Morgunblaðið - 24.03.2011, Síða 40
„Þetta verkefni leggst vel í mig. Það
verður krefjandi en jafnframt afar
spennandi,“ sagði Ágúst Jóhannsson
sem í gær var ráðinn tímabundið í
starf landsliðsþjálfara kvenna í hand-
knattleik. Ágústi er ætlað að búa ís-
lenska landsliðið undir tvo leiki við
Úkraínu í júní þar sem bitist verður
um keppnisrétt á HM sem haldið
verður í Brasilíu í desember. »1
Ágúst stýrir landsliðinu
inn á HM í Brasilíu
FIMMTUDAGUR 24. MARS 83. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. Partístelpan þénar milljónir
2. Andlát: Þorsteinn Pálmi …
3. Elizabeth Taylor látin
4. Hafa reynt að eignast barn í 13 ár
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Orgelkvartettinn Apparat verður
með tvenna tónleika á Sódómu
Reykjavík, í kvöld og á morgun.
Kvartettinn gaf út aðra plötu sína
fyrir síðustu jól og var hún lofuð í há-
stert af gagnrýnendum.
Apparat Organ
Quartet á Sódómu
Kunnur rúss-
neskur fiðluleik-
ari, Vladimir
Spivakov, kemur
fram ásamt fjór-
um löndum sínum
á tónleikum í
Kristskirkju á
morgun, föstu-
dag, og hefjast
þeir klukkan 20. Á efnisskránni eru
verk eftir J.S. Bach. Kaþólska kirkjan
á Íslandi hefur umsjón með tónleik-
unum. »34
Spivakov og félagar
leika verk eftir Bach
ÍT-ferðir, með málmhausinn Sigurð
Sverrisson í broddi fylkingar, standa
fyrir hópferð á þungarokkshátíðina
Sweden Rock Festival í sumar.
Judas Priest, White-
snake og Ozzy Os-
bourne verða á
meðal listamanna
sem þar koma
fram en alls leika
60 sveitir á þrem-
ur dögum. Ekki
amalegt hausa-
skak það.
Hópferð á Sweden
Rock Festival
Á föstudag Hægviðri og skýjað, en dálítil rigning eða slydda suð-
austantil. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.
Á laugardag, sunnudag og mánudag Hæg vestlæg átt með súld
á vestanverðu landinu, en björtu eystra. Hiti 3-10 stig að deginum.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 8-13 m/s og víða dálítil væta, en
snjómugga fyrir norðan og austan. Hlýnandi veður.
VEÐUR
Valsmenn tryggðu sér í
gærkvöldi sæti í úrvals-
deild karla í körfuknattleik
í fyrsta sinn í átta ár þeg-
ar þeir lögðu Þórsara í
hreinum úrslitaleik sem
háður var á Akureyri. Þar
með léku strákarnir í Val
sama leik og stelpurnar
sem í fyrrakvöld tryggðu
sér sæti í deild þeirra
bestu eftir sigur á
Stjörnunni. »3
Valsmenn upp í
úrvalsdeildina
„Kýpurbúar eru flestir af
grísku bergi brotnir, blóð-
heitir og áhuginn er mik-
ill. Fótboltinn er eins og
trúarbrögð hjá þeim,“
segir Haraldur Freyr
Guðmundsson, fyr-
irliði Keflavíkur, sem
er eini íslenski knatt-
spyrnumaðurinn
sem leikið hefur
í efstu deild
knattspyrn-
unnar á Kýp-
ur. Íslenska
landsliðið
sækir
Kýpurbúa
heim í und-
ankeppni
EM á laugar-
daginn. »4
„Fótboltinn er eins og
trúarbrögð hjá þeim“
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Króatíski skíðakappinn Ivica Koste-
lic og „tengdasonur Íslands“ var
krýndur heimsbikarmeistari karla í
alpagreinum á skíðum á laugardag-
inn var. Hann var á heilsuhóteli í
Króatíu, ásamt Elínu Arnarsdóttur
unnustu sinni, þegar Morgunblaðið
náði tali af þeim.
„Þetta eru mestu verðlaun sem
hægt er að vinna í alpagreinum að
mínu mati og keppikefli allra skíða-
manna,“ sagði Kostelic. Hann kvaðst
hafa stefnt að því undanfarið að
sigra í heildarstigakeppni heimsbik-
arkeppninnar. Á árum áður einbeitti
hann sér meira að sviginu og tækni-
legum atriðum skíðaíþróttarinnar.
Eftir meiðsli sem hann varð fyrir
lagði hann hraðagreinar á hilluna
um tíma. Svo þegar hann fór að
stefna að sigri í samanlögðu fór hann
aftur að æfa brun og risasvig.
„Eftir framfarir í þessum greinum
sáum við að ég átti möguleika á að
vinna heildarhnöttinn,“ sagði Koste-
lic. Hann vann heimsmeistaratitil í
svigi 2003 og silfurverðlaun í svigi á
Ólympíuleikunum 2010 og eins í
alpatvíkeppni 2006 og 2010. Hann
hefur sigrað 18 sinnum í mótum til
heimsbikarsins.
Kostelic var mikið fagnað þegar
hann sneri heim til Króatíu eftir sig-
urinn í Lenzerheide í Sviss á laug-
ardaginn var. „Fólk kom til mín úti á
götu og óskaði mér til hamingju. Það
var allt frá leikskólabörnum
upp í háaldraða sem óskuðu
mér til hamingju. Það virð-
ast allir hafa fylgst með
mér allt keppnis-
tímabilið. Fólkið í
hverfinu mínu sló
upp móttökuhátíð
og það kom mér
mjög á óvart.
Það var alveg
frábært,“ sagði
Kostelic. Hann sagði að Króatar
gleddust með honum.
Aðstaða til skíðaiðkunar í Króatíu
er heldur dapurleg um þessar mund-
ir og eina skíðalyftan sem var í lagi í
vetur er nú biluð. Kostelic kvaðst
vona að úr því yrði bætt og að sigur
hans yrði ungum Króötum hvatning
til að leggja sig fram við æfingar.
Hann sagði að undanfarin ár hefðu
fleiri börn og unglingar æft skíði í
Króatíu en þegar hann og Janica
systir hans, sem er margfaldur verð-
launahafi í skíðaíþróttum, voru börn.
„Það er ekkert ómögulegt í íþrótt-
um,“ sagði Kostelic. „Vonandi eigum
við eftir að eignast fleiri meistara í
framtíðinni.“ Hann kvaðst stefna að
þátttöku í vetrarólympíuleikunum í
Sochi í Rússlandi árið 2014.
„Það er ekkert ómögulegt“
„Tengdasonur
Íslands“ er heims-
bikarmeistari
Reuters
Heimsbikarmeistari Króatinn Ivica Kostelic kyssti verðlaunahnöttinn eftir að hann sigraði í heildarstigakeppni
heimsbikarkeppni karla á skíðum. Hann á íslenska unnustu, Elínu Arnarsdóttur, og er því „tengdasonur Íslands“.
„Króatar tóku rosa vel á móti hon-
um. Það var fullt af fólki á flugvell-
inum og þegar við komum heim
var búið að skipuleggja óvænt-
an gleðskap fyrir hann í hverf-
inu. Það er mikið í blöðunum
um þetta, enda frábær
árangur fyrir Króata að
vinna þessa mótaröð,“
sagði Elín Arnarsdóttir
um heimkomu Ivica
Kostelic, unnusta síns,
eftir heimsbikarsigurinn í Sviss á
laugardaginn var.
Ivica og Elín búa í Zagreb í Kró-
atíu. „Hann kann að segja „ég er
tengdasonur Íslands“ á íslensku,“
sagði Elín og hló.
Hún æfði sjálf og keppti á skíð-
um á yngri árum og var m.a. í
landsliði Íslands 2003-2005. Elín
kvaðst hafa kynnst því hversu
gríðarleg vinna liggur að baki góð-
um árangri í skíðaíþróttinni.
„Frábær árangur fyrir Króata“
IVICA KOSTELIC Á ÍSLENSKA UNNUSTU, ELÍNU ARNARSDÓTTUR
Ivica Kostelic og
Elín Arnarsdóttir.