Morgunblaðið - 24.03.2011, Page 23

Morgunblaðið - 24.03.2011, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 ✝ Guðrún M.Hjaltalín Ing- ólfsdóttir fæddist á Húsavík 6. júní 1943. Hún lést á heimili sínu, Víði- lundi 20 á Ak- ureyri, 16. mars 2011. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Hjaltalín Lofts- dóttir, f. 16. júlí 1920, d. 6. júní 1943, og Ingólfur Baldvinsson, f. 28. maí 1920, d. 26. september 1996. Guðrún á fimm systkini samfeðra. Þau eru: Áslaug, f. 1945, Sigrún, f. 1946, Frímann, f. 1950, Sig- urður Pétur, f. 1953 og Óli Hjálmar, f. 1957. Guðrún ólst upp með föðurbróður sínum Bjarna Sigmarssyni, f. 1929. Mjög kært var á milli þeirra. Maður Guðrúnar var Hall- grímur Gísli Friðfinnsson, f. 7. nóvember 1943. Þau skildu. Dætur þeirra eru Ingunn Helga og Sigrún Margrét, f. 19. febr- 1998, og Gísli, f. 1999. Sóley og Björgvin eru skilin. Sóley átti áður soninn Hinrik Frey Hin- riksson, f. 1989. Guðrún ólst upp hjá móður Ingólfs, Guðrúnu Bjarnadóttur, sem gekk henni í móðurstað, og Sigmari Ágústssyni, manni hennar. Bernskuárum sínum eyddi Guðrún í Grímsey og síð- an á Ólafsfirði. Hún starfaði við fiskvinnslu á Ólafsfirði til margra ára ásamt húsmóð- urstörfum. Guðrún var mikill tónlistarunnandi og spilaði á gítar og hljómborð og hafði un- un af handavinnu og átti orðið mikið safn skrautmuna sem prýddu heimili hennar. Guðrún eyddi síðustu æviárum sínum á Akureyri. Á sumrin dvaldi hún í hjólhýsi sínu í Vaglaskógi þar sem hún naut sín vel á þeim fal- lega stað. Hún naut heimaþjón- ustu Akureyrarbæjar síðustu ár ævi sinnar og dvaldi sér til af- þreyingar í Lautinni á Akureyri, sem rekin er af Rauða krossi Ís- lands og eignaðist hún þar marga trygga vini. Útför Guðrúnar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 24. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. Guðrún verður jarðsett í Ólafsfjarðarkirkjugarði á morg- un, 25. mars 2011, kl. 16. úar 1964, og Sóley Rannveig, f. 2. apríl 1969. Börn Ing- unnar og Jóns Bjarna Guðsteins- sonar, f. 15. júlí 1964, eru: Hildur María, f. 1985, Ingi Viðar, f. 1987, Guð- rún Bjarnveig og Skúli Snær, f. 1992. Ingunn og Jón Bjarni eru skilin. Núverandi sambýlismaður Ing- unnar er Garðar Jóhannsson, f. 11. mars 1962. Barn Hildar Mar- íu og Andra Ólafssonar er Ólaf- ur Alexander Andrason, f. 25. ágúst 2009. Þau eru búsett í Noregi. Sambýliskona Inga Við- ars er Birgithe Victoria And- ersen, þau eru einnig búsett í Noregi. Börn Sigrúnar og Hilm- ars M. Aðalsteinssonar, f. 5. maí 1965, eru: Sigmar Örn, f. 1990, Ari Steinar, f. 1992, og Marta Sigríður, f. 1999. Börn Sóleyjar og Björgvins Arnars Jóhanns- sonar, f. 12. júlí 1964, eru Jóel, f. „Halló Inga, þetta er mamma.“ Svona byrjuðu símtölin frá henni mömmu minni og það er svolítið sérstakt að hugsa til þess að þau komi aldrei aftur, að ég fái ekki að heyra röddina þína og heyra þig bera kveðjur til barnanna minna og tengdabarna, því þú barst hug þeirra mikið fyr- ir brjósti og gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að sýna þeim atlæti. Eftir að þú varst langamma varstu alltaf að spyrja frétta af langaömmubarninu, og varst svo glöð þegar þú fékkst að hitta hann sl. sumar, þú lést prjóna á hann sokka og vettlinga og send- ir til hans. En svo skyndilega var þér kippt út úr samvistinni með okkur hér á jörðinni og eftir stöndum við sorgmædd, hrygg og eins og í hálfgerðu sjokki. Við systurnar erum búnar að rifja upp ýmsar minningar úr Háa- gerði þegar við vorum litlar að alast þar upp, þú að sauma út, þú að baka kökur, því þú varst algjör snillingur við bakstur, en það sem upp úr stendur er tónlist. Það var bara alltaf tónlist í Háa- gerði meðan við vorum að alast þar upp. Þú áttir margar hljóm- plötur, spilaðir sífellt Villa Vill, Ríó tríó, Ingimar Eydal og alla þessa tónlist drukkum við í okk- ur. Enda hefur áhugi þinn á tón- list borist áfram til barnabarna þinna og spila mörg þeirra á hljóðfæri og syngja listavel. Ég naut þeirra forréttinda að búa hjá þér fyrstu mánuðina með mitt fyrsta barn og ósköp var gott að leita til þín um ýmislegt því tengt. Enda dvaldi Hildur María oft með þér í hjólhýsinu þínu í Vaglaskógi meðan hún var yngri. Það sama á við hin börnin mín, þú barst hag þeirra alltaf fyrir brjósti og þóttir svo ofur- vænt um þau, oft voru þau hjá þér í pössun og létu vel af sér. Ég man hvað þú varst glöð þegar þú fékkst nöfnu, hana Guðrúnu Bjarnveigu, og kallaðir hana aldrei Guðrúnu, bara nöfnu. Elsku mamma mín, við eydd- um saman mörgum jólum og ára- mótum og einnig var gott að koma til þín meðan þú bjóst á Ólafsfirði og einnig eftir að þú fluttir til Akureyrar. Við áttum saman alveg frábærar stundir í desember sl. þegar þú fluttir í nýju íbúðina þína í Víðilundinum á Akureyri, og mikið vorum við búnar að skemmta okkur saman þegar við vorum að fara í gegnum hlutina þína við þá flutninga, þú vildir náttúrulega ekki gefa neitt frá þér, en við fórum millileiðina og sumt gafstu og annað tókstu með þér, enda varstu búin að gera nýja heimilið þitt svo eleg- ant og flott og þér leið svo vel þar. Elsku mamma mín, þegar heilsubrestur fór að gera vart við sig vissi ég að þér leið ekki alltaf vel, lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um þig. Þú áttir þinn sælureit í Vaglaskógi og dvaldir þar í mörg sumur og naust þín vel í því yndislega umhverfi. Þú eignaðist marga trygga vini í skóginum, bæði meðal hjólhýsa- eigenda og starfsmanna skógar- ins og vil ég fá að þakka þeim fyr- ir umhyggju og traust við þig í gegnum árin. Elsku mamma mín, ég er sannfærð um að nú líður þér bet- ur, ert laus við kvalir og vanlíðan og hefur nú sameinast foreldum þínum og öðrum ástvinum. Elsku mamma mín, þakka þér fyrir að vera móðir mín. Þín, Ingunn Helga (Inga). „Þú komst til að kveðja í gær. Þú kvaddir og allt varð svo hljótt. Á glugganum frostrósin grær. Ég gat ekki sofið í nótt.“ Er maður einhvern tímann tilbúinn að fá þær hörmulegu fréttir að mamma manns sé lát- in? Eins og hnífstunga í hjartað, svo sárt var að meðtaka þetta, enda ekkert sem benti til þess á neinn hátt að andlát þitt væri yf- irvofandi og eflaust tekur það einhvern tíma fyrir mig og mína að ná áttum. Það hefur ótalmargt flogið gegnum hugann á þessum örfáu dögum og eflaust á margt eftir að koma upp, en veistu, mamma, að flest af því hefur fengið mig til að brosa. Það fylgdi þér oftast mikill léttleiki og þú naust þess að gera grín eins og þú orðaðir það, þann- ig ætla ég að minnast þín. Ef maður hugsar um ævi þína, fædd sex merkur, ekki hugað líf en með þrautseigju og ást kom föð- uramma þín, sem alla tíð gekk þér í móðurstað, til hjálpar og bar þig framan á sér til að halda á þér hita. Þið bjugguð í Grímsey til að byrja með en svo fluttuð þið til Ólafsfjarðar og þeim stað unn- irðu heitt, enda ekki skrítið ég er endalaus þakklát fyrir að hafa al- ist þar upp sjálf. Náttúran allt í kring, blóðrautt sólarlagið, bát- arnir, tjörnin og félagslífið. Mamma að fara á árshátíð hjá slysavarnafélaginu í æðislegum kjól með uppsett hár, svo falleg. Mamma að prjóna lopapeysur á dúkkurnar okkar. Mamma við hljómborðið að spila og syngja. Mamma með gítarinn og Ríó tríó í allri sinni dýrð í stofunni heima. Kökusortirnar og terturnar. Þú kenndir mér margt, mamma, ég held að ég kunni alla textana með Villa Vill ásamt mörg hundruð öðrum enda var alltaf tónlist í kringum þig og þú gast ekki án hennar verið. Þú kenndir mér að það er allt í lagi að bogna, svo lengi sem maður staulast á fætur aftur, þú kenndir mér að það er til alls konar fólk og að lífið er alltaf léttara ef maður lítur á það þannig. Mamma, þú áttir ekkert alltaf auðvelt líf, en þú lést þér annt um þína og hringdir alltaf til að fá fréttir og til að athuga hvernig gengi hjá öllum. Strák- unum mínum varstu alltaf góð. Þú áttir þína eigin paradís og það var Vaglaskógur, þar undir þú þér vel og þráðir að komast þang- að um leið og fór að hlýna og vild- ir hvergi annars staðar eyða þín- um tíma á sumrin. Þú dúllaðir þér við hjólhýsið og allir hlutir áttu sinn stað, þar eignaðist þú líka marga góða félaga og vini. Undanfarin ár bjóstu á Akur- eyri og varstu nýflutt upp í Víði- lund sem þú varst alsæl með, við áttum skemmtilegar stundir við flutninginn í byrjun desember og hlógum við mikið, enda margt sem rifjaðist upp þegar við fórum í gegnum allar minningarnar sem fylgdu dótinu þínu frá æskuheim- ili okkar á Ólafsfirði. Ég hefði viljað að þú hefðir notið þess lengur að vera í Víðilundinum, en ég hefði líka viljað njóta þess að eiga þig lengur að, mamma. Ég er að skrifa þér hina hinstu kveðju, mamma. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Þín dóttir, Sóley Rannveig Hjaltalín. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um ömmu Gunnu. Ég bjóst ekki við því að þurfa að gera það fyrr en eftir nokkur ár. En svona er lífið, hverfult og snúið. Það koma margar minningar upp í hugann þegar hugsa ég til ömmu. Aðallega hvað hún var mikill fagurkeri og pæja. Ég elskaði að koma í heimsókn til hennar á Ak- ureyri, því hún átti samansafn af ótrúlega miklum skrautmunum. Oftar en ekki fékk ég að panta einn og einn hlut með mér heim, og það var ekki amalegt fyrir safnara eins og mig. Ætli ég hafi ekki bara erft þennan áhuga frá ömmu. Eins og ég nefndi áðan var amma alveg ótrúlega mikil pæja. Þegar ég var yngri, og við vorum í heimsókn á Ólafsfirði, fékk ég oft að kíkja í svefnherbergið hennar ömmu og líta í skart- gripaskrínið. Það var algjör ham- ingja fyrir litla telpu sem vildi vera eins og amma hennar. Eins man ég eftir því að hafa farið í heimsókn í Vaglaskóg sem lítil stelpa. Hvað mér fannst þetta vera alveg ótrúlega mikið sport að fá að gista í hjólhýsi úti í miðjum skógi. En það sem ég á eftir að muna allra best um hana ömmu, er hvað hún var lúmskt fyndin og einlæg í hugsunarhætti. Það var oft sem ég brosti út í annað að at- hugasemdum hennar út í um- hverfið. Amma kenndi mér líka að meta almennilega tónlist og átt- um við sameiginlegan uppáhalds- tónlistarmann, hann Vilhjálm Vilhjálmsson. Ég læt fylgja með eitt af uppá- haldslögum okkar. Kvöldið er okkar og vor um Vaglaskóg, við skulum tjalda í grænum berjamó. Leiddu mig vinur í lundinn frá í gær, lindin þar niðar og birkihríslan grær. Leikur í ljósum lokkum og angandi rósum, leikur í ljósum lokkum hinn vaggandi blær. Dagperlur glitra um dalinn færist ró, draumar þess rætast sem gistir Vaglaskóg. Kveldrauðu skini á krækilyngið slær. Kyrrðin er friðandi, mild og angurvær. Leikur í ljósum lokkum og angandi rósum, leikur í ljósum lokkum hinn vaggandi blær. (Kristján frá Djúpalæk.) Takk fyrir að hafa verið amma mín. Ástarkveðjur til þín. Hildur M. Hjaltalín. Elsku amma Gunna. Þú munt alltaf vera í hjarta mér í gegnum súrt og sætt. Vil bara að þú vitir að ég man allar hamingjustundir okkar saman, þú komst alltaf til okkar um jólin. Svo man ég um áramótin 2010 þegar ég kom í heimsókn til þín, þá varst þú að elda hangikjöt og hlusta á óperu og þá sýndi ég þér lag sem heitir Freeloder med Dave Darell, þér fannst það mjög skemmtilegt. Ég vil bara að þú vitir að ég elska þig og mun alltaf gera, elsku amma Gunna. Ég sakna þín svo ótrú- lega mikið. Hvíl í friði. Þinn Jóel. Guðrún M. Hjalta- lín Ingólfsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku mamma. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli frá Uppsölum) Þín dóttir, Sigrún, Hilmar og börn. Elsku amma og nafna mín. Skyndilega ertu farin, frið þú fékkst frá sjúkdómi og sársauka. En þó að þú sért farin finnst þú í mínu hjarta og mínu nafni. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Guðrún Bjarnveig Jónsdóttir. ✝ Elsku sonur okkar, bróðir og dóttursonur, KÁRI ÞORLEIFSSON, Drekavogi 16, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 25. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð Bjöllukórs Tónstofu Valgerðar, 515-14-405790, kt. 501100-3580, sbr. tonstofa.is. Guðný Bjarnadóttir, Þorleifur Hauksson, Þórunn Þorleifsdóttir, Álfdís Þorleifsdóttir, Ari Þorleifsson, Mette, Mathilde, Jóhann, Sigrún Hermannsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RUTH TRYGGVASON, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 16. mars. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 26. mars kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Úlfs Gunnars- sonar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Tryggvi Björn Aðalbjarnarson, Svava Oddný Ásgeirsdóttir, Árni Aðalbjarnarson, Rósa Þorsteinsdóttir, María Margrét Aðalbjarnardóttir, Pétur Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, Þorláksgeisla 1, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 15. mars. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 25. mars kl. 13.00. Þorsteinn Sigurðsson, Kristján Helgason, Sigurður Þórir Þorsteinsson, Hildur Hrönn Oddsdóttir, Halldór Örn Þorsteinsson, Lilja Björg Sigurjónsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS FJELDSTED, Ferjukoti, Borgarhreppi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 26. mars kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Sigurður Fjeldsted, Thom Lomaín, Þorkell Fjeldsted, Heba Magnúsdóttir, Guðrún Fjeldsted, Guðmundur Finnsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín og dóttir okkar, ANNA BJÖRK MAGNÚSDÓTTIR læknir, lést umvafin ástvinum á heimili sínu aðfara- nótt mánudags. Útförin auglýst síðar. Martin Johansson, Sigfríður Hermannsdóttir, Magnús Jónsson. ✝ Elskulegur sonur minn, bróðir og mágur, STEINDÓR GUNNARSSON, varð bráðkvaddur á Kanaríeyjum laugardag- inn 19. mars. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún Sigbjörnsdóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Gunnar Kristinsson, Gunnar Gunnarsson, Guðbjörg Þorvaldsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.