Morgunblaðið - 24.03.2011, Side 25

Morgunblaðið - 24.03.2011, Side 25
ég. „Eru ekki allir sem við Halldór þekktum hættir að sjást á ráð- stefnum EAAP?“ „Sá þann síð- asta, Jim O’Grady, í Dublin 2007, hann bað að heilsa þér,“ segi ég. „Seigir Írar, man það núna, hann var í svínaræktinni og kom í heim- sókn til okkar á Leifsgötuna með fjölskyldu sína um 1970.“ Þetta eru sýnishorn úr spjalli mínu við Sigríði Klemenzdóttur í haust, þá komna á 99. aldursárið og enn með aðdáunarvert minni. Alltaf var jafn ánægjulegt að ræða við Sigríði því að hún hafði sterka réttlætiskennd, var gædd góðum gáfum og bæði víðlesin og fjölfróð um menn og málefni. Heimsóknir á Leifsgötu 18 verða lengi í minn- um hafðar, til þeirra Halldórs til 1984, til hennar einnar allt til 2007 og síðan í Sóltún þar sem myndir, málverk og húsgögn í herberginu minntu í mörgu á fyrri tíð. Ekki skaðaði að við Sigríður áttum ágæta samleið í skoðunum á ýms- um þjóðmálum, og sömuleiðis, að föðurættir beggja tengdust í Vest- ur-Húnavatnssýslu á 19. öld. Þótt aldursmunurinn væri mikill kom það ekki að sök því að Sigríður var síung í hugsunarhætti. Líkt og Halldór var hún heimsborgari, rifjaði gjarnan upp góðar minn- ingar frá Bretlandseyjum og Nýja-Sjálandi og viðhélt vina- tengslum erlendis alla tíð, aðal- lega með bréfaskriftum. Um- hyggjan fyrir Halldóri og heilsu hans var aðdáunarverð. Því kynntist ég sérlega vel á ferðalög- um og alltaf var stutt í hlátur og skemmtilegheit. Við tedrykkju úr breskum postulínsbollum var margt skrafað á Leifsgötunni, ekki síst vegna þess að við áttum ýmsa sameiginlega vini og kunn- ingja í bændastétt og víðar. Stundum tók ég með ljósmyndir og sagði fréttir af ráðstefnuferð- um og minningarsjóði um Halldór, kom með minningargreinar úr fréttabréfi EAAP, eða eintök af Frey og Bændablaðinu. Allt var þegið með þökkum og aldrei brást að Sigríður spurði: „Hvað er að frétta úr Bændahöllinni?“ Þess má geta að hún lagði fram drjúgan skerf við undirbúning minningar- rits um Halldór, útgefið 1989, einkum við skráningu heimilda og gerð ritaskrár. Þar naut sam- viskusemin og vandvirknin sín vel. En Sigríður var líka fjölskyldu- vinur sem vildi fylgjast stöðugt með framgangi Svanfríðar konu minnar og barna okkar í námi og starfi. Aldrei brást glaðningur fyr- ir börnin og kveðjur um jólin, og þeim, ásamt okkur hjónum, er minningin um sómakonuna Sigríði á Leifsgötunni afar kær. Við, ásamt foreldrum mínum, Dýr- mundi og Guðrúnu, sendum öllum vandamönnum einlægar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Sig- ríðar Klemenzdóttur. Ólafur R. Dýrmundsson. Sigríður Klemenzdóttir, föður- systir mín, lést á dvalarheimilinu Sóltúni 13. mars síðastliðinn á 99. aldursári. Sigga, eins og hún var alltaf kölluð, hafði yfirleitt verið heilsuhraust þar til fyrir u.þ.b. þremur árum er líkamlegri heilsu hennar fór að hraka, en hún var þó hress andlega og stálminnug al- veg fram til þess síðasta. Þegar ég kvaddi Siggu áður en við hjónin héldum af landi brott í byrjun mars sagði mér svo hugur, að þetta yrði okkar síðasti fundur. Það var því ekki óvænt þegar okk- ur barst frétt um andlát hennar. Margar af mínum fyrstu minn- ingum tengjast Siggu. Þegar hún var rétt rúmlega þrítug missti hún sinn fyrri mann, Ólaf Þorvarðar- son, og dvaldi hún þá um tíma á heimili foreldra minna á Leifsgötu 18. Þar bjuggu einnig föðurfor- eldrar mínir sem þá höfðu flust frá Húsavík. Árið 1946 giftist Sigga Halldóri Pálssyni, síðar búnaðar- málastjóra, og festu þau kaup á efri hæð Leifsgötu 18. Þar bjuggu þau alla sína hjúskapartíð að frá- talinni ársdvöl þeirra í Cambridge þar sem Halldór vann að doktors- ritgerð sinni svo og vetrardvöl á Nýja-Sjálandi. Það var því mikill samgangur milli fjölskyldnanna og Sigga og Halldór stór hluti af lífi okkar systranna. Þeim Siggu og Halldóri varð ekki barna auðið og má segja að við systur höfum bætt þeim það að nokkru leyti. Vegna starfa sinna ferðaðist Halldór mikið um landið og fór Sigga iðulega með honum. Einnig fóru þau í lengri og skemmri ferð- ir til útlanda. Þau voru mjög sam- hent hjón og ánægjulegt var ætíð að njóta samvista við þau. Sigga bjó Halldóri fallegt heimili og var ávallt gestkvæmt hjá þeim. Hún var fríð kona, bauð af sér góðan þokka, glaðsinna og með gott skopskyn. Sigga var einstaklega vel upp- lýst kona, vel lesin og margfróð. Hún fylgdist vel með þjóðfélags- umræðunni og hafði ákveðnar skoðanir á flestu því sem bar á góma í þeim efnum. Hún eignaðist marga vini um ævina, bæði heima og erlendis, sem hún var mjög dugleg að rækta samband við. Á síðastliðnu sumri kom t.d. ensk vinkona hennar til Íslands á leið sinni frá Bandaríkjunum til Eng- lands gagngert til að hitta Siggu. Eftir lát móður sinnar, Jakobínu, sem alist hafði upp í Vesturheimi, tók Sigga upp þráðinn og hélt sambandi við vini og ættingja þar. Fyrir um þremur árum flutti Sigga á dvalarheimilið Sóltún og um hálfu ári síðar flutti Unnur móðir mín á sömu deild, en þá höfðu þær mágkonur búið hvor á sinni hæðinni á Leifsgötu í ríflega sextíu ár. Þar með tók Sóltún við sem sá staður er við systurnar og fjölskyldur hittumst oftast á. Öllu því ágæta fólki sem önnuðust þær þar eru færðar bestu þakkir. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa eign- ast Siggu sem elskulega föður- systur og einlæga vinkonu. Blessuð sé minning Sigríðar Klemenzdóttur. Anna Ingibjörg. Í síðastliðinni viku lést vinkona okkar Sigríður Klemenzdóttir á Sóltúni. Líf hennar var langt, farsælt og auðugt. Hún kunni að njóta þess sem lífið bauð, enda óvenjulega lif- andi, áhugasöm og vel gefin. Skoð- anir hennar á mönnum og málefn- um skýrar og afdráttarlausar. Það var sannkölluð lífsfylling að um- gangast hana. Þau hjónin, Halldór og Sigríður voru samhent og samtaka og með- an Halldórs naut við ferðuðust þau mikið. Ekki til að eyða tím- anum í aðgerðarleysi, heldur til að hitta fólk, fræðast og sjá fjarlæg lönd. Vinskapur foreldra minna og Halldórs og Sigríðar var langur og traustur. Sameiginlegur áhugi þeirra á búskap, framförum í land- búnaði og lífinu á landsbyggðinni tengdi þau sterkum böndum. Um- ræður voru fjörugar og skemmti- legar og margar sögur sagðar. Við Stefán, þá unga fólkið, nut- um góðs af þessum skemmtilegu heimsóknum. Börn okkar hlökk- uðu líka mikið til, því ekki gleymd- ust þau. Alltaf eitthvað hlýlegt og fallegt við þau sagt og gott í munn- inn til að gleðja. Og alla tíð hefur Sigríður fylgst vel með systkinun- um. Eftir lát foreldra minna hélst vinskapurinn við Halldór og Sig- ríði. Margar haustferðir fór Stefán með þeim hjónum í réttir og að Hesti í Borgarfirði, en þar voru stundaðar tilraunir í sauðfjárrækt á vegum ríkisins. Eftir fráfall Halldórs höfum við átt margar góðar og gefandi stundir með Sigríði. Blessuð sé minning Sigríðar. Arnþrúður Arnórsdóttir. Háöldruð heiðurskona, Sigríð- ur Klemenzdóttir, hefur lokið veg- ferð sinni. Hún var Þingeyingur og af gáfu- og merkisfólki komin. Hún var alin upp á Húsavík en bjó mestan hluta ævi sinnar í Reykja- vík. Sigríður var gædd óvenjuleg- um persónutöfrum. Hún var glæsileg fríðleikskona og hafði einkar aðlaðandi og ljúfa fram- komu. Þá var hún stálgreind, orð- heppin og setti skoðanir sínar fram með minnisverðum hætti. Hún var sjófróð, langminnug og kunni glögg skil á mönnum og málefnum og hafði list viðræðna mjög á valdi sínu þannig að ætíð var skemmtun og eftirsóknarvert að vera í návist hennar. Árið 1946 giftist Sigríður Hall- dóri Pálssyni, sauðfjárræktar- ráðunaut Búnaðarfélags Íslands og síðar búnaðarmálastjóra. Þau settu saman heimili á Leifsgötu 18 í góðu nábýli við bróður Sigríðar, Sigtrygg Klemenzson ráðuneytis- stjóra og konu hans Unni Páls- dóttur. Áttu þau þar síðan fallegt og hlýlegt heimili. Sökum starfa sinna ferðaðist Halldór mikið bæði innanlands og utan, auk þess sem hann stofnaði og veitti for- stöðu sauðfjárræktarbúinu á Hesti í Borgarfirði. Sigríður ferð- aðist gjarnan með manni sínum og naut ferðalaga. Hún var hvar- vetna aufúsugestur og vinmörg. Gestrisni þeirra hjóna var einstök. Það var háttur Halldórs að bjóða gestum heim með sér til kvöld- verðar. Kvöldstundir á heimili þeirra hjóna eru ógleymanlegar. Þau voru samvalin að fagna gest- um með rausnarlegum veitingum, en þó einkum með skemmtilegum og fróðlegum viðræðum. Bæði voru þau hjón mjög andlega vak- andi og mynduðu sér skarplegar skoðanir og komu þeim á framfæri með glaðsinni og mælsku. Bæði höfðu þau mjög næma réttlætis- kennd og báru einlæga virðingu fyrir íslenskri náttúru og þjóðleg- um gildum. Halldór átti við hjartasjúkdóm að stríða síðustu ár sín. Sigríður sýndi manni sínum einstaka um- hyggju og reyndi að fá hann til þess að hlífa sér og gæta heilsu sinnar. Það var Halldóri ekki eðl- islægt að spara orku sína eða fara varlega því maðurinn var ákafa- og fjörmaður sem aldrei vildi láta hlut sinn eftir liggja. Efalaust lengdi hin mikla umhyggja Sigríð- ar líf Halldórs um nokkur ár. Störf Halldórs í þágu landbúnaðar á Ís- landi voru ómetanleg og þar átti Sigríður drjúgan hlut að máli. Þrátt fyrir kappsemi og ósérhlífni Halldórs tók hann leiðbeiningum Sigríðar af mikilli lipurð og jafn- lyndi. Halldór mat konu sína ákaf- lega mikils og var ástríki þeirra gagnkvæmt. Halldór lést árið 1984 og eftir það bjó Sigríður ein í íbúð þeirra við góða heilsu þar til fyrir fáum árum að hún fluttist í Sóltún þar sem hún andaðist að endaðri langri ævi. Hún hélt glæsileik sínum og reisn til hárrar elli. Ég kveð Sigríði með kæru þakklæti fyrir framúrskarandi kynni, einstaka gestrisni og með djúpri virðingu. Blessuð sé minn- ing hennar. Páll Pétursson. legur. Hann tók virkan þátt í öllum uppákomum hjá fyrirtækinu og oftar en ekki var hann fremstur í flokki jafningja. Við kveðjum okk- ar góða félaga með trega og sökn- uði en þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með honum, við erum ríkari fyrir vikið. Allan þann tíma sem Magnús barðist við þennan illvíga sjúkdóm var aldrei neitt vonleysi eða upp- gjöf að finna hjá honum, sama hvað bakslögin voru mörg og djúp. Imba stóð við hlið hans sem klettur, með ótrúlegan styrk og aðdáunarvert var að sjá hvernig þau börðust saman með bjartsýnina og vonina eina að vopni, ávallt brosandi, sama hvað gekk á. Ég votta Imbu og fjölskyldu Magnúsar mína dýpstu samúð, minning hans mun lifa með okkur alla tíð. Örn Bjarnason. Við kveðjum í dag kæran sam- starfsmann okkar og félaga, Magn- ús Guðmundsson, sem féll frá langt um aldur fram. Við þökkum Magn- úsi samstarfið, félagsskapinn og vináttuna. Megi hann hvíla í friði. Sem afbragðs dreng við þekktum þig, og þökk og lotning vor, og miklu fleiri, fjær og nær, þér fylgja hinstu spor. Þig faðmi liðinn friður guðs, og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Vér munum þína högu hönd og hetjulega dug, og ríkan samhug, sanna tryggð og sannan öðlingshug. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Fjölskyldu Magnúsar færum við okkar dýpstu samúðarkveðjur, megi Guð veita ykkur huggun og styrk á erfiðum tímum. Fyrir hönd samstarfsfólks hjá N1, Kolbeinn Finnsson. Ég sit hér með tárin í augunum að skrifa minningargrein um þig, Maggi minn, en því miður hefur þú lotið í lægra haldi fyrir veik- indum þínum sem þú varst svo staðráðinn í að sigrast á. Við urð- um vinir þegar ég fór að vinna hjá Hafliða bróður þínum og hefur sá vinskapur reynst mér afar vel alla tíð síðan. Þú lentir í ýmsum áföllum á lífsleiðinni, bílslysum og annars konar veikindum, og tókst því öllu með bros á vör. Er ég hugsa til baka eru svo margar góðar minn- ingar t.d. ferðirnar okkar á Hró- arskeldu o.fl. Þú fluttir snemma að heiman og hvar sem þú bjóst var margt fólk í kringum þig og má segja að þú hafir verið með hálfgerða fé- lagsmiðstöð, fyrst á Móabarðinu, svo í Trönuhrauni og að ógleymdri Hjallabrautinni. Þau voru ófá partíin eins og þegar þú fannst það út að ára- mótapartíið hefði ekki verið nógu gott ég held að það hafi verið 2005 svo þú ákvaðst að við skyldum bara fagna áramótunum aftur um páskana og halda almennilegt partí. Vá hvað það var gaman. Húsið gjörsamlega stappfullt af fólki og þú í essinu þínu, stjörnu- ljós og læti og talið niður á mið- nætti eins og að um áramót væri að ræða, alger snilld. Og enn man fólk eftir þessu og talar um. Þú varst þannig gerður að allt sem þú gerðir tókst þú alla leið eins og þegar þú fannst upp á því að fá mömmu þína til að sauma jakkaföt svört og bleik skipt í miðju fyrir Hróarskeldu 2005. Mamma þín, mikill snillingur, var ekki lengi að hrista 6 stk. jakkaföt fram úr erminni fyrir Team Xslow og við allir svakalega sáttir. Þetta var svo lýsandi fyrir þig – bara vaða í málið og klára það. Ég man líka eftir því þegar þú varst að segja mér að þú værir komin í vinnu hjá N1 varahluta- verslun á Bíldshöfða og verslunar- stjórinn hefði spurt þig hver þín framtíðarsýn væri þá sagðir þú: „Ég ætla að taka starfið þitt innan árs“ og stóðst við það. Svo kynnistu Imbu þinni 2009 og þið farið að búa á Laufvang- inum og verð ég að segja að það sást langar leiðir hvað þú varst stoltur af þinni konu, hreinlega geislaði af ykkur og þið bjugguð ykkur gott og fallegt heimili. Svo dundu veikindin yfir og var aðdá- unarvert að sjá hve jákvæður þú varst, alveg sama á hverju gekk, og þú varst duglegur að leyfa öll- um að fylgjast með baráttu þinni á netinu þar sem þú skrifaðir allt og dróst ekkert undan í lýsingunum. Voru skrif þín oftar en ekki mein- fyndin og hlaðin kaldhæðni sem var algerlega þín sérgrein. Mér finnst Imba og mamma þín vera algerar hetjur og leitun að öðrum eins jöxlum og aðdáun- arvert að sjá hve vel þær hugsuðu um þig. Einnig verð ég að minnast á tengdaforeldra þína, frábært fólk sem studdi þig mikið og átti í þér hvert bein. Ég á eftir að sakna þín mikið, meistari, hlátursins, brossins og samvistanna. Þér á ég aldrei eftir að gleyma og finnst frábært að hafa fengið að kynnast þér og þakka þér fyrir að hafa verið minn besti vinur. Ég votta Imbu, foreldrum, systkinum og öllum öðrum að- standendum mína dýpstu samúð Hvíl í friði. Þinn vinur, Kristinn. Það er óendanlega erfitt að setjast hér niður og skrifa um þig minningargrein. Mikil hræðsla greip mig þegar ég fékk símtalið um að þú værir orðinn veikur en þú náðir fljótt að smita mig af já- kvæðni þinni í þessari baráttu. Það var svo gaman að sjá hvað þú tókst á við þetta verkefni á já- kvæðan hátt, þessari baráttu ætl- aðir þú sko ekki að tapa en því miður fór nú svo að lokum og eftir sitjum við öll sem stöndum þér nærri og grátum. Á sama tíma hellast yfir mig minningar um all- ar þær góðu stundir sem við átt- um saman þessi ár sem við þekkt- umst. Ég man ennþá eftir fyrsta skiptinu sem við hittumst. Það var í partíi úti á Álftanesi og þá hugs- aði ég að þetta væri nú skemmti- legur gaur sem ég yrði að kynnast frekar. Þar sátuð þið Kiddi, tveir náungar með munninn sannar- lega fyrir neðan nefið og alveg hrikalega hressir og fyndnir. Stuttu síðar þegar við Himmi tók- um saman var ég orðin hluti af ykkar góða vinahóp og var mér strax tekið svo vel. Sambúðin okk- ar allra uppi á Trönuhrauni þar sem haldin voru ófá partíin var skemmtileg, en upp úr stendur allur tíminn sem við eyddum sam- an vinirnir á Hjallabrautinni. Þetta er einstakur vinahópur sem við tilheyrum og oft sem fólk átti ekki til orð yfir því að við værum í alvörunni að hittast á hverju ein- asta föstudagskvöldi til að borða saman. Margar eru minningarnar frá öllu því sem við höfum gert saman eins og fasti punkturinn á hverju ári, jólahlaðborðin og jóla- maturinn hjá þér og Kidda. Einn- ig öll aðfangadagskvöldin sem við hittumst og spiluðum saman fram á rauða nótt. Það er á svona stundum sem rifjast upp fyrir manni hversu stór hluti af lífi manns vinirnir eru. Síðustu árin hafa stundirnar verið færri eftir að börnin fóru að hrúgast inn í vinahópinn eins og gengur og gerist. Mikið glödd- umst við þó fyrir þína hönd þegar þú kynntist henni Imbu þinni, þið áttuð svo greinilega vel saman og þú varst svo hamingjusamur með henni, hún náði þér meira að segja í útilegu. Lífið er ekki alltaf sann- gjarnt og í þessu tilfelli alveg klár- lega ekki. Söknuður okkar allra er mikill. Síðustu dagar hafa verið okkur öllum mjög erfiðir, en að hafa fengið tækifæri til að kveðja þig í síðustu viku, knúsa og kyssa var ómetanlegt. Ég er alveg fullviss um að þú hafir haft mikinn húmor fyrir síðustu dögum, að öðlast þín- ar 15 mínútna frægð eftir að þú ert dáinn, alveg eins og alvöru rokkstjarna. Sara Rún segir að nú sért þú engill hjá henni Guð sem kemur svo og heimsækir okkur þegar við þurfum. Ég held að það sé bara al- veg rétt hjá henni. Að lokum vil ég bara segja, elsku Maggi minn. Takk fyrir öll árin, allt brosið, hláturinn og gleðistundirnar. Þú varst traustur vinur, sem stóðst með því sem þú trúðir á, þrjóskur og þver, kald- hæðinn og með húmorinn á rétt- um stað. Þú munt alltaf eiga þinn stað í okkar hjörtum, það er eng- inn annar Maggi. Það er stórt skarð höggvið í dag í okkar góða vinahóp. Við sendum Imbu þinni og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Dagbjört, Hilmar og stelpurnar. Frábær vinur og félagi okkar er nú fallinn frá allt of fljótt. Maggi tók þennan félagsskap okkar og vildi gera sem allra mest úr honum líkt og hans var von og vísa ef hann fékk áhuga á ein- hverju. Stofnaði heimasíðu fyrir okkur félagana og hélt henni úti. Kom með á keppnir og græjaði dekkjamálin fyrir okkur félagana undir hjólin óbeðinn. Eftir tvær Hróarskelduferðir, sem hann var einn af upphafsmönnunum að, tók hann að sér að taka á móti félaga okkar sem við höfðum kynnst þar og sýndum við honum Ísland tvisvar á ógleymanlegan máta fyr- ir bæði gestinn og ekki síður okk- ur. Áramótapartíin hans verða einnig seint úr minni færð. Þetta eru einungis nokkur dæmi um hvernig Maggi náði að gera skemmtilega atburði enn skemmtilegri og metnaður hans í þeim efnum var aðdáunarverður. Við erum þakklátir fyrir þær stundir sem við fengum að njóta í hans nærveru, því þá var ávallt gaman. Innilegar samúðarkveðjur til Ingibjargar og fjölskyldu Magga. Fyrir hönd Team X Slow, Benedikt Helgason. Magnús vinur minn er dáinn og það af völdum illvígs sjúk- dóms sem sýnir enga miskunn. Þessi snillingur var sannur vinur vina sinna og var alltaf með opið hús fyrir þá sem vildu sækja hann heim. Ég kynntist Magga og Hafliða á svipuðum tíma þeg- ar við vorum allir að vinna í pitsu- bransanum og var mér strax ljóst að hann var einstakur náungi. Húmorinn var mér að skapi enda þurfti ekki að segja mörg orð til að fá hann til að brosa og á ég eft- ir að minnast Magga fyrir allt kaldhæðni grínið sem var hans fylgifiskur allt fram á síðasta dag. Maggi var keppnismaður og vildi að sjálfsögðu taka þátt í mottumars þótt erfiðlega gengi að safna skeggi, og þrátt fyrir sársaukann sem fylgdi þessum veikindum brosti hann út að eyr- um þegar hann fékk að vita að hann væri í fyrsta sæti einstak- linga og kominn í 300 þús. þótt það væri bara byrjunin þar sem stefnan var alltaf tekin á eina milljón (winning isn’t everything – it’s the only thing). Maggi tókst á við þennan sjúk- dóm af æðruleysi og fengu allir sem vildu að lesa heilu ritgerð- irnar um hvernig meðferðin gengi, hvað væri að angra hann og hvað kallinn þarna uppi væri eiginlega að hugsa. Sé ég þig núna fyrir mér rukka hann um ástæður fyrir þessu öllu og slá því í leiðinni upp í létt grín. Það er erfitt að skrifa kveðju- orðin til þín, Maggi minn, og vildi ég óska þess að þetta hefði farið öðruvísi þar sem við vorum búnir að útiloka þessa niðurstöðu fyrir löngu. Það er stórt skarð höggvið í okkar góða vinahóp og mun þín verða sárt saknað um ókomin ár. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu, minn kæri vinur. Takk fyr- ir að vera vinur minn. Sigurður Pálsson. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.