Póstmannablaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 22

Póstmannablaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 22
FRÉTTIR AF FÉLAGSSTARFI PÓSTMANNA Frá fyrsta fundi trúnaðarráðs PFl Kallað eftir launastefnu! samrœmi við það. Ögmundur Jónasson flutti framsögu- erindi um stéttarvitundina. Kom hann víða við í erindi sínu: Samanburð á launum og kjörum og réttlætingu þess mikla mismunar sem þar ríkti, deilur í umræðum um stéttarfélög og mikilvægi samstöðu launafólks um kjör sín og réttindi og nefndi niður- stöður SVR málsins sem dæmi um samstöðu sem borið hefði árangur. Umræður urðu um stefnu í launa og kjaramálum í tengslum við erindi Ögmundar. A fundinum voru samþykktar álykt- anir um starfsmannafatnað og endur- skoðun á styrk til líkamsræktar, á- lyktun um að kanna vilja póstmanna til að efla samstarf milli PFÍ og FÍS og ályktun um að átak í gæðamálum gangi ekki of nærri starfsfólki hvað vinnuálag snertir. Afyrsta fundi trúnaðarráðs bar hæst umræðan um launa- og kjaramál. Þuríður Einarsdóttir hafði framsögu um málið. Fram kom í máli hennar að á undanförnum árum hefðu launa- bætur einkum komið í gegnum samn- inga í samstarfsnefnd. Nefndi hún í því sambandi nýgert samkomulag um póstafgreiðslumenn og taldi að nú ætti brautin að vera rudd fyrir bréfbera og bílstjóra sem sitja cftir. Fundurinn samþykkti einróma eftirfar- andi ályktun: „Fyrsti fundur nýkjörins trúnaðar- ráðs PFI beinir þeirri áskorun til Pósts og síma að mi þegar verði gerðar úrbœtur á launakjörum póst- manna. Trúnaðarráð kallar eftir launastefnu fyrirtækisins. Stefna Pósts og síma verður að liggja fyrir, nú þegar fyrirtækið stendur frammi fyrir aukinni samkeppni, samkeppni sem gerir kröfur um hœft, vel mennt- að og þjálfað starfsfólk. Þuríður Einarsdóttir hafði framsögn um launamál. Trúnaðarráð telur vœnlega leið til úrbóta að launaflokkar 429 og 430 verði felldir neðan af launatöflunni og launaröðun starfsheita hreytt í Uppbygging Sigurður Einarsson, bifreiðastjóri lagði fram eftirfarandi ályktun sem samþykkt var samhljóða: „Trúnaðarráðsfundur PFI, haldinn 25. apríl 1994, beinir því til aðildar- félaga innan BSRB að félagsmenn þeirra sem enn eru í fullu starfi, fari ekki í önnur störf, sem gœtu nýst at- vinnulausum, þegar þeir fara í orlof eða önnurfrí. Ennfremur beinir trún- aðarráð þeirri eindregnu áskorun til Pósts og síma að stofnunin ráði ekki fólk í hlutastörf sem eru í fuUu starfi annars staðar. Trúnaðarráð kaus samkvæmt lögum PFÍ fulltrúa og varafulltrúa í stjórn og fulltrúa í ýmsar nefndir og ráð fé- lagsins. Rauðabergs Nýlega var gengið frá samkomulagi um aftengingu launa og náms. I því samkomulagi felst að við röðun í launaflokka verði tekið fullt tillit til starfsaldurs. Samkomulag þetta hef- ur gefið hópi starfsmanna nokkrar kjarabœtur. Stórir hópar sitja eftir og má þar einkum nefna bréfbera. Síðasti fundur félagsráðs 1992- 1994 var haldinn laugardaginn 23. apríl sl. Að föstum dagskrárlið- um loknum gerði Lea Þórarinsdóttir grein fyrir gjöl' Póstmannasjóðs til uppbyggingar Rauðabergs að upp- hæð 2,5 milljónir króna. Er gjöfinni ætlað að standa undir kostnaði vegna viðbyggingar sumarhúss póstmanna að Rauðabergi. Þak gamla hússins þarfnast mikillar viðgerðar og er kostnaður áætlaður um 700 þúsund krónur sem félagið greiðir. IIag- kvæmt er talið að ráðast í þessi verk- efni samtímis og þá strax með haustinu. Þessari samþykkt félags- ráðs var vísað til stjórnar PFÍ til nán- ari úrvinnslu. 22

x

Póstmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póstmannablaðið
https://timarit.is/publication/802

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.