangri eftir en síðan dró ég ntig í hlé frá fé- lagsstörfum um nokkurra ára skeið , segir Björn. „Það var síðan árið 1976, sem ég gaf kost á mér til starfa í Félagsráði. Til- efni þess var að mér og fleirum þótti hvorki tekið nægilegt tillit til útibú- anna hér í Reykjavík, sem þá voru komin á fót, né starfsmanna þeirra. Ég var síðan í kjölfarið kjörinn for- maður Póstmannafélags Islands á nýjan leik. Síðan kom að fyrsta verk- falli opinberra starfsmanna árið 1977. Starfsemi BSRB og félaga þar innanborðs jókst auðvitað um allan helming. Þá vöknuðum við upp við þann vonda draum, að samtökin og félögin áttu sjálf engan vísan sama- stað. Þá var fasteignin við Rauðarár- stíg keypt og varð Póstmannafélagið þar 15% eignaraðili og studdi málið að afli. Auk þess minnist ég þess að þáverandi stjórn lét gera merki fé- lagsins og fána, segir Björn. „Ég minnist þess líka að á þessum árum urðu töluverð átök unt Starfs- mannaráð Landssímans. Póstmenn mótmæltu því að ráðið væri aðal unt- sagnaraðili um stöðuveitingar innan Pósts og síma, án þess að póstmenn hefðu þar neitt um að segja. Um þetta höfðu verið átök til fjölda ára. Þáver- andi samgönguráðherra, Halldór E. Sigurðsson hjó loks á þennan hnút. Reyndist það strax góður vettvangur til lausnar margra mála, styrkti einnig verulega félagslega slöðu okkar póst- manna. Einnig varð þetta til þess, að rígur, sem um árabil hafði verið á milli póstmanna og símamanna, hvarf að mestu leyli. Björn segist hafa haft mikla ánægju af þátttöku í félagsmálum póst- manna. „Ég var líka svo heppinn að hafa mikinn og góðan útvalshóp með mér í sljórn. Án þess getur formaður- inn einn ekki lyft neinum Grettistök- um. Við vinnum enga sigra í félags- málum án mikillar samvinnu. 20

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.