Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 8

Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 8
Snorri G. Bergsson Víst er, að fáir Þjóðverjar á Islandi gátu tekið þá áhættu að hunsa Gerlach og fyrir- skipanir hans, enda áttu þeir flestir ættingja í Þýskalandi Eins og kommúnistum var tamt, bar Hendrik mikið hatur til „brúnu pestarinnar", en svo nefndi hann nasismann búsettir, eru þeir í algjörum minnihluta, sem nokkuð kveður að eða eru til þess fallnir að láta að sér kveða. En það eru ein- mitt þeir [sem eitthvað er í spunnið], sem reyna með öllum ráðum að losna héðan og komast aftur heim til Eýskalands. í hinum hópnum hafa sumir gerst íslendingar eða orðið „íslenskir14..., svo gripið sé til ófagurs orðtaks, sem því miður er ekki til hróss.7 Víst er, að fáir Þjóðverjar á íslandi gátu tekið þá áhættu að hunsa Gerlach og fyrirskipanir hans, enda áttu þeir flestir ættingja í Þýska- landi. Vitað er til, að Gerlach hafi klagað Þjóðverja á íslandi fyrir yfirboðurum sínum og jafnvel komið í veg fyrir að einn þeirra gæti gifst íslenskri unnustu sinni, þar sem hann hafði ekki viljað þóknast nasistum.“ Sig- urlaug J. Scheither minnist þess sérstaklega, að hún hafi verið „skömmuð eins og hundur“ fyrir að neita að syngja nasistasöngva á fundi þýsku vetrarhjálparinnar.9 Því er skiljanlegt, að málamyndaþátttaka í starfi Nasistaflokks- ins hafi verið skárri kostur en að vekja upp andúð ræðismannsins.10 Stefna Breta gagnvart útlendingum Frá ársbyrjun 1933 og fram í september 1939 höfðu um 60.000 flóttamenn frá Þýskalandi, einkum Gyðingar, fengið landvist í Bretlandi. Bresk stjórnvöld óttuðust, að meðal þeirra kynnu að leynast njósnarar eða undirróðurs- menn sem stefnt gætu öryggi Bretlands í hættu." Dr. David Cesarani lýsir stefnu bresku ríkisstjórnarinar í þeirra garð á eftir- farandi hátt: í stríðinu [1939-45] grundvallaði breska ríkisstjórnin stefnu sína í garð útlendinga á því að forðast þær hörmungar og þau mis- tök sem áður voru gerð, einkum í styrjöld- inni 1914-18. Öllum óvinveittum útlend- ingum [enemy aliens] var skipað að skrá sig hjá lögreglu. Nokkrum var einnig gert að flytjast frá hernaðarmikilvægum svæðum.12 Þegar í stríðsbyrjun gerðu 120 sérlega skipað- ir héraðsdómstólar staðlað hættumat á þessu fólki og röðuðu því í áhættuflokka og skráðu einnig hvort það væri „flóttamenn undan kúgun nasista“ eða ekki.13 Nasistar og aðrir sem grunaðir voru um hollustu við Þýskaland, voru handteknir þegar á haustdögum 1939 og hnepptir í varðhald (A-flokkur). Útlendingar sem gátu ekki sannað hollustu sína við Bret- land þurftu að skrá sig reglulega á næstu lög- reglustöð, en ekki stóð þá til að hefta frelsi þeirra að neinu marki (B-flokkur). Langsam- lega flestir útlendingar voru þó álitnir hættu- lausir og mælti innanríkisráðuneytið með, að ekkert yrði gert á þeirra hlut (C-flokkur).14 f mars 1940 höfðu aðeins um 600 útlendingar verið teknir í öryggisgæslu af þeim liðlega 71.600 sem komið höfðu fyrir dómstóla til flokkunar.15 Þegar Bretar hernámu ísland í maí 1940 voru Þjóðverjar á íslandi flokkaðir með svipuðum hætti. Bresku herforingjarnir höfðu aðeins óljós- ar hugmyndir um Þjóðverja á íslandi og urðu því að Ieita sér aðstoðar íslendinga, breskra þegna og þýskra útlaga í Reykjavík. Einkum voru þeir síðarnefndu duglegir að benda á „nasista“ í bænum, vitandi að sama hlutskipti hefði væntanlega beðið þeirra, ef innrásar- herinn hefði verið þýskur.16 Einnig kom við sögu íslendingurinn Hendrik Ottósson rit- höfund sem giftur var þýskri gyðingakonu, Jóhönnu Goldstein kjólameistara í Kirkju- hvoli. Að undirlagi Johns Bowerings, fyrrum aðalræðismanns Breta, fékk yfirmaður bresku öryggisdeildarinnar hér, Humphrey Quill majór, Hendrik til að vera þeim „hjálp- legur við handtöku nazistanna“. Það taldi Hendrik skyldu sína, „enda þótt það væri ef til vill ekki algerlega í samræmi við lög lands- ins, en fáir menn hirtu um það.“ Eins og kommúnistum var tamt, bar Hend- rik mikið hatur til „brúnu pestarinnar", en svo nefndi hann nasismann og hélt nákvæma skrá yfir Þjóðverja þá sem af henni höfðu smitast og einnig hina sem bólusetningu höfðu hlotið. Hann vildi skipta Þjóðverjunum í tvo flokka: I þeim fyrri voru flóttamenn, bæði Gyðingar og pólitískir andstæðingar nasista, en í hinum voru „nasistar og flugu- menn þeirra“. Þeim flokki skipti hann síðan í tvo hópa, annars vegar heimilisfasta Þjóð- verja og hins vegar aðkomna sendimenn nas- ista. Hann bætti síðan við: Menn þessir voru ærið misjafnir, sumir höfðu gerzt nazistar til þess að geta komið ár sinni fyrir borð hjá hinum nýju valdhöf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.