Póstmannablaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 21
Nú má segja að Björn sé kominn
„hinum megin við borðið sem um-
dæmisstjóri. Hvernig er að gegna
einu æðsta embættinu hjá Pósti og
síma fyrir mann sem um árabil barð-
ist fyrir bættum kjörum póstmanna
bæði varðandi laun og veg stéttarinn-
Nú, þegar Póstmannafélag íslands
heldur upp á 75 ára afmælið á sér
stað mikil breyting í störfum póst-
manna. Ur stefnuskrá Póstsins, P-
2000 er verið að undirbúa ný þjón-
ustutilboð. Eitt vcrkefnið þar er fyrir-
tækjaþjónustan. A henni var byrjað á
síðasta ári til reynslu á Akureyri og
R-12. Fleiri pósthús bætast við á
næstunni.
Segja má að verkum sé snúið við
með þessari þjónustu. Nú er það pós-
tmaðurinn sem l'er og sækir það sem
viðskiptavinurinn vill senda en um
leið fer hann einnig með póst til
fyrirtækisins.
í fyrirtækjaþjónustunni eru kynntar
tvær nýjungar. Annars vegar boð-
póstur, sem er hraðsendingarþjónusta
innan ákveðinna póstnúmerasvæða.
Boðið er upp á tvo möguleika, þ.e.
að sending verði komin til viðtak-
„Ég finn í raun og veru engan mun
þar á. Við póstmenn þurfum ávallt að
vinna að stöðugt betri póstþjónustu,
sem auðvitað er orðin fjölbreyttari og
að mörgu leyti betri en áður var. Sú
viðleitni er og verður ávallt grund-
völlur þess að við póstmenn verjum
og bætum starfskjör okkar í heild,
segir Bjöm Björnsson að lokum.
enda innan 2ja eða 4ra tíma frá við-
töku hennar. Hins vegar er þar kynnt
sú nýjung að viðkomandi geti greitt
burðargjald fyrir bögglapóst innan-
lands.
Meginmarkmið með fyrirtækjaþjón-
ustunni er að vera í stöðugum sam-
skiptum við fyrirtæki og þjónusta
þau enn betur en gert hefur verið
hingað til. Viðskipti fyrirtækja standa
undir langstærstum hluta tekna
póstsins þannig að mikilvægt er að
sinna þessum viðskiptavinum vel.
Breytt þjóðfélag og aukin samkeppni
gerir þá kröfu að hver Póst- og
símstöð verður að vera vakandi yfir
þeim viðskiptum sem möguleg eru á
hverju svæði fyrir sig. Hver stöð
þekkir best sína viðskiptavini eða
fyrirtæki á hverju svæði og getur
þannig best metið hvaða þjónustu
hver og einn þarf mest á að halda.
GJALLARHORNID
Afmælisgjöf S/L
Þeir félagsmenn sem verða 40, 50
og 60 ára á árinu og hyggja á
ferðalög með Samvinnuferðum
/Landsýn á árinu I994,fá 5000
kr. afsláttar-ávísun frá þeim í
ferðir til Mallorca, Benidorm,
Orlando, Túnis og í sumarhús í
Hollandi. Einnig íferðir S/L til
Irlands í sumar og haust.
Þeir sem eiga rétt á þessum
pappírsglaðning frá
Samvinnuferðum/Landsýn og
hyggja áferðalög, hafi samhand
við skrifstofu Póst-
mannafélagsins sem mun sjá um
að viðkomandi fái ferðaávísunina
senda.
Ábo farar athugið!
Póstmannafélag Islands hefur
ákveðið að styrkja þœr konur sem
hyggjast fara á kvennaráðstefn-
una í Aho í sumar með allt að
10.000 krónum. Aho farar eru því
vin-samlegast heðnir að snúa sér
til skrif-stofu PFI þar sem þeirfá
greiddan styrkinn með framvísun
farmiða.
Viðtalstími formanns
Þuríður Einarsdóttir, formaður
Póstmannafélags Islands er með
viðtalstíma á skrifstofu PFI að
Grettisgötu 89 á þriðjudögum og
fimmtudögum frá kl. 13:00-16:00.
Símar eru 91-626052 og 936560.
Veikindi í orlofi
Enn einu sinni er athygli félags-
manna vakin á því að veikist þeir í
orlofi, skal það strax tilkynnt
yfirmanni símleiðis
og telst sá tími ekki til orlofs,
enda sanni starfsmaður með
lœknisvottorði að hann hafi ekki
getað notið þess.
ar'
Jón Bender á R-5 er einn þeirra sem þjónustar fyrirtækin í landinu.
Nýjung hjá Póstinum:
Fyrirtækjabiónusla
21