Morgunblaðið - 24.03.2011, Síða 26

Morgunblaðið - 24.03.2011, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 ✝ Jón Bjarmanfæddist á Ak- ureyri 13. janúar 1933. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 17. mars 2011. Hann var son- ur Sveins Bjarman, aðalbókara hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga á Akureyri, f. 5. júní 1890, d. 23. sept. 1952, og konu hans Guð- bjargar Björnsdóttur Bjarman, f. 13. maí 1895, d. 29. sept. 1991. Systkini Jóns eru: Björn, f. 23. sept. 1923, d. 19. apríl 2005, Anna Pála, f. 20. okt. 1925, Ragnheiður Jensína, f. 26. maí 1927, d. 12. nóv. 2007, Steinunn, f. 7. okt. 1928, Sigurlaug, f. 27. des. 1929, d. 27. des. 2007, Árni, f. 7. jan. 1935, Guðbjörg, f. 6. júlí 1936. Jón kvæntist 26. júní 1954 Hönnu (Jóhönnu Katrínu) Páls- dóttur, f. á Skinnastað í Öxarfirði 10. febr. 1933. Börn þeirra: Páll sjávarútvegsfræðingur, f. 19. júní 1957, og Anna Pála mat- vælafræðingur, f. 4. okt. 1957, eiginmaður hennar Páll Loftsson Jón frá 1971-1986 en var þá ráð- inn sjúkrahúsprestur þjóðkirkj- unnar með starfssvið á Landspít- alanum og gegndi því embætti til starfsloka árið 2000. Jón var virkur í félagsmálum og var kjörinn til margra nefnda- og trúnaðarstarfa. Á æskuárum sín- um var hann meðal stofnenda Æskulýðfélags Akureyrarkirkju. Síðar sat hann m.a. í starfs- háttanefnd þjóðkirkjunnar og í nefnd um alþjóðleg nemenda- skipti. Jón var þingforseti alþjóð- legu skiptinemasamtakanna ICYE og kjörinn heiðursfélagi þeirra 1983 og heiðursfélagi Prestafélags Íslands 1998. Þá var Jón kjörinn af ráðherranefnd Evrópuráðsins 1992 í eftirlits- nefnd sem fylgist með aðbúnaði í fangelsum aðildarríkjanna með það að markmiði að koma í veg fyrir pyndingar og ómannúðlega meðferð á föngum. Þeim nefnd- arstörfum gegndi hann í átta ár. Jón stundaði ritstörf frá unga aldri. Meðal bóka hans er „Af föngum og frjálsum mönnum. Endurminningar sérþjón- ustuprests“, tvö smásagnasöfn, fimm ljóðabækur, hugleiðingar og þýðingar, m.a. úr færeysku. Jón verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, 24. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 15. líffræðingur, f. 15. nóv. 1959. Börn þeirra: Jóhanna Katrín viðskipta- fræðingur, f. 6. febr. 1984, unnusti henn- ar Jón Karl Stef- ánsson bak- arameistari, f. 19. júní 1981, Jón Bragi háskólanemi, f. 16. nóv. 1988, unnusta hans Helga Jóns- dóttir háskólanemi, f. 15. okt. 1988, Leifur nemi, f. 13. nóv. 1996. Jón lauk stúdentsprófi frá MA 1954 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1958 og var sama ár kallaður til prestsþjón- ustu á Lundar í Manitoba. Eftir þriggja ára starf í Kanada var hann sóknarprestur í Laufási við Eyjafjörð frá 1961-1966 er hann fluttist til Reykjavíkur og gerðist æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar um fjögurra ára skeið. Jón aflaði sér víðtækrar sérmenntunar á sviði sálgæslu í Bandaríkjunum árið 1974 og aftur 1983-84 er hann lauk mastersnámi í klín- ískri sálgæslu. Fangaprestur var Afi var mjög barngóður maður, raunar svo barngóður að ókunnug börn flugu upp um hálsinn á hon- um þannig að foreldrar þeirra vissu ekki hvaðan á sig stóð veðr- ið. Sumir segja að það hafi verið vegna þess hversu hár hann var en líklega snerist það meira um hinn auðsýnda kærleika í augun- um á honum þegar hann leit í augu lítillar manneskju. Afi leit nefni- lega ekki á börn sem litla óvita heldur litlar manneskjur. Hann bar alltaf virðingu fyrir skoðunum okkar litlu manneskjanna, eða stóru manneskjunnar eins og elsta systkinið var kallað, og gat setið með okkur lengi á rökstólunum og rætt um heima og geima. Þegar við urðum eldri og vorum orðin vitiborið fólk og farin í skóla varð afi okkar helsti kennari. Yngsta systkinið fór alltaf beint til afa og ömmu eftir skóla og lærði undir handleiðslu afa og við eldri systk- inin fórum reglulega með mis- gáfulegar ritgerðir í yfirlestur til afa. En það var ekki bara spjallað og lært því það var alltaf líf og fjör með afa og ömmu, endalaust útstáelsi eins og gamla fólkið myndi segja. Við vorum dregin, viljug mjög, á veitingahús, í leik- hús og kvikmyndahús, aldrei var setið í iðjuleysi. Við eldri systkinin vorum meira að segja svo heppin að vera boðið með til útlanda ömmu til dægrastyttingar á með- an afi var á ráðstefnum. Stóru manneskjunni var boðið til Strass- borgar en miðsystkinið fór til Par- ísar og London. Stóra manneskj- an man það enn þegar hún var í Strassborg og það vatt sér upp að afa ókunnur maður og heilsaði honum með virktum á íslensku. Ekki vitum við hver maðurinn var en svona var þetta með afa, það var ekki einu sinni hægt að hafa hann út af fyrir sig í útlöndum, alls staðar var fólk sem þurfti að heilsa. Við veltum því stundum fyrir okkur hvort hann þekkti virkilega allt þetta fólk en kom- umst að því að það skipti engu máli fyrir afa, öllum skyldi heilsað og sýnd manngæska og virðing. Afi hafði dálæti á söng og tón- list og miðsystkinið og unnusta hans fóru með afa og ömmu á tón- leika alveg þar til yfir lauk. Afi átti alltaf erfitt með að sitja kyrr þeg- ar hann hlustaði á tónlist og vildi helst standa upp og dansa og ef sungið var söng hann með hástöf- um. Söngurinn var sérstaklega áberandi í messum enda kunni hann alla sálma. Við reyndum að muna hvort við skömmuðumst okkar einhvern tímann fyrir söng- inn þegar við eldri systkinin vor- um á unglingsárunum og afi enn fær um að hefja upp raust sína svo drundi í en í minningunni er þetta bara notaleg stund með afa. Við lærðum mikið af afa og hann hafði mikil áhrif á líf okkar. Hann kenndi okkur að líta aldrei niður á fólk og koma fram við alla af virðingu. Hann var birtingar- mynd gullnu reglunnar og við get- um aðeins vonast til að verða eins góðar manneskjur og hann. Elsku afi Jón, guð hefur nú kvatt þig til þarfari verka og vegna þess að við vitum það og vegna þess að við höfum lært af þér þá ætlum við ekki að vera sorgmædd í dag heldur gleðjast með þeim sem nú njóta kærleika þíns á himnum. Þín barnabörn, Jóhanna Katrín, Jón Bragi og Leifur. Elsku besti bróðir, nú ert þú farinn og við erum bara fjögur eft- ir af þessum fallega átta barna systkinahóp. Það voru forréttindi að fá að alast upp á Hamarstígn- um, já, það var svo sannarlega dásamlegt að alast upp í þessum glaða systkinahóp með elskuleg- um foreldrum sem allt vildu fyrir okkur gera. Ég sé þig fyrir mér koma arkandi niður Hlíðargötuna á leið úr skóla, skælbrosandi og ljósi hárlubbinn út í allar áttir. Við vorum alltaf kölluð „litlu hálfvit- arnir“ við þrjú yngstu systkinin, og finnst mér bara heiður að því. Við þrjú vorum alltaf send í háttinn klukkan átta á kvöldin, þið Árni í bláa herberginu og ég í svefnherberginu. Nunna systir kom, þuldi með okkur bænir og skipaði okkur að fara að sofa, þá fórum við að leika okkur. Þið Árni voruð stríðshermenn og hétuð Raggi og Brói, ég Systa hjúkrun- arkona. En þegar þið voruð í Nonna og Manna-leik mátti ég ekki vera með. Þá stóð ég grátandi við stigahandriðið og sagðist ekki geta sofið fyrir friði. Þetta fannst ykkur voða fyndið og strídduð mér alltaf á þessu. Elsku stóri bróðir, þú varst fæddur leiðtogi. Þú æfðir kór fyrir öskudaginn, og stjórnaðir stráka- hóp við að slá köttinn úr tunnunni í garðinum heima. Þú varst einn af stofnendum æskulýðsfélagsins, svo varstu líka alltaf að syngja í kórum því þú elskaðir söng og hljómlist. Svo kom Hanna inn í líf þitt, þessi fallega ljóshærða stúlka sem var mesta gæfa þín í lífinu. Hanna hló sínum dillandi hlátri að öllu sem þú sagðir. Þannig liðu þessir bernsku- og æskudagar við söng, dans og hlátrasköll á Hamarstígn- um. Svo kom alvara lífsins, við tíndumst eitt af öðru úr hreiðrinu og fórum í allar áttir. Þú lést drauminn rætast og varðst prest- ur. Mikið var ég stolt af þér þá, þegar þú vígðist prestur í Dóm- kirkjunni, en aldrei gat ég samt kallað þig annað en Nonna bróð- ur því það varst þú fyrst og fremst í mínum huga. Þú giftir flest börnin mín, skírðir barna- börnin, jarðsöngst ástvinina og allt gerðir þú þetta með miklu næmi og hluttekningu. Öll börnin mín elskuðu og dáðu Jón frænda. Mér er svo minnisstætt þegar þú varst að skíra litlu börnin og þau grétu hástöfum á meðan á at- höfninni stóð, þá tókstu þau í fangið og horfðir á þau mildum augum. Þau steinhættu að gráta og fóru að hjala við þig. Elsku Nonni bróðir, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Elsku Hanna mín, Palli, Anna Pála og fjölskylda, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Ég sendi hér lítið ljóð sem pabbi orti til fjölskyldu Jóns bróður síns sem lést fyrir aldur fram 1925. Engill að kistunni ljúfur leið hann ljómaði af huggun og mildi. Hann mælti við þá sem sorgin sveið því sorgina og tárin hann skildi. Þeim öllum er sárast sorgin sker sólstafir bjartastir skína. Í ljósbroti þess, sem liðið er líturðu draumana þína. Frá sólarupprás til sólarlags signi ykkur drottins kraftur, í ylgeislum sólar sérhvers dags sendir hann Jón okkur aftur. (Sveinn Bjarman) Elsku bróðir, hvíldu í guðs friði. Guðbjörg Bjarman (Lilla). Á æskuheimili séra Jóns Bjarman, Hamarstíg 2 á Akur- eyri, sem ég kynntist fyrst á átj- ánda ári og heimilisvinir kölluðu oft Bjarmanshús, ríkti frjálslyndi og menningarblær sem bar smekk og listhneigð húsráðenda vitni. Fólk úr frændgarði þeirra að austan og vestan og skólafólk á öllum aldri var þar tíðir gestir og kynslóðabilið brúað með nota- legri hlýju og gestrisni sem það átti að mæta. Oft var glatt á hjalla í hópi átta systkina og vina þeirra sem löðuðust að heimilinu. Það segir sína sögu að eitt sinn voru vinir Jóns í heimsókn hjá honum og móðir hans spurði: „Hvers vegna eru strákarnir alltaf hér, en þú aldrei hjá þeim, Nonni minn?“ Ekki stóð á svari hjá þeim stutta sem ansaði að bragði: „Það er af því að þetta er svo leyfilegt hús.“ Mér segir svo hugur að það fordómalausa frjálslyndi sem lýsti sér í orðum barnsins hafi ævilangt mótað framkomu Jóns og lífsviðhorf, guðfræðihugsun og þjónustu. Hann var snemma ráðinn í að verða prestur og lýsir í minning- um sínum atviki sem markaði djúp spor á þeirri leið. Hann átti til presta að telja og bar nafn langafa síns, séra Jóns Sveinssonar á Mælifelli. Jón Bjarman var einn af „drengjunum hans séra Péturs“ og brennandi í andanum við stofn- un Æskulýðsfélags Akureyrar- kirkju. Menntun hans í guðfræði og skyldum greinum og reynsla hans í prestsþjónustu var orðin mikil og fjölþætt. Skáldskapur og ritstörf voru honum ástríða frá unglingsárum. Hann var starf- samur og víðförull og varla þarf annað en skoða Guðfræðingatal til að sannfærast um að Jóns verður getið í kirkjusögu síðari hluta 20. aldar. Því veldur það mikla traust og trúnaður í mikilvægum málum sem kirkjan og starfssystkini hans heima og erlendis sýndu honum, m.a. alþjóðleg skiptinema- og æskulýðssamtök. Ég nefni þátt hans í kirkjulífi vestanhafs og áhrifin sem hann miðlaði þaðan, baráttu fyrir bættum starfshátt- um kirkjunnar og brautryðjanda- hlutverk hans við að móta og festa í sessi starf sérþjónustupresta og bæta hag þeirra. Þjóðkirkjan kveður því í dag ötulan og áhrifa- mikinn son sem á heiður skilinn. Margt er að þakka og margs að minnast, þótt fátt verði talið, en Jóni og Hönnu kynntist ég fyrst nýkomnum heim frá Kanada, um það bil sem hann gaf okkur Stein- unni systur sína saman í Laufási, því að vitaskuld vann hann margt prestsverkið fyrir fjölskyldur systkina sinna, afkomendur þeirra og stóran vinahóp. Ófáum sem fletta nú myndaalbúmi minning- anna reyndist hann stoð og stytta og gjöfull og ráðhollur vinur í raun. Hugurinn fyllist þakklæti fyrir að hafa átt hann að í hartnær hálfrar aldar samfylgd, með Hönnu sér við hlið, því að hlutur hennar í lífi hans var stór. Heilsu- brestur Jóns mörg síðustu árin var hörð raun, en því aðdáunar- verðara var af hve miklu andlegu þreki hann virtist bera hana og hve eindreginn viljinn var til að njóta þess sem notið varð í lífi og list til hins síðasta. Það má vera ástvinum hans huggun þegar liðið er undir lok það sem var í molum og augliti til auglitis verður séð það sem áður var í óljósri mynd. Hjörtur Pálsson. Er ég minnist mágs míns sr. Jóns Bjarman koma upp í hugann fyrstu kynni okkar er Hanna syst- ir mín kom heim að Skinnastað með skólafélaga sinn og vin úr Menntaskólanum á Akureyri vor- ið 1951 og kynnti hann fyrir fjöl- skyldunni. Kynni okkar þróuðust í vináttu sem aldrei bar skugga á. Jón var mikill mannkostamaður í alla staði, traustur og vandaður. Fyrsta búskaparár þeirra hér í Reykjavík bjó ég hjá þeim er ég var hér við nám, þá bundumst við enn sterkari böndum. Eftir nám í guðfræði vígðist Jón til Lundar- prestakalls í Manitoba í Kanada. Fluttist fjölskyldan vestur um haf haustið 1958 með soninn Pál árs- gamlan. Voru þau þar næstu þrjú árin og var það mjög góður og þroskandi tími fyrir fjölskylduna. Við fundum það er við hjónin vor- um á ferð í Íslendingabyggðum nokkrum árum síðar hvað þau voru dáð af söfnuðinum. Árin þeirra fimm í Laufási voru þeim dýrmætur tími, þá bættist Anna Pála dóttir þeirra í fjölskyld- una. Vinafjölskyldurnar, sem við kölluðum „Ungmennafélagið“, höfðu líka stækkað og oft var margt um manninn á sumrin í Laufási við leik og störf. Uppruna „Ungmennafélagsins“ má rekja til vinnufélaga í Búnaðarbankanum og maka þeirra. Farið var í úti- legur og heimsóknir við ýmis tækifæri. Síðar þróaðist fé- lagsskapurinn upp í menningar- og matarklúbb sem við höfum haft ómælda ánægju af. Eftir starf sem sóknarprestur hélt Jón til annarra verkefna á vegum kirkjunnar. Hugur hans var leitandi og vilji til að láta gott af sér leiða í uppeldis- og mannúðarmálum. Því var það árið 1966 að þau tóku sig upp og fluttu til Reykjavíkur þar sem hann tók að sér starf æskulýðs- fulltrúa þjóðkirkjunnar. Þar voru þau hjónin bæði mjög virk um ára- bil í skiptinemastarfi kirkjunnar. Frá þeim árum hafa þau átt fjöl- marga vini frá öllum heimshorn- um. Jón var fangaprestur í 16 ár, hann var frumkvöðull í því starfi. Síðustu 14 starfsárin var hann sjúkrahúsprestur. Þar eins og annars staðar naut fólk hæfileika hans og hlýju í mannlegum sam- skiptum. Hann lagði sig allan fram í störfum sínum og aflaði sér við- bótarmenntunar í sálgæslu í Bandaríkjunum. Til marks um það traust sem Jón naut er að hann var kjörinn af Evrópuráðinu í mannréttindanefnd á þess veg- um. Meðfram annasömum störfum gaf hann sér tíma til lesturs góðra bókmennta enda sjálfur virkur sem rithöfundur bæði í bundnu og óbundnu máli. Blessuð sé minning um góðan mann. Stefán Pálsson. Hanna systir er elst okkar fimm systkinanna, eina systirin, ég er yngstur. Ég var í frum- bernsku þegar hún eignaðist kær- asta, man því ekki eftir þeim öðru- vísi en saman. Það var alltaf mikil tilhlökkun þegar von var á þeim heim á Skinnastað, ég varð stund- um svolítið vandræðalegur, þau voru svo mikið í keleríi, ég vissi ekki alveg hvað ég átti af mér að gera. Þegar þau giftu sig í Skinna- staðarkirkju var kirkjan hundrað ára, þau bæði tuttugu og eins, ég fimm ára. Það var bjart allan sól- arhringinn, þetta var 26. júní 1954, mikil gleði lá í loftinu, falleg ljós- mynd var tekin af þeim í kirkju- dyrunum, Jón það hávaxinn að hann þarf aðeins að halla höfðinu til að komast fyrir í dyragættinni, þetta gerir hann af fúsum vilja enda hallar hann sér að Hönnu. Löngu síðar gifti Jón Bjarman okkur Kristínu og skírði Jóhannes Pál, fyrir algjöra tilviljun var sá dagur einnig 26. júní. Ég held að sé ágætt að minnast alls þessa, gott að átta sig á því að gleðin og lífskrafturinn er alveg jafnmikill sannleikur lífsins og sjúkdómar og dauði. Ef ekki bara meiri sannleikur. Þegar ég hugsa til Jóns kemur alfyrst upp í hugann hvað hann hafði fína rödd og tilfinningu fyrir hljómi og rytma. Hann var góður söngmaður og hafði afar næma málvitund. Það kom sér vel þegar hann skrifaði texta, jafnt ræður og skáldskap sem þýðingar. Í ævi- minningum sínum, Af föngum og frjálsum mönnum, segir Jón frá því hvernig hann náði lifandi sam- bandi við menntaskólanámið með því að þýða smásögu eftir Hem- ingway í enskunáminu og fékk af- ar mikilvæga uppörvun fyrir vikið. Sjálfur var hann einstaklega upp- örvandi við ungt fólk, um það get ég vitnað með gleði og þakklæti. Enda starfaði hann mikið með ungu fólki, bæði var hann æsku- lýðsfulltrúi kirkjunnar um skeið og ennfremur virkur í alþjóðleg- um ungmennasamskiptum. Alþjóðlegt samstarf átti mjög vel við hann, að bræða saman ólík sjónarmið af yfirvegun og velvild. Það kom sér vel í nefndastarfi hans á alþjóðavettvangi, sem sneri bæði að málefnum ungmenna og mannréttindamálum fanga. Al- þjóðleg vitund var Jóni eðlileg og mikilvægur þáttur í hugsun hans og starfi. Hann hafði bæði mikla hæfni og menntun á sviði sálgæslu, fór í tví- gang til náms í Bandaríkjunum, lauk í síðara skiptið meistaranámi í klínískri sálgæslu. Enda var starf hans lengst af að veita föng- um og sjúkum og aðstandendum sáluhjálp. Föngum og sjúkum. Það er kaldhæðnislegt hve sjúk- dómurinn sem vitjaði hans fyrir tuttugu árum er áþekkur fjötrum, óhugnanleg parkinsonsveikin ger- ir líkamann að fangelsi, hugurinn er í ágætu horfi en líkaminn hlýðir ekki, tengslin rofna, boðin berast ekki. En huga mannsins verður aldr- ei hægt að hneppa í fjötra, aldrei hægt að fangelsa, það er aldrei hægt að afnema frelsið og lífsgleð- ina. Fyrir hönd okkar Kristínar og Jóhannesar Páls votta ég Hönnu og hennar fólki öllu okkar dýpstu samúð og biðjum við þeim bless- unar. Sigurður Pálsson. Fyrsta minning mín um Jón Bjarman er frá sumrinu 1951 þeg- ar hann kom á æskuheimili mitt á Skinnastað. Hann var þá trúlofað- ur Hönnu systur minni sem er elst okkar systkina. Strax við fyrstu kynni kom í ljós hvern mann Jón hafði að geyma. Ástúðlegt viðmót hans og hin mannlega hlýja og til- litssemi við annað fólk voru ein- kennandi í fari hans. Síðar valdi hann prestsstarfið að ævistarfi þar sem þessir mannkostir nutu sín mætavel. Upp í hugann kemur minning um komu mína í Laufás skömmu eftir að Jón tók við Laufáspresta- kalli. Dvaldi ég hjá þeim hjónum í nokkra daga við ýmis störf. Mér er minnisstæð glaðværðin sem ríkti á heimilinu. Frásagnir af fólki og atburðum frá þeim tíma þegar Jón gegndi prestsstörfum í Kanada voru óþrjótandi upp- spretta umræðuefnis. En dvölin í Kanada skildi ekki aðeins eftir ljúfar minningar. Hún var einnig dýrmætur reynslubrunnur fyrir hinn unga prest. Hann átti síðar eftir að byggja á þessari reynslu í starfi sínu í þágu þjóðkirkjunnar. Það varð hlutskipti Jóns að starfa sem sérþjónustuprestur eftir að þjónustu í Laufáspresta- kalli lauk, fyrst sem æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar og síðar fangaprestur sem þá var nýtt embætti. Starfsævinni lauk hann sem sjúkrahúsprestur. Jón annað- ist nemendaskipti þjóðkirkjunnar og tengsl kirkjunnar við erlend samtök um nemendaskipti. Jón var forseti alþjóðlegu skiptinema- samtakanna ICYE um tíma og var síðar kjörinn heiðursforseti þeirra. Mikil vinna var tengd þess- um nemendaskiptum og naut Jón aðstoðar eiginkonu sinnar í því starfi. Fimm erlendir skiptinemar dvöldust á heimili þeirra hjóna sem allir urðu vinir þeirra. Jón lagði metnað sinn í að sinna starfi sínu sem best. Hann aflaði sér víð- tækrar þekkingar erlendis bæði varðandi prestsþjónustu við fanga og sjúklinga á sjúkrahúsum og vann ákveðið brautryðjandastarf á því sviði. Jón var listhneigður og fékkst við ritstörf, ljóðagerð og þýðingar. Hann unni góðri tónlist og sótti tónleika þegar færi gafst. Hann skrifaði endurminningar sínar „Af föngum og frjálsum mönnum“ sem gefnar voru út árið 1999. Hann lýsti þar starfi sínu í hóg- værri frásögn. Þar kemur fram sú virðing fyrir lítilmagnanum í þjóð- félaginu sem einkenndi allt hans lífsviðhorf. Hanna og Jón voru samhent í starfi og leik. Oftar en ekki voru þau nefnd í senn eins og þau væru órjúfanleg heild. Þau báru umhyggju hvort fyrir öðru. Á þetta reyndi síðustu ár þegar Jón átti við Parkinsonssjúkdóm að etja. Umhyggja þeirra náði einnig langt út fyrir þrönga veggi heim- ilisins. Ekki aðeins fjölskyldur þeirra beggja nutu þeirrar um- hyggju heldur einstaklingar sem þau kynntust á lífsleiðinni bæði hérlendis og erlendis. Genginn er drengur góður. Þeir sem þekktu hann muna hans hlýju návist. Eftir situr söknuður en jafnframt lifir minning um mann sem lét gott af sér leiða samferða- mönnum sínum til góðs. Guð haldi verndarhendi yfir fjölskyldu hans. Þorleifur Pálsson. Jón Bjarman

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.