Morgunblaðið - 24.03.2011, Page 20
Til eru útgerð-
armenn sem leggja
að jöfnu handhöfn
kvótans og hina svo-
kölluðu viðskiptavild
eða goodwill sem oft
er metin til fjár við
eigendaskipti við-
urkenndra þjónustu-
fyrirtækja. Hér er
um mikinn misskiln-
ing að ræða vegna
þess að viðskiptavild-
in er óefnisleg eign sem er alls
ekki sambærileg við handhöfn
kvótans. Viðskiptavildin er ekkert
annað en gott orðspor sem við-
komandi fyrirtæki hefur aflað með
góðri og traustri þjónustu í tímans
rás, þjónustu sem hefur laðað að
bæði marga og góða viðskiptavini
sem vilja halda tryggð við það í
gegnum súrt og sætt.
Viðskiptavildin er ekki söluvara
ein og sér, hún fylgir fyrirtækinu,
öfugt við kvótann sem gengur
kaupum og sölum án þess að út-
gerðin eða skipið sem skapaði
hann fylgi með.
Ef eitthvað sambærilegt ætti að
eiga sér stað með viðskiptavildina
og kvótann þyrftu viðskiptavin-
irnir, sem hana skapa, að skuld-
binda sig til þess að beina við-
skiptum sínum til viðkomandi
fyrirtækis um aldur og ævi; ekki
nóg með það heldur fæli skuld-
bindingin það í sér að niðjar upp-
haflegu viðskiptavinanna yrðu um
ókomin ár viðskiptalega í eigu fyr-
irtækisins. Árlega myndi síðan,
sennilega efnahags- og við-
skiptaráðherra gefa út árlega
heildar viðskiptavild sem síðan
skiptist á milli viðskiptaþátta mið-
að við umsvif hvers þáttar fyrir
sig svo sem; matvæla, bygging-
arvara, heimilistækja
og farartækja svo eitt-
hvað sé nefnt. Hand-
hafar viðskiptavild-
arinnar í hinum
einstöku greinum
gætu síðan selt hlut
sinn allan eða í hlut-
um eða leigt frá sér
viðskipti í einstökum
greinum innan ársins.
Þar sem hér yrði um
lokað kerfi að ræða,
líkt og í fiskveiðunum,
mundu heimildirnar
hækka upp úr öllu valdi og verða í
einhverjum tilfellum verðmætari
en varan sjálf.
Áhrifin á
markaðinn
Hugsið ykkur t.d. byggingarfyr-
irtæki sem væri búið að ná hag-
stæðum samningum um að byggja
30 íbúða blokk en vantaði við-
skiptavild vegna kaupa á öllu efni
í miðstöðina þ.e. ofnana og tilheyr-
andi lagnir og loka, sem eru til
þess að gera lítill hluti af heildar-
efniskaupunum. Hvað gerir við-
komandi þá? Hann snýr sér eðli-
lega til viðskiptavildarmarkaðarins
sem rekinn er af Landssamtökum
handhafa viðskiptavildar á Íslandi
(LvÍ) og spyrst fyrir um hvernig
ástandið sé á markaðinum hvað
varðar miðstöðvaefni.
Svarið er eitthvað á þá leið að
fátt sé um fína drætti á mark-
aðinum hvað varði miðstöðvaefni
og verðið því nokkuð hátt á við-
skiptavild í þessum flokki eða ríf-
lega verð á þessu uppsettu og frá-
gengnu í viðkomandi húsi.
Tilboðsgjafinn á nú ekki margra
kosta völ því ef hann útvegar ekki
upphitunarkerfið þá missir hann
af tilboðinu, sem í heildina tryggir
honum ágætis hagnað.
Launþeginn blæðir
Hann ákveður því að kaupa við-
skiptavild á markaðinum fyrir
miðstöðinni þótt það sé ríflega
eðlilegt kaupverð hennar með
uppsetningu en til þess að rétta
hlut sinn ákveður hann að draga
nokkurn hluta af kaupverðinu frá
umsaminni ákvæðisvinnu píp-
aranna sem eiga sjá um uppsetn-
ingu miðstöðvarinnar. Þeir kvarta
og segja réttilega að á sér brotið
ákvæði löglega gerðs kjarasamn-
ings við LvÍ. Já, segir tilboðsgjaf-
inn með æfðan harm í svipnum.
Það kann að vera rétt en staðan
er bara þannig hjá mér, frómt frá
sagt, og ykkur sagt í algjörum
trúnaði að ef þið eruð ekki tilbúnir
að deila þessum kostnaði með mér
þá verð ég að hætta við þetta
verkefni. Verkefni sem ég mun
tapa á en er engu að síður tilbúinn
í til þess að bæta atvinnuástandið
í minni heimabyggð.
Pípararnir eru sómakærir menn
og vilja ekki bera ábyrgð á því að
hætt verði við þetta verkefni þótt
þeir viti að með þátttöku sinni séu
þeir bæði að brjóta gerða kjara-
samninga og landslög. Nei, það er
bæði himinn og haf á milli við-
skiptavildarinnar og kvótans í dag
og við skulum hafa það þannig
áfram.
Viðskiptavildin
og kvótinn
Eftir Helga Laxdal
Helgi Laxdal
» Það er bæði himinn
og haf á milli við-
skiptavildarinnar og
kvótans í dag og við
skulum hafa það þannig
áfram.
Höfundur er vélfræðingur og fyrrver-
andi yfirvélstjóri.
Um allan heim ótt-
ast bahá’íar um líf og
heilsu félaga sinna í Ír-
an, en ofsóknir stjórn-
valda á hendur þeim
hafa stóraukist á und-
anförnum árum. Um
350 manns hafa verið
fangelsaðir frá árinu
2004 auk hundruða
sem hafa verið hand-
tekin og sleppt eftir
skemmri tíma. Í hnotskurn má ein-
faldlega segja að bahá’íar njóti ekki
almennra mannréttinda í Íran.
Þótt reynt sé að klæða árásir á
bahá’íana í annan búning fer ekki á
milli mála að um er að ræða hreinar
trúarbragðaofsóknir eins og sést vel
ef skoðað er mál fyrrum stýrihóps
íranska bahá’í samfélagsins sem
vakið hefur heimsathygli.
Um er að ræða fimm karlmenn og
tvær konur sem voru handtekin
fyrri hluta árs 2008. Réttarhöld yfir
þeim hófust þó ekki fyrr en 2010 og
ákært var fyrir sakir á borð við
móðgun við trúarleg yfirvöld og
njósnir fyrir Ísrael. Miðað við slíkar
sakargiftir vofði dauðadómur yfir
sjömenningunum en eftir hávær
mótmæli alþjóðasamfélagsins voru
þeir dæmdir í 20 ára fangelsi og
þeim dómi síðan breytt í 10 ár.
Fram yfir réttarhöldin var fólkið í
Evin-fangelsinu í Teheran en strax
eftir að dómur var kveðinn upp var
það flutt frá Teheran í enn illræmd-
ara fangelsi, Gohardasht-fangelsið,
sem er alræmt frá dögum íslömsku
byltingarinnar fyrir pyntingar,
óþrifnað, illan aðbúnað og skort á
heilbrigðisþjónustu.
Umgjörð og málatilbúnaður eru
til þess fallin að draga kjark bæði úr
föngunum sjálfum, að-
standendum þeirra og
öllu bahá’í samfélag-
inu. Allt er fólkið kom-
ið yfir miðjan aldur, en
sá elsti er nálægt átt-
ræðu. Fyrir hann
skiptir líklega litlu máli
hvort hann er dæmdur
til 10 eða 20 ára vistar,
ólíklegt er að hann lifi
að sitja inni allan tím-
ann miðað við að-
stæður. Þegar konan
hans dó nú í þessum
mánuði fékk hann ekki einu sinni
leyfi til að fylgja henni til grafar, en
um 5.000 íranskir bahá’íar, vinir og
ættingjar sóttu útförina.
Karlmennirnir hafa nú verið flutt-
ir í þá álmu fangelsisins sem hýsir
pólitíska fanga og eru aðstæður þar
sagðar sérlega slæmar auk þess
sem þeir eru undir sérstöku eftirliti.
Konurnar tvær, Fariba Kamalabadi
og Mahvash Sabet, voru fluttar í
álmu fyrir hættulega kvenfanga og
hafa þær sætt árásum og hótunum
um líkamsmeiðingar.
Bandaríska blaðakonan Roxana
Saberi, sem deildi klefa með þeim
um tíma í Evin-fangelsinu eftir að
hafa verið sökuð um njósnir í þágu
Bandaríkjanna, lýsti þeirri reynslu í
grein í Washington Post. Hún sagði
þær hafa verið vinsælar vegna um-
hyggju og hjálpsemi við aðra fanga.
Fangelsisyfirvöld bönnuðu öðrum
föngum ítrekað að hafa samskipti
við konurnar tvær en þegar það bar
ekki árangur voru þær fluttar til og
ástæðan sögð að þær hefðu verið að
„kenna“ öðrum föngum bahá’í trú.
Shirin Ebadi, friðarverðlaunahafi
Nóbels og heiðursdoktor við háskól-
ann á Akureyri, sem tók að sér
málsvörn þessara fanga fyrir tveim-
ur árum, sendi nýlega frá sér yf-
irlýsingu þar sem hún fordæmir
meðferðina á þeim og segir að eng-
inn þeirra hafi fengið sanngjarna
eða réttmæta málsmeðferð. Ebadi
neyddist sjálf til að flýja frá Íran í
kjölfar ofbeldisaðgerða og hótana
stjórnvalda eftir að hún hafði tekið
að sér mál sjömenninganna. Hún er
þó ennþá yfirmaður lögfræð-
ingateymisins sem annast mál
þeirra. Ebadi krefst þess í yfirlýs-
ingunni að fangarnir verði látnir
lausir þegar í stað og ofsóknum
gegn íranska bahá’í samfélaginu
linni. Hillary Clinton, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, lýsti einnig
nýlega áhyggjum sínum af ofsókn-
um íranskra yfirvalda á hendur sín-
um eigin þegnum í tengslum við
fangana sjö í Gohardasht-fangels-
inu.
Amnesty International í Banda-
ríkjunum hefur hvatt félaga sína til
að senda sjömenningum kort í til-
efni af því að íranska nýárið hefst
21. mars. Í tilmælum Amnesty segir
m.a. að þótt bahá’íarnir hafi ekki
gert annað en að iðka trú sína með
friðsamlegum hætti hafi þeir sætt
alvarlegum og fullkomlega tilhæfu-
lausum ákærum um undirróðurs-
starfsemi og njósnir í þágu óvinarík-
is.
Óttast um líf bahá’ía
Eftir Ingibjörgu
Daníelsdóttur »Umgjörð og mála-
tilbúnaður eru til
þess fallin að draga
kjark bæði úr föngunum
sjálfum, aðstandendum
þeirra og öllu bahá’í
samfélaginu.
Ingibjörg Daníelsdóttir
Höfundur er þjónustufulltrúi og er
bahá’íi.
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011
Um þessar mundir eru átta ár frá
innrás Bandaríkjanna í Írak. Ekki
sér fyrir endann á þeirri ógæfu.
Ekki heldur þeirri ákvörðun Nató
að ráðast í stríðsrekstur í Afganist-
an. Þar í landi hefur fólk búið við
stríðsátök í 30 ár. Fjórðungur barna
nær ekki 5 ára aldri og lífslíkur full-
orðinna eru einungis 44 ár. Frá inn-
rás Nató hefur íbúum Kabúl fjölgað
úr 2 milljónum í 6 milljónir. Í
Ghambar-flóttamannabúðunum er
hvorki rafmagn né vatn og enginn
skóli – lágmarks grunnþarfir vantar.
Þar hírist á milli moldarveggja fólk
sem alþjóðasamfélagið hefur yf-
irgefið.
Ákvörðun SÞ um loftferðabann
yfir Líbíu er sögð vera mótmæl-
endum til varnar en framkvæmdin
minnir óþægilega á Júgóslavíu tí-
unda áratugarins þegar loftárásir
Nató á Kosovo ollu miklu mannfalli
almennra borgara. Það trúir því
enginn að vopnað stríð sem háð er
úr lofti tryggi öryggi almennra
borgara. En herfræðingar og við-
skiptajöfrar sem reka hermaskínuna
fagna tækifæri til að nota tólin.
Þegar stýriflaugar falla á líbísk
skotmörk undrast maður nýtilkom-
inn áhuga alþjóðasamfélagsins á
hlutskipti almennings í Líbíu. Ekki
þvældist það fyrir þegar Gaddafi út-
deildi olíuauðnum til styrktar kosn-
ingabaráttu Sarkozy, Frakklands-
forseta, eða keypti vopn af Rússum,
Bretum og Frökkum, eða bauð
Bandaríkjamönnum upp á hagstæða
olíusamninga.
Núna má hins vegar notfæra sér
glæpi sem framdir hafa verið á árum
áður til að réttlæta aðgerðir sem
ekki virðast hafa verið hugsaðar til
enda. Það eru sömu aðilar sem túlka
flugbann á Líbíu sem leyfi til loft-
árása og grætt hafa á vopnasölu til
landsins.
Enginn virðist hafa lært neitt af
óförum Saddam Hussein og George
Bush.
Hjálpum íbúum Líbíu að losna
undan oki kúgunar en ekki með því
að setja örlög þeirra í hendur ný-
lenduherra.
Krefjumst annarra lausna í
heimsmálum en stríðsreksturs með
drápstólum vopnaframleiðenda.
Ekki fleiri stríð – hvorki í Írak,
Afganistan né Líbíu. Ekki fleiri
glæpi í nafni mannréttinda.
MARÍA S. GUNNARSDÓTTIR,
menningar- og friðarsamtökunum
MFÍK.
Um ástandið í Líbíu
Frá Maríu S. Gunnarsdóttur
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið birtir alla útgáfu-
daga aðsendar umræðugreinar frá
lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til
að hafna greinum, stytta texta í sam-
ráði við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni eða í bréf-
um til blaðsins.
Blaðið birtir ekki greinar, sem eru
skrifaðar fyrst og fremst til að
kynna starfsemi einstakra stofnana,
fyrirtækja eða samtaka eða til að
kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur. Þeir sem þurfa að senda
Morgunblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Formið má m.a. finna undir
Morgunblaðshausnum efst t.h. á for-
síðu mbl.is.
Móttaka aðsendra greina
*Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar.
SKEMMTUM OKKUR
INNANLANDS
FLUG OG GISTING
Í EINA NÓTT
FRÁ AÐEINS 21.030 KR.*
FLUGFELAG.IS
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
/F
LU
53
86
4
03
/1
1
Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði.