Morgunblaðið - 26.03.2011, Side 4

Morgunblaðið - 26.03.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Rómantísk Reykjavíkurstemning sveif yfir vötnum á Listasafni Ís- lands í Hafnarhúsinu í gær þar sem fatahönnunarfyrirtækin Andersen & Lauth og Farmers Market tóku höndum saman ásamt kvikmynda- gerðar- og tónlistarmönnum um að búa til litla ástarsögu í Reykjavík. Við dillandi lifandi tónlist var blandað saman sveitarómantískri hönnun Farmers Market, þar sem íslenski lopinn er í forgrunni, og ævintýralegu yfirbragði Andersen & Lauth svo útkoman varð veisla bæði fyrir augu og eyru. Morgunblaðið/Ómar Tískuhönnuðir segja litla ástarsögu frá Reykjavík Ævintýraleg sveitarómantík í Hafnarhúsinu Einstaklingarnir 25 sem náðu kjöri á stjórnlagaþing í kosningunum sem Hæstiréttur úrskurðaði síðan ógild- ar ætla að hittast í dag til að ráða ráðum sínum um stjórnlagaráð. Nú þegar hefur einn úr hópnum, Inga Lind Karlsdóttir, tilkynnt að hún ætli sér ekki að þiggja boð Al- þingis um sæti í sérstöku stjórnlag- aráði. Margir aðrir úr hópnum virð- ast tvístígandi um framhaldið. „Ég veit að einhverjir eru mjög hugsi, þannig að það gæti verið að fleiri myndu fara sama veg,“ segir Lýður Árnason læknir. Hann segist ekki vita til þess að fleiri hafi þegar tekið sömu ákvörðun og Inga Lind. Sjálfur segist hann ætla að vera með og taka sæti í stjórnlagaráði. Ómar Ragnarsson hefur ekki gert upp hug sinn um framhaldið en seg- ist munu svara eftir helgina. „Frest- urinn rennur út á þriðjudagskvöld og ég reikna með að ég sé ekki einn um það að draga þetta fram á síð- asta dag. Þar af leiðandi er ágætt að við hittumst og berum saman bækur okkar.“ Arnfríður Guðmundsdóttir læknir er sömu skoðunar og Ómar, hún er ekki búin að ákveða hvort hún tekur sæti í stjórnlagaráði en ætlar að mæta á fundinn á morgun og gera upp hug sinn í kjölfar hans. Eru hugsi um stjórn- lagaráð  Stjórnlagaþing- menn ræða málin Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Nokkurrar tortryggni gagnvart stjórnvöldum gætti meðal fulltrúa á 25. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór í Reykja- vík í gær. Auk stefnumótunarvinnu í hópum var fjallað um atvinnustefnu, og flutti Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra erindi þar sem hún sagði meðal annars að 1,5 milljörðum króna yrði varið til undirbúnings orku- vinnslu á Norðausturlandi á árinu. Þá voru sóknaráætlanir landshluta til umræðu, en Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, vék að þeim í ræðu sinni. Hann segir vantraust á áætlunum ríkisins grafalvarlegt. Til sé „sveitarstjórnarfólk [sem] segir hreint út að ríkisvaldið vinni gegn uppbyggingu atvinnutækifæra með því að kæfa verkefni sem hafi lengi verið í undirbúningi, sérstaklega verkefni sem byggist á nýtingu auð- linda landsins.“ Treysta ríkisstjórninni illa Halldór segir viðbrögð sveitar- stjórnarfólks við átaksverkefnum á borð við Ísland 2020 blendin. Fólk segi hugmyndafræðina ekki vitlausa, og hún geti alveg virkað. „En þessi ríkisstjórn verður að sanna það fyrir okkur að hún ætli í alvörunni að framkvæma þetta,“ sagði hann í samtali við blað- ið. Með áætlun- inni sé verið að færa mikil völd út til landshlutanna, en fylgi því engir fjármunir séu orð- in innistæðulítil. „Aðrar ríkisstjórnir hafa ekkert sýnt það til þessa að þeim sé sérstaklega annt um byggðaáætlanir. Við treyst- um þessari ríkisstjórn þá ekkert frek- ar,“ segir Halldór. Meira samráðs þörf Óhjákvæmilegt var að ræða fjár- hagsstöðu sveitarfélaganna, sem í mörgum tilfellum er bágborin. Hall- dór segir samráð við ríkisstjórnina nauðsynlegt, og samstarfsnefnd um skuldamál sveitarfélaga sé þegar starfandi. Meira þurfi hins vegar til. Hann segir það hafa verið rætt óformlega á fundinum að svipuð leið yrði farin til þess að mæta vanda verst stöddu sveitarfélaganna og far- in hefur verið gagnvart heimilum og fyrirtækjum. Slíkar hugmyndir hafi hins vegar ekki verið kynntar form- lega. Nýta þarf at- vinnutækifæri sem bjóðast  Spjótin standa á ríkisstjórninni  Skuldaaðlögun fyrir sveitarfélög? Halldór Halldórsson „Maður var farinn að vona að þetta myndi eitthvað breytast, en það fer bara versnandi,“ segir Anna Jóns- dóttir, verkefnisstjóri hjá Fjöl- skylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ. Í úthlutun nú á fimmtudag þáðu 242 fjölskyldur matarpoka. Að jólaút- hlutun fráskilinni er þetta stærsta úthlutunin sem þar hefur farið fram. Ekki bundið við ákveðna hópa Anna segir þá sem leita aðstoðar vera á öllum aldri, allt frá ungu fjöl- skyldufólki og upp í fólk sem komið er yfir áttrætt. „Þetta fólk er ekki bara fátækt að þessu leyti, heldur líka félagslega. Það er á allan hátt fá- tækt og það finnst manni hræðileg- ast af öllu,“ segir Anna. Sumir séu jafnvel í þeirri stöðu að fara aldrei út fyrir hússins dyr nema í þau skipti sem þeir koma til Fjölskylduhjálp- arinnar, þar sem viðkomandi séu ein- faldlega niðurbrotnir vegna þeirrar stöðu sem þeir eru í. Anna segir starfsemina hafa notið góðs af gjöfum og nefnir sérstaklega Sigurjónsbakarí, Nýja bakaríið, Nettó og Kaffitár. Hún hefur hins vegar leitað eftir því, fyrir hönd Fjöl- skylduhjálparinnar, að fyrirtæki og félagasamtök sem séu aflögufær leggi starfseminni til matvæli, fatnað og annað sem gagnast geti þeim sem lítið hafa milli handa. einarorn@mbl.is Sífellt fleiri leita eftir aðstoð í Reykjanesbæ  Dæmi um að fólk fari aðeins úr húsi til að sækja úthlutun Þrengingar Atvinnuleysi mælist hvergi meira en á Suðurnesjum. Hagnaður Lánasjóðs sveitar- félaga á árinu 2010 nam 1.248 milljónum króna, og dróst saman um rúmar 400 milljónir á milli ára. Hreinar vaxtatekjur sjóðsins voru rétt tæp- lega 1,1 milljarður. Aðal- fundur sjóðsins fór fram í gær. Þrátt fyrir erfiða fjár- hagsstöðu margra sveitar- félaga eftir hrun banka- kerfisins hefur sjóðurinn ekki tapað einu einasta út- láni, og engin vanskil voru við sjóðinn í árslok. Hann stendur því traustum fót- um, en vegið eiginfjárhlut- fall hans jókst töluvert á milli ára, og var í árslok 78% miðað við 67% árið 2009. Vegna lægri vaxta og verðbólgu er gert ráð fyrir að afkoma sjóðsins versni nú í ár. Sú þróun skýrir minni hagnað á árinu sem nú hefur verið gert upp. Drjúgur hagnaður í fyrra LÁNASJÓÐUR SVEITARFÉLAGA OHF. Skannaðu kóðann til að sjá myndir frá sýningunni. Í ályktun Kvennahreyfingar Sam- fylkingarinnar, sem samþykkt var í gær, var vikið að úrskurði kæru- nefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að forsætisráð- herra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefði brotið jafnréttislög. Þar segir m.a.: „Jafnaðarkonur hafa verið í fararbroddi framfara í jafnréttis- málum á Íslandi um árabil og er ábyrgð þeirra rík. Nýlegur úr- skurður kærunefndar jafnréttis- mála er alvarlegur fyrir stjórn- sýsluna og flokk sem kennir sig við kvenfrelsi. Við honum þarf að bregðast með viðeigandi hætti. Kvennahreyfing Samfylking- arinnar lítur svo á að treysta beri ráðningarferli stjórnsýslunnar þannig að tryggt sé að ráðningar falli að lögum, og lýsir yfir stuðn- ingi við forsætisráðherra við að gera þær breytingar sem til þarf.“ Treysta þurfi ráðningarferli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.