Morgunblaðið - 24.03.2011, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 4. M A R S 2 0 1 1
Stofnað 1913 70. tölublað 99. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
fylgir
með
Morgu
nblaði
nu í da
g
FARSÆL LEIKKONA
OG FEGURÐIN
HOLDI KLÆDD
SPARAKSTUR
ER EINS OG
AÐ HJÓLA
GOTT SKIPULAG
SKIPTIR
HÖFUÐMÁLI
VIÐSKIPTI OG FINNUR.IS SMÁRÉTTAHLAÐBORÐ 10TAYLOR LÁTIN 37
Um 1.200 erlendir gestir eru komnir hingað til
lands vegna EVE Fanfest, árlegrar hátíðar tölvu-
leikjafyrirtækisins CCP, sem hefst í dag og stend-
ur til 26. mars. Áætlað er að hátíðin, sem nú er
haldin í sjöunda sinn og hefur aldrei verið um-
fangsmeiri, skili 300 milljónum í þjóðarbúið. »6
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tölvuleikjaspilarar flykkjast til landsins
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir að skil-
málar Evrópska fjárfestingabank-
ans (EIB)
um að láns-
hæfismat
íslenska
ríkisins
haldist í
horfinu séu
óvanalegir.
EIB og Landsvirkjun sömdu í
gær um 70 milljóna evra lán, sem
nýtt verður til að fjármagna
byggingu Búðarhálsvirkjunar.
Engir sambærilegir skilmálar
voru á því láni sem Norræni fjár-
festingabankinn samþykkti í síð-
ustu viku að veita Landsvirkjun.
Lán EIB til Landsvirkjunar er
ekki það fyrsta sem bankinn veit-
ir hingað til lands eftir hrun, en í
nóvember 2009 samdi bankinn við
Orkuveitu Reykjavíkur um 170
milljóna evra fyrirgreiðslu. Orku-
veitan hefur þegar dregið á um
helming þess láns. »Viðskipti
Fá skilyrt
EIB-lán
Skilmálar Lands-
virkjunar óvanalegir
Erfðafræði var vinsælasta vís-
indagrein síðasta árs og þrír vís-
indamenn hjá Íslenskri erfðagrein-
ingu, deCode, komust á lista yfir þá
vísindamenn sem oftast var vitnað í
á árinu 2010. Þetta kemur fram í ár-
legri samantekt bandarísku Thom-
son Reuters-stofnunarinnar yfir
„heitustu“ vísindarannsóknirnar.
Til að komast á listann þarf rann-
sókn að uppfylla þau skilyrði að frá
birtingu hafi verið vitnað í hana í
öðrum fræðiritum áberandi oftar en
í aðrar sambærilegar greinar frá
sama tíma. Af þeim 13 vísindamönn-
um sem skipa efstu sæti listans í ár
stunda sjö rannsóknir á sviði erfða-
fræði. Þar af eru sem fyrr segir þrír
frá Íslenskri erfðagreiningu, þau
Kári Stefánsson, Unnur Þorsteins-
dóttir og Augustine Kong.
Fram kemur að í rannsóknum sín-
um hafi þau einblínt á erfðafræði-
legar orsakir geðrofs, offitu, syk-
ursýki og fleiri raskana. Sá sem
trónir á toppi listans í ár er dr. Eric
S. Lander, prófessor í líffræði við
MIT-háskóla. Hann hefur helgað
feril sinn því að efla framgang
mannerfðafræði.
Meðal „heitustu“
rannsókna ársins
Þrátt fyrir að Íslendingar kunni að
vera svartsýnir um framtíðarhorfur
um þessar mundir er full ástæða til
bjartsýni, ef marka má spá land-
fræðingsins Laurence Smiths um
aukið vægi norðurhvels jarðar í
heimsbúskapnum á næstu áratug-
um. Smith segir í samtali við Morg-
unblaðið að hentug staðsetning Ís-
lands í Norður-Atlantshafi geri það
að verkum að landið geti gegnt
miklu hlutverki í
samgöngum á
hafsvæðinu.
Reykjavík geti
verið eitt þeirra
hafnsvæða sem
sjái fram á mesta
aukningu í skipa-
umferð á næstu
áratugum. Smith
hefur öðlast
heimsfrægð eftir
útkomu bókar hans um framtíðar-
horfur norðurhvels jarðar. Hann
heldur fyrirlestur í Þjóðminjasafn-
inu á morgun, föstudag. »Viðskipti
Ísland leikur hlutverk í
bjartri framtíð norðurslóða
Laurence Smith
staddur á Íslandi
Laurence Smith
prófessor
Hús Íslensku óp-
erunnar er aug-
lýst til lang-
tímaleigu í
Morgunblaðinu í
dag. Húsið, sem
fyrst var reist yfir
starfsemi kvik-
myndahúss,
Reykjavíkur
Biograftheater,
er í friðunarferli og því má litlu
breyta. Það verður líklega leigt und-
ir leik- eða tónlistarstarfsemi. »2
Gamla bíó auglýst
til langtímaleigu
Gamla bíó Húsið
var reist árið 1927.
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Óvissa ríkir um framgang frumvarps
til laga um breytingar á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu, en fyrirhugað var
að það yrði lagt fram í þessari viku.
Ljóst er að svo verður ekki. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er raunar allt annað en öruggt að
frumvarpið komi til kasta Alþingis
yfir höfuð á yfirstandandi þingi.
Breytingar á fiskveiðistjórnunar-
kerfinu hafa verið eitt af helstu
stefnumálum ríkisstjórnarinnar.
Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa
hins vegar goldið varhug við miklum
breytingum á núverandi fyrirkomu-
lagi og ljóst að mótstaðan er nokkur.
Þá hefur stjórnarandstaðan gagn-
rýnt stjórnvöld fyrir skort á samráði,
nú síðast Einar K. Guðfinnsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
fyrrverandi sjávarútvegsráðherra,
sem segir málið virðast orðið „einka-
mál ríkisstjórnarinnar“.
Breytingar í VG hafa áhrif
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra svaraði gagnrýni Einars á
þann veg að samráð yrði við umfjöll-
un þingsins um frumvarpið. Þá geti
hagsmunaaðilar komið athugasemd-
um á framfæri. Fresturinn til þess
að koma málinu til þingsins styttist
hins vegar óðum.
Þá hefur brotthvarf Atla Gísla-
sonar og Lilju Mósesdóttur úr
stjórnarliðinu haft áhrif á málið.
Meðal annars vék Atli af formanns-
stóli sjávarútvegs- og landbúnaðar-
nefndar. Hann hefur sem slíkur ver-
ið lykilmaður í vinnu við frumvarpið,
en hann er einnig meðlimur í þing-
mannanefnd stjórnarinnar um það.
Fiskveiðifrumvarp frestast
Óljóst er hvort frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verður lagt
fyrir Alþingi á yfirstandandi þingi Breytingar á stjórnarliðinu hafa áhrif á vinnu
Lög um fiskveiðar
» Í stefnuskrá ríkisstjórn-
arinnar er kveðið á um að inn-
köllun og endurráðstöfun afla-
heimilda skuli hefjast 1.
september 2010.
» Frumvarps þar að lútandi er
hins vegar enn beðið, tæpum
tveimur árum frá myndun rík-
isstjórnarinnar.