Póstmannablaðið - 01.05.1994, Síða 18
Glæsileg sveit bréfbera í Reykjavík vorið 1953 fyrir utan gamla þósthiísið.
félagsins eins og þetta dæmi sýnir.
Næstu árin fór mikill tími í þóf á
milli stjórnar félagsins og póststjórn-
arinnar. Afangasigur vannst árið
1923 þegar póstmenn fengu greiðslu
fyrir það sem þeir unnu fram yfir tvo
tíma á helgidögum!
Hvorki gekk né rak í þessu réttinda-
máli næstu árin en 1931 var sett
reglugerð um vinnutíma póstmanna,
sem þó gekk engan veginn eins langt
og upphatlegar kröfur þeirra kváðu á
um. Loks árið 1942, réttum tuttugu
árum eftir ræðu Egils Sandholts,
fengu póstmenn loks ítarlega reglu-
gerð um vinnutíma, yfirvinnugreiðsl-
ur, sumarfrí og veikindagreiðslur.
Póstmannablaö með hléum
Þegar hér er komið sögu hafði nafni
félagsins verið breytt í Póstmannafé-
lag Islands, en það hafði verið gert
árið 1932 og voru félagsmenn þá 73
að tölu, 66 karlar og 7 konur. Það
sama ár ákváðu stórhuga stjórnendur
þess að stofna með sér blað og var
það nefnt Póstmannablaðið. í inn-
gangsorðum ritnefndarinnar í 1. tölu-
blaðinu er lit kom í ágústmánuði
þetta ár segir m.a.:
„Það hefir nú verið ákveðið, að
Póstmannfélagið geri tilraun til lit-
gáfu hlaðs, þar sem félagsmenn geti
rætt áhugamál sín og þau atriði er
snerta hag þessarar fámennu stéttar.
Ekki mun þurfa að fœra rökfyrir því
liér, hver nauðsyn útgáfa hlaðs er
fyrir póstmenn. Ónnur stéttarfélög,
er sum mumt varla fjölmennari en
Póstmannafélagið, hafa orðið vör við
þá nauðsyn og hqfist Itanda til þess
að hœra úr henni, að svo miklu leyti
er ástœður hvers félags hafa leyft.
Félagið gaf út fjölritað blað um
skeið. Komu út 2 tölublöð árið 1932,
4 blöð árið 1933, 3 blöð árið 1934 og
í júní 1935 kom út síðasta blaðið að
sinni. Þráðurinn var aftur tekinn upp
í desember 1941 með prentuðu Póst-
mannablaði í minna broti og var í
upphafi stelnt að árstjórðungslegri
útgáfu. Var Sveinn G. Björnsson val-
inn ritstjóri og ábyrgðarmaður. Gaf
hann út fjögur blöð á árinu 1942 en
þá kom aftur hlé á útgáfuna, „en þar
sem tekjur þess voru næstum engar,
nema af auglýsingum, var fjárhagur
þess þröngur er hér var komið sögu,
enda var allt prentverk kostnaðar-
samt, eins og segir í grein Kristjáns
Sigurðssonar í 25. ára afmælisblaði
PFÍ í júlí 1944, en þá var útgáfa
blaðsins hafin á ný eftir nokkurt hlé.
Kom þó aðeins út eitt tölublað og
síðan liðu heil 18 ár þar til Póst-
mannablaðið sá dagsins ljós á ný.
Við það tækifæri reit Gunnlaugur
Briem, þáverandi Póst- og símamála-
stjóri ávarp til póstmanna:
„Það er mjög ánœgjulegt, að póst-
menn skuli á ný hefja útgáfu póst-
mannahlaðs. Er þess að vœnta að til
þess verði vel vandað, svo að það
geti orðið póstmönnum til sœmdar og
vegsauka. Slíkt hlað mun efla sam-
starf meðal póstmanna og glæða
áhuga þeirra á starfinu og veita þeim
ýmiss konar fróðleik. Með því móti
getur það jafnframt orðið stofnun
þeirra til mikils góðs.
Þrátt fyrir góð orð Gunnlaugs kom
aðeins út eitt tölublað í þessari út-
gáfuhrinu árið 1962. Þrjú blöð komu
út árið 1968 er næst var farið af stað
með útgáfuna. Árið 1969, þegar
Póstmannafélag íslands varð 50 ára,
komu út tvö tölublöð af Póstmanna-
blaðinu og svo eitt tölublað árið
1973. Það var svo ekki fyrr en undir
lok 8. áratugarins sem blaðið hóf að
koma reglulega út eins og það gerir í
dag.
Litið um farinn veg
Nú, þegar Póstmannafélag íslands
hefur náð 75 ára aldri, er ljóst að það
hefur aldrei verið sterkara til átaka en
einmitt nú og gildir þá einu hvort lit-
ið er til félagsstarfsins almennt eða
útgáfu- og áróðursmála. Félagið er
ein öflugasta stoðin í Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja enda einn
stofnaðili samtakanna.
Það er við hæfi á þessum tímamótum
að forráðamenn PFÍ hugi að útgáfu
myndarlegrar sögu félagsins því ljóst
er að þar er ýmislegt merkilegt að
18