Morgunblaðið - 24.03.2011, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 24.03.2011, Qupperneq 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 Fylltir smjördeigsbögglar koma sér víða mjög vel og mér finnst stór kostur við þá hvað þeir eru auðveldir í flutningum, það þarf ekki að raða þeim á bakka heima, krossleggja svo puttana og vona að ekkert raskist – nei, það er hægt að henda þeim ofan í poka og raða þeim þegar komið er á veislustaðinn (nema reyndar ef einhver hefur sest ofan á pokann, það hefur komið fyrir mig). Fylling í svona böggla getur verið næstum hvað sem er og ef þeir eru alveg lokaðir er engin hætta á að hún renni út. Ég vil reyndar oftast hafa bögglana svolítið opna svo sjáist hvað er í þeim, finnst það fallegra, og þess vegna klíp ég bara saman bláhornin á deigferningunum. Þá opnast þeir dálítið þegar deigið fer að þenjast út en samt yfirleitt ekki svo að neitt renni úr þeim. Þessi réttur er upplagður til að gera fyrirfram og frysta en gera má ráð fyrir að hver uppskrift passi í 20-30 böggla. Smjördeigsbögglar smjördeig egg til penslunar Hitaðu ofninn í 200°C. Skerðu deigið í ferhyrninga, um 8x8 cm (ef þú ert með frosnar deigplötur er hæfilegt að fletja þær út þar til breiddin er 16 cm og skera þær svo í tvennt). Settu um 1 tsk. af fyllingu á miðjuna á hverjum deigbút, taktu um öll fjögur horn- in og klíptu þau saman. Penslaðu bögglana e.t.v. með eggi og bakaðu þá í miðjum ofni í um 15 mín- útur. Fylling í laxaböggla 100 g kotasæla 100 g reyktur lax 2 vorlaukar, grænu blöðin nýmalaður pipar svolítið salt Settu kotasæluna í sigti eða grisju og láttu renna vel af henni. Skerðu laxinn í litla bita og saxaðu vor- laukinn smátt. Blandaðu kotasælu, laxi og vorlauk saman í skál og kryddaðu með pipar og salti. Fylling í kjúklinga- og beikonböggla 3-4 beikonsneiðar 50 g sveppir 1 lítill hvítlauksgeiri 100 g kjúklingakjöt, soðið eða steikt 75 g rifinn ostur, t.d. mozzarella nýmalaður pipar Steiktu beikonsneiðarnar þar til þær eru stökkar, kældu þær og myldu eða saxaðu. Skerðu sveppina í bita og steiktu þá í beikonfeitinni eða svolítilli olíu ásamt smátt söxuðum hvítlauk. Skerðu kjúklinginn í litla bita. Blandaðu köldum kjúklingi, beikoni, sveppum hvítlauk og rifnum osti saman í skál og kryddaðu með pipar. Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson Bögglar Þægilegir og vel hægt að gera með góðum fyr- irvara fyrir veisluna. Bögglar Á opinberu vefsíðu danska Sam- keppnis- og neytendaráðsins er að finna ítarlegar upplýsingar um neyt- endarétt og hvaðeina annað sem gæti gagnast hinum almenna neyt- anda. Til dæmis er góð umfjöllun um hverju er mikilvægt að huga að áður en ráðist er í innkaup á stórum sem smáum hlutum eða þjónustu. Hægt er að fletta upp í lista yfir þjónustu- og vöruflokka og þegar komið er inn á viðkomandi flokk má þar finna góð ráð um það hverju ber að huga að, gæðakannanir og -prófanir, umfjöllun um notkun hlutarins og svo fram- vegis. Dæmi um þetta eru barnavagnar en undir þeim flokki er að finna greinar um hvernig best er að halda slíkum vögnum við, hvaða gallar eru algengastir í barnavögnum, að hverju beri að huga áður en ráðist er í slík kaup, öryggi barnavagna og ráðlegg- ingar varðandi kaup á þeim í gegnum netið. Sambærilega umfjöllun má finna um allt milli himins og jarðar, s.s. rafmagnstæki, barnavörur, útfar- ir, apótek, netöryggi og svo mætti lengi telja. Þá er á síðunni ítarleg umfjöllun um neytendarétt sem og kvörtunar- og kærumöguleika þegar innkaupin fara ekki eins og ætlað var í upphafi. Sömuleiðis má finna á síðunni alls kyns tengla sem gagnast geta hinum almenna neytanda. Vefsíðan www.forbrug.dk Neytendur Að mörgu er að hyggja þegar ráðast á í innkaup á stóru sem smáu. Léttir neytandanum innkaupin Skannaðu kóðann til að fara inn á www.forbrug.dk FERÐ ÞÚ FRÍTT Í SÓLINA Í SUMAR? LUKKUPOTTUR ÚRVALS ÚTSÝNAR Þeir sem bóka sumarferðina sína fyrir 31. mars, eða hafa nú þegar bókað, fara sjálfkrafa í Lukkupott Úrvals Útsýnar. Dregið verður þann 31. mars og mun einn heppinn aðili og ferðafélagar hans í bókuninni fá ferðina endurgreidda að fullu!* *Ganga þarf frá greiðslu á bókun fyrir 31. mars til að vera með í Lukkupottinum. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Skelltu þér út! Bókaðu ferðina þína á urvalutsyn.is TENERIFE á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi á Parque De Las Americas. 99.100kr.* VERÐ FRÁ AÐEINS: 26. maí - 2. júní ALMERÍA á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í tvíbýli á 4 stj Barcelo Cabo De Gata með hálfu fæði! 108.577kr.* VERÐ FRÁ AÐEINS: 17. - 24. júní KANARÍ á mann m.v. 2 fullorðna í stúdíóíbúð á Las Arenas um Páskana í 10 nætur. 128.550kr.* VERÐ FRÁ AÐEINS: 16. - 26. apríl (Páskar) BÓKAÐU FERÐINA ÞÍNA FYRIR 31. MARS OG ÞÚ ERT KOMIN(N) Í POTTINN!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.