Morgunblaðið - 24.03.2011, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.03.2011, Qupperneq 18
FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þ etta er nokkuð sem allar þjóðir glíma við,“ segir Gunnar Geir Gunn- arsson, framkvæmda- stjóri umferðarörygg- issviðs Umferðarstofu, um hátt hlutfall ungra ökumanna sem verða valdir að slysum í umferðinni en sam- kvæmt skýrslu Umferðarstofu um umferðarslys árið 2010 urðu öku- menn á aldrinum 17-24 ára valdir að tæplega 30% allra slysa og óhappa í umferðinni á síðasta ári. Ungmenni á 17. aldursárinu, sjálfu bílprófsárinu, voru sá árgangur sem olli flestum slysum, eða um 7%. Í skýrslunni kemur einnig fram að 36% ölvaðra ökumanna sem urðu valdir að slysum voru á aldrinum 71-24 ára og af öllum þeim sem slösuðust eða lét- ust í umferðarslysum voru ungmenni á aldrinum 17-26 ára um 34%. „Þetta er fyrst og fremst reynsluleysi,“ segir Gunnar. „Ungu ökumennina skortir reynslu og þroska til að haga sér rétt í umferð- inni, t.d. aka á réttum hraða, og til að bregðast rétt við aðstæðum.“ Hann bendir þó á að ungir ökumenn standi sig betur með hverju árinu og það megi að stórum hluta þakka reglum um akstursbann sem settar voru árið 2007. Áhrifaríkt ökubann Þegar einstaklingur nær öku- prófi fær hann bráðabirgðaskírteini sem gildir í tvö ár. Brjóti hann hins vegar af sér og fái fleiri punkta en fjóra, eða sé sviptur leyfinu, fer hann í svokallað ökubann. Banninu fær hann eingöngu lyft með því að sitja sérstakt námskeið. Holger Torp, verkefnastjóri ökunáms hjá Umferðarstofu, segir regluna hugsaða þannig að brjóti ökumaður með bráðabirgðaskírteini af sér þannig að hann fái þennan punktafjölda þurfi hann augljóslega að bæta þekkingu sína, vitneskju og viðhorf. „Þetta er ekki endurtekning á ökunáminu,“ segir hann, „heldur sérhæft námskeið þar sem fjallað er um ábyrgð, ákvarðanatöku og það að taka afleiðingum þess sem maður gerir.“ Holger segir Ísland sennilega eina landið í Evrópu sem geti sýnt fram á stöðuga jákvæða þróun varð- andi umferðarslys ungra ökumanna síðastliðinn áratuginn. Ökubannið sé niðurstaða mikillar opinberrar um- ræðu í kringum 2006. „Þá var mjög mikið um hrað- akstur hjá ungum ökumönnum og það komu fram ýmsar hugmyndir um að takmarka rétt ungra ökumanna, t.d. að banna þeim að aka á nóttunni, banna þeim að aka með jafnöldrum, takmarka vélaraflið og svo fram- vegis,“ segir hann. Lendingin hafi hins vegar verið sú að grípa inn í gagnvart þeim sem ekki stæðu sig í stað þess að refsa heilu árgöngunum. Nýjungar í ökunáminu Að sögn Holgers hafa bannið og námskeiðið reynst afar vel. Skv. árangursmælingum árið 2009 reynd- ist brotum ökumanna með bráða- birgðaskírteini hafa fækkað um helm- ing og af þeim sem sátu námskeiðið voru 60% brotalaus ári seinna. Í nýju umferðarlagafrumvarpi stendur til að hækka bílprófsaldurinn í 18 ár en einnig hafa verið teknar upp nýjungar í ökukennslunni til þess að undirbúa ökunemana fyrir misjafnar aðstæður í umferðinni. Á síðasta ári var t.d. bætt við námið hlutanum Ökunám 3 en þar er farið með nem- endurna í svokallað ökugerði þar sem þeir fá að reyna það hvernig er að missa veggrip og finna áhrif örygg- isbúnaðar í þar til gerðum bílum. Reynsluleysið háir ungum ökumönnum Umferðarslys árið 2010 400 350 300 250 200 150 100 50 0 14 19 25 30 35 40 45 50 55 60 65 70 75 80 85 90 95 100Aldur: Aldur ökumanna sem valda slysum og óhöppum Aldursskipting slasaðra og látinna í umferðarslysum 0-16 ára 15% 17-26 ára 34%27-36 ára 17% 37-46 ára 11% 47-56 ára 9% 57-66 ára 7% 67 ára og eldri 7% 18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ R-listinn sál-ugi á tvobauta- steina í borginni. Hann skildi höf- uðstaðinn eftir skuldum vafinn og hringlaði svo í stjórnkerfinu að það varð óþekkjanlegt eftir. Það síðara þarf ekki endilega að vera vont í sjálfu sér. En vandinn var sá að skilvirku kerfi sem borgarbúar þekktu með skýrar boðleiðir var kast- að fyrir róða en óskilvirkri flækju komið á í staðinn. Rétt- lætingin var einkum sú að koma þyrfti upp öðru kerfi en því sem dugað hafði Sjálf- stæðisflokknum vel sem og borgarrekstrinum. Sá til- gangur helgaði meðölin og það varð að hafa það þótt ómarkvissri uppstokkun með auknu flækjustigi fylgdu mikil óþægindi fyrir þá sem leita þurftu með mál sín til borgar- yfirvalda, ákvarðanatími lengdist, ábyrgð embættis- manna yrði óljósari og kostn- aður borgarinnar og þeirra sem áttu undir hana að sækja yxi hröðum skrefum. Þegar flóðbylgjan sem myndaðist eftir fall bankanna skolaði verstu ríkisstjórn Ís- landssögunnar í ráðherrastóla fundu menn fljótlega fyrir hinu sama og hjá borginni með R-listanum. Pólitískum erindrekum var hrúgað inn í stjórnarráðið án heimilda og án auglýsinga og aðrir voru flæmdir þaðan eða „settir á ís“. Hringlað var fram og til baka með stjórnkerfið, heitum breytt og valdmörk gerð óljósari. Sumt var sjálfsagt lítt skaðleg tilgerð eins og það að klína mannréttindaheiti aftan í nafn á einu ráðuneyti eins og gert hafði verið í Le- sótó án þess að mannréttindi hafi við það komist þar í fremstu röð. Fram að því hafði verið talið að mannrétt- indamál hlytu að vera samofin starfsemi allra ráðuneyta ís- lenska Stjórnarráðsins en ekki takmörkuð við eitt þeirra. Síðar var hið ógeð- fellda nafn „innanríkisráðu- neyti“ tekið upp, sem á frem- ur óskemmtilega samsvörun í sögunni. Það sem vakti mesta furðu var þó að efnahagsmálin voru tekin úr forsætisráðuneytinu, en sá málaflokkur færði ekki síst forsætisráðherranum for- ystuhlutverkið í íslensku stjórnkerfi og miklu fremur en fundarstjórahlutverkið í ríkisstjórn. Þau rök, að sá ein- staklingur sem um stund- arsakir gegnir embætti for- sætisráðherra, Jóhanna Sig- urðardóttir, eigi augljóslega ekkert erindi í af- skipti af efnahagsmálum, réttlæta ekki slíka grundvall- arbreytingu á stjórnsýslulegu formi. Þau rök eru fremur um það að sá einstaklingur eigi helst ekki að gegna embætti forsætisráðherra, sem sjálf- sagt er ekki auðvelt að and- mæla með sannfærandi hætti. En í stað þess að forsætis- ráðherrann væri jafnframt efnahagsráðherra landsins og þar með lykilráðherra í allri stjórnsýslunni var hann gerð- ur að jafnréttisráðherra. Þar var bersýnilega verið að reyna að laga forsætisráð- herraembættið að getu við- komandi persónu, sem er, eins og fyrr segir, stjórnsýslu- legur fingurbrjótur. Og reyndar það hefur ekki tekist betur til en svo að sama dag og jafnréttisráðherrann gefur út tilskipun um siðferðislög- mál sem ráðherrar skuli fram- vegis starfa eftir fær jafnrétt- isráðherrann sjálfur hressilega á baukinn af þeirri nefnd sem falið er að úrskurða um slík mál. Jóhanna Sigurðardóttir tók í stjórnarandstöðu meira mark á þeirri nefnd en öllum öðrum og fór iðulega mikinn með stóryrðum og dómum ef nefndin hafði verið með að- finnslur, jafnvel sumar mjög smávægilegar. Nú gefur hún þeirri nefnd hins vegar langt nef um leið og hún heyrir um álit hennar, eins og hún hafði áður gert við sjálfan Hæsta- rétt landsins vegna stjórn- lagaþings og þar áður við þjóðina vegna kosningar um Icesave, þar sem hún hefur ekki tekið nokkurt mark á nið- urstöðu 98 prósenta kjósenda. Það má vissulega telja að viðbrögðin núna hafi verið í þekktum stíl þegar í svari for- sætisráðuneytisins, sjálfs jafnréttisráðuneytisins, er áliti kærunefndar jafnrétt- ismála svarað út í hött eða í besta falli með útúrsnún- ingum og eins og vant er þá er reynt að koma ábyrgð Jó- hönnu Sigurðardóttur yfir á embættismenn eða nafnlausa ráðgjafa utan stjórnsýsl- unnar. Risið er það sama og áður á þeim bæ. Jóhanna Sigurðar- dóttir er ekki lengur í stjórnarandstöðu. Því eru úrskurðir í jafn- réttismálum orðnir marklitlir} Jafnréttisráðherrann tekinn í landhelgi A f og til grípur þjóðin andann á lofti þegar uppvíst verður um að kunn- áttu barna og unglinga sé að ein- hverju leyti áfátt. Þessi þekking- arskortur getur verið af ýmsum toga, til dæmis hvað varðar heilsufar, almennt hugarfar eða siðgæði. Rekin eru upp hávær kvein, kallaðir til sérfræðingar og stuttu síðar kemur spurningin óumflýjanlega: Á ekki að kenna þetta í skólunum? Í kjölfar bankahrunsins var rætt um að slík- ar hamfarir mættu aldrei nokkurn tímann end- urtaka sig. Ein leiðin til þess væri að kenna fjármálalæsi í skólum. Lítið bar á því í þeirri umræðu að æskilegt væri að slíka fræðslu fengju börn heima hjá sér. Skortur á almennu siðgæði og gagnrýnni hugsun var talinn ein helsta ástæða hrunsins. Leggja átti aukna áherslu á þessa þætti í skólum landsins hið snarasta þannig að þjóðin kæmi sér ekki á vonarvöl í annað sinn. Svona má áfram telja. Samkvæmt orðræðunni í sam- félaginu er aðalorsökin fyrir því að börn leggja hvert ann- að í einelti á grimmilegan hátt sú, að þau fá ekki nægilega mikla kennslu í samskiptafærni í skólanum sínum. Einnig hefur komið á daginn að margir krakkar haga sér á óábyrgan hátt í netheimum og láta þar öllum illum látum. Það er því afar brýnt að kenna ábyrga nethegðun í skól- um. Í ofanálag velta börnin okkar um götur og torg sílspikuð og sljó af vannæringu. Ástæðan? Jú, skólamat- urinn er drasl, sem ekki er mönnum bjóðandi og það vantar sárlega næringarfræðikennslu í skólana til að börnin geti lært hvað óhætt er að láta ofan í sig án þess að stofna lífi sínu og lim- um í hættu. Svo áfram sé haldið eru börnin okkar upp til hópa menningarsnauðir barbarar sem fúlsa við öllu öðru en draslmenningu og poppkúltúr. Það er að sjálfsögðu vegna þess að þeim hefur ekki verið kennt að meta fágaða hámenningu í skólunum. Ljósi punkturinn í öllum þessum harmatölum er að úr þessu má bæta á auðveld- an hátt með því að auka vægi list- og verk- greina og að skólinn fari oftar með börnin á söfn og aðrar menningarstofnanir. Helst mætti af þessu halda að gerður hefði verið samningur um að útvista uppeldi og al- mennri skynsemi og umönnun til grunnskólanna. Sífellt er verið að klifa á því hversu illa börnin okkar koma út úr alþjóðlegum samanburði þegar kunnátta í ein- stökum námsgreinum er mæld. Ýmsir sökudólgar eru nefndir til sögunnar í því sambandi, ekki síst kennararnir, og þeim legið á hálsi fyrir að vera of lítið menntaðir miðað við kennara í öðrum löndum þar sem nemendum gengur betur í slíkum könnunum. En eðli málsins samkvæmt er lítill tími aflögu til að kenna stærðfræði, náttúrufræði og íslensku þegar stór hluti dagsins hefur farið í eitthvað allt annað. Það segir sig sjálft. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Á ekki að kenna þetta í skólanum? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon » Í skýrslunni kemur fram að flest slys verða af völdum gáleysis eða rangra aðgerða ökumanns. Næstflest má rekja til slæmrar færðar. » Flestir slösuðust þó í júnímán- uði en fæstir í janúar. » Af þeim ökumönnum sem lentu í umferðarslysum eða óhöppum voru 60% karlar og 40% konur. » Að þeim sem slösuðust voru 64% karla í bílbelti en 73% kvenna. » Af ölvuðum ökumönnum sem ollu slysi með meiðslum eða dauða, voru 36 karlar og átta kon- ur. » Fimm slys urðu þegar ölvaður ökumaður á aldrinum 15-16 ára var undir stýri. » Banaslys í umferðinni voru átta á síðasta ári og hafa ekki verið færri síðan 1968. » Síðastliðinn áratug voru þau flest árið 2006, eða 31. Umferðarslys árið 2010 TÖLFRÆÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.