Morgunblaðið - 24.03.2011, Síða 22

Morgunblaðið - 24.03.2011, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 ✝ IngveldurGuðjónsdóttir fæddist í Ási í Ása- hreppi í Rang- árvallasýslu 5. apríl 1918. Hún andaðist á heimili sínu, Njálsgötu 104, Reykjavík, 13. mars 2011. For- eldrar hennar voru Guðjón Jóns- son, bóndi og odd- viti í Ási, og kona hans Ingiríð- ur Eiríksdóttir. Ingveldur átti fjögur systkini; Hermann, f. 1911, d. 2004, Eiríkur, f. 1913, d. 1988, Guðrún, f. 1914, d. 2001, Haukur, f. 1920, d. 2001. Hinn 11. desember 1954 giftist Ingveldur Magnúsi Tómasi Jónassyni, f. 19. júní 1917, d. 16. ágúst 1990. Sonur þeirra er Jónas Vilhelm Magn- ússon, f. 9. jan. 1958. Dætur hans eru Inga Björg og Karen, móðir þeirra er Þórhalla Sólveig Sigmars- dóttir. Ingveldur fór eftir barna- skólanám í Hér- aðsskólann á Laugarvatni og síðan í Hús- mæðraskólann þar. Síðan lágu leiðir til Reykjavíkur þar sem hún vann sem ráðskona og síð- ar við framreiðslustörf auk húsmóðurstarfa. Útför Ingveldar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 25. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku amma Inga, nú hefur þú fengið hvíldina eftir langa og við- burðaríka ævi. Í huga okkar koma upp margar góðar minningar. Það var alltaf jafn hlýlegt að koma heim til ömmu á Njálsgötuna. Þar gat maður verið alveg viss um að tekið var á móti manni með heitu súkkulaði og pönnukökum og öðru góðgæti. Þegar við systurnar vor- um yngri var sú hefð að fara í sund á laugardögum og fara svo til ömmu í hádeginu og fá heitan grjónagraut með rúsínum. Þegar amma passaði okkur á kvöldin las hún alltaf fyrir okkur skemmtileg ævintýri ásamt því að fara með bænirnar með okkur fyrir svefn- inn. Amma var trúuð og við vitum að hún bað fyrir okkur á hverju kvöldi. Hún gaf okkur systrunum Passíusálmana í skírnargjöf og svo sálmabók þegar við fermd- umst. Fjölskyldan skipti ömmu miklu máli, hún var alltaf svo dugleg að bjóða öllum í mat eða kaffi við hin ýmsu tilefni. Það var alltaf svo gott að heimsækja ömmu og hverfa aðeins frá nútímanum og spjalla um lífið og tilveruna. Hún sagði okkur margar sögur úr sveitinni og hvernig lífið var í gamla daga. Við systurnar hjálp- uðum ömmu alltaf á sumrin í garð- inum, það þurfti að vökva, reyta arfa og sjá um rósirnar sem skiptu ömmu miklu máli. Við minnumst einnig allra góðu stundanna sem við áttum saman um hátíðar, það var alltaf fastur liður að amma var hjá okkur þá. Það var gaman hvernig amma gat sagt ýmislegt fyndið án þess að átta sig endilega á því sjálf. Hún gerði oft grín að því eftir að heilsunni fór að hraka hvað ætti að gera við svona gamla konu. Við kveðjum ömmu með fal- legu bæninni sem hún bað okkur um að varðveita og var henni mjög kær. Þessa bæn las pabbi hennar alltaf fyrir þau eftir húslestur á kvöldin í Ási þegar hún var barn. Á þessum tíma var útvarpið ekki komið og því má segja að amma hafi lifað tímana tvenna. Berðu nú Jesú bænina mína blessaður fram fyrir föðurinn þinn. Leggðu mér svo liðsemd þína lítir þú á kveinstaf minn. Fyrir þitt helga hjartans blóð heyrðu mig Jesú, elskan góð, þér sé lofgjörð lögð og framin lifandi Guð um aldir. Amen. Inga Björg og Karen. Okkur langar til að minnast frænku okkar Ingveldar Guðjóns- dóttur, sem nú er fallin frá. Inga fæddist í Ási í Holtum Rangárvall- sýslu næstyngst fimm systkina, feður okkar Hermann og Jón Haukur voru í þessum systkina- hópi en þeir létust báðir fyrir nokkrum árum, Inga var því ein eftirlifandi af þessum hóp en hún náði 93 ára aldri og bar aldurinn vel. Maður hafði ávallt á tilfinning- unni að hún væri mun yngri en hún var en Inga var alla sína tíð mjög heilsuhraust. Að loknu skyldunámi í sveitinni hélt hún til náms í Héraðsskólann á Laugarvatni. Þar átti Inga að eigin sögn margar af sínum bestu stundum enda var hún að upplagi mjög félagslynd og naut sín vel og eignaðist marga vini og félaga á þessum skólaárum. Eftir þessa námsdvöl á Laug- arvatni hélt hún aftur heim að Ási til fjölskyldunnar og nokkrum ár- um seinna til Reykjavíkur og vann Inga þar ýmis störf. Þar kynntist hún eiginmanni sínum Magnúsi Jónassyni og hófu þau búskap á Njálsgötu 104 eftir að þau gengu í hjónaband 1954, en það var svo framtíðarheimili þeirra. Inga og Magnús voru mjög samrýmd hjón og ávallt léttleiki og glaðværð í kringum þau. Þau höfðu mjög gaman af að ferðast bæði utan- lands og innan og þær voru ófár ferðirnar austur að Ási þar sem þau réttu systkinum, Eiríki og Guðrúnu hjálparhönd við búskap- inn. Það var gott að geta kíkt inn til Ingu á Njálsgötunni þegar við krakkarnir áttum leið um. Alltaf tók hún okkur opnum örmum og með heimabakað góðgæti á borð- um. Heimili Ingu varð í raun sam- komustaður fjölskyldunnar í gegnum árin. Það var Ingu mikið áfall þegar Magnús féll frá 1990 en Inga lét ekki bugast og byrjaði þá að sinna aðaláhugamáli sínu, tónlistinni, af fullum krafti og tók hún þátt í kórastarfi alveg fram á síðustu ár. Jónas sonur hennar hefur ávallt verið henni stoð og stytta og afar náið og kært samband hefur verið milli Ingu og sonardætranna Ingu Bjargar og Karenar. Við kveðjum kæra frænku. Guðjón Ingi, Gústaf Helgi og Guðríður Sigrún. Ég kveð yndislega frænku mínu sem mér hefur alltaf þótt svo vænt um, Ingveldi Guðjónsdóttur. Aldrei fæ ég fullþakkað þá gæfu að eiga sumardvöl í Ási frá því ég var rétt orðin sjö ára til 14 ára ald- urs. Ennþá lifir í minningunni fyrsti dagurinn við komuna að Ási, Inga föðursystir mín lífsglöð og brosandi faðmaði mig. Þar var bóndinn Guðjón og allur systkina- hópurinn, Hermann, Eiríkur, Jón Haukur, Gunna og Inga. Mér fannst ég strax tilheyra þeim öll- um. Inga eins og hún var alltaf kölluð tók mér eins og kær móðir og annaðist hún mig, fékk ég að sofa hjá henni í baðstofunni, kall- aði hana sveitamömmu. Inga var mjög félagslynd, hafði mjög gam- an af tónlist, einnig að ferðast. Skemmtileg var mánaðarferð okkar um Norðurlönd og margar voru yndislegar samverustundirn- ar sem við áttum saman sem ég er þakklát fyrir. Inga var glæsileg kona, hafði góða nærveru og það er bjart yfir minningu um hana. Ég verð erlendis á jarðarfarar- daginn en ætla að finna kirkju eða fallegan stað og hugsa heim. Elsku Jónas og dætur og aðrir vandamenn, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Hulda Eiríksdóttir. Þegar lítil og falleg stúlka fæddist í Ási í Ásahreppi í Rang- árvallasýslu snemma í apríl 1918, Inga í Ási, var skammt liðið frá því að ísbirnir gengu á land á nokkr- um stöðum á Íslandi – íshella hafði myndast í gríðarlegum frosthörk- um úti fyrir Norður- og Austur- landi á þorranum. Húsgrunnar höfðu lyfst í Reykjavíkurbæ, sundin voru ísi lögð og reykháfar brustu. Kolaskortur gerði fólki líf- ið erfitt um land allt í grimmdar- gaddi. Katla gaus þegar Inga var sex mánaða gömul, fyrri heims- styrjöldinni lauk í nóvember þetta ár og Ísland varð fullvalda þjóð 1. desember. Inga var orðin liðlega tvítug þegar síðari heimsstyrjöldin skall á og hún var enn í sveitinni, í Ási, þegar við sögðum skilið við Dana- konung og lýstum yfir sjálfstæð- inu okkar dýrmæta á Þingvöllum í júní 1944. Tæpum áratug síðar giftist Inga Magnúsi sínum – þeg- ar vísir að borgarbrag var fyrst að myndast á Íslandi – en þá var hún flutt til Reykjavíkur. Þegar ég kynntist Magnúsi í Miðskálanum (nú Kolaportið) sumarið 1974, þá 15 ára strákpjakkur í sumarvinnu hjá Eimskip á Eyrinni, óraði mig ekki fyrir því að ég ætti eftir að verða í daglegum og mannbæt- andi samskiptum við einkason þeirra hjóna, Jónas, um þrjátíu ár- um síðar. Við erum jafnaldrar, fæddir 1958. Þegar ég kynntist Jónasi var Magnús látinn en ég fékk þá að kynnast Ingu – „henni mömmu“ eins og Jónas segir allt- af. Ég kom stundum í mat eða kaffi til Ingu á Njálsgötuna og hún bauð mér og Jónasi og Siggu, systur Magnúsar, eitt sinn í salt- kjöt á sprengidaginn. Svipsterk og góð minning sem alltaf lifir. Þessi heilsuhrausta, dagfar- sprúða og snotra kona nálgaðist að verða aldargömul – innra með mér óx virðing fyrir því að hún geymdi sögu þjóðarinnar og henni deildi hún með okkur. Það gerði líf okkar innihaldsríkara – þegar við „strákarnir“ og frænkurnar, frændurnir og börnin, fjölskylda og vinir Ingu, áttum tíma saman. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Ingu og hennar góða fólki – Jónasi, dætrum hans, Ingu Björgu og Karen, Siggu frænku, og öllum hinum. Þegar við kveðj- um Ingu vitum við að góð kona er gengin sem við minnumst með vinsemd og virðingu. Megi minn- ing Ingu og Magnúsar lifa. Óttar Sveinsson. Skólasystir og kær vinkona Ingveldur Guðjónsdóttir er látin. Samferðafólkið hverfur eitt af öðru yfir móðuna miklu og við söknum vina og ættingja. Hugur- inn hverfur aftur til vetrarins 1946-47 þegar við Inga dvöldum á Húsmæðraskóla Suðurlands, Laugarvatni. Við vorum 20 skóla- systur og höfðum allar gott af veru okkar þarna. Í þá daga þótti gott að senda stúlkur á alþýðu- skóla og svo níu mánuði á hús- mæðraskóla. „Að kunna að koma mjólk í mat og ull í fat“ gerði okkur gjaldgeng- ar í hjónabandið. Við skólasyst- urnar höfum haldið hópinn og oft hist. Við áttum svo góðar minn- ingar frá Laugarvatni. Inga var elst okkar og um leið þroskuðust en féll samt alveg í hópinn og alla tíð hefur mér fundist hún sú sama, hugurinn skýr og léttur þó að kraftar hennar og heilsa færu þverrandi nú síðustu árin. Inga missti eiginmann sinn, Magnús Jónasson, snögglega fyr- ir mörgum árum og var það henni mjög erfitt þó að hún bæri það eins og allt annað andstreymi lífs- ins af æðruleysi. Þau áttu fallegt heimili í sama húsi og foreldrar Magnúsar og var þar öllum vel tekið af mikilli alúð og gestrisni. Inga var vinur vina sinna, hjálpfús og traust og af þeim gjöfum miðl- aði hún okkur samferðamönnum sínum. Sérstakan greiða gerði hún mér þegar hún tók að sér að gæta dóttur okkar Einars, Ólafar Ragn- heiðar, sem þá var aðeins níu mán- aða. Ólöf Ragnheiður var hjá Ingu og Magnúsi í 16 daga og vissi ég að engar áhyggjur þyrfti ég að hafa af henni hjá þeim. Þremur árum seinna var Inga aftur beðin um sama greiða og lengi vildi Ólöf Ragnheiður fara í heimsókn til Ingu Gujónsa eins og hún kallaði hana. Inga var félagslynd og tók þátt í starfi eldri borgara, hún söng með kórnum og ferðaðist með honum til Kanada og fleiri staða. Hún mat það mikils að geta tekið þátt í söngnum og eignast kunn- ingja þar. „Þar sem söngur sali fyllir, sálir þroska ná“ sagði Þórð- ur Kristleifsson, sá mæti maður og söngkennari í áratugi á Laug- arvatnsskóla, en þar var Inga í tvo vetur. Inga saknaði mikið fé- lagsskaparins þegar hún varð, fyrir aldurs sakir og veikinda, að hætta í kórnum. Inga vann ekki utan heimilis á meðan einkasonur þeirra, Jónas, var barn. En seinna vann Inga mörg ár hjá Lyfjaverslun ríkisins og var hún þar traustur starfs- kraftur og skilaði sínu vel hef ég eftir vini mínum sem var yfirmað- ur þar á þessum tíma. Inga átti góða fjölskyldu og sonur hennar hugsaði sérlega vel um mömmu sína alla tíð, hún var mjög sátt og þakklát fyrir um- hyggju og aðstoð sem hún fékk í veikindum sínum. Nú stóð til að hún flytti á hjúkrunarheimili til þess að eiga kost á meira öryggi en þá tóku örlögin í taumana, eng- inn veit hvenær kallið kemur. Hún kvaddi snögglega á heimili sínu, sátt við Guð og menn. Við Einar kveðjum nú sómakonu með þakk- læti fyrir trygga vináttu hennar og vottum syni hennar, Jónasi, og fjölskyldu hans innilega samúð. Ólöf Stefánsdóttir. Ingveldur Guðjónsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVEINBJÖRG BALDVINSDÓTTIR, Tjarnarlundi 9b, Akureyri, lést á öldrunarheimili Akureyrar í Hlíð miðvikudaginn 9. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki öldrunarheimila Akureyrar og heimahjúkrun við Heilsugæslustöðina á Akureyri fyrir umhyggju og góða umönnun. Helga Steinunn Ólafsdóttir, Benidikt Sigurbjörnsson, Herdís Ólafsdóttir, Torfi Sverrisson, Lilja Rósa Ólafsdóttir, Þorvaldur Benediktsson, Magnús Ólafsson, Anna Þóra Baldursdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Erlingur Arason og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSKELL V. BJARNASON skipasmiður, Ránargötu 18, Akureyri, lést á heimili sínu mánudaginn 21. mars. Þórhildur Margrét Ingólfsdóttir, Jakobína Elín Áskelsdóttir, Rúnar Davíðsson, Bjarni Áskelsson, Anna Rósa Magnúsdóttir, Ingólfur Áskelsson, Helga Signý Hannesdóttir, Sæmundur Guðmundsson og afabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hvassaleiti 46, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu DAS í Reykjavík þriðjudaginn 22. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. mars kl. 13.00. Guðmundur Guðmundsson fv. slökkviliðsstjóri, Birna M. Guðmundsdóttir, Barry Huckins, Stefanía Guðmundsdóttir, Georg M. Halldórsson, María Sigrún Guðmundsdóttir, Ívar Guðmundsson, Kristín Kristjánsdóttir, Gunnlaugur Guðmundsson,Súsanna Svavarsdóttir, Auður Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Kr. Jónsson, Björn V. Guðmundsson, Helena Líndal Baldvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ALFREÐ JÓNSSON fyrrum bóndi Reykjarhóli, Fljótum, Fornósi 9, Sauðárkróki, andaðist á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks þriðjudaginn 22. mars. Viktoría Lilja Guðbjörnsdóttir, Heiðrún Guðbjörg Alfreðsdóttir, Símon Ingi Gestsson, Bryndís Alfreðsdóttir, Sigurbjörn Þorleifsson, Jón Alfreðsson, Guðlaug Guðmundsdóttir, Hallgrímur Magnús Alfreðsson, Guðrún Ósk Hrafnsdóttir og afabörnin. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG HALLBJÖRNSDÓTTIR, til heimilis á Reynimel 84, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti aðfaranótt miðvikudagsins 23. mars. Hallbjörn Sævars, Hrönn Þormóðsdóttir, Magnús Þór Vilbergsson, Harpa Sæþórsdóttir, Sigurður Hallbjörnsson, Guðrún Andrésdóttir, Hilmar Kári Hallbjörnsson, Sjöfn Finnbjörnsdóttir, Guðlaug E. Hallbjörnsdóttir og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐBJARTUR Á. KRISTINSSON múrari, Dalseli 20, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðjudaginn 22. mars. Útförin verður auglýst síðar. Helga Pétursdóttir, Guðrún Guðbjartsdóttir, Guðjón Þ. Sigfússon, Kristinn H. Guðbjartsson, Laufey Ó. Hilmarsdóttir, Álfheiður J. Guðbjartsdóttir, Olaf Sveinsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.