Morgunblaðið - 24.03.2011, Síða 10
Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson
Heitur ostur
Ótrúlega ein-
faldur og mjög
vinsæll hjá
gestunum.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011
Morgunblaðið/Kristinn
Smáréttir „Passa þarf upp á að heitur matur sé heitur og kaldur matur sé kaldur – að hann standi ekki mjög
lengi við stofuhita,“ bendir Nanna Rögnvaldsdóttir fólki á að huga að við undirbúning smáréttahlaðborðs.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir
ben@mbl.is
Það borgar sig að fara yfir þaðsnemma í aðdragandanumhvað hægt er að gera með góð-um fyrirvara og frysta og hvað
þarf að gera daginn áður, sama dag eða
jafnvel á síðustu stundu. Með því að setja
þetta vel niður fyrir sér er hægt að skipu-
leggja tímann betur,“ segir Nanna Rögn-
valdardóttir, þegar Dagleg líf leitar til
hennar með ráð um hvernig best sé að
standa að smáréttahlaðborðinu í ferm-
ingarveislunni.
Nanna veit hvað hún syngur í þess-
um efnum, enda kom út matreiðslubók
um smárétti eftir hana fyrir síðustu jól
þar sem hún gefur ekki aðeins upp-
skriftir að girnilegu smámeti heldur
einnig góð ráð varðandi undirbúning og
tilstandið í kring.
„Í sjálfu sér er hægt að hafa hvaða
rétti sem er saman en þó er betra að hafa
í huga að vera ekki með allt of líka rétti –
að það séu eintómir kjötréttir eða að
brauð sé undirstaðan í öllu. Á hinn bóg-
inn er líka mikilvægt að réttirnir séu ekki
allt of ólíkir, að það sé ekki einn aust-
urlenskur réttur, einn mexíkóskur og af
einhverju allt öðru tagi. Það þarf að vera
einhver pæling í þessu,“ segir hún og
bætir því við að niðurröðunin á borðið
skipti líka máli.
Munnbitapítsur vinsælar
Marga rétti er hægt að gera með
góðum fyrirvara, segir Nanna og nefnir
t.d. kjötbollur sem vel er hægt að frysta.
„Það er líka alveg hægt að frysta kjúk-
lingapinna og kjúklingavængi fyrirfram,
þótt mér hafi fundist betra að gera þá
rétt á undan. Ýmislegt úr smjördeigi er
líka allt í lagi að frysta og hið sama má
segja um litlar vatnsdeigsbollur sem hafa
verið vinsælar, annaðhvort kryddaðar
eða fylltar.“
Nanna segir erfitt að stinga upp á
einhverjum sérstökum réttum sem gætu
glatt fermingarbörnin sjálf sérstaklega á
fermingardaginn. „Það fer auðvitað fyrst
og fremst eftir smekk hvers og eins en
það er um að gera að hafa þau með í ráð-
um. Eitt sem er þó yfirleitt mjög vinsælt
hjá yngri kynslóðinni en einnig þeim sem
eru eldri eru litlar pítsur, sem eru bara
munnbiti að stærð. Þær eru bestar ef
þær eru gerðar daginn áður eða um
morguninn og það er mjög fljótlegt ef
maður notar tilbúið, útflatt deig sem má
kaupa í búðum. Það er um að gera að not-
færa sér ýmislegt svoleiðis, tilbúið deig
og krukkusósur til að létta fyrir sér, ekki
síst þegar maður er að gera marga rétti.“
Diskar eða servíettur?
Þegar ákveðið er hvaða réttir eiga
að vera á borðinu þarf að taka tillit til
þess hvort til standi að gestirnir fái litla
diska og gaffla eða hvort hugmyndin sé
að gestirnir sæki sér fáa bita í einu á
servíettu. Nanna bendir á að í fyrra til-
fellinu megi t.d. vera með ýmiskonar sal-
öt, s.s. pastasalöt en í hinu síðara þurfi
maturinn fyrst og fremst að vera í formi
bita og pinna.
„Svo þarf að passa vel upp á að heit-
ur matur sé heitur og kaldur matur sé
kaldur – að hann standi ekki mjög lengi
við stofuhita. Það þarf líka að takmarka
fjölda þeirra rétta sem þarf að hita upp
því oft er bara einn ofn til umráða, ekki
síst þegar veislur eru haldnar í heima-
húsi eða í sal úti í bæ. Þetta þarf að vera á
hreinu því maður vill ekki uppgötva það á
síðustu stundu að vera kannski með
fimm mismunandi rétti sem þarf að hita
upp.“
10-15 bitar á mann
Raunar ráðleggur Nanna þeim sem
hyggja á smáréttaveislu að ætla sér ekki
um of í fjölda réttanna. „Mann langar oft
að gera ofboðslega margt en það er mjög
mikilvægt að takmarka fjöldann. Það er
svo sem engin sérstök regla hvað það
varðar en í svona smáréttaboði eru 6-8
sortir ágæt byrjun, alla vega í minni boð-
um. Svo má líka vera með mismunandi
afbrigði af einhverju svipuðu. Smápíts-
urnar eru gott dæmi um slík því þá er al-
veg jafn mikið vesen að vera með nokkr-
ar tegundir af áleggi eins og að vera með
vera einhverja eina.“ Á hinn bóginn er
ágæt þumalputtaregla að áætla um 10-15
bita á hvern gest. „Reyndar fer það eftir
því hvenær dags veislan er haldin – ef
hún er haldin nálægt kvöldmatartíma
þarf kannski aðeins meira.“
Hún undirstrikar að gott skipulag
sé það mikilvægasta þegar boð sem þetta
er í vændum. „Að vera með á hreinu
hvernig maður ætlar að gera hlutina, í
hvaða röð og þess háttar. Það sparar fjöl-
mörg handtök og mikið stress seinna,“
segir hún að lokum.
Undirbúningurinn aðalatriðið
Smáréttahlaðborð getur verið ágæt leið í ferming-
arveislu, ekki síst ef von er á mörgum gestum og
ekki er útlit fyrir að sæti verði fyrir alla. Og þá
skiptir góð skipulagning höfuðmáli, segir mat-
kúnstnerinn Nanna Rögnvaldardóttir.
Hitaður ostur með einhverju góðgæti ofan á
er ótrúlega einfaldur og góður réttur á hlað-
borð eða t.d. fyrir saumaklúbbinn og það hef-
ur varla brugðist þegar ég hef séð um veislur
og borið svona ost fram ásamt alls konar
öðrum kræsingum, að hann hefur verið fyrst-
ur til að klárast og einhverjir skjótast inn í
eldhús og spyrja hvort hann sé örugglega al-
veg búinn.
Tíminn fer meðal annars eftir því hversu
kaldur osturinn er og hversu þroskaður hann
er en 6-8 mínútur er oftast hæfilegur tími;
osturinn á að vera mjúkur og volgur í gegn en
ekki farinn að bráðna það mikið að hann
renni út. Það gerir reyndar ekkert til þótt það
gerist en hann verður auðvitað ekki líkt því
eins fallegur á að líta.
Brie með pestói
og furuhnetum
1 Brie-ostur
1-2 msk. pestósósa
2 msk. furuhnetur
Hitaðu ofninn í 200°C. Settu ostinn í eld-
fast mót, smyrðu pestóinu á hann og hrúg-
aðu hnetunum ofan á. Bakaðu ostinn í
miðjum ofni í um 8 mínútur, eða þar til hann
virðist mjúkur í gegn og furuhneturnar eru
byrjaðar að taka lit en ekki brenna. Berðu
hann fram heitan með nógu af góðu brauði.
Höfðingi með apríkósusultu og pekanhnetum
1 Höfðingi
2-3 kúfaðar msk. af apríkósusultu
8-10 pekanhnetur
Hitaðu ofninn í 200°C. Settu ostinn í eldfast mót, hrúgaðu
sultunni ofan á hann og dreifðu hnetunum ofan á. Bakaðu ost-
inn í miðjum ofni í um 6 mínútur, eða þar til hann virðist mjúkur
í gegn. Berðu hann fram heitan með nógu af góðu brauði eða
kexi.
Heitur ostur
Bónus
Gildir 24. - 27. mars verð nú áður mælie. verð
G.v. ferskur grísabógur ......................... 495 598 495 kr. kg
G.v. ferskar grísakódilettur .................... 795 898 795 kr. kg
K.s. frosið lambalæri í sneiðum ............ 1.298 1.398 1.298 kr. kg
Pepsi 4x2 ltr ....................................... 698 860 87 kr. ltr
Smjörvi, 300 g.................................... 198 240 660 kr. kg
Úrvals flatkökur, 5 stk. ......................... 98 111 98 kr. pk.
Bónus ferkst ókr. lambalæri ................. 1.359 1.398 1.359 kr. kg
SS ferskt ókryddað lambafillet .............. 2.998 3.598 2.998 kr. kg
Bónus pylsur ....................................... 599 719 599 kr. kg
Bónus tómatsósa, 460 g ..................... 129 159 280 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 24. - 26. mars verð nú áður mælie. verð
Svínakótilettur úr kjötborði ................... 898 1.458 898 kr. kg
Nauta innralæri úr kjötborði ................. 2.498 3.298 2.498 kr. kg
Hamborgarar 4x80 g m/brauði............. 576 680 576 kr. pk.
Kalkúnasneiðar frá Ísfugl ..................... 1.209 1.727 1.209 kr. kg
Kalkúnabringur frostnar ....................... 2.396 3.194 2.396 kr. kg
FK lambasaltkjöt blandað .................... 899 1.198 899 kr. kg
Kjúklingastrimlar frá Matfugl................. 1.973 2.631 1.973 kr. kg
Hagkaup
Gildir 24. - 27. mars verð nú áður mælie. verð
Holta kjúklingabr., úrb., ferskar............. 2.099 2.798 2.099 kr. kg
Holta kjúklingavængir ferskir ................ 337 449 337 kr. kg
Holta kjúklingaleggir í texaslegi............. 664 949 664 kr. kg
Jói Fel lambalæri, úrb. fyllt ................... 1.994 2.659 1.994 kr. kg
Íslandsgrís hakk.................................. 699 998 699 kr. kg
Myllu epla-og kanilhringur.................... 799 999 799 kr. stk.
Myllu baguette brauð, 400 g ................ 199 299 199 kr. stk.
Myllu kornbrauð .................................. 249 499 249 kr. stk.
Svali 1 ltr, 2 teg................................... 99 169 99 kr. stk.
Kostur
Gildir 24. - 27. mars verð nú áður mælie. verð
Goði parísarskinka .............................. 1.539 2.198 1.539 kr. kg
Kostur grísasnitsel............................... 1.274 1.698 1.274 kr. kg
Goði skinka ........................................ 329 419 329 kr. stk.
Bauta bjúgu, 4 í pk., 740 g .................. 349 419 349 kr. pk.
BY blandaðir ávextir, 432 g .................. 159 229 159 kr. stk.
Ýsubitar roð-/ og beinl. 1 fl. ................. 898 1.298 898 kr. kg
Epli Royal Gala.................................... 189 249 189 kr. kg
Krónan
Gildir 24. - 27. mars verð nú áður mælie. verð
Ungnauta Rib Eye................................ 2.799 3.998 2.799 kr. kg
Grísakótilettur ..................................... 749 1.498 749 kr. kg
Lambalæri.......................................... 1.258 1.398 1.258 kr. kg
Núðlur m. kjúkling ............................... 629 898 629 kr. kg
SS Bláberja lambalæri hálf.úrb............. 1.898 2.378 1.898 kr. kg
Don Enrigue tapas álegg...................... 398 498 398 kr. pk.
Kjötb. saltað folaldakjöt....................... 479 798 479 kr. kg
Kjötb. reykt folaldakjöt......................... 479 798 479 kr. kg
Pedigree hundamatur, 3 kg .................. 1.498 1.675 1.498 kr. pk.
Pedigree þurrmatur kjúkl., 3kg.............. 1.498 1.675 1.498 kr. pk.
Nettó
Gildir 24. - 27. mars verð nú áður mælie. verð
Ferskt lambasnitsel í raspi ................... 1.499 1.998 1.499 kr. kg
Ferskt lambakótilettur í raspi ................ 1.499 1.898 1.499 kr. kg
Ísfugl kalkúnanuggets, 800 g ............... 749 1.498 749 kr. pk.
Ferskt grísasnitsel ............................... 998 2.049 998 kr. kg
Ferskt grísakótilettur ............................ 998 2.049 998 kr. kg
Opal fersk laxaflök m/roði, beinl........... 1.780 2.198 1.780 kr. kg
Vínber rauð, 500 g .............................. 199 399 199 kr. pk.
Red Rooster orkudrykkur...................... 79 99 79 kr. stk.
Betty C. pönnukökumix, 155 g ............. 299 349 299 kr. pk.
Fótboltamyndir, enski, 6 stk. ................ 99 199 99 kr. pk.
Nóatún
Gildir 24. - 27. mars verð nú áður mælie. verð
Grísa Spare Ribs ................................. 599 798 599 kr. kg
Grísalundir.......................................... 1.599 2.298 1.599 kr. kg
Nautafillespjót m/ grænmeti ................ 898 998 898 kr. stk.
Lambafille m. fiturönd ......................... 2.999 3.598 2.999 kr. kg
Ungnauta piparsteik ............................ 3.191 3.989 3.191 kr. kg
Holta kjúklingalundir ........................... 2.158 2.698 2.158 kr. kg
Kjörís fjörís súkkulaði, 2 ltr. .................. 598 739 598 kr. pk.
Hvítlaukshringur .................................. 299 554 299 kr. stk.
Samkaup/Úrval
Gildir 24. - 27. mars verð nú áður mælie. verð
Kjötborð lambalærissneiðar ................. 1.498 1.875 1.498 kr. kg
Kjötborð lambafile m/fitu..................... 2.798 3.498 2.798 kr. kg
Kjötborð lamba grillleggir ..................... 895 1.098 895 kr. kg
Kjötborð lambahryggur, mjór ................ 1.298 1.595 1.298 kr. kg
Coop hindberjaterta frosin, 430g.......... 599 799 599 kr. stk.
Coop broccoliblanda ,750 g................. 298 389 298 kr. pk.
Coop bláber stór, 250 g....................... 239 299 239 kr. pk.
Coop pasta skrúfur, 500 g ................... 129 189 129 kr. pk.
Kletta vatn - sítr./lime, 0,5 ltr ............... 99 128 99 kr. stk.
Kletta gos Cola, 0,5 ltr......................... 99 128 99 kr. stk.
Þín Verslun
Gildir 24. - 27. mars verð nú áður mælie. verð
Ísfugls kjúklingur heill .......................... 811 1.159 811 kr. kg
Egils Pepsi Max ................................... 159 223 159 kr. ltr
Dolmio Class. pastasósa, 500 g........... 398 465 796 kr. kg
Barilla Fuldkorn spaghetti, 500 g.......... 269 315 538 kr. kg
Toffypops kex, 120 g............................ 155 185 1.292 kr. kg
Daloon kínarúllur, 720 g ...................... 798 998 1.109 kr. kg
Lu Bastogne kex ,260 g ....................... 339 398 1.304 kr. kg
Blue Drag. Hoi Sin sósa, 250 ml........... 292 365 1.168 kr. ltr
Blue Dragon rautt karrím., 220 g .......... 498 625 2.264 kr. kg
Helgartilboðin