Morgunblaðið - 24.03.2011, Síða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011
Kassagítardrifið
rökkurindí? Er það
ekki ágætislýsing á
þessari afbragðs-
skífu Kurt Vile,
Smoke Ring for my
Halo, sem telst
hans fjórða. Vile hefur verið á milli
tannanna á smekkleiðurum í nokk-
urn tíma, hóf ferilinn á að læða út
brenndum diskum og tónlistin er
með nokkuð einkennandi svefn-
herbergisblæ. Vile er hins vegar á
mála hjá litla risanum Matador í dag
og hefur verið að vekja æ meiri at-
hygli í meginstraumnum. Vile syng-
ur sig letilega í gegnum lagasmíðar
sem draga áhrif jafnt frá sígildasta
neðanjarðarrokki (Velvet Undergro-
und) og sýrulegnari samtímatónlist
(Ariel Pink). Vile lætur þó alla
djöflasýru eiga sig, þetta eru hefð-
bundin söngvaskáldalög þannig lag-
að en flutningurinn allur, hljómurinn
og heildaráran þokar plötunni í átt
að einhverju alveg nýju. Þetta er
hæglátasta plata Vile til þessa, hans
Mutations einhvern veginn, og hún
vinnur á með hverri hlustun.
Kurt Vile – Smoke Ring for my
Halo bbbbn
Svarthvítir
draumar
Arnar Eggert Thoroddsen
The Unthanks,
sem er að stofni til
systurnar Rachel
og Becky Unthank,
hafa verið að þróa
nálgun sína við
enska þjóðlagatónlist í nokkurn tíma
og á þessari plötu, fjórðu plötunni,
er búið að sprengja formið upp, svo
gott sem alveg. Af þeim sökum er
allt opið og systurnar nýta sér það til
fullnustu. Það merkilega er að í
flestum tilfellum gengur þessi plata
upp. Það sem hefði getað orðið nokk-
urs konar seinni tíma Clannad sull
með „cross-over“ velgju verður þess
í stað að mjög svo forvitnilegri og
skapandi tónlist; þar sem þjóðlaga-
tónlist, djass, nútímatónlist og til-
raunakenndari og sveimbundnari
kaflar keppast um athyglina. Raddir
systraranna eru þá miðlægar og
þegar best lætur verða töfrarnir til;
lögin ægifalleg, dramatísk, þung og
áhrifarík. Dramatíkin fer aldrei í yf-
irgír, hjartatosandi kaflar verða
aldrei væmnir, allt er bara eins og
það á að vera. Bretinn er að missa
sig yfir þessu og ekki að ósekju.
Höfugt og
hægstreymt
The Unthanks – Last
bbbbn
Arnar Eggert Thoroddsen
Ný breiðskífa frá
bandarísku rokk-
hljómsveitinni The
Strokes hefur litið
dagsins ljós. Þetta
er fjórða plata New
York sveitarinnar og sú fyrsta sem
hún sendir frá sér í heil fimm ár. Síð-
ast heyrðist til hennar á plötunni
First Impressions Of Earth sem
kom út í ársbyrjun 2006. Nýi grip-
urinn ber heitið Angles og segja má
að platan beri nafn með rentu, enda
heggur sveitin ekki lengur í sama
knérunn og sýnir á sér nýjar hliðar.
Vissulega er Strokes hljómurinn
enn til staðar líkt og má heyra á
fyrstu smáskífunni „Under Cover of
Darkness“, sem gæti hafa verið á
fyrstu plötunum.
Tilraunamennska og hljóðheimur
níunda áratugarins einkenna Ang-
les, sem er fyrsta platan þar sem all-
ir fimm liðsmenn Strokes leggja
eitthvað í púkkið. Fram að þessu
hefur söngvarinn og Julian Casa-
blancas stýrt rokkskútunni og verið
lagakafteinn.
Óhætt er að fullyrða að þeir sem
eru að vonast eftir nýrri Is This It?,
frumburðinum sem skaut sveitinni
rækilega upp á stjörnuhimininn árið
2001, muni verða fyrir vonbrigðum.
Minna ber á bílskúrsrokkinu sem
finna má á fyrstu tveimur plötunum.
Það er hins vegar heilmikið í plöt-
una spunnið og það er gleðiefni að
heyra að The Strokes, sem voru um
tíma kallaðir bjargvættir rokksins,
séu ekki dauðir úr öllum æðum eftir
áratugarlangt villt rokklíferni og óg-
urlegar væntingar.
Platan rennur vel í gegn og má
heyra vísanir í allar áttir, s.s. í Thin
Lizzy, Duran Duran, The Cars og
jafnvel Radiohead. Hún er 10 laga
og 34 mínútur að lengd, sem svipar
til þeirrar keyrslu sem einkenndi Is
This It? og Room On Fire, sem kom
út 2003.
Lögin eru hvert öðru ólíkara og er
hljómurinn poppaðari, tilrauna-
kenndari og djassskotnari.
Angles er hinn áheyrilegasti grip-
ur og stendur fyllilega fyrir sínu.
The Strokes ekki dauð úr öllum æðum
Angles bbbmn
Jón Pétur Jónsson
Áfram Fjórða plata Strokes ber með sér vissar breytingar.
Erlendar plötur
Skannaðu kóðann
til að horfa á mynd-
band við lag The
Strokes, Under
Cover of Darkness.
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Við upphaf Hönnunarmars í ár efnir
Hönnunarmiðstöð til fyrirlestra-
dagskrár og umræðna í Tjarnarbíói
ætlaða hönnuðum og áhugafólki um
skapandi samfélag.
„Mikil gróska er á sviði hönnunar
og breytt umhverfi kallar á nýjan
hugsunarhátt. Hönnun gegnir
veigamiklu hlutverki á tímum mik-
illa breytinga enda býr aðferðafræði
hönnunar yfir einstökum mögu-
leikum til sköpunar og endursköp-
unar,“ segir í til-
kynningu.
Goddur, Guð-
mundur Oddur
Magnússon, pró-
fessor við
Listaháskóla Ís-
lands stjórnar
dagskránni og
forseti Íslands
opnar hana.
Hönnuðir sem
þekktir eru í hönnunarheiminum
fyrir djarfa sýn og nýstárleg efn-
istök munu stíga á svið og miðla
reynslu sinni, hugmyndafræði og
framtíðarsýn.
Hönnunarstjörnur síðustu
aldar
Goddur útskýrir nánar: „And-
rúmsloftið í kringum fyrirbærið
hönnun gengur í gegnum breyt-
ingar. Maður getur sagt að á 20. öld-
inni var mikið um hönnunarstjörn-
ur, sérstaklega seinni part
aldarinnar. Svo stöndum við frammi
fyrir því að margir hönnuðir fá sam-
viskubit yfir því að vera að fylla
heiminn af drasli. Allt í einu er kom-
ið fullt af hlutum sem við höfum
ekkert við að gera og við erum farin
að ræna náttúruna. Núna erum við
komin yfir í tímabil þar sem við
þurfum að fara að hugsa vistvænt og
sjálfbært og taka ábyrgð á því sem
við látum út í náttúruna. Það eru
þessar stóru breytingar sem við
stöndum frammi fyrir.“
Breytingin á þessum hugs-
unarhætti er umræðugrundvöll-
urinn, segir Goddur. „Þetta byrjaði
um síðustu aldamót, þessi viðspyrna
gegn glóbalismanum,“ segir hann og
bendir á eitt dæmi hérlendis, gjöfult
samstarf íslenskra hönnuða með
bændum sem skilar sér í ár í nýrri
vöru, skyrkonfekti frá Erpsstöðum,
sem kynnt er á Hönnunarmarsi.
Í Evrópu hófst þetta með hreyf-
ingum á borð við Droog Design, seg-
ir Goddur. „Hollenski hönnuðurinn
Winy Maas er einn af upphafsmönn-
unum að þessari breyttu hugsun,“
segir hann en Maas verður með er-
indi í Tjarnarbíói í dag.
Goddur útskýrir að hönnuðir hafi
mikil áhrif, þeir fáist við manngerða
umhverfið sem er allt í kringum okk-
ur og grípi þannig inn í líf hvers ein-
asta manns.
Þjóðfélagsskoðun
og heimspeki
„Það er svo margt sem kallar á
þessar breytingar. Við erum komin
í annan raunveruleika. Hönnun er
ekkert annað en þjóðfélagsskoðun
og heimspeki. Upphaflega er þetta
umræða á heimspekilegu
hugmyndaplani. Hvað erum við að
gera við líf okkar? Þess vegna erum
við að búa til vettvang eins og þenn-
an til að tala um þetta,“ segir hann
um dagskrána og klykkir út með:
„Maður veit aldrei í hvaða átt um-
ræðan fer en við ætlum að reyna að
tala um þetta!“
Í boði verða fallegar veitingar að
hætti Majones en dagskráin hefst kl.
10 og lýkur kl. 15. Hönnunarmars
stendur yfir þar til á sunnudag með
fjölda viðburða úti um allan bæ.
Vistvæn hönnunarhugsun
Hlutverk hönnuða á tímum breytinga tekið fyrir í Tjarn-
arbíói í dag Breytt umhverfi kallar á nýjan hugsunarhátt
Umslag Siggi Eggertsson hannaði umslag plötu Apparats en sýning á verk-
um sem hann vann fyrir plötuna verður í Tjarnarbíói á HönnunarMarsi.
Goddur
Í Tjarnarbíói í dag koma fram fjórir
hönnuðir og stendur þetta um þá í
dagskrá Hönnunarmars:
Jerszy Seymour
Vöru- og hús-
gagnahönnuður,
þekktur fyrir ný-
stárlega nálgun
við notkun á efni-
við. Afslappaður
húmor einkennir
verkin hans og
þau eru leikræn
og litrík og tilvís-
anir virðast oft vera til popp-
listarinnar og teiknimyndaheims-
ins. Jerszy veltir fyrir sér hönnun í
nútímanum, um hvað hún snýst og
hvernig hún hefur áhrif.
Winy Maas
Arkitekt, einn af
þrem stofn-
endum arkitekta-
stofunnar
MVRDV en stofan
hefur verið leið-
andi vits-
munalegt og ögr-
andi afl innan
arkitektúrs síð-
ustu 20 árin. Winy Maas stýrir
einnig The Why Factory, rannsókn-
arstofu borga framtíðarinnar, sem
hann stofnaði árið 2008 í sam-
vinnu við Delft School of Design.
Ilkka Suppanen
Arkitekt og húsgagnahönnuður.
Ilkka sækir í skandinavíska arfleifð
í hönnun sinni en nálgast hana á
afslappaðan og
nýstárlegan hátt.
Hönnun hans er
nútímaleg og
hagnýt en á sama
tíma höfðar hann
til fagurfræði-
legra sjónarmiða.
1995 stofnaði
Ilkka Studio
Suppanen sem hefur unnið ýmis
hönnunarverkefni fyrir mörg al-
þjóðleg fyrirtæki eins og Arted,
Axis, Cappellini, Ferlea, Leucos,
Lucente, Nokia, Zanotta, Mari-
mekko og Saap svo einhver séu
nefnd. Ilkka hefur unnið til fjölda
verðlauna fyrir hönnun sína víðs
vegar um heiminn.
Siggi Eggertson
Grafískur hönn-
uður fæddur á
Akureyri árið
1984. Siggi hefur
verið sérstaklega
afkastamikill í
starfi og hefur
verið lýst í al-
þjóðlegum fag-
tímaritum sem
upprennandi stjörnu myndskreyt-
inga með sinn einstaka stíl. Hann
hefur starfað fyrir fjöldamörg inn-
lend sem alþjóðleg fyrirtæki,
s.s.12 tóna, Listahátíðina Sequen-
ces, Hönnunarmars, Coca Cola,
H&M Divided, Nike, Wallpaper,
Stussy, Wired Magazine o.fl. o.fl.
auk þess sem verk eftir Sigga hafa
birst í fjölmörgum erlendum blöð-
um og tímaritum.
Áhrifamiklir hönnuðir
FYRIRLESARAR FRÁ MÖRGUM LÖNDUM
Jerszy Seymour
Siggi Eggertsson
Ikka Suppanen
Winy Maas