Morgunblaðið - 24.03.2011, Side 4

Morgunblaðið - 24.03.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 Karl Eskil Pálsson Eigendur Sjafnarhússins svokallaða á Austursíðu 2 á Akureyri hafa óskað eftir viðræðum við ríkið um hugsan- lega leigu á húsinu undir fangelsi. Þetta staðfestir Halldór Jensson, forstöðumaður sölusviðs fasteigna- félagsins Reita, eiganda hússins. „Við teljum að Sjafnarhúsið henti vel undir slíka starfsemi, enda er gólfflötur hússins hátt í 5.000 fer- metrar. Fangelsið gæti því verið á einni hæð og auk þess er stórt úti- svæði norðan við bygginguna sem getur fylgt með í leigunni. Húsið er allt í mjög góðu standi, en auðvitað þarf að ráðast í töluverðar breyting- ar ef því verður breytt í fangelsi. Ég álít þetta hagkvæman kost, einmitt þess vegna höfum við sett okkur í samband við ríkið og óskað eftir viðræðum,“ segir Halldór. Fangelsi landsins eru yfirfull, en yfir 300 manns bíða þess að geta af- plánað. Samkvæmt innanríkisráðu- neytinu hafa á undaförnum mánuð- um fjölmargar ábendingar borist um hugsanlegt húsnæði undir fangelsi. Verið sé að vinna að gerð útboðs- gagna, þau verði líklega tilbúin eftir eina til tvær vikur. Halldór segir að Akureyri hljóti um margt að teljast vænlegur staður undir fangelsi, samgöngur séu góðar bæði um þjóðveginn sem og flugsam- göngur og þjónustustigið mjög hátt. „Þannig að í mínum huga er land- fræðileg staðsetning nokkuð góð. Í bænum er fangelsi fyrir, þannig að innan lögreglunnar í bænum er góð þekking á starfsemi slíkra stofnana.“ Sjafnarhúsið á Akureyri boðið ríkinu undir fangelsi  5.000 fermetra hús í góðu standi Sjafnarhúsið Reitir telja að hús- næðið henti vel undir fangelsi. 22 millj- arða átak Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunar- tillögu á Alþingi um að ríkis- stjórninni verði falið að efna til framkvæmda- átaks í vegamál- um á árunum 2011-2013. Á því tímabili verði 22 milljörðum kr. varið til verkefn- isins sem viðbót við þau verkefni sem hafa verið ákveðin meðfjár- lögum 2011. Jón Gunnarsson alþingismaður er fyrsti flutningsmaður tillögunn- ar. Til að fjármagna verkefnið verði gefin út ríkisskuldabréf sem verði greidd á árunum 2016-2026. „Nauðsynlegt er að setja aukinn kraft í [...] framkvæmdir en í til- lögu þessari er átt við vegafram- kvæmdir að jarðgangagerð undan- skilinni,“ segir í greinargerð. „Eðlilegt er að samhliða þessu átaki hefjist framkvæmdir við jarðgangagerð eins og rætt hefur verið. Fjölmörg verk eru tilbúin til útboðs, mörg þeirra var búið að bjóða út árið 2008 en framkvæmd- um var frestað og öðrum sem voru tilbúin til útboðs var slegið á frest.“ Vikið er að hugmyndum um veg- gjöld og segjast flutningsmenn vera sammála um að ekki verði gengið lengra í skattaálögum til samgöngumála en nú er orðið.  Tillaga um stórframkvæmdir Jón Gunnarsson Alls þáðu 580 fjölskyldur aðstoð á matarúthlutun Fjölskylduhjálpar í Reykjavík í gær. Að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjöl- skylduhjálpar Íslands, hefur nánast tekist að útrýma röðunum sem jafn- an hafa myndast á miðvikudögum með innleiðingu nýs miðakerfis. „Við byrjum að úthluta númerum kl. 10 um morguninn og fólk veit að við úthlutum til 230 fjölskyldna á klukkutíma.“ Óskað er eftir að framvísað sé greiðsluáætlun frá Tryggingastofnun og segir Ásgerð- ur að í gær hafi komið í ljós að hjón á staðnum fengu í sameiningu ríf- lega 800.000 frá Tryggingastofnun. Þeim var vísað frá. Fjölskylduhjálp hefur óskað eftir að fá fisk að gjöf frá útgerðarfyrirtækjum og ítrekar Ásgerður þá ósk fyrir næstu viku. Vísað frá Fjöl- skylduhjálp vegna tekna Hin vinsælu afródansnámskeið í dans- og listasmiðju Kramhússins eru í fullum blóma nú sem endranær. Eins og sjá má nýta Íslendingarnir þennan sjóðheita kost til að hrista af séryfirstandandi vetrarhret. Með kraftmiklum dansinum leysist orka og gleði úr læð- ingi við taktfastan trommuslátt. Morgunblaðið/Ómar Stíga afródansinn af mikilli innlifun Ráðgert er að nýr vígslubiskup í Skálholtsumdæmi verði vígður á Skálholtshátíð hinn 17. júlí. Frestur til að tilnefna vígslubiskupsefni rann út síðdegis í fyrradag og fór kjörnefnd yfir tilnefningar á fundi sínum í gær. Morgunblaðið greindi frá því í byrjun mánaðar að fimm prestar væru í kjöri. Að sögn Ragn- hildar Benediktsdóttur, skrif- stofustjóra Biskupsstofu, hefur ekki bæst við þann lista. Ekki sé loku fyrir það skotið að tilnefn- ingar séu á leið til nefndarinnar í pósti, en það sé hins vegar ólíklegt. Póstkosning fer fram í byrjun næsta mánaðar, og ráðgert að taln- ing atkvæða fari fram 13. apríl. Fimm í kjöri til vígslubiskups „Þetta er áfellisdómur yfir stjórnsýslu forsæt- isráðuneytisins,“ segir Anna Kristín Ólafsdótt- ir um úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Nefndin úrskurðaði að Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra hafi brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga þegar karl var tekinn fram yfir Önnu Kristínu í starf skrifstofustjóra í ráðuneytinu. „Ég bíð bara eftir viðbrögðum,“ segir Anna Kristín. Kveðst hún ekki búin að taka ákvörðun um framhald málsins af sinni hálfu. Skaðabótamál sé einn möguleiki. Hvorki náðist í forsætisráðherra né ráðu- neytisstjóra forsætisráðuneytisins í gær til að veita viðbrögð við úrskurðinum. Hins vegar gaf ráðuneytið út tilkynningu þar sem sagði að faglega hefði verið staðið að undirbúningi og skipun skrifstofustjórans. Ráðuneytið hafi unnið málið út frá þeirri forsendu að skylt væri að ráða hæfasta umsækjandann, en kær- andi hafi verið fimmti í röð í hæfnismati eftir tvær umferðir viðtala við umsækjendur. Hörð gagnrýni á þingi Þingmenn Sjálfstæðisflokks gagnrýndu for- sætisráðherra harðlega á Alþingi í gær vegna málsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði að staða Jóhönnu væri ekki aðeins neyð- arleg heldur grafalvarleg. „Því er eðlilegt að spyrja: Hvað verður gert annað en að senda frá sér hrokafulla og aumingjalega yfirlýsingu sem er ekkert annað en húmbúkk og yfir- klór?“ Árið 2008 var Jóhanna, sem þá var félags- málaráðherra, dæmd fyrir brot á stjórnsýslu- lögum vegna ólögmætrar uppsagnar Sigurjóns Arnar Þórssonar úr stöðu formanns stjórn- arnefndar um málefni fatlaðra. Voru honum dæmdar hálfrar milljónar krónu bætur. Í kjölfar umræðunnar í gær sendi Arndís Ósk Jónsdóttir, sjálfstætt starfandi mann- auðsráðgjafi sem vann að ráðningarferlinu og hæfismati umsækjenda, frá sér greinargerð þar sem hún gagnrýnir úrskurðinn harðlega. Hún segir að kærunefnd jafnréttismála hafi mat embættismanna ráðuneytisins, umsagn- araðila umsækjenda og ráðgjafa að engu. Kærunefndin hafi kosið að líta alfarið framhjá faglegum rökum og rannsóknum og telji sig geta metið sjálfstætt hvers konar reynsla og menntun henti þeim verkefnum sem skrifstof- an sinnir. Þannig hafi rannsóknir margstaðfest að það að leggja huglægt mat á tegund menntunar og reynslu og telja árin sem liggi þar að baki, spái ekki fyrir um framtíðarframmistöðu í starfi. Þá gagnrýnir Arndís skilgreiningu nefndar- innar á hugtakinu „forystuhæfni“ sem og um- fjöllun um tungumálakunnáttu. „Þar til kærunefnd jafnréttismála getur sýnt fram á hvaða fræðilegi bakgrunnur stendur að baki mati nefndarinnar má líta svo á að skilaboð hennar séu þau að á Íslandi eigi ekki að vinna faglega að undirbúningi ráðn- inga hjá hinu opinbera,“ segir Arndís. „Ég bíð bara eftir viðbrögðum“  Staða forsætisráðherra „grafalvarleg“  Kærandi íhugar skaðabótamál  Ráðuneytið segir faglega staðið að ráðningu  Kærunefnd jafnréttismála líti hjá faglegum rökum og niðurstöðum rannsókna Þú tryggir fjölda fólks atvinnu með því að lesa þetta blað! SPILUM SAMAN www.spilumsaman.is Takk!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.