Póstmannablaðið - 01.05.1994, Síða 14
Árni P. Jónsson, fyrrum formaður PFI: „Ég minnist með ánægju öflugs taflfélags
og skemmtana sem við efndum til. En kjarabaráttan var þó aðalatriðið".
Þetta var harður slagur
Rætt við Árna Þ. Jónsson, formann PFÍ1962-1964
Hóf störf í febrúar árið 1946 í
skráningardeild Póststofunnar í
Reykjavík. Skipaður fulltrúi þar árið
1954, varðstjóri 1956, yfirdeildar-
stjóri bréfapóststofu 1970 og að lok-
um póstrekstrarstjóri við Póststofuna
í Reykjavík árið 1980. Hætti störfum
árið 1987 m.a. vegna veikinda eigin-
konu sinnar og var auk þess kominn
á svonefnda 95 ára reglu og með rétt
til fullra eftirlauna.
Svo stuttlega er hægt að spanna á
prenti allan starfsferil og rúmlega
helftina af lífsferli eins fyrrverandi
póstmanns. Póstmanns sem á að baki
rúmlega tjögurra áratuga starfsferil
hjá Pósti og síma, þar sem hann
gegndi trúnaðarstörfum bæði fyrir
stofnunina og samtök starfsmanna.
Hvernig var vegferð Arna Þ. Jóns-
sonar, sem fæddist í Kelduhverfi í
Suður-Þingeyjarsýslu og situr nú á
friðarstóli að lokinni starfsævi suður
I Reykjavík? Þessu verður á engan
hátt svarað í stuttu viðtali hér í blað-
inu og mun ekki undra neinn. Við
heimsóttum Arna hinsvegar á dögun-
um að glæsilegu heimili hans í Mið-
leiti. Þar býr hann nú einn en við
góðar aðstæður, orðinn ekkjumaður
og börnin sex komin til manns. Hér á
eftir koma nokkrir punktar úr samtali
okkar við Arna:
- Þú varst formaður Póstmannafé-
lags íslands árin 1962 til 1964?
„Já, ég varð það eftir að hafa starfað
töluvert að félagsmálum póstmanna
um nokkurra ára bil. Um það leyti
sem ég settist í formannssætið stóðu
yfir grundvallarbreytingar á öllu
launakerfi ríkisins. Launaflokkum,
sem fram til þessa höfðu verið um
það bil 10 var nú tjölgað upp í 28.
Má með sanni segja að þarna hafi
verið um byltingu að ræða með lil-
heyrandi uppröðun í launaflokka og
jafnvel undir nýjum starfsheitum.
Mér er það minnisstætt að við fulltrú-
ar póstmanna áttum meðal annars all-
nokkrar viðræður við þáverandi tjár-
málaráðherra dr. Gunnar Thorodd-
sen, sem tók okkar ávallt vel eins og
hans var von og vísa. Hitt fór hins
vegar ekkert á milli mála að róðurinn
í kjarabaráttunni var erfiður á þessum
tímamótum eins og oftar.
Samkvæmt nýju launalögunum var
það svonefnt Kjararáð, sem annast
átti um niðurröðum starfsmanna rík-
isins í launatlokka. Samhliða því
hót'st hið harðasta stríð um flokkun
starfa ásamt meðfylgjandi mati. Fram
til þessara tímamóta hafði staða póst-
manna verið nokkuð sterk að því ég
tel, kjaralega séð. Svo fór að röðun
póstmanna í launaflokka tók nokkur
misseri. Þegar yfir lauk hafði Kjara-
ráðið, sem skipað var bæði fulltrúum
BSRB og ríkisins gefið út þrjár eða
tjórar niðurstöður um launakjör póst-
manna. - Já þetta var harður slagur.
- Var Póstmannafélag Islands sterkt
félag á þessum árum?
„Já það tel ég hafa verið. Við stóðurn
nokkuð framarlega meðal félaga
starfsmanna ríkisins á þessum árum,
enda meðal þeirra elstu. Upp úr
þessu, eða á síðari hluta sjöunda ára-
tugarins, fóru aðstæður að breytast
og starfsmenn póstsins fóru að skipt-
ast niður á fleiri félög. Það fylgdi
aukinni sérhæfingu í þjóðfélaginu al-
mennt, tölvuvæðingu og þess háttar.
Póstmannafélagið stóð svo sem ekki
eingöngu í kjarabaráttu, þó svo hún
hafi verið meginmálið í formannstíð
minni og misserin þar í kring. Ég
minnist með ánægju öflugs taflfé-
lags, fjöltetla og skemmtana sem við
efndum til víða um bæinn. Þannig
mætti margs minnast úr félagslífi
póstmanna á fyrri tíð en ég get ekki
neitað því að það yljar mér í minn-
ingunni að rétt um það leyti sem
fyrra kjörtímabili mínu sem for-
manns var að ljúka stóðu nokkrir
starfsfélaga minna fyrir því að safna
undirskriftum undir þessum texta:
„Þar sem við undirritaðir teljum að
mörg og þýðingarmikil mál varðandi
póstmannastéttina bíði úrlausnar, á-
lítum við nauðsynlegt að fráfarandi
14